Færsluflokkur: Spil og leikir
Föstudagur, 6. júlí 2007
TVÖFÖLD ÁNÆGJA
Þar hljóp á snærið hjá mér. Frétt af Britney Spears klikkar aldrei sem gleðigjafi enda lifi ég bókstaflega á því að lesa um hana og Paris Hilton. Finnst þær í raun mjög djúpir persónuleikar, alls ekki fyrirsjáanlegar og svo eru þær svo lítið yfirborðskenndar.
Britney er sko ekki alki þrátt fyrir að hún hagi sér eins og einn slíkur. Hún er búin að fara í meðferð og komast að því gagnstæða. Nú ætlar hún búin að útiloka móður sína úr erfðarskrá sinni til að tryggja að amman fái ekki forræði yfir sonum hennar tveimur, falli hún frá. Ég skil Britney vel, mamma hennar píndi hana í meðferð, bölvuð kjéddlingin.
Hin ánægjan er nýyrðasmiður Mbl. Þessi sem slær inn fréttirnar (sko þetta eru fréttir). Hún skrifar svo skemmtilega: "Spears sögð gera systur sína Jamie Lynn að forsjáraðila og fjárhaldamanni drengjanna". Krúttlegt nýyrði.
Mogginn reddar alveg deginum. Það er deginum ljósara.
![]() |
Britney útilokar móður sína í erfðaskrá sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. júlí 2007
ELLÝ GENGUR FETI FRAMAR
Ég vil taka það fram að ég er ekki reglulegur lesandi af blásögunum hennar Ellýjar. Það kemur til af því að mér finnast þær leiðinlegar. Nema þessar tvær til þrjár fyrstu. Fyrirsögnin á þeirri nýjustu fékk mig þó til að glenna upp augun. Eitthvað um afa barna vinkonunnar. Ég fór og las. Mikið rétt Ellý er að færa sig upp á skaftið. Vinkonan komin í kynferðislegt samband með fyrrverandi tengdó. Nú eru góð ráð dýr. Hvað verður það næst. Ég held að ég segi það ekki upphátt.
Súmí.
Föstudagur, 6. júlí 2007
EIN BÚHÚ FYRIR SVEFN
Jæja kominn tími á svefn. Ég er búin að setja í mig rúllurnar og er að snýta mér í þessum töluðu orðum. Ég er veik. Alvöru flensuveik. Merkilegt hvað ég er mikill pestargemlingur. Hálsinn alveg að lokast, ég snýti mér í akkorði, beinverkirnir eru að drepa mig og ég er með 39 stiga hita. Gvöð hvað ég á bágt. Ég er búin að sofa meira og minna í allt kvöld.
Hvað haldið þið að mér hafi dreymt? Róleg, þið vitið að draumar eru aldrei tíundaðir hér á þessum fjölmiðli. En í kvöld dreymdi mig að ég væri dottin í það. Martröð hins óvirka alka og ég hef það fyrir satt að mörgum dreymi svona eftir að þeir verða edrú. Ég held að þetta sé í þriðja eða fjórða skipti hjá mér. Ég drekk og er svo miður mín í draumnum að það er nánast ólýsanleg tilfinning. Ég get bara sagt eitt og það er að vakna eftir svona draumfarir og uppgötva að þetta var ekki alvöru er með betri tilfinningum sem ég upplifi. Léttirinn svo óstjórnlegur. Sjúkket hvað ég varð glöð.
Er á leið í beðju, eins og tinandi gamalmenni, með tissjú, Panodil Hot og sjálfa mig.
Gúddnætgæs!
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
AÐ FESTAST Í KARAKTER
Ég veit ekki með ykkur en ég trúi því alveg að Britney Spears hafi ráðist á ljósmyndara þegar hún var að undirbúa sig fyrir kvikmyndahlutverk. Hún lifði sig bara um of inn í rulluna konan. Þetta mun vera algengt vandamál.
Allavega sá ég einn þátt, einhverntímann, sem heitir "Tekinn" og þar var íslenskur leikari fenginn til að þykjusturáðast á mann fyrir að bögga konu. Leikarinn gekk svo vasklega fram í þykjustuofbeldinu að það þurfti mann og annan til þess að stöðva leikinn. Aðspurður um hvað hefði valdið kastinu sagði hinn ungi, fagri og ríki leikari: Ég er leikari maður, ég slekk ekki á hlutverkinu bara eins og ekkert sé.
Sem sagt Britney er listamaður. Tilfinningarnar geta borið mikla listamenn ofurliði.
OMG þvílíkt búllsjitt.
![]() |
Ofbeldi Britney vegna kvikmyndahlutverks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
SJÁLFSMÆRING
Einhver verður að mæra mann, ég mæri sjálfa mig af og til af því ég er svo æðisleg. (roðnu- og skömmustukarl). Ég tók ekki eftir því að það eru komnar yfir 200.000 flettingar á síðuna mína og ég byrjaði að blogga 26. febrúar. Er það kúl eða er það kúl? Ég held að rós vikunnar fari til mín að þessu sinni, enda hörgull á rósahöfum þessa dagana (ég meina það ekki, á bestu bloggvini ever).
Jenny Anna I love you to pieces, you are simply the greatest.
Nú fer ég og kasta upp, afsakið á meðan ég bregð mér á salernið. En þetta eru doldið margar heimsóknir ha? Erþaðeggibara? Ha?
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
FÓTBOLTI OG HEITAR TILFINNINGAR
Ég veit minna en ekki neitt um fótbolta og hef raunar engan áhuga á að kynna mér hann heldur. Ég veit hins vegar að hann kallar á heitar tilfinningar í umræðunni, eins og t.d. núna, þar sem fram fer blótsyrða- og ærumeiðingarmót inni á bloggi greifans (held ég að hann kalli sig) þar sem karlmenn aðallega spúa galli í kommentakerfinu eftir vægast sagt ómerkilega færslu hjá bloggaranum sjálfum um Bjarna Guðjónsson (sem ég veit ekkert um), að hann sé jafn ömurlegur og pabbi hans (sem ég veit ekkert um heldur).
Hvernig getur boltaíþrótt orðið að eldheitum trúarbrögðum? Hvernig getur íþrótt kallað fram alls konar neikvæða hegðun hjá fólki (lesist karlmönnum) og í verstu tilfellunum orsakað óreiðir og vitfirringu sem allir þekkja afleiðingar að.
Ég á ekki orð. Maðurinn þurfti lögreglufylgd heim.
Gróöppgæs!
![]() |
Bjarni þurfti lögreglufylgd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
ÉG ER AÐ MISSA ÞAÐ - GJÖRSAMLEGA AÐ TAPA MÉR
Í gær var ég sjálfri mér og öðrum til skemmtunar í Kringlunni. Mér til skemmtunar af því ég gekk á milli búða. Gestum og gangandi til ómældrar ánægju þar sem ég gekk hnarreist um með gleraugun á nefinu og sólgeraugun á hausnum.
Það snérust hálsar. Ég hélt að það væri vegna óumræðilegs glæsileika mín.
Læfsökks!
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
MÓTEFNABLOGG LIGGUR NIÐRI...
.. þar til á föstudaginn vegna efnisskorts. Allar mínar leiðinlegu vinkonur eru svo fágaðar þessa dagana, hanga bara á kaffihúsum eða við baðstaði borgarinnar (alla 500) og njóta lífsins. Ég talaði við nokkrar þeirra og fyrir utan að vera sármóðgaðar yfir því að ég opinberaði þessar slöku hliðar á þeim, þá voru þær ekki glaðar með að ég skyldi upplýsa lesendur bloggsins um að mér fyndist þær leiðinlegar, taktlausar og þul. Ég sagði þeim reyndar að það væri alls ekki kvenfyrirlitning fólgin í því að gera lítið úr konum. Ósei,sei nei. Það hefur upplýsingagildi og þegar best lætur hvetur það til opnari umræðu, tam um kynlíf. Merkilegt en satt. Að níða skóinn af konum hefur því afspyrnu jákvæða merkingu. Sérstaklega þegar það er gert af kynsystrum þeirra.
Ég var að velta því fyrir mér hvort sólin hafi ekki jákvæð áhrifa á fólk í þá veru að það þoli sjálft sig aðeins betur. Þurfi ekki að hlaupa um allt til að leita að fólki til að spegla sig í. Þessar konur eru amk. ákaflega sáttar við sjálfa sig en á meðan er ég efnislaus sem er auðvitað slæmt því "the show must go on".
En þar sem allt fer í hringi, líka við stelpurnar, þá bíð ég róleg eftir að næsta fár gangi yfir og þá neyðist ég líka til að blogga um það en það geri ég bara sem innlegg í kvennabaráttuna.
Muhahahahaha!
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
BLOGGVINAFOK
Þrjár afskaplega óhamingjusamar manneskjur fuku út af bloggvinalistanum í dag. Hvers vegna? Jú vegna þess að bloggvinatiltekt er fastur liður hjá mér og ég verð að geta skrifað eitthvað um tiltektina í hverri viku. Annars voru þessir þrír hættir að blogga. Minnir mig (hehe). Það er svo gaman að skrifa um bloggvinatiltektir, þá verður svo mikil þátttaka í kommentakerfinu.
Annars fuku ljót orð, mikið var grátið þegar við fórum á kaffihús í dag og gerðum upp okkar mál, ég og þessar þrjár ólukkulegu mannverur. Við skildum ekki sátt en ætlum að láta þetta malla og endurnýja kunningsskapinn í haust.
Þetta vildi ég láta ykkur vita elskurnar.
Síjúinalittulvæl.
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
SUMARIÐ HENNAR JENNYAR UNU
Hér kemur sumarsyrpa af henni Jenny Unu Errriksdótturrrrr, fólki til yndisauka.
Gjörsvovel!
Jenny og Sara "binkona" Ef þú smælar framan í heiminn þá mun.. ég fæ franskar hjá ömmu og Einarrrri
Jenny hugleiðir og skellihlær og blæs sápukúlur með Isabellu
Sumarið er svo dásamlegt þegar maður er tveggja árrrrrrra.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr