Færsluflokkur: Spil og leikir
Miðvikudagur, 13. júní 2007
"BISSÍ MORNING"
Ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun, eins og lög gera ráð fyrir. Ég er að taka mig á í kvöld- og næturdrollinu, enda ekki gott fyrir óvirka alka að vera með óreglu á svefni, máltíðum og öðru svona yfirleitt. Ég skellti inn þessari mynd (sem er ekki af mér, en ég veit að þið haldið að ég sé svo dugleg með myndavélinaenda myndi ég aldrei halda á vínglasi þótt ég hefði hendur fleiri en tvær) til að sýna fram á hversu fjölhæf ég er.
Ég byrjaði á að blogga. Allt í forgangsröð hér að sjálfsögðu.
Fór glataðan blogghring. Allir sofandi eða eitthvað.
Borðaði sykursýkisvænan morgunmat sem innihélt eitt stykki úr grænmetisríkinu, eitt úr ávaxta og annað úr landbúnaði.
Sprautaði mig með insúlíni, þvílíkt kikk, ég flattist á vegg.
Hringdi og talaði við Söruna, Jenny mín er enn lasin og kemur í pössun á eftir.
Tók eldhúsið með stormi.
Reykti sígó á milli allra þessara atriða. Bíðið, það gera 1, 2, 3 hætti að telja, þetta var ekki ég.
Hlammaði mér hér niður til að blogga og reykja enn eina síuna. Fer svo að ryksjúga.
Heimta að allir mínir bloggvinir hunskist til að blogga, ekki seinna en fyrir næstu sígópásu hjá mér sem verður eftir 7 og 1/2 mínútu nákvæmlega.
Hehe.. lofjútúpísis.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 13. júní 2007
DRÍFA SIG Á PUTTANUM BARA
Ég hef aldrei áttað mig á munaást margra samlanda minna sem gengur út á mottóið "einn bíll á mann að minnsta kosti".´ Ég hef notað strætó töluvert hin síðari ár, fyrst af illri nauðsyn og svo vegna þess að mér fór að þykja það þægilegur og einfaldur ferðamöguleiki. Ég eins og fleiri nenni ekki að taka strætó þegar það er orðið að miklu þrekvirki að komast frá a-b á svona nokkurn veginn ásættanlegum tíma. Í hvert skipti sem strætó breytir einhverju hjá sér, sem er ansi oft, þá er það ekki til að auka þjónustu eins og hjá flestum fyrirtækjum, heldur til að draga úr henni. Furðulegt alveg hreint. Það er svo mikið tap sí og svo segja þeir sem við stjórnvölinn sitja. Halló, hvað með allt sem sparast við að hafa almenningssamgöngur þægilegar og ódýrar? Svo ekki sé minnst á umhverfisvænan hagnað af minni bílanotkun. Það er hægri bragur á nýjasta sparnaðartiltæki Strætó og það kemur að sjálfsögðu ekki á óvart. Ég efast um að það sé lágmarks vitneskja um það hjá borginni að það er til fólk á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem á ekki bíla og þarf að leggja traust sinn á strætisvagna. Nú er daglegt líf starfsfólk hjúkrunarheimilisins á Vífilsstöðum og ættingja sjúklinga þar komið í talsvert uppnám eftir að ákveðið var að hætta við strætóferðir þangað. Amk ein starfskona hefur boðað uppsögn sína þar sem það er ómögulegt fyrir hana að komast í vinnuna.
"Til að gefa mynd af því ástandi sem blasir nú við ættingjum sjúklinga nefnir Ingibjörg Tómasdóttir, forstöðumaður Vífilsstaða, aðstæður nokkurra roskinna kvenna sem eiga eiginmenn á Vífilsstöðum. "Þær eru ekki á bíl og þurfa að komast með strætó. Þær hafa jafnvel valið mökum sínum pláss hér í trausti þess að strætósamgöngur yrðu fyrir hendi," bendir hún á. Segir hún þetta bagalegt því nú verði að keyra aðstandendurna í heimsóknir."
Sniðugt. Brillljant sparnaður þarna á ferðinni. Auðvitað á ekki að vera að púkka upp á gamalt fólk, aðstandendur þess og það fólk sem vinnur á skítalaunum við að hugsa um það.
Ég er á því að almenningssamgöngur eigi ekki að vera mældar í krónur og aurum, ekki frekar en t.d. heilsugæsla og fleiri sjálfsögð mannréttindi. Ókeypis í strætó hlýtur að vera markmiðið, fjölgun leiða og tíðari ferðir. Þannig má "spara" helling af peningum. Sjáið þið til. Ég vil vinstri menn aftur í borgina, en það eru svo sem ekki miklar fréttir þegar ég á í hlut.
![]() |
Geta ekki lengur heimsótt aldraða aðstandendur sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 13. júní 2007
AÐ ÞESSU SINNI VAR ENGUM KASTAÐ Á DYR
Ég var í minni vikulegu bloggvinatiltekt en engin ástæða var til að henda kjafti út. Allir svo skemmtilegir hjá mér núna. En ég er í sjokki. 42 konur eru á bloggvinalistanum mín en 7, segi og skrifa 7 karlmenn. Er ég orðin karlahatari? Hlutfallið var nokkurn veginn jafnt hjá mér í byrjun en eftir æðisleg útköst, reglulega, stendur ekki steinn yfir steini. Eru konur skemmtilegri bloggarar en menn? Er ég aðskilnaðarsinni, er feministiskt ofstæki að blinda mig, gjöra mig óábyrga gerða minna? Nebb. Þetta "varðaði" bara svona eins og frumburðurinn minn sagði hérna í denn. Ég gat ekki stillt mig um að taka mynd af mínu þrifalega bloggvinkonugengi en ég sendi strákana mína 7 til ljósmyndara.
Svo sætir þessar elskur.
Gúddnætgæs!
Þriðjudagur, 12. júní 2007
ÞAÐ ER EKKI BLOGGANDI UM ÞETTA..
![]() |
Sýslumanninum í Los Angeles gert að útskýra hvers vegna Hilton var sleppt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. júní 2007
FIRRTUR PENINGAHEIMUR
Þeir segja að staðsetning og útsýni skýri verðið. Ég myndi vilja sjá hvers vegna.
Hver kaupir íbúð fyrir 230 milljónir?
![]() |
Dýrasta íbúðin á 230 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. júní 2007
ÉG ÞOLI SVO HJARTANLEGA..
..að horfa á miðnætursólina
..að lykta af blóðbergi
..að halda á börnum og finna lyktina af þeim
..að láta rigna á mig
..að fjúka
..að sofa
..að hlægja
..að lesa
.. að snúa upp á hárið á mér
..að mála á mér augnhárin
..að vera á sjó
og svo margt, margt fleira.
ÉG ÞOLI SVO HJARTANLEGA EKKI
..hentistefnu stjórnmálamenn
.. umræðustjórnmál
..nýrík snobbhænsni
..fólk með fórnarlambsblóðbununa aftan úr sér
..soðinn fisk
..sólregn
..tímann frá nýársdegi og fram í miðjan janúar
..magaspeglanir
..helgislepju og væmni
..lýsi "in any way, shape or form"
..rafmúsíkk
og nokkur atriði til viðbótar sem þola ekki birtingu.
ÉG SKIL SVO HJARTANLEGA EKKI
..Georg Bush
..Pétur Blöndal
..Ellý Ármanns
..Jón Val
..Biskupinn og aðra kirkjunnar þjóna sem praktisera mannréttindabrot á samkynhneigðum
..Jay Leno
..kvenhatara og karlrembusvín
..rasista
..nafnlaus skrif sem beinast gegn persónu fólk
Að öðru leyti er ég með allt á hreinu.
Vildi bara koma þessu að.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Þriðjudagur, 12. júní 2007
OG KÓKÓFÍLL ER ORÐINN AÐ KRÓKUFÍL
Hún Jenny Una Erriksdóttirr er í pössun hjá ömmu af því hún er veik. Pabbinn þurfti að fara í upptöku fyrir sjónvarp og mamman er að vinna. Ömmunni finnst ekki leiðinlegt að fá að hafa Jenny, þótt henni finnst voða leiðinlegt að barnið skuli vera lasið.
Í nótt fékk hún Jenny martröð, sennilega af hitaskömminni. Hún sagði mér að "krrókufíllinn" (halló barn, hvað varð um krúttlega kókófílinn?) hefði bitið sig og ljót Gýla hefði elt sig. Starfsfólk leikskólans hennar Jenny; ekki segja barni hryllingssögur. Það fer illa í svefninn.
Nú vitið þið það.
Þriðjudagur, 12. júní 2007
EKKI GRÁTA HRINGA(NA)
Sumir eiga aldrei nóg af "hnullungum" til að punta sig með. Tilvalið að fara í ljós fyrir helgina og ná sér í hringi og armbandsúr fyrir djammið.
Hvaða tragedía ætli liggi þarna að baki?
![]() |
Dæmd fyrir hringastuld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. júní 2007
HAFLIÐI Á TILBOÐI Í KÍNA
Dýr yrði Hafliði allur höfum við sagt hingað til. En 18.000 krónur aumar þarf MacDonald´s í Kína að greiða stúlku sem var að borða hammara í rólegheitunum þegar rotta nokkur stökk upp læri hennar og beit. Sem sagt bitið á mörgum vígstöðvum. Vel sloppið hjá þessu fyrirtæki sem þénar milljarða og milljarða ofan á stórhættulegum fitubollumat. Ætli upphæðin miðist við að þetta gerist í Kína? Hvað myndi svona rottubit kosta í USA? Ég kasta upp og ekki bara af tilhugsuninni um rottuna.
![]() |
McDonald's greiðir 18.000 krónur í bætur fyrir rottubit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. júní 2007
ÉG SEGI EKKI ORÐ..
...en ef þið skiljið þetta þá eruð þið greindari en ég.
"Steingeit: Þú hittir nokkra af þeim sem gera sér upp samúð til að breiða yfir hversu miklir píslavottar þeir eru. Vertu léttur við þetta fólk og haltu leið þinni áfram."
Muhahahahaha
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 149
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr