Færsluflokkur: Sjónvarp
Miðvikudagur, 22. október 2008
Það varðaði bara svona
Ég tek ofan fyrir Sigmari Guðmundssyni þegar hann í Kastljósi kvöldsin reyndi að fá Geir til að svara og gekk hart fram í því.
Það er amk. ekki við hann að sakast þó upplýsingarnar sem fengjust hafi verið langt í frá fullnægjandi.
Strákurinn stóð sig með prýði.
Það fór um mig hrollur þegar Geir sagði að ekki stæði til að skipta út stjórn Seðlabankans.
Ekki að ræða það.
Geir ætlar heldur ekki að láta kjósa á næstunni.
Ekki að þeir Sjálfstæðismenn séu hræddir við kosningar - ónei, ástandið er bara þannig.
Bankarnir stækkuðu bara sí svona og enginn er ábyrgur.
Það varðaði bara svona eins og börnin segja.
Takk Sigmar - þú gerðir þitt besta og vel það.
ARG
![]() |
Við munum ekki láta kúga okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 21. október 2008
Verum hávær, bálill og óþreytandi
Þessa dagana ligg ég yfir báðum fréttatímum og ég gleypi í mig allar upplýsingar (eða skort á þeim) af gangi mála.
Svo bíð ég eftir Íslandi í dag og Kastljósi. Ég vil fá að heyra fólk ræða um það sem er mögulega að gerast, hvað bíður okkar, hvað er það versta mögulega sem gæti dunið yfir eða það skársta sem við getum sloppið með?
Kemur ekki Ísland í dag með ladídadí prest og sálfræðing. Halló, það var prestur sem malaði eitthvað yfirborðsjukk í Kastljósi í síðustu viku er það ekki nóg?
Umfjöllunarefni dagsins var reiðin. Reiðin sem fólk er haldið þessa dagana, við verðum að beina henni í réttan farveg ef ekki á illa að fara. Blablabla.
Klisjur, klisjur, klisjur.
Ef ég er í kreppu þá fer ég til geðlæknis eða sálfræðings og borga fyrir það og vonast eftir príma þjónustu.
En að taka magasínþátt undir þetta kjaftæði pirrar mig óstjórnlega.
Sko, ég er bálreið þessa dagana, svo reið að það væri hægt að lýsa upp með mér heilan fokkings banka ef einhverjum dytti í hug að virkja geðslag mitt.
Ég VIL vera reið. Ég vil ekki heyra eitthvað malímalívæmívæm um að beina reiðinni út á sjó, til guðs ofan í kjallara eða að næstu kirkju.
Ég ætla að næra mína reiði bara svo það sé á hreinu og ég ætla líka að fullvissa mig um að hún haldi mér vakandi og gefi mér nennu til að fylgjast með því sem er að gerast í kringum mig.
Ég vil ekki hafa að einhver reyni að slá á hana. Þessi reiði er mér kær, ég næri hana og elska hana eins og börnin mín.
Tilfinningar eru eðlilegar. Vænti ég. Eða hvað?
Það er eðlilegt að vera glaður, hryggur, pirraður, lítill í sér og gargandi happí. Þá hlýtur reiðin að eiga sama tilverurétt er það ekki?
Hér stoppa ég til að ná andanum og lauga andlit mitt úr köldu vatni.
Þessi kona hérna fer því fram á að umræðan í magasínþáttum fjalli um það sem skiptir okkur mestu máli núna í augnablikinu.
EFNAHAGSÁSTANDIÐ Á ÍSLANDI OG ALLAN ÞANN ANDSKOTANS BALLETT.
Svo getum við grenjað, kyrjað, legið á hnjánum og kastað steinum í krúttlegri fjandans fjörunni þegar allt er afstaðið.
Þangað til verum hávær, báill og óþreytandi!
Capíss?
Ég bist afsökunar á orðbragðinu er eitthvað æst svona. Jeræt.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Þriðjudagur, 21. október 2008
Lífshættulegur aulahrollur?
Kastljósið er minn uppáhaldsskemmtiþáttur þessa dagana.
Hver þarf Spaugstofu, Fló á skinni og aðra farsa þegar við fáum raunverulega skemmtiþætti með alvöru leikurum heim í stofu.
Ég hefði dáið úr hlátri í gærkvöldi ef ég hefði ekki verið með grátinn í hálsinum.
Hér fáum við í einum pakka, græðgina, montið, hrokann, kaupæðið, sjálfhælnina og yfirburðavissuna beint í æð.
Ó svo sárt. Æi...
Og í síðustu viku....
Valgerður í pels, Davíð í hrifningarvímu og The Pres "on a mission from god".
Talandi um aulahroll, ætli hann geti orðið svo magnaður að hann drepi mann?
Hér er svo upprifjunin á íslensku útrásinni í síðustu viku.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 19. október 2008
Erfitt að halda kúlinu
Undur og stórmerki eru að gerast á hverjum degi núna.
Ég er kolfallin fyrir mínum gamla kennara sem ég var löngu búin að senda út í ystu myrkur í pólitískum skilningi. Jón Baldvin hefur auðvitað alltaf verið krútt, mismikið og frekt krútt, en nú er ég tilbúin að biðja hann um átógraf svei mér þá.
Karlinn meikaði svo mikinn sens hjá Agli í Silfrinu áðan að ég gat tekið undir hvert einasta orð og fáir koma skoðunum sínum til skila betur en sá gamli refur Jón Baldvin Hannibalsson.
Svo er hann auðvitað kennari af guðs náð og kann betur en flestir að setja upp hluti þannig að maður skilji þá.
Davíð mun vera á móti því að sækja um lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og því gengur ekkert né rekur í þeim málum.
En að Evrópusambandinu, ég er alltaf að verða meira á því að við eigum að reyna að komast þar inn um leið og við erum búin að þvo af okkur mesta skítinn og skömmina sem jakkafatamafían, bæði sú pólitíska og í fjármálageiranum er búin að ata yfir okkur.
Einar Már var líka beittur og skýr eins og hann er vanur.
En mikið rosalega erum við í djúpum skít við Íslendingar.
Það játast hér með að ég er með í maganum af angist, sko þegar ég hugsa til framtíðar.
Það er erfitt að halda kúlinu.
![]() |
Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. október 2008
Bráðfyndnar nauðganir?
Ég horfði á fyrstu tvo þættina af Dagvaktinni.
Ég tók síðan ákvörðun um að hætta því eftir þá reynslu.
Sú ákvörðun var ekki tekin af því mér fannst karakterarnir orðnir þreyttir og útjaskaðir, sem þeir vissulega eru, ekki heldur vegna þess að frasarnir eru svo ofnotaðir að maður fær aulahroll en nei fyrir þessari ákvörðun voru aðrar ástæður.
Ég hef ekki húmor fyrir nauðgunum. Mér finnst jafn skelfilega smekklaust að fíflast með kynferðisofbeldi á karlmanni og mér finnst það ósmekklegt þegar konur og börn eiga í hlut.
"Grín" með eins skelfilega reynslu eins og kynferðisofbeldi endurspegla oft fordómana í samfélaginu.
Reyndar má ekki lengur grínast með nauðganir á konum, amk. ekki beint og ekki í dagskrárgerð.
Það eru líka verulega fáir sem láta sér detta í hug að grínast með kynferðisofbeldi á börnum þó það sé vissulega til kolruglað lið sem sér húmor í ljótustu birtingarmynd mannlegs eðlis.
Í Dagvaktinni er einn karakterinn undirmálsmaður sem á sífellt undir högg að sækja. Til að gera langa sögu stutta þá er hann misnotaður af drukkinni kerlingarjúfertu.
Er einhver að hlægja?
Ég ákvað hins vegar að blogga ekki um þetta þegar ég sat með óbragðið í munninum strax eftir þessa þætti sem ég sá, mig langaði nefnilega að sjá hvort það kæmu einhver viðbrögð frá karlmönnum. Hvort þeim fyndist ekkert að sér vegið.
Það gerðist ekki, kannski er þetta of mikið tabú ennþá.
En nú hefur það gerst að karlmaður hefur skrifað grein um þennan ömurlega húmor Dagvaktarinnar.
Drengjum er nauðgað, karlmönnum er nauðgað og það er nákvæmlega ekkert fyndið við þá staðreynd.
Ætla mætti að það væri hægt að finna eitthvað smekklegra til að kalla fram hlátur hjá áhorfendum.
Svo hefði mátt setja aðalhetjurnar í smá meikóver.
Þær eru svo þreyttar.
ARG.
Jóhanna bloggvinkona mín bloggaði um þetta fyrir einhverjum dögum líka. Sjá hér.
![]() |
Má grínast með nauðganir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Hingað og ekki lengra!
"Fjármagn sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) getur mögulega lánað Íslendingum er ekki talið nægja til að fullnægja fjármagnsþörf Íslands, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Því er talið að IMF muni t.d. ekki leggjast gegn því að Ísland taki lán í Rússlandi."
Ég veit ekki með ykkur en stærð vandamálsins er að ná nýjum hæðum, eða kannski er ég að taka þetta inn af fullum þunga þessa dagana.
Sukkgreifarnir eru búnir að koma málum þannig fyrir að við íslenskur almenningur sitjum uppi með fjármagnsþörf í upphæðum sem eru svo stjarnfræðilega háar að við getum ekki meðtekið tölurnar nema upp að ákveðnu marki.
Hvernig gat þetta farið svona? Ég og allir sem ég þekki spyrja sig stöðugt þessarar spurningar.
Látum okkur sjá, í allt vor og sumar var ríkisstjórnin á fjölmiðlaflótta og svaraði engu, nema með skætingi og útúrsnúningum í besta falli. Þeir höfðu greinilega ákveðið að gera ekkert, segja ekkert. Fólk sem gekk á eftir svörum eins og Sindri Sindrason hjá Markaðnum á Stöð 2 var kallaður dóni fyrir bragðið.
Nú vitum við að skýrslu sem Willam Buiter, prófessor í London School of Economics, var fenginn ásamt samstarfskonu sinni til að gera um orsakir efnahagsvanda Íslands og íslensku bankanna gerði grein fyrir alvarleika ástandsins. Þau skiluðu skýrslunni af sér í lok apríl og kynntu lítillega uppfærða útgáfu á fundi hér á Íslandi 11. júlí.
Skýrslunni var haldið leyndri því hún var of viðkvæm fyrir markaðinn. Náið þið alvarleikanum í málinu?
Staðreyndir málsins eru einfaldlega þær að það hefur verið vitað um komandi hrun bankanna um fleiri mánaða skeið og ekkert verið aðhafst.
Mér kæmi ekki á óvart að á þessum tímapunkti hafi greifarnir hafið útflutning á fjármunum til staða þar sem erfitt er fyrir ríkið að koma höndum yfir þá.
Ég finn ekki til samkenndar með íslenskum stjórnvöldum sem hafa flotið sofandi að feigðarósi, né heldur hef ég samúð með flottræflunum.
Ég er hins vegar hvítglóandi af bræði.
Ætlar ríkisstjórnin, stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitið bara að tjilla áfram í djobbinu eins og ekkert hafi gerst? Að það hafi orðið smá dómgreindarskortur sem sé vart til að gera veður út af og halda síðan áfram með "buisness as usual"?
Nú stendur það upp á okkur almenning í þessu landi sem hefur verið dreginn inn í þessar hörmungar algjörlega að ósekju, að setja niður fót. Hingað og ekki lengra! Nú er komið nóg.
Þeir sem þykjast yfir það hafnir að vilja draga menn til ábyrgðar geta þá svifið yfir rústunum í greddulausu algleymisástandi háheilagleikans, sama er mér.
Ég vil uppgjör og ég vil nýja tíma, nýja siði og nýjar áherslur á Íslandi. Að þessu sinni vil ég græðgina og óheiðarleikann, bræðrabandalagið og allar hinar valdaklíkurnar út úr myndinni.
Heyriði það?
(Ég hef stuðst við upplýsingar frá Láru Hönnuvarðandi skýrslu Buiter).
Hér er færsla Egils Helga um skýrsluna.
![]() |
Lán IMF fullnægir ekki þörf ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 12. október 2008
Flottur Egill og Jón Ásgeir
Þetta var sögulegt Silfur hjá Agli í dag.
Og já mér fannst hann komast ágætlega frá reiðilestrinum, var samt hrædd um að hann myndi beita ofbeldi yfir borðið.
En ég held að Egill hafi verið að tjá reiði margra í þjóðfélaginu.
En...
Mér fannst Jón Ásgeir standa sig aðdáunarlega vel líka miðað við hvað hann fékk í andlitið.
Það þarf mikið æðruleysi til og nei ég held ekki að JÁ sé siðblindingi.
Það þarf hugrekki í þeirri stöðu sem hann er í að koma og skýra mál sitt.
En eftir þennan þátt þá ríður á sem aldrei fyrr að fá svör við því hvað gerðist.
Var Glitnir í aðstöðu til að bjarga sér frá þroti þarna í upphafi þegar þeir leituðu hófanna hjá Seðlabankanum?
Mér finnst gott að hafa horft á viðtalið vegna þess að ég hef það skuggalega á tilfinningunni að hér sé ekki allt komið fram.
Að allt sé ekki eins og sýnist.
Mér nægja ekki handpikkaðir sökudólgar.
Ég vil fá alla söguna.
Takk fyrir Egill. Flottur.
Hannes Smárason sem var upptekinn við mikilvægari mál en að tala við íslensku þjóðina í gegnum Silfrið má vera í útlöndum. Lengi. Helst vildi ég að þessi lydda snúi aldrei aftur til þessa lands.
![]() |
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Miðvikudagur, 8. október 2008
Veiting æðruleysisorðunnar
Rosalega er Gordon Brown vanstilltur og taugaveiklaður stjórnmálamaður.
Hvað á það að þýða að fara fram með þessum hætti?
Hann hræðir líftóruna úr breskum sparifjáreigendum án þess að mál séu komin á hreint.
Ó, ég gleymdi, hann er í vondum málum vinsældarlega séð.
Hann hefði mátt telja upp að tíu karlinn áður en hann fór að hrópa, súsúsú.
En að annarri og öllu kvalarfyllri vanstillingu.
Ég finn til inn að innstu hjartans rótum með þingmönnum Samfó. Þeir eru svo brímandi brjálaðir út í Davíð Oddsson fyrir gasprið í honum í Kastljósinu í gær, sem reyndar orsakaði nærri því heví milliríkjadeilu milli okkar og Breta, að þeir eiga erfitt með að sitja á sér í viðtölum.
Ég vil sæma þá Árna Pál Árnason og Lúðvík Bergvinsson, æðruleysisorðu þessarar síðu fyrir aðdáunarverð kúlheit í viðtölum núna áðan, Árni Páll hjá Íslandi í dag og Lúðvík hjá Helga Seljan.
Þeir komu því samt ágætlega frá sér hvað þeim fannst um framgöngu Davíðs, þeir gátu bara ekki blótað ærlega í fréttunum.
Karlinn verður auðvitað að fjúka. Áður en einhver fer fram með vopnavaldi gegn íslensku þjóðinni.
En nú kemur að smá tjilli. Það er ekki hægt að hugsa bara um fjármálabömmera allan daginn.
Kiljan er á eftir. Það verður talað við Orra Harðar um nýju bókina hans Alkasamfélagið sem ég hef reyndar bloggað um áður.
Og svo verður fjallað um Stein Steinarr ofkors.
Svo fer ég fram á jákvæðar fréttir á morgun.
Sounds like a plan?
Úhújeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee
Sjá nánar um Kiljuna.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 6. október 2008
Kl. 16 - vér teljum niður
Jæja, þá fara fagnaðarlætin að bresta á. Nánar til tekið klukkan 16, en þá mun GHH flytja ávarp og strax á eftir verður þingfundur.
Ég er svona um það bil að springa og ég reyni að hugsa ekki um blóðþrýstinginn eftir stressbrjálæði dagsins.
Málið er að svona bið, endalausar yfirlýsingar um alvarleika, fólk að koma og fara, allir hryllilega ábúðarfullir á svipinn, getur fokkað upp annars ágætri geðheilsu.
Svo sést varla kona fara á þessa læstu fundi, þær eru hins vegar margar í blaðamannastétt bíðandi úti í kuldanum.
Mér væri rórra ef kvenlæg sjónarmið hefðu fengið að komast að í þessu akútástandi sem hér ríður yfir núna.
Kannski kynni ég betur við að hafa fulltrúa kvenþjóðarinnar með svona af því að við erum helmingur þjóðarinnar og svo er jakkafatakapítalisminn algjörlega gjaldþrota.
Ég ætlast til að þessir Armanífrömuðirnir skoði sjálfa sig og gjörðir sínar af miklu raunsæi nú þegar hægjast fer um eftir storminn sem hefur geisað í efnahagslegu tilliti. Þ.e. ef hann gengur niður bölvaður.
Hversu mikla bömmera þarf til þar til jakkafötin átta sig á að þeir eru ekki með þetta?
Nú er að telja niður. 1, 2, jájá, hætt að telja.
Hún er 15.13. þegar þetta er skrifað.
Verið þið mjúk, blíð, stillt og elskuleg.
Ekki mun af veita.
![]() |
Forsætisráðherra flytur ávarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. október 2008
Þökk fyrir þátt
Það sést á sjónvarpsdagskrá RÚV að það er komið haust.
Tveir íslenskir þættir eftir fréttir.
Spaugstofan svona og svona, ég held að hún sé komin á leiðarenda, ansi þreytt svona en ég brosti alveg.
Svo er það nýi þátturinn "Gott kvöld". Mér sýnist þetta vera íslenska útgáfan af "This is your live".
Það er ekki leyndarmál að mér finnst vera offramboð af þeim ágæta manni Bubba Mortens.
Þessa dagana er hann áberandi. Hann hefur tapað skrilljónum á hlutabréfakaupum og hann er bálreiður eins og hann sagði sjálfur í Íslandi í dag á föstudaginn.
Bubbi hefur boðað til mótmæla í næstu viku fyrir utan Alþingishúsið. Eða er það hvatningarfundur til að fá ráðamenn til að gera eitthvað? Annaðhvort. Men hur som hälst þá get ég ekki samsamað mig Bubba í þessu máli. Ég tilheyri þeim sem eiga ekki hlutabréf en á drullu erfitt með að láta enda ná saman og mér sýnist það eiga eftir að versna verulega.
Hlutabréfafólkið er í annarri katagóríu.
Já og Bubbi vill láta súa Hannesi Smárasyni.
En varðandi þennan þátt þá ætla ég að bíða og sjá hverju fram vindur.
Kannski ég verði bara þakklát fyrir að RÚV skuli draga fram listamenn og búa til um þá skemmtiþætti, sérstaklega svona fólk eins og Bubba sem maður veit svo lítið um.
Hér lýt ég í gólf af eintómu helvítis þakklæti.
Pirrrrrrrrrrrrrrr
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr