Færsluflokkur: Sjónvarp
Sunnudagur, 21. september 2008
Sveppi bjargar málinu
Ég er orðin sérfræðingur í morgunbarnatíma beggja stöðva.
Jenný er reglulega hjá okkur um helgar og þá er vaknað fyrir allar aldir og kveikt á sjónvartinu og horft á baddneddni.
Ætli það sé bara ég eða krullast fólk ekkert upp yfir þessu tilgerðarlega íslenska tali?
Þar sem allir hrópa í stað þess að tala eðlilega í einhverri vonlausri tilraun til hressleika?
Og Dóra landkönnuður - ésús minn almáttugur. Hún er líka á sunnudögum, sama rödd heyrist mér en þá í líki Díegos sem er líka einhvers konar könnuður.
Hugmyndin fín og ég hef hlustað á Dóru á ensku, en það er reyndar uppáhaldsprógrammið hans Olivers. Þar er þetta ekki svona hryllilega uppspennt.
Eftir að hafa haft barnatímann í eyrunum er ég búin á því eftir tvo klukkutíma. Mig verkjar í eyrun og langar til að tékka mig inn í klaustur einhvers staðar til að fá þögn og ró.
Reyndar nennir Jenný ekki svona lengi og guði sé lof fyrir það.
Ég veit ekki hvort er verra, fullorðnir að tala fyrir börn eða börn sem eru poppuð upp í ýktan hressleika sem sker í eyrun og er ekki nálægt eðlilegu tali á milli manna.
Sveppi hins vegar og Ilmur sem er með honum núna eru brilljant og mér finnst þau jafn skemmtileg og barninu.
Sveppi hreinlega reddar baddnaebbninu.
Ég lít svo á að það eigi að framleiða sjónvarpsefni fyrir börn sem er þeim sæmandi.
Það er hægt að gera svo miklu betur.
Komasho!
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Erfið varadjobb
Je,je,je. Allir að tryllast úr gleði, orður hengdar í barm eða um háls, allir klökkir, mikið búið að knúsast og kyssa, jájá. Sagan öll?
Í gær þegar verið var að kalla handboltamennina (OKKAR) upp á sviðið einn í einu og þeir kysstu heila röð af prestum og prelátum, var ég alveg að velta mér uppúr Hönnu Birnu og Mennthildi. Í gærkvöldi var ég nefnilega með þungar áhyggjur af því hvort þær hefðu fengið kossakrampa eftir að heim var komið. Þetta eru erfið djobb - þessi varadjobb.
En að efninu. Við Íslendingar elskum að röfla, tuða og bölsótast. Það er bara hin norðlæga lega landsins plús veðurfar sem gerir það að verkum að þetta er okkur jafn nauðsynlegt og að anda.
Ég var farin að sakna þessa eftir alla gleðina.
Er ekki hægt að fara aftur í gírinn eftir alla þessa andskotans hamingju?
Það eru allir brosandi frá eyra til eyra og ég er feimin við fólk bara. Líður eins og ég sé í útlöndum svei mér þá.
Kommon - allir saman nú - aftur í fúll á móti.
Það er svo heimilislegt.
Jájá, yfir og út villingarnir ykkar.
![]() |
Orðuveiting á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Frá sjónarhóli konu
Ég settist við sjónvarpið með mínum ástkæra og var ákveðin í að horfa á handboltann.
Jafnvel þó að ég sé sannfærð um að þeir sem ég haldi með tapi. Mér er sagt að svona hugsunarháttur sé meðvirkni á háu stigi. Só?
Eftir fyrstu mínúturnar gat ég ekki meir, ég var friðlaus, vonir mínar vaknaðar af værum blundi.
Ég fór fram í eldhús og skrúfaði frá báðum krönum og byrjaði að þrífa. Ég vildi ekki heyra hrópin í þulunum.
Við vaskinn hét ég á Paul Ramses, nokkur góðgerðarsamtök og Götusmiðjuna, bara ef við ynnum.
Svo þreif ég eldhúsið, hvern míkrósentimeter, á meðan fyrri hálfleikur rann í gegn.
Í hálfleik hætti ég mér fram úr eldhúsinu og spurði tíðinda. Ég hentist inn aftur um leið og sá seinni hófst og hringdi í frumburð. Hún er á fyrsta degi í sumarfríi.
Ég: Ertu að horfa.
Hún: Nei, ég get það ekki, þeir tapa ef ég horfi (jesús minn hún hefur tekið upp þennan eftir mér) og ég er að neyða mig til að horfa á sápu.
Og við möluðum og töluðum þangað til að húsband kallaði og sagði mér að við værum fimm mörk yfir og leikurinn væri að verða búinn eftir smá.
Ég: Er það öruggt? Ég meina getur það tölfræðilega breyst?
Hb: Nei, kona og þú getur ekki haft áhrif á það þrátt fyrir að þú haldir að sól og máni, loft og lögur sé á þínum vegum. Komdu.
Og ég settist fyrir framan sjónvarpið og horfði á síðustu mínúturnar og öskraði og gargaði og hoppaði og skoppaði.
Það er stundum gaman að fyllast þjóðernisstolti.
En það er beisíklí mér og frumburði að þakka að við unnum.
Við héldum okkur hlés.
En ég skulda hellings pening í áheit. Maður verður að borga svoleiðis.
Hér er landsliðið í handbolta með kennslu í fagni.
Æfa sig fyrir sunnudaginn.
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Fyrirtækiseigandinn ég
Ég er vinnuveitandi. Það rann upp fyrir mér um daginn að ég er atvinnurekandi með heví rekstur í gangi. Sein að fatta.
Fyrirtækin sem ég á og rek hlaupa ábyggilega á tugum. OR, RÚV. HR. TR (Ókei ég er hætt).
En ég er eins og Ingvar gamli sem á IKEA, lifi sparlega og velti hverjum aur á milli handanna áður en ég kveð hann með virktum. Sko aurinn ekki Ingvar.
Ég hef líka heyrt að Ingvar karlinn sé alki eins og ég, að vísu ekki óvirkur en alki samt, að því mér skilst.
Ég er reyndar að ýkja ég skilst létt og án faðmalaga og annarra atlota við mína peninga. Hef ekki val um annað, þeir eru ekki til að safna í hlöður og það er í fínu lagi.
Gísli Marteinn er í stjórn einna minna fjölmörgu fyrirtækja.
Ég gleðst yfir því að hafa getað hækkað við hann launin OG veitt honum stöðuhækkun um leið og hann flytur úr landi þessi elska.
Ég veit að það er ekki alveg samkvæmt venjum og hefðum en ég er ekkert að sýta það.
En ég hefði viljað að "stjórn" fyrirtækisins léti mig vita hvað til stóð í launamálum mannsins.
En það eru víst örar mannabreytingar hjá þessu fyrirtæki mínu, alltaf verið að skipta um fólk.
Ég held ég panti