Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

MOGGINN..

1

..fær dúlluverðlaun dagsins, þessa fallegu slaufu, fyrir að hafa alla hausa á forsíðunni bleika í tilefni dagsins og minna um leið gesti og gangandi á að í dag er 19. júní!  Stundum er Mogginn einfaldlega dúllurass og ef hægt væri að knúsa fyrirbærið myndi ég gera það og klípa í  hann í kinnina líka.

STYRMIR ÉG ER Á LEIÐINNI!


HEFUR SIGURVÍMA OG VALDAGLEÐI..

 

...Samfylkingarinnar náð tökum á fulltrúum þeirra í ferðamálaráði, þeim Oddnýju Sturludóttur og Felix Bergssyni?  Ég veit svei mér þá ekki,  hvað ég á að halda, en ég sé ekki alveg hvert SF er að fara með þessum aðgerðum. Báðir fulltrúarnir sátu sem sagt hjá þegar Ragnar Bjarnason söngvari var útnefndur borgarlistamaður á fundi ráðsins í síðustu viku.  Oddný skýrir málið:

"Okkur var tilkynnt að þetta væri borgarlistamaður Reykjavíkur og okkur hefði þótt eðlilegt að fulltrúar minnihlutans, sem og þeir tveir áheyrnarfulltrúar listamanna sem sitja fundi ráðsins, hefðu komið að þessari ákvörðun, verið með í ferlinu. Raggi Bjarna er frábær söngvari og vel að þessum heiðri kominn en við ákváðum að taka ekki afstöðu vegna þessara vinnubragða. Við vorum ekki á móti, við sátum bara hjá," segir Oddný. Hún ítrekar að Samfylkingin hafi ekkert út á Ragga Bjarna að setja og þyki hann frábær söngvari. Þetta sé hennar fyrsta ár í þessu ráði og því hafi þessi vinnubrögð komið flatt upp á hana."

Æi svo leim, eitthvað, um svona hluti ætti að geta ríkt þverpólitísk samstaða.

 


mbl.is Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ER KLÁR Í SLAGINN..

1

..eins og fram hefur komið í færslum hér á undan.  Hin 19.júní 1915 fengu konur kosningarétt.  Nokkrir hópar hafa skipulagt atburði í tilefni dagsins undir heitinu Málum bæinn bleikan. Allir sem vilja sýna stuðning við jafnrétti í verki eru hvattir til að bera bleikt í dag.

Ég fer í minn bleika kjól og hatt.  og gott ef ekki bleika skó líka.

Dagskrá dagsins er í viðtengdri frétt.

Sjáumst stelpur.. í bleiku.


mbl.is Málum bæinn bleikan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALGJÖRT STÍLBROT..

1

...á miðju sumri, en hvað um það ég læt vaða.  Sumarið er æði en í dag stóð ég mig að því að hugsa með söknuði til dimmra vetrarnótta, þegar hríðin lemur gluggana, kertaljósið blaktir svo hlýlega og ég krulla mig undir teppi með góða bók.  Það er toppurinn á tilverunni.

Kva?? Hneykslun í gangi?  Ekki vera svona svakalega misboðið.  Ég er fædd í janúar for crying out loud.  Er vetrarbarn.  Halló!


STELPUR TIL HAMINGJU MEÐ 19. JÚNÍ

1

Hafið þið pælt í því dömur mínar að fjallkonan er einstæð án barna?  Flott kerla í fullu starfi og má ekki vera að neinu veseni uppi á fjöllum.  Einhver var að leiða getum að því að hún væri lesbísk.  SÓ??? Hvaða máli skiptir það?  Konan er flottust.

Ég tek hattinn ofan fyrir konum í dag.  Gleðilega hátíð.


Á MORGUN..

15

..ætla ég að klæðast mínum bleika sparikjól og skutlast í bæinn og halda upp á 19. júní.  Þó það nú væri.  Það á að mála bæinn bleikan og ég ætla að leggja mitt af mörkum til þess.

Gleðilega hátíð og við sjáumst stelpur.  Kjólinn er frekar látlaus en þið þekkið mig í honum er það ekki?  Verð líka í bleikum skóm og með bleika slaufu.


FUGL Á LEIÐINNI

19

Um næstu helgi ætlar Jenny Una Erriksdóttirrr að gista hjá ömmu og Einarrrrri og það stendur mikið til.  Það á að fara og kaupa páfagauk, bláan, segir Jenny en miklar umræður hafa verið um hvort kaupa skuli fuglinn.  Jenny slær svolítið í og úr með páfagaukinn af því hún er líka hrifin af kanínum.  Amma kaupa kanínu, pínu-pínu-litla, bláa kanínu (fólk tekur kannski eftir að blár er uppáhaldslitur barns þessa dagana) segir hún til að draga úr dramatiskum áhrifum orða sinna á ömmuna.  Nei fugl skal það vera, blár og í gylltu búri sem verður látið hanga neðan úr loftinu.  Við erum búin að skíra í fjarveru fugls en hann mun heita sama nafni og fyrirrennari hans (sem fékk hjartaáfall um árið í miðri aríu) eða Birdy.  Jenny segir auðvitað BIRRRDY.

Hér er nokkrar myndir frá helginni.

12

 Farmor og farfar í herbóinu hennar Jenny og Jenny hugsar og hugsar

53

Einarrr, farfarsfólkið og amman        Pabbinn á trommunum, langflottastur


ÉG ER MOLBÚI

1

Það segir að minnsta kostinn bloggarinn www.fridjon.blog.isþegar hann skrifar um orður og molbúa.  Annars les ég Friðjón reglulega og mér finnst hann skeleggur og skemmtilegur penni þrátt fyrir að vera sjaldnast sammála honum.  Mér er sko nokk sama þótt ég sé kölluð molbúi og svo hef ég ekkert á móti athygli á blogginu, þar sem ég er svo mikill perri að ég blogga ekki bara fyrir sjálfa mig heldur er ég skammlaust á því að fólk vilji láta lesa það sem það skrifar.

 


AÐFÖR AÐ ÍSLENSKUM lLANDBÚNAÐI..

..garðyrkjubændum eða íslenskum heimilisiðnaði?  Tveir menn voru handteknir í síðustu viku vegna framleiðslu á fullt af kannabisplöntum nálægt Hellu.

Það er sko ekki grín gerandi að fíkniefnaframleiðslu en sem alki hef ég aldrei skilið inntöku á þessu efni sem kyrrsetur fólk, fær það til að úúúa og váááa með því einu að stara á vegginn.  Nýjar rannsóknir á fíkniefninu kannabis sýna hins vegar fram á að það er mun hættulegra en haldið hefur verið fram.  En það hafa þeir á Vogi vitað í áraraðir og ekkert nýtt þar á ferðinni.  Hollusta kannabis er stórlega ofmetin eða er réttara að segja að alvarlegar afleiðingar þess séu stórlega vanmetnar?

Síjúpípúl!


mbl.is Fíkniefnaframleiðsla stöðvuð í nágrenni Hellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FÆRUM MÖRKIN..

..lengra og lengra.  Ölvunarakstur er hættur að vera fréttaefni.  Nú er einn tekinn fullur á bíl með barnið meðferðis.  Er eitthvað um þetta að segja?  Eðlilegt framhald á annars geggjaðri hegðun?

Arg.


mbl.is Grunaður um ölvunarakstur með barn í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.