Færsluflokkur: Spil og leikir
Mánudagur, 18. júní 2007
HVERNIG FÓLK BLOGGAR..
..kemur mér ekki nokkurn skapaðan hlut við, það eina sem skiptir mig máli er hvort það er skemmtilegt/áhugavert eða fræðandi. Ég las á einhverju bloggi í morgun, pistil um hvernig höfundur vildi ekki blogga. Það var á viðkomandi að skilja að honum fyndist nú ekki mikið til um "frétta-bloggara" koma. Viðkomandi var á því að þeir væru bara að ná sér í heimsóknir. Meiri skilgreiningaráráttan hjá sumu fólki. Nú blogga ég um alla skapaða hluti og ég blogga oft um fréttir. Mis mikið að vísu. Nú er ég að blogga um blogg. Hm.. ætli það setji mig í hóp með minna metandi bloggurum, en samkvæmt því sem sumir segja þá er sum tegund af bloggi einhvers konar lágstéttafyrirkomulag.
Ég hef lesið arfa skemmtileg fréttablogg þar sem fólk lætur gamminn geysa út frá fréttinni án þess að eyðileggja boðskapinn. Það er svo mikið til af skemmtilegum pistlum hér á Moggablogginu að ég kemst sjaldan út fyrir þessa heimahaga mína. Svo er öllum skemmtilegu bloggvinum og óvinum fyrir að þakka.
Má ekki hver syngja með sínu nefi? Þarf alltaf að vera að draga fólk í dilka? Leiðinlegast þykir mér þegar svona "bloggarar um annaramannablogg" setja sjálfa sig skör hærra en okkur, sauðsvartan almúgann.
Nú bloggaði ég um hvernig aðrir blogga, dem, er til einhver flokkur undir það? Já hér fann ég flokkinn: "Bloggað um aðra bloggara og þeir gagnrýndir svakalega".
Síjúgæs!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 18. júní 2007
NÚ VERÐUR HÆGT AÐ..
..snýta sér opinberlega á Háskólatorgi Háskóla Íslands en hinir vinsælu "horsteinar" hafa verið látnir þar til að spara pappírsnotkun stúdenta, sem mun vera ærin. Horsteinar, öðru nafni "snýtusteinar" hafa þann merkilega eiginleika að geta tekið við hori, sogað það í sig og eru þess vegna grænir og fallegir. Þessi tegund kvefsteina hafa verið vinsælir í löndunum í kringum okkur.
Til hamingju stúdentar með þessa nýju lausn.
P.s. Bara fimm mínútum eftir að ég var búin að skrifa færsluna og búin að hella uppá kaffi til að samgleðjast stúdentum, komst prófarkalesari í "horsteinafyrirsögnina" hjá Mogganum. Þetta mun hafa verið "hornsteinn" sem þeir lögðu að þessu sinni. Það veldur mér miklum vonbrigðum, því horsteinar er flott lausn á snýtimálum.
![]() |
Hornsteinn lagður að Háskólatorgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 18. júní 2007
ÉG HELD AÐ ÉG SÉ..
eilífðar hippi, föst í 68-dæminu, svona eilífðar ungmenni í skoðunum, því það eru ákveðnir hlutir sem fara alltaf jafn mikið fyrir brjóstið á mér. Er það sæmandi fyrir konu á ömmualdrinum að pirra sig út í fánalög og orðuveitingar, svo eitt dæmi sé tekið? Ég held svei mér þá að það sé einhver anarkisti að flakka um í skapgerðinni, einn svona algjörlega á móti öllu sem telst til borgaralegra gilda. En svo er ég á hina hliðina líka. Algjör tvíklofi í skapgerð. Er svo borgaraleg og neyslusjúk þegar kemur að fatnaði að það eru ekki margar jafnöldrur mínar með tærnar þar sem ég hef hælana. Þetta er heldur ekki í rénum. OMG! Ég staðnaði um tvítugt og ég er að hugsa um að fara út og mynda þrýstihópa gegn heilum hellingi af málefnum. Hér nokkur:
Til höfuðs fermingum
Til höfuðs amerískum giftingum með rammíslenskum þátttakendum og ég byrja á hópi um slaufur á giftingadrossíum
Til höfuðs Goldfinger og öðrum skítabúllum slíkum (það er þó allavega vit í að ráðast gegn því)
Á móti íbúðum upp á 230 miljónir króna
Á móti fánalögunum
Á móti orðuveitingum
Á móti hefðbundnum jakkafataklæðnaði Alþingiskarlmanna (konurnar eru flottar og eðlilegar til fara)
Á móti, á móti, á móti, ökuföntum, unnum kjötvörum, skordýrum, reyklausum kaffihúsum og, og, og..
Omg ég þarf enduruppeldi strax. Mamma!!!
Sunnudagur, 17. júní 2007
ÉG HEF SAGT ÞAÐ ÁÐUR..
..og ég segi það enn, ég er á móti fánalögunum. Af hverju að taka sig svona alvarlega??
Bítsmí!
![]() |
Fánalög brotin með mótmælaaðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 17. júní 2007
KÆRLEIKSHEIMILIÐ VIÐ LAUGAVEGINN
Vegna mikillar umfjöllunar um næturlæti, ölvun, ofsaakstur og fleira skemmtilegt, birti ég ein af mína fyrstu færslum á blogginu í tilefni þess. Ég veit svo innilega hvernig fólki (eins og henni Önnu, bloggvinkonu www.anno.blog.is líður).
Fyrir ekki svo mörgum árum síðan tókum ég og húsbandið þá ákvörðun að við vildum búa í miðbænum. Ég vann á Laugaveginum og við þóttumst hafa himni höndum tekið þegar við komust yfir íbúð í sömu götu. Kva nú myndi ég ganga til vinnu og það gerði ég vissulega í þessi ár sem við héldum út þar.
Við vorum ekki með börn á skólaaldri og fannst æðislegt að geta búið og starfað í hringiðunni. Stutt að fara í alla skapaða hluti. Mikið rétt það gekk eftir. Íbúðin okkar var heljarstór "herrskapslägenhet", hátt til lofts með gegnheilu parketti á gólfum, rósettum og hvað það heitir allt saman. Það þurfti hins vegar að gera heilmikið fyrir íbúðina. Við komum okkur fyrir. Gamlir hippar og bóhemar voru alsæl með hýbýlin. Svo gaman hjá okkur. Liggaliggalá. Það átti eftir að breytast. Við fengum að kynnast einu og öðru miður skemmtilegu í húsinu. T.d.
..að fleiri en við sóttumst eftir að búa á Laugaveginum en áðstæðurnar fyrir því voru ekki alveg þær sömu, og okkar. Fyrstu árin var djammað stöðugt bæði á efri og neðri hæð hússins. Lögreglan hefði þurft að hafa lykil. Til að gera langa sögu stutta lagaðist ástandið á neðri hæð eftir ár eða tvö, stuðboltarnir í efra héldu uppteknum hætti en nú "bara" frá fimmtudögum til sunnudags.
..að pípulagnir og allskonar rör og rennur geta virst vera í lagi inni í íbúð hjá þér en þurfa alls ekki að vera það í öllu húsinu. Fyrsta Þorláksmessudag í herrskapsíbúðinni var ég að þvo gólf og skutlaði mér eftir eina sígópásu til að ná í gólftuskuna ofan í fötuna og skipta um vatn. Ómægodd! Það var rottuungi í fötunni. Ég brjálaðist alla leið. Það var hringt á meindýrabanann (viðkomandi rotta hafði þó þegar verið úrskurðuð látin) og hann hóf tryllta leit að fjölskyldu ógeðismeindýrsins. Fjöslkylda kvikindisins lýsti með fjarveru sinni. Gat fannst á bak við þvottavél og alla Þorláksmessunótt var steypt uppí gert og græjað. Ég svaf nánast ekkert í mánuð á eftir.
..að það getur beinlínis verið lífshættulegt að gleyma að loka útidyrahurðinni svo ég tali nú ekki um hurðinni að íbúðinni. Lærðum af biturri reynslu að menn með hnífa og önnur morðtæki og tól eiga ótrúlega oft erindi um Laugaveg að nóttu til og vilja komast inn í hlýjuna.. með góðu eða illu.
Eitt og annað gekk á í sjálfu húsinu sem á mælikvarða þess sem á undan er talið var tómur kökubiti (lesist peace of cake). Stíflaðir vaskar, stífluð sturta (einstaklega gleðilegt skemmtiatriði) vatn úr lofti frá íbúð í efra og fleira sollis smotterí.
Nú en það var voðalega gaman að búa við Laugaveginn um jólin, svakalega jólalegt fannst mér fyrstu tvær helgarnar í desember, fyrsta árið. Það var stemmari á Laugaveginum fyrir jólin, alveg sérstaklega um helgar. Lúðrasveitir, kórar, jólasveinar og allskyns atriði sem hafa eflaust hlýjað fólki í jólainnkaupum um hjartaræturnar þegar það átti leið fram hjá. Átti leið fram hjá skrifa ég. En þegar þú hefur atriðin beint undir glugganum þínum allan liðlangan daginn, föstudag, laugardag og sunnudag og á hverjum degi eftir að nær dregur jólum þá er maður orðin svona létt pirraður (orðinn morðóður brjálæðingur) arg.
Nú veit ég að íslenska þjóðarsálin er í kór. Ég veit það vegna þess að undir glugganum mínum voru blandaðir kórar um helgar, drukknir og metnaðarfullir söngvarar sungu fullum hálsi. Á sumrin og í góðum veðrum var tónleikahald líflegt frá mánudegi til sunnudags. Standby listahátið bara.
Ég varð sambands sérfræðingur. Fólk; ekki ræða út um málin fyrir utan "verkamannsins kofa" eða þannig! Ég var nauðug sett inn í ástarmál stórs hluta þeirra Reykvíkinga sem una glaðir úti um nætur. Brothljóð og skellir voru hluti af proppsinu þarna við Laugaveginn og elsku gangstéttin mín stundi yfir öllum ælulögunum sem höfðu komið sér fyrir beint fyrir utan útidyrnar hjá mér og görguðu á mig í öllum sínum dásamlega margbreytileika fleirihundruðogfimmtíu magainnihalda þegar ég kom út um morgna.
Ég ætla ekki að vera neikvæð (jeræt) en er bara að deila með mér reynslu minni af því að vera miðbæjarrotta (jæks). Auðvitað voru góðar hliðar á þessari búsetu. Stutt í allt og maður með í lífinu í orðins örgustu. En það er sniðugra að eiga heima annarsstaðar og kíkja í miðbæinn í heimsókn.
Eftir fjögur ár í sælunni játuðum við okkur sigruð og horfðumst í augu við það að við værum ekki bóhemar og hippar lengur heldur kvartgjarnir smáborgarar. Við fluttum upp fyrir snjólínu í Reykjavík og búum þar við fuglasöng og náttúru. Við köllum það happyhome. Hinsvegar má segja að heimsóknartíðnin hafi lækkað tölurvert og það þurfi að hafa meira fyrir öllum útréttingum. En svona er lífið alltaf verið að velja og hafna.
Sunnudagur, 17. júní 2007
ÞAÐ HALÆRISLEGASTA Í VEGTYLLUBRANSANUM...
..fyrir utan sendiherrastöður sem veittar eru til stjórnmálamanna af því það þarf að finna fyrir þá atvinnu að lokinni pólitískri þáttöku. Orðuveitingar eru reyndar ofar mínum skilningi, næ ekki alveg hverju það breytir fyrir orðuhafann enda ég ekki mjög klár í prótókollinu.
Annars er þetta bráðfyndin mynd af þeim sem orðurnar fengu á Bessastöðum í dag. Myndin er ekki í fókus. Var ljósmyndarinn farinn að sjá tvöfalt? Ég spyr mig.
![]() |
Fálkaorðan veitt á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 17. júní 2007
WHAT COMES AROUND - GOES AROUND
Þegar húsbandið var mun yngri en hann er nú og gekk í gegnum "dívutímabilið", eins og það heitir á þessu heimili, var hann gjörsamlega óþolandi í vissum ham. Hann var með hirð manna á eftir sér, móðgaði fólk hægri-vinstri og lét almennt ófriðlega. Ég kynntist honum á þessum árum og þrátt fyrir að vera yfir mig ástfangin að pilti, nennti ég honum ekki lengi (né hann mér) og það liðu 20 ár þar til við sameinuðumst á ný. Merkilegt hvernig attitjúd getur verið tímabundið, enda húsbandið með ljúfari mönnum og ekkert meira um það að segja. Stundum talar hann um að það muni bíða heil móttökunefnd eftir sér við hið Gullna hlið og að sú muni ekki taka sér fagnandi heldur VARNA sér inngöngu í sjálft himnaríki.
Því segir hann stundum þessi elska; what comes around - goes around.
Myndin er að sjálfsögðu tekin á "dívunni"
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 17. júní 2007
ERU EKKI ALLAR STELPURNAR..
..búnar að ná í peysufötin í hreinsun, bursta skóna og flétta hárið? Ef ekki þá eruð þið ekki mjög þjóðlegar og getið því skammast ykkar. Ég fór og fylgdist með forsetanum leggja blómsveig við styttuna af forseta Jóni og hlustaði "live" á Haarde reyna að selja okkur þá hugmynd að kvótakerfið væri besta kerfið. Hvernig ætli fólki líði sem veit absolútt hvað er best? Ég get ekki ímyndað mér það því það er fullkomlega framandi upplifun fyrir mér. Annars er ég að ljúga í tilefni dagsins. Hef þegar þetta er skrifað ekki rekið nef út fyrir hússins dyr.
Ef ég rekst á enn eina fyrirsögnina á blogginu í dag sem skartar hinni fleygu setningu "hæhæ og jibbí jei og jibbíjajei, það er kominn..... þá fer ég og frem eitthvað.
Fáið ykkur kandyfloss stelpur og strákar.!!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 17. júní 2007
SPEGLAMANNRÆKT
Í áfengismeðferð fer fram mikil og öflug mannrækt. Eitt trix er að brosa í spegilinn á morgnanna með það að markmiði að geta farið að þola fésið í speglinum (jafnvel sættast við það). Ég er smáborgaraleg og frámunalega mikill plebbi þegar kemur að svona hlutum.
Þess vegna er ég enn að ulla framan í spegilinn.
Sunnudagur, 17. júní 2007
ÞJÓÐARSÁLIN Í SLÆMUM MÁLUM
Stundum finnst mér eins og íslenska þjóðarsálin sé farin á fyllerí og þá meina ég blindafyllerí. Þetta er tilfinningin sem ég fæ núna þegar maður les um "veisluhöldin" á Akureyri. Getur heil þjóðarsál drukkið alkóhóliskt?
Spyr sú sem ekki veit!
![]() |
Kallaðir út úr fæðingar- og sumarorlofi til að sinna löggæslu á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.8.): 3
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 2988174
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr