Færsluflokkur: Spil og leikir
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
ÞÚSUNDIR MANNA Í KÓPAVOG..
..til að mótmæla því að Goldfinger verði opinn áfram. Mikill hugur er í fólki þar sem það streymir gegnum Fossvogsdalinn, með mótmælaspjöld, allir sameinaðir í markmiðinu, Íslendingar, útlendingar, konur og menn. Loksins náðist samstaða.
Óviðeigandi tenging við frétt? Ó nei, þetta er óskalisti sem ég er að birta hérna í von um að samvinna náist á Stór-Reykjavíkursvæðinu að leggjast á eitt, gegn vændi, mansali og súludönsum. Hvar sem þá er að finna. Þá verður gott að búa í Kópavogi og Reykjavík (segi svona).
Annars verður mikið um dýrðir í Kópavoginum annað kvöld því þá fagnar Ungmennafélag Íslands 100 ára afmæli sínu með stærsta landsmóti sem haldið hefur verið hér á landi.
Úje!
![]() |
Þúsundir manna á leið í Kópavoginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
BÚHÚFÆRSLUJÖFNUN
Hér má sjá hetju dagsins hann Oliver við ýmis tilefni. Nú er sérfræðingur búinn að skoða fótinn og gifsið (eða gipsið) nær nú bara upp að hné og hann hendist um allt, alveg rosa glaður. Mamman og pabbinn fara með kvöldfluginu til Spánar þannig að þetta fór nú betur en á horfðist.
Ég talaði við Oliver í símann áðan hann sagði "noine" (9) fyrir Granny-J svo hún gæti fengið sitt daglega krúttukast og sagði líka "love you amma". KRÚTTMUNDUR DJÓNS.!Þannig að nú eru allir glaðir, enginn rosalegur skaði skeður, börn gróa fljótt. Nú mætti bara bévítans hryðjuverkaógninni létta af London og helst auðvitað öllum heiminum svo amman geti slappað af.
Síjúgæs
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
FLOTT DAGSETNING
Það telst nú varla til frétta að einhver ætli að gifta sig 070707, svo fyrirsjáanlegt eitthvað. Eins og ég hef áður sagt þekki ég til götumanns sem ætlar að verða edrú á þessum degi. Það eru fréttir.
Ætli þessi dagur verði öðruvísi en aðrir dagar? Svo flott að skrifa dagsetninguna. Ég kaupi mér kvittanahefti.
Úje
![]() |
Eva Longoria og Tony Parker gifta sig 07.07.07 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
FANTALEG FIMMHUNDRUÐ FERLÍKJA FRAMKOMA, VAR Í ÆSKUÁSTINNI ÞEGAR ÉG HITTI HANN Í DAG," ÝLFRAÐI FORTÍÐARFÍKIN VINKONA MÍN, SEM MÉR FINNST EKKI SKEMMTILEG OG SEM ALLTAF LEITAR AFTURÁBAK EFTIR ELSKHUGUM
Úff hugsaði ég, hvaða fortíðardraug hefur hún nú elt uppi að,vitandi að hún lætur ekkert tækifæri fram hjá sér fara til að upplifa á ný löngu liðnar unaðsstundir. "Jenny ég sá hann fyrir utan bankann og hann var jafnfallegur og í denn bara sköllóttur og ég gekk að honum og spurði hvort hann héti ekki Mávur Sílason. Sko hann mældi mig út, ferlega skrýtinn á svipinn, eins og hann vildi ekki þekkja mig og sagði; nei en ég er statívið fyrir hárkolluna hans".
Þorrí vinkonur mínar eru bilaðar, ég er hins vegar fullkomin.
Er eiginlega alveg að hætta að mótefnisblogga.
Kannski bara einusinni enn.
Síjúgæs
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
"RÚKJANDI RAGNARÖK; HANN GERÐI MIG AÐ ALGJÖRU FÍFLI JENNY", KVEIN Í TAKTLAUSU VINKONU MINNI, SEM ELSKAR AÐ DANSA SIG Í BEÐJUNA MEÐ ELSKHUGUNUM, EN ER EINS OG TAUGATREKKTUR TRÉKARL MEÐ RIÐUVEIKI Á DANSGÓLFINU.
Nú, nú, hugsaði ég ætli hún hafi í þetta skiptið toppað sjálfa sig í því sem hún kallar að dansa? "Og hvernig gerði hann þig að fífli" spurði ég þunglyndislega? Jenny ég get svarið það, maðurinn er illur, hann gekk að mér á ballinu, bauð mér upp í dans og ég sagði auðvitað já og þá benti hann út á dansgólfið og sagði svo kvikindislegri röddu; dansaðu þá og svo gekk hann á brott".
Þorrí ég er með jónínubenheilkennið, alltaf að lofa að hætta en stend aldrei við það. Nú er ég sko hætt.
..hrópaði hún brostinni röddu og ég vitandi að hún klæðist búningum við hvert tækifæri, var viss um að nú hefði hún sennilega ekki getað opna rassalokuna á kanínunni, spurði þreytulega hvað hefði nú dunið yfir. "Þegar ég mætti í þetta rosalega einbýlishús í kanínubúningnum sem aldrei klikkar, þá benti hann mér upp stigann og sagði ískaldri röddu: barnaafmælið er byrjað fyrir 10 mínútum, það er beðið eftir þér".
Þorrí, það er ljótur og vondur skrifandi í mér.
Geri ekki aftur, ég lofa.
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
NÚ ER ÉG VISS, SÖNNUN Í SJÓNMÁLI
..nú veit ég að Sigurrós er í alvörunni til. Hún les bloggið mitt og sýður svo saman stjörnuspá steingeitarinnar í stíl við það. Um daginn var hún með nærbuxnabrandara en hún hefur sennilega lesið færsluna um hversu kynferðislega hömluð ég er í eðli mínu, eftir að hafa vaðið í myrkri fáfræðinnar öll mín uppvaxtarár.
Nú í dag hef ég svolítið verið að blogga móteitursblogg eins og ég kalla þau, en ég fer ekki nánar út í hvað það þýðir. Ef þið lesendur mínir eruð með greindarvísitölu ofar stofuhita þá finnið þið það út. Stjörnuspá sólarhringsins er:
"Steingeit: Þú ert frakkur og fyndinn. En ekki gera lítið úr hlutum sem skipta fólk miklu. Vertu varkár og taktu tillit, en vertu klikkaður um leið!"
Þetta skýrir sig sjálft, ég veit það.
Dem, Sigurrós, hættessuaddna.
Farin að móteitursblogga.
Mánudagur, 2. júlí 2007
FORVARNIR Á ÁSTRALSKAN MÁTA
Nú verður höfðað til ábyrgðarkenndar ungra ökumanna í nýjum íslenskum forvarnarauglýsingum, sem eiga sér hliðstæðu í áströlsku auglýsingaherferðinni þar sem gefið er í skyn að þeir sem aka hratt séu litlir menn.
Þetta eru neðanmittisforvarnir, það nýjasta í auglýsingaheiminum.
Myndbandið er tengt fréttinni. Dæmið sjálf.
![]() |
Hraðinn drepur - getuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. júlí 2007
SVO RÓMÓ
Þegar bónorð hafa ratað mína leið í lífinu hefur það verið frekar óspennandi. Eigum við ekki að giftast? Ég meina barn á leiðinni og svona. Eða við getum alveg eins gift okkur, það er hagkvæmara. Í núverandi hjónabandi fórum við hins var bæði á hnén og erum þar enn.
Þrátt fyrir skort á rómantík í boðorðadeildinni utan í þetta eina skipti þá vogaði enginn þeirra sér að biðja mín þegar ég þreif klósettfjandann. Enda hefði það verið ávísun á vandræði. Alvarleg vandræði.
Þetta segir mér bara eitt. Tony Blair er meistari lélegra tímasetninga.
Þetta fór undir spil og leikir og ekki orð um það meir.
![]() |
Blair bað Cherie á meðan hún var að þrífa klósettið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 1. júlí 2007
PJÚRA OFSÓKNIR
Hér er ég búin að vera í bloggpásu í kvöld og var að sinna fjölskyldunni og þegar ég skutla mér glaðbeitt á bloggið og ætla að fara að skrifa enn eina ódauðlega færsluna þá sé ég þetta:
"Steingeit: Njóttu allra þeirra samstilltu merkja sem lífið er að gefa þér. Ókunnugt fólk brosir til þín. Bílastæði losnar bara fyrir þig. Þú finnur aftur bestu nærbuxurnar."
Nú er ég hætt að hlægja. Þessu er beint gegn mér persónulega, þetta er óvild. "Þú finnur aftur bestu nærbuxurnar"! þetta er pjúra dónaskapur og algjör viðbjóður. Bílastæði losna. Jeræt það væri flott ef ég væri á bíl svo ég tali nú ekki um á leiðinni eitthvað.
Þetta mun vera nótt alla þeirra samstilltu merkja sem lífið er að gefa þér. Ég sé eitt merki út úr þessu í nótt. Og það er fokkmerkið sem Sigurrós var að senda mér.
Fokk jú tú vúman.
P.s. Hér kemur stjörnuspá Sigurrósar en hún er í illvirkinu.
Njóttu hverrar mínútu eins og hún sé hin síðasta. Þú ert uþb að verða atvinnulaus, peningalaus og á leiðinni í sumarskóla. Að læra stafsetningu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2988099
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr