Færsluflokkur: Sjónvarp
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Siðleysingjaflokkur stofnaður?
Hvern fjárann er formaður stéttarfélags að gera sem stjórnarmaður í Kaupþingi?
Hvað veit ég en ég er svo skyni skroppin að finnast stéttarfélagsforysta og stjórnarseta í banka passa illa saman.
Reyndar vil ég skjóta því að hér í morgunsárið þar sem ég sit bálill við tölvuna að ég er reyndar löngu búin að missa virðingu fyrir stéttarfélögum, þau orðin jakkafatavædd fyrir löngu og ekki í neinum tengslum við það fólk sem þau eru að gæta hagsmuna fyrir.
Hluti af mér fann örlítið til með Gunnari Páli Pálssyni þegar ég horfði á hann í Kastljósi í gær.
Ekki misskilja mig, það blindaði mér ekki sýn en ég uppgötvaði þarna að jakkafatamafíustrákarnir (og stelpurnar) eru búnir að vera að leika sér með peninga bankanna eins og væru þeir Matadorpeningar og svo þegar allt er komið í óefni þá er valin önnur siðlaus leið af tveimur.
Og ég hugsaði; þessi maður verður að segja af sér.
Hann sagði: Ég mun ekki segja af mér, ég fékk persónulegan stuðning í þessu máli.
Gunnar Páll eins og allir hinir sem eru að bíða af sér þennan netta pirring almennings sér ekki alvarleikan í málinu.
Svo kom bomban. Stjórn VR styður Gunnar Pál og gefur út um það yfirlýsingu.
Þá varð mér ljóst að krakkarnir í sandkassanum standa þétt að baki hvort öðru og gerast í leiðinni jafn siðlaus og formaðurinn þeirra.
Er þetta ekki orðið helvíti gott bara?
Ónei, Gunnar Páll vill andskotans svigrúm (Ólafur Ragnar, þú mátt hafa svigrúmskjaftæðið á samviskunni) til endurvinna traustið.
Bíddu, bíddu, hvað töpuðust margir milljarðar í Kaupþingi?
Hundruðir milljarða?
Jájá, auðvitað átt þú að fá tækifæri og andrúm til að endurvinna traustið. Tap bankans var svo lítið og löðurmannlegt. Ákvörðunin sem þú og félagar þínir tóku um að skuldhreinsa toppana svo lítið siðlaus eða þannig.
Ég er nú hrædd um það.
Af hverju stofna bankatopparnir og allir hinir sem eru að víkja sér undan ábyrgð þessa dagana ekki nýjan stjórnmálaflokk?
Siðleysingaflokkinn?
"#$$%%&/(/()=/(/(=/=(/&/&%%&
Burt með spillingarliðið.
![]() |
Nýtur trausts stjórnar VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Flott Erla Bolladóttir og Mikael Torfason fullkomnaði helgina
Ég horfði á viðtalið við Erlu Bolladóttur hjá Evu Maríu í gær.
Mér fannst hún standa sig með prýði og mér finnst hún hafa unnið vel úr þeim skelfingum sem yfir hana dundu sem unga stúlku.
Þrjú ár í fangesli vegna rangra sakargifta fyrir utan einangrun og illa meðferð er nokkuð stór lífspakki svo ég taki nú ekki stærra upp í mig.
Annars fer þetta Geirfinnsmál ennþá alveg svakalega fyrir brjóstið á mér.
Ungir krakkar sem stóðu félagslega höllum fæti voru dregin inn í mál sem ég tel nokkuð víst að þau hafi ekki haft nokkuð skapaðan hlut með að gera.
Á þeim voru brotin mannréttindi og þau sköðuð og meidd fyrir lífstíð.
Þess vegna gleður mig að Erla skuli vera að skrifa bók um reynslu sína.
Auðvitað fæst þessi réttarskömm ekki endurupptekin, allt of margir valdamenn eiga þar hagsmuna að gæta.
Ég er eiginlega komin á þá skoðun að kerfið okkar sé búið að vera gjörspillt lengi og nú fyrst erum við að sjá afleiðingar þess og það í stórum skömmtum.
Mikael Torfason setti punktinn yfir i helgarinnar hvað mig varðar.
Hann var með talpistil í Mannamáli í gær og hann náði mínum eyrum og það algjörlega.
Við erum svo "góðir" við Íslendingar og svo fljótir að fyrirgefa.
Hehemm, ætlum við að halda því áfram.
Hér er Mikael. Ekki missa af þessum frábæra pistli.
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Afsakið á meðan ég garga mig hása
Eftir daginn í dag var ég alvarlega að íhuga það að hætta að horfa á fréttir og lesa blöðin.
Ástæða: Ég get ekki tekið við mikið fleiri upplýsingum um lygar og spillingu, aðgerðarleysi og fyrirlitningu á almenningi í þessu landi.
Samt er það engin lausn, þ.e. að hætta að fylgjast með en það er nokkuð ljóst að box Pandóru hefur verið opnað og út úr því vellur viðbjóðurinn.
Geir heldur áfram að segja ósatt. Hann fullyrðir að engir brestir séu í stjórnarstarfinu.
Kannski er hann ekki að skrökva, kannski hefur ágreiningurinn og skortur á samhljómi á milli stjórnarflokkanna algjörlega farið fram hjá manninum svona eins og 185 milljón krónurnar sem bankastjóri Glitnis gleymdi að hún hafi talið sig kaupa hlutafé fyrir.
Öll þjóðin sér að það er ekki mikil samstaða í stjórnarsamstarfi.
Það eru bókstaflega allir ljúgandi eins og friggings sprúttsalar.
Nú hefur komið á daginn að Kaupþing (amk.) skuldhreinsaði toppana rétt fyrir þjóðnýtingu bankans.
Vitið þið það gott fólk að þetta getur ekki gengið svona lengur.
Það verður að stokka upp þetta gegnumrotna kerfi og koma á nýjum vinnubrögðum.
Ég treysti engri íslenskri stofnun til að rannsaka eitt né neitt, það eru allir tengdir í allar áttir.
Ef ekki í gegnum blóðbönd og mægðir þá tengist þetta lið hvort öðru í gegnum leynireglur eða pólitíska flokka.
Ég vil láta erlenda aðila rannsaka allan pakkann og ég vil sjá það gerast strax.
Já og nýjustu fréttir eða þannig eru að Geir hefur ekki í neinu breytt afstöðu sinni til stjórnar Seðlabankans.
Mikið rosalega ber þetta fólk litla virðingu fyrir íslenskum almenning.
Afsakið svo á meðan ég garga mig hása.
![]() |
Geir: Engir brestir í stjórnarsamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Ég elska alla femínista
Ég er oftast sammála Steingrími J. enda finnst mér hann einn af heilsteyptari stjórnmálamönnum sem við eigum. Svo er hann svo vel máli farinn sem skemmir ekki fyrir heldur.
Í Silfrinu áðan blés maðurinn mér baráttuanda í brjóst eftir hálfgerða depurð og vonleysi undanfarna daga.
Ég elska jakkafatafemínista. Ég elska alla femínista, líka í kraftgöllum með lambhúshettu, sko hugmyndafræðilega, ekkert persónulegt.
Án gamans þá fagna ég því þegar stjórnmálamenn draga fram í umræðuna skortinn á jafnrétti í þessu þjóðfélagi, eins og t.d. á konum í lykilstöðum í samfélaginu. Raddir kvenna heyrast ekki, viðhorf þeirra eru ekki með í ákvarðanatökum og því eru lausnir einsleitar eftir því.
Það þarf svo sannarlega að bæta úr enda var Jóhanna að skamma nýju ríkissbankana en þar eru 5 konur af þrjátíuogeitthvað toppum og stjórnarmönnum. Ha?
Svo þarf að kjósa á nýju ári, þar er ég sammála formanninum.
Hvort það verður einhverjum mánuðum fyrr eða seinna má kannski liggja á milli hluta.
Ég er afskaplega hrifin af hinu blandaða hagkerfi þar sem velferðarmálin eru á ábyrgð ríkisins.
Við megum aldrei lenda á þessum ömurlega stað aftur, þá meina ég þeim stað sem við erum stödd á núna.
Þetta nægir okkur næstu aldir takk fyrir.
En hvað um það, ég held að margir séu skelfingu lostnir við að stjórnin springi þá og þegar. Bara búmm bæng upp í loft. Kannski á meðan við sofum í nótt. Eins saklaus og okkur er ætlað að verða miðað við aldur reynslu og fyrri störf.
Það er að minnsta kosti bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar.
Lára Hanna var flott í Silfrinu.
Og tókuð þið eftir kraftaverkinu í þættinum?
Í fyrsta skipti í öll þessi ár sem ég hef horft á Silfrið þá var kurteisi í hávegum höfð á vettvangi dagsins.
Það greip enginn fram í svo fólk fékk að tala óáreitt. Þvílík dásamleg tilbreyting.
Ég hélt að ég ætti ekki eftir að upplifa önnur eins undur og stórmerki.
Kannski á að hafa max einn stjórnmálamann á vettvanginum. Sigrún Elsa er frábær og kurteis kona, Lára Hanna er bestust og strákarnir stóðu sig með prýði.
Segið svo að það séu ekki góðir hlutir að gerast.
Mig langaði ekki til að grýta mér í vegg í eitt einasta skipti allan þáttinn. Né garga mig hása. Ha?
Annars er ég í ástar/haturs við Silfrið.
Ég sveiflast á milli tveggja póla;
Can´t live with it - can´t live without it.
Það er þess vegna sem ég hef sjaldan misst úr þátt.
Lífið er unaður og þetta er gleðijöfnun dagsins.
![]() |
Vill að kosið verði í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Vinir í raun
Á ögurstundu kemst fólk gjarnan að því hverjir eru vinir í raun.
Flestir, ef ekki allir hafa staðið frammi fyrir því að þurfa á alvöru vinum að halda og ég er þar engin undantekning.
Mín reynsla er sú að það megi skipta "vinagenginu" í fjóra flokka.
1. Vinirnir sem gefa ekki einungis skít í þig á örlagastundu heldur sparka í þig liggjandi.
2. Þeir sem hlaupa af stað og það má lesa greinilega skónúmerið undir skónum þeirra. Þeir hverfa og sjást ekki meir.
3. Þeir sem ætla að hjálpa, bráðum að uppfylltum skilyrðum - seinna, oft miklu seinna.
4. Sjaldgæfi hópurinn en sá dýrmætasti sýnir þér vináttuna í verki án þess að býsnast mikið yfir því hvað þá að hreykja sér af því.
Það má flokka "vinaþjóðir" Íslendinga í þetta bókhaldskerfi og það auðveldlega.
Í byrjun október þegar allt hrundi fengum við í kaupbæti með krísunni það sjaldgæfa tækifæri að komast að því hverjir eru vinir okkar meðal svo kallaðra vinaþjóða.
Í dag er það ein þjóð sem er óumdeilanlega vinaþjóð í raun. Færeyingar eru einfaldlega þeir einu sem tilheyra flokki fjögur.
Allir vita hvar Bretarnir standa.
Kanarnir, mér sýnist þeir nota skó númer 66.
Norðurlandaþjóðirnar eru hér sýnist mér í þriðja lið, hummandi og hóstandi. Þeir vilja hjálpa, við erum frændur, við elskum ykkur en... við viljum ekki fordæma Breta fyrir hryðjuverkastimpilinn. Við viljum heldur ekki snara út peningum fyrr en við erum búnir að hlusta á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
Gulltryggðir í bak og fyrir.
Ég gef ekki afturenda fyrir svoleiðis vináttu.
Geir Haarde sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Norðurlöndin hafi ekki strax lýst því yfir að þeir ætluðu að koma okkur til aðstoðar.
Ég skil Geir afskaplega vel þarna.
Og hvað sem annars má segja um forsætisráðherrann og hans pólitík þá verð ég að viðurkenna að hann á alla mína samúð þessa dagana. Að ganga um með einhverskonar betlistaf meðal "vinaþjóða" er ekki öfundsvert verkefni.
Svo minni ég á undirskriftalistann; "Við erum ekki hryðjuverkamenn." Nú ríður á að skrifa nafnið sitt og vera með. HÉRNA.
Takk Færeyjar. Skelfilega hlýjar þetta mér um hjartaræturnar.
![]() |
Siðferðileg skylda að hjálpa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þriðjudagur, 28. október 2008
Aðgengilegir skilmálar?
"Nei ég er ekki að hugsa um að hætta sem seðlabankastjóri".
Þessu svaraði Davíð Oddsson spurningu fréttamanns í morgun á blaðamannafundi í Seðlabankanum.
