Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Á SORAVAKTINNI ALLAN SÓLARHRINGINN

1

Og í ruslatunnuna fer Sigurður V. Steinþórsson, pizzasendill hjá Dominos, sem ætlar að framleiða íslenskt netklám og hefur auglýst eftir áhugasömum "leikurum" til að taka þátt.  Maðurinn segir að fullt af fólki sýnt djobbinu áhuga og þrátt fyrir sendlastörfin þá ætlar Sigurður að borga vel, en 150 þúsund krónur vill hann borga og þá sennilega fyrir "aðalhlutverk" (fylgist maðurinn ekki með launaþróuninni?).  Það er ekki að trufla strákinn þótt framleiðsla á klámi sé bönnuð með lögum.  Hann ætlar að láta reyna á þetta enda vitað mál að fólk um allan heim græðir stórar fjárhæðir á mansali og klámi. 

Mikið rosalega held ég að ruslatunnuvistin hjá mér henti þessum sendli.  Það kemur hann að smellpassa inn í innréttinguna í bland við kjötafganga, pappírsrusl, sósuafganga og annan úrgang.

Langar einhverjum í pizzu... frá Dominos???

Annars er ég andvaka, það er svo erfitt að sofa þegar sólin skín og btw. Gleðilegan 17. júní


ÉG LEGG TIL AÐ...

1

Goldfinger og öðrum álíka sullupollum verði lokað, lyklunum hent og eigendum staðanna boðið að flytjast ti Jan Mayen.

Þetta geri ég vegna þess að mér hefur verið sagt að ég sé gott efni í lögreglu.  Mínar abissjónir hafa aldrei legið í þá veru en þegar mansalsholur eru opnar og neyð stúlkna frá fátækari löndum er nýtt til að maka krókinn og ferðafrelsi þeirra ásamt öðrum mannréttindum eru fótum troðin,  þá fæ ég ofurtrú á valdbeitingu.  Sko mikill valdbeitingu. 


LÁTIÐ ÞÁ FINNA TIL TEVATNSINS...

 

..bölvaða ökufantana.  Löngu tímabært að setja þessum morðóðu hraðakstursbílstjórum stólinn fyrir dyrnar svo ég nú tali ekki um þessa sem eru bæði fullir og dópaðir við iðjuna.

Áfram löggan!!


mbl.is Lögregla minnir á hærri sektir og betri tækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JAZZ, JÓMFRÚ OG FLEIRA

1

Ég og húsbóndinn drifum okkur á Jómfrúna í dag til að hlusta á pabba hennar Jenny, hann Erik Quick og hljómsveitina hans.  Það var yndislegt að sitja úti í sólinni, sem sýndi sig reglulega, drekka kaffi og hlusta á góða tónlist.  Foreldrarnir frá Svíþjóð voru með en voru að sálast úr kulda.  Eins gott að Jómfrúin býður upp á teppi til að vefja um sig.  Engin afneitun á íslenskri sumarveðráttu á Jómfrúnni, ó nei.  Jenny Una Errriksdóttir svaf allan tímann, ömmunni til hryggðar.  Edda Agnarsdóttir, vinkona mín frá gelgjunni og núverandi bloggvinkona var á staðnum og það var EKKI leiðinlegt að hitta þessa elsku.

Guð hvað það er erfitt að skrifa í skýrslustíl.  Síðan ég kom heim er ég búin að grilla, fá skádótturina í mat og til gistingar, Jenny er búin að koma ásamt mömmu í heimsókn og nú sit ég hér búin á því af því ég er svo mikil lufsa.

Þetta verður mín eina færsla í upptalningarformi, því lofa ég.

Hvar á að flokka þessa færslu?  Undir "skýrslur og aðrar heimildir", nebb sá flokkur ekki til.  Ok ég set þetta undir "vatnaballett" og "brauð og kökur".

Síjúdarlings!


OJ BARASTA

Það eru kannski örfáir sérvitringar sem borða hvalkjöt.  Þeir lofsyngja það út af einhverri nostalgiu er ég viss um.  Lýsibragðið lætur ekki að sér hæða, sama hversu fólk vill afneita því.  Nú er Hagkaup hætt að selja Hrefnukjöt.  Áhuginn á því nánast enginn.  Gætum við svo hætt að veiða hvali, þar sem enginn vill kaupa og hætt að láta eins og óþekkir krakkar.  Plís!!!!!


mbl.is Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG DRAUMARNIR HALDA ÁFRAM..

p

..samkvæmt stjörnuspá dagsins sem Sumarrós hefur soðið saman. Fyrirgefðu Rósa mín að ég skuli alltaf vera að fletja þig út á bloggið mitt en textinn er bara svo fallegur.  En ég lofa þér að ég er ekki að hugsa um neitt, nema þig kjéddla mín og þú ert SPRELLLIFANDI!

"Steingeit: Draumarnir þínir eru sprelllifandi, jafnvel þótt þú þykist ekki muna eftir þeim! Hlustaðu á hugsanir þínar þegar þú heldur að þú sért ekki að hugsa um neitt."

Ég er að hugsa um að panta mér tíma hjá Styrmi. 


FLOTTIR LISTAMENN..

1

..komu, sáu og sigruðu á afhendingarhátíð Grímunnar í gærkvöldi.  Þeir eru vel að því komnir.  Ég er að reyna að láta ekki pirringinn ná yfirráðum á geðslaginu þegar ég horfi á svona þætti.  Það er bókstaflega enginn frumleiki til staðar, allt stolið og stílfært beint frá Hollywood.  Meira að segja kynnarnir, uppröðunin, "sketsarnir" og allur pakkinn. Ég er samt svakalega þakklát fyrir að Íslendingar virðast ekki eins upptalningaglaðir þegar kemur að því að þakka fyrir sig.  Það setur alltaf að mér aumingjahroll þegar kanarnir byrja að þylja upp. 

AND THE OSCAR GOES TO


SNÚRA

1

Ég var að velta því fyrir mér svona einu og öðru í sambandi við að vera óvirkur alki, á meðan ég horfði með öðru auganu á íslenska mini-óskarinn í sjónkanum.  Um að gera að nota tímann.  Síðan ég kom úr meðferð í fyrra er ekki hægt að halda því fram að ég hafi farið með það eins og mannsmorð að ég sé óvirkur alki.  Það er svona ákveðin trygging fólgin í því, fyrir mig, að hafa þennan  sjúkdóm minn uppi á borðinu og eftir að ég ákvað að blogga reglulega um hann, vita þeir sem lesa bloggið mitt hvernig málin standa.  Það hefur ekki farið hjá því að ég hafi fengið mis-gáfulegar og misfyndnar spurningar og athugasemdir frá fólki sem ég þekki og þekki ekki.  Ég er alls ekki hneyksluð á því að allir séu ekki með meirapróf á áfengissýki, enda er góður hluti fólks algjörlega fært um að drekka áfengi og þarf ekki að kynna sér þetta neitt sérstaklega.  En stundum hafa spurningarnar verið svakalegar krúttlegar (okokok og stundum ótrúlega heimskulegar) en ég hef frekar háan þolþröskuld gagnvart skilningsleysi fólks á þessu "vandamáli" mínu.  Nokkur dæmi frá gömlum vinkonum og kunningjakonum:

Spurning:  Ert þú alkahólisti?  Þú drakkst nú aldrei hérna í denn!!!

Svar:  Elskan við vorum vinkonur þegar við vorum 14, heilmikið vatn runnið til sjávar síðan (og ýmislegt fleira sem hefur bæði runnið og rúllað).

Sp: Geturðu grillað? 

Svar: Ha grillað jú, jú, ertu svöng??

Sp: Nei en geturðu grillað?  Það fá sér ALLIR BJÓR OG SOLLIS þegar fólk grillar (I rest my case)

Sp: Ég hef heyrt að YKKUR sé bannað að fara á böll og aðrar samkomur þar sem vín er í boði, þá mátt þú auðvitað ekki fara á böll er það?

Svar: Nei ég er með ökklaband sem er radartengt beint á lögguna.  Sko ég hætti að mestu að fara á böll fyrir 15 árum eða svo og það áður en ég byrjaði að drekka svo þetta er ekki vandamál.

Sp. Er það rétt að þeir byrji á að brjóta fólk niður í meðferðinni til að geta byggt það upp aftur?

Svar: Vogur er sjúkrastofnun ekki "boot camp" og þar er hlúð að fólki og allir voða góðir (Guð gefi mér æðruleysi, æðruleysi, æðruleysi).

Fullyrðing: Jenny þú hefur alltaf verið smá athyglissjúk, ertu ekki bara að láta svona eins og asni til að fólk vorkenni þér?

Sv: Hem, hem finnst þér það?  Það gæti verið, ég fékk allavega alveg svakalega athygli þarna síðustu mánuðina í búsinu, fólk beinlínis snéri sig úr HÁLSLIÐNUM þá sjaldan ég fór út úr húsi.  Kannski rétt kenning hjá þér kérlingarlufsa.

Ég vil taka fram að lokum að ég átti nokkrar vinkonur á árum áður sem voru ekki brekkur, ein og ein náði ekki einu sinni þúfustaðlinum og ég var svo sem ekki mjög´djúpvitur heldur.

Ég fer allavega edrú að sofa í kvöld (enda harðbannað fyrir alkóhólista að vera úti eftir klukkan átta nema í fylgd með fullorðnum, þeir gætu hrunið í það).

Get ég ekki flokkað svona snúrufærlsu undir íþróttir?  Ég drakk á við hvern meðal íþróttamann með sjálfsvirðingu.

Síjúgæs

 

 


MINNI KARLA AÐ EILÍFU GEYMT..

 

1
..á bloggsíðunni minni.  Ég var að ráfa um visi.is hvar ég rakst á frétt um að herskip væri á leiðinni til landsins með fullt af sjóliðum.  Nema hvað, Íslenskir karlmenn eru fljótir að bregðast við sorgarfréttum og sýna sitt rétta andlit hvað varðar skoðanir á kynsystrum sínum.  Þeir eru heldur ekki að súta það þótt sjá megi á skrifum þeirra flestra hversu gífurlega minnimáttarkennd þeir hafa og þeir eru svo heimóttalegir að það er næstum því grátbroslegt.
Ég birti hér athugasemdir við fréttina á vísi, skrifendunum flestum til æru og upplyftingar (vona að ég verði ekki ákærð fyrir ritstuld, þeir eru svo grimmir þarna á 365). Svo er málnotkunin svo blæbrigðarík, orðaforðinn hreint aðdáunarverður.  Orðið "naríur" kemur fyrir amk 10 sinnum, gróflega reiknað.  En sem betur fer eru þarna menn sem reyna að slá á óþveran.  Við litlar undirtektir.  Ekki vera nýbúin að borða áður en þið lesið. 
13. júní 2007 kl. 14:15
lutz@visir.is
Ástand
Ætli ástandið verði eins og þegar Ítalski dallurinn lagði að bryggju hér um árið. Allar kerlingar bæjarins frá 14-50 með naríurnar á hælunum í hússundum og ofaná öskutunnum um allan miðbæinn. Nú er vændi leyfilegt þannig að ég bara vona að þær hafi vit á að rukka fyrir í þetta sinn.
13. júní 2007 kl. 14:21
luvya
Fjör, fjör, fjör hjá kvenþjóðinni .....
Það verður aldeilis fjör hjá kvenþjóðinni núna, þær hafa örugglega ekki fyrir því að fara í naríurnar í þetta sinn svo það tefji þær nú ekki, kræst ! Það er draumur að vera með dáta og ........ fram á nótt :D ;D
13. júní 2007 kl. 14:22
dxman@visir.is
Dátar
he he he, vá ok, verða þær 14 - 60 ára brjálaðar núna he he enda höguðu þessar stelpur sér eins og fífl þegar Ítölsku dátarnir komu, enda gerði fólk mikið grín af þeim, já eins og sagt er, stelpur ekki vera ókeypis, það er ekki svoleiðis erlendis :)
13. júní 2007 kl. 14:25
svanbergsson@visir.is
(Enginn titill)
Nú verða uppgrip hjá dósasöfnurunum um helgina. Notaðar naríur seljast víst dýrum dómi í Japan og ef þetta verður eins og menn lýsa hér verða naríur úti um allt og hægt að selja Japönskum túristum þær á uppsprengdu verði :-)
13. júní 2007 kl. 14:44
bz@visir.is
(No heading)
Heit helgi framundan hjá stelpunum. Það er eithvað svo sexi við þessa einkennisbúninga og svo eru þeir bara farnir eftir nokkra daga - engir eftirmálar (eða hvað?).
13. júní 2007 kl. 14:46
Netfluga
tilkynningaskylda?
Er þetta tilkynnt með fyrirvara, þannig að foreldrar sem kæra sig ekki um að eignast "Erlendsson/-dóttur" "Hermannsson/-dóttur" geti farið með dæturnar útúr bænum um helgina?

Annars gott fyrir lausgyrtar konur að fá svona early notice um að helgin verði fjörug.

Kommon strákar, ef maður væri single og heilu breiðþoturnar af gröðum sænskum flugfreyjum myndu mæta í bæinn, myndi maður ekki amk setja á sig rakspíra og smá bindi?

Þetta lítur öðruvísi út þegar maður setur skóinn á hinn fótinn.
13. júní 2007 kl. 14:48
ll
Tollverðir og strætóbílstjórar í flottum málum
Mér skilst að tollverðir og strætóbílstjórar hafi fengið vel á broddinn hér um árið út á uniformið. Stelpurnar höfðu bara eitt markmið og það var að komast yfir kall í uniformi.
13. júní 2007 kl. 15:36
himinn
íslenskir karlmenn
Það er sorglegt hvernig þið talið um
konurnar ,,í kirng um ykkur :)
um systur dætur og mæður ykkar ,,þið
ættuð að skammast ykkar og líta í eginbarm..
13. júní 2007 kl. 16:19
hjörtur guðbrandsson
til hvers....
til hvers þurfum við þessi skip hingað eða þessi vörn.... það er ekkert að gerast hér á íslandi!
13. júní 2007 kl. 16:36
a3@visir.is
Óvelkomnar heimsóknir
Eigum ekkert að vera að bendla okkur við hermang og slíkri vitleysu.
Annars finnst mér merkilegt hvernig þeir stilla upp þessar svokölluðu "vináttu" heimsóknum, alltaf er það um helgi.
Enda kannski tilgangurinn að mannskapurinn fái útrás fyrir vissar hvatar.
Íslenskt kvennfólk er með afbrigðum lausgirt og kann ekki að skammast sín.
13. júní 2007 kl. 17:09
sokkurinn@visir.is
Þannig að...
Mér er spurn. Eru engir kvenmenn um borð í þessum döllum? Mér finnst ekkert að því þó að einhver íslenskur piltur fengi sér láréttan mambó með svona sjóliðastelpu. Það væri nú fútt í því.

Jafnréttið sjáiði til.

Pant þessar spænsku!
13. júní 2007 kl. 17:13
siggiulfars@visir.is
Jafnrétti lykilatriði
...er ekki málið að karlahópur femínistafélagsins og jafnvel samkeppnisstofnun geri ráðstafanir í þessu máli. Það er augljóst að þetta hefur veruleg áhrif á framboð karla þessa helgina og því mikilvægt að feministafélagið og jafnréttisstofa krefji NATO um að fljúga hingað einnig nokkrum flugförmum af konum þannig að jafnrétti sé náð.

Kannski það verði amerísk-spænsk-þýsk vika á fæðingardeildinni eftir 9 mánuði og fagni þannig afmæli ítölsku vikunnar sem var haldin þar um árið.

Annars eru þetta alltaf skemmtilegar heimsóknir og strákarnir munu klárlega setja svip sinn á bæjarlífið um helgina.
13. júní 2007 kl. 22:51
pakkin.sr@visir.is
Dátar.
Ég get nú bara ekki annað en sagt mitt um þetta, íslesnskar stelpur og konur sem missa alltaf vitið þegar eitthvað með erlent ríkisfang sést. Það er jú frægt orðið hvursu kvenþjóðin er lauslát hér, um allan heim. Hafið nú smá virðingu, ef ekki skammist ykkar konur.
15. júní 2007 kl. 13:03
chatty@visir.is
Afbrýðisamir íslenskir karlmenn
hehe það skín nú alveg í gegn í commentunum hér að ofan frá íslenskum "karlmönnum" hversu óöruggir þeir eru með sig blessaðir. Að skíta út kvenþjóðina og setja hana undir einn hatt eru dæmigerð rök hjá karlmanni sem að er óöruggur og finnur til afbrýðisemi gagnvart hóp karlmanna af erlendu bergi.

Ef að til landsins væri að koma stór hópur kvenna á besta aldri þá væri þessar raddir allt öðruvísi og myndu karlarnir keppast við á setja hér inn fyndnar athugasemdir og ráðleggingar um hvernig best væri að negla nokkrar sætar úr áhöfninni.

Lausgirtar hvað? hey það þarf tvo til.
15. júní 2007 kl. 14:47
bia
Sammála - afprýðisamir karlmenn
Þið ættuð nú að taka því rólega í að segja að íslenskar konur eru lauslátar..! Það er nú ekki eins og karlmenn á Íslandi séu eitthvað betri..! já, er sammála því að þetta sé óöryggi..eruði eitthvað hræddir um að verða útundan um helgina?! ef konur á Íslandi sækjast meira í erlenda karla segir það nú bara mikið um íslenska karla, er það ekki?

Ættuð þá bara að taka ykkur á kallar! ekki sitja á rassinum og segja að íslenskar konur séu
lausgirtar, "með naríurnar á hælunum"!!

FLOTT HJÁ AMERICAN EXPRESS

"Nektardans er klám og klám er ólöglegt" segir American Express um að ekki sé hægt að nota kortið á nektardansstöðum í Danmörku.  Flott hjá þeim.  Ætli þeir viti af Goldfinger?  Rosalega væri það flott ef Visa og Euro færu að dæmi kollega sinna en klám er líka ólöglegt á Íslandi.

Þá gætu karlasvínin sem fara á "Fingurinn" ekki lengur staðið við barinn og sagt: "Étla fá eina Viskí og pakka af vindlum og kjöltudans fyrir afganginn og settu það á Vísa-strjálgreiðslur".  Bömmer, það er svo flott að sveifla platínukorti.

Kreditkortafyrirtæki komasoh, þetta er bannað með lögum júsí.

Þessi færsla fer að sjálfsögðu undir "menning og listir".  Loksins almenninlegur flokkur fyrir málefnið.


mbl.is American Express sniðgengur danska nektardansstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 51
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 2988270

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.