"En þú - ert þú að hugsa um að hætta í þinni vinnu"? Spurði Davíð fréttakonuna, fullur áhuga á hennar persónulegu og prívat atvinnupælingum.
Það er auðvitað algjörlega sambærileg aðstaða sem þau eru í, Dabbi og Lóa Pind Aldísardóttir.
Eða hitt þó heldur.
Ef við gætum efnisgert hroka og sjálfsánægju íslenskra ráðamanna, gætum við selt þessa eiginleika til fjarlægra landa og grætt á því stóra peninga. Eða ekki, mér skilst að það sé ekki mikill markaður fyrir svona karakterbresti á þessum síðustu og verstu.
Solla sagði í síðustu viku að IMF setti engin skilyrði sem væru okkur óaðgengileg.
Flokkast þessi skelfilega stýrivaxtahækkun þá undir undir aðgengilega skilmála?
En ég vil kosningar núna.
Já bara strax.
Hlutirnir geta ekki orðið verri.
Kíkið á þetta. Kjósa.is
![]() |
10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. október 2008
Nú hló ég
Ég er eins og undin tuska eftir atburði dagsins.
Ég nenni ekki að blogga um þennan dag strax enda skiptir það ekki máli.
En mikið er ég búin að hlægja af Otto Jespersen sem gerði stólpagrín af okkur Íslendingum í norska sjónvarpinu í gærkvöldi.
Hlátur er heilandi og það er frábært að geta náð sér í smá svoleiðis þegar brúnin er svo þung að ég nánast dreg hana á eftir mér í lufsum.
Genasplæsingatilraunir milli okkar, dverghesta og kinda hafa alið af sér stökkbreytur eins og Björk.
Við buðum Norðmönnum ekki í partíið meðan allt lék í lyndi þannig að nú lána þeir okkur Matatorpeninga sem munu vera verðmætari en íslenska krónan.
Sjáið sjálf.
Ég veit ekki með ykkur en ég elska svona húmor og við höfum svo sannarlega gefið handritahöfundum eitthvað til að skrifa um.
Sumir hafa kannski ekki húmor fyrir svona gríni þessa dagana en pælið í því við sleppum vel hérna. Hrokinn og mikilmennskubrjálæðið sem hefur verið í gangi kringum liðið í útrásinni gefur alveg tilefni til að það sé helgið smá að okkur.
Arg.
![]() |
Norðmenn draga Íslendinga sundur og saman í háði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 24. október 2008
Hver ræður á Íslandi?
Ég var að spjalla við minn sænska tengdason hann Erik en hann eins og flestir eru að bíða eftir niðurstöðu viðræðna við Alþjóða sem við fáum væntanlega á eftir.
Hann sagði meðal annars:
Hver ræður eiginlega á Íslandi? Eru það bankarnir eða ríkisstjórnin?
Getur verið að íslenska þjóðin verði látin borga skuldir Landsbankans í Bretlandi?
Ef það gerist verður að kjósa sem fyrst.
Er það nema von að manninum finnist það.
En ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að við höfum látið svínbeygja okkur til að greiða 600 milljarðana sem Landsbankinn skuldar í Bretlandi.
Bara alls ekki.
Nú er að vona það besta.
En ef ÞETTA reynist rétt þá þurfum við ekki að kemba hærurnar.
Niðurtalning er hafin.
Einnnnnnnnnnnnnnnn
Kem að vörmu.
![]() |
Þingflokkar á fundum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 24. október 2008
Verum pró og höldum sjó
Þýðingin á símtali Darlings og Árna vekur bara upp fleiri spurningar.
Mig langar að vita hvað gerðist á fundinum með Björgvini og Darling í byrjun september.
Hversu lengi var vitað hvert stefndi og að hrun væri yfirvofandi?
Ég ætla að mæta á morgun á Austurvöll og mótmæla óþolandi þögn ráðamanna.
Dr. Gunni hefur séð að sér og ætlar að mæta og dauðsér eftir því að hafa látið sig vanta síðast. Hann má skammast sín kallinn, hann lánaði nafn sitt til stuðnings mótmælunum og nennti svo ekki að mæta. En batnandi mönnum er best að lifa.
Mér er sagt að mótmælin hefjist kl. 15,00 eins og síðast.
Í DV segir Kolfinna Baldvins að þau hefjist kl. 16,00 og það eigi að ganga með kyndla að Ráðherrabústaðnum.
Halló, eru mörg mótmæli í gangi?
Eða er þetta sama fyrirkomulagið en fólk ekki að tala saman?
Reynum nú að vera svolítið pró og vita hvort við erum að koma eða fara.
Við verðum að halda sjó í þessu rugli öllu saman.
Svo er viðbúið að söngurinn hefjist á blogginu eftir mótmælin.
Það er töluverður slatti af Íslendingum sem er meinilla við þann lýðræðislega gjörning sem friðsöm mótmæli eru.
Annars er ég nokkuð góð bara miðað við að ég er að sligast undan þeim skuldum sem á mig eru að leggjast þessar vikurnar.
Í morgun gekk ég svo langt að lesa minningargreinarnar í Mogganum. Djöfull er ég morbid.
Að búa við kreppuástand gerir manni hluti.
Jájá sei, sei, já og allur sá pakki.
![]() |
Samtal Árna og Darlings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 23. október 2008
..og nú kviknaði í lyklaborðinu
Reglulega hendast sjálfskipuð gáfumenni fram á ritvöllinn nú eða málvöllinn og opinbera skoðanir sínar á almenningi.
Fyrir sumum þessara manna er almenningur ógreinilegur massi, ómenntaður skríll sem ber að setja í bönd, múlbinda eða halda niðri með öðrum hætti.
Nú er það Tryggvi nokkur skólameistari sem lætur gamminn geysa gagnvart fjölmiðlamönnunum Sigmari Guðmundssyni og Agli Helgasyni.
Með framgöngu þessara tveggja manna (Agli þegar hann talaði við Jón Ásgeir, Sigmar í gær þegar hann talaði við Geir Haarde) er RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki.
Tryggvi Gíslason segir orðrétt í bréfi sínu til útvarpsstjóra:
."að RÚV hafa gengið í lið með dómstóli götunnar, standa fyrir skrílmenningu og kynda undir sleggjudómum og ofstæki."
Ergó: Þessir menn eru að taka upp siði sem við almenningur ástundum, væntanlega þegar við höfum skoðanir á mönnum og málefnum og látum þær í ljósi þegar okkur ber að halda kjafti og hlýða pent og hlusta á kjaftavaðalinn sem matreiddur er ofan í okkur af stjórnvöldum oft á tíðum.
Fjölmiðlamenn eiga að sýna okkur gott fordæmi og fara varlega að ráðamönnum og troða þeim ekki um tær vænti ég. Kannski að Tryggvi vilji taka upp þéringar á þessu fólki eins og gert var hér í eina tíð?
Annars ætla ég ekki að tíunda þessi bréf sem gengið hafa á milli Páls og gáfumannsins Tryggva, þau eru viðtengd fréttinni.
Mér fannst Sigmar vinna vinnuna sína í gær og gera það með ágætum.
Við skríllinn, andlitslausi massinn, ómenntuðu hálfvitarnir og dómstóll götunnar eigum nefnilega að borga reikninginn og okkur finnst, fjandinn hafi það við eiga fullan rétt á að gengið sé eftir sannleikanum í þessu ömurlega máli.
Kannski er tæknilega ógerlegt fyrir Ísland að verða gjaldþrota eins og maðurinn segir í bréfinu en fólk sem er að missa vinnuna, verða fyrir kjaraskerðingu, missa sparnaðinn sinn, jafnvel húsnæðið er bara slétt fjandans sama hvort við erum tæknilega gjaldþrota eða að nafninu til gjaldþrota.
Við sjáum fram á erfiða tíma hvort sem er.
Mikið rosalega (hér sleppti ég góðu blótsyrði) er ég þreytt á þessu liði sem tuðar og tautar og maldar í móinn í hvert skipti sem velta á við steinum.
Þegið þið einu sinni, já steinþegið bara.
Og áfram Sigmar, Helgi og Egill.
Svo biðst ég afsökunar á orðbragðinu en sem ótýndur skríll sem kann mig ekki finnst mér að ég verði að undirstika sterkar skoðanir mínar með ")/$&, það er einhvern veginn stemmari fyrir því þessa dagana.
Meiri aularnir.
Og nú kviknaði í lyklaborðinu. Jájá.
![]() |
RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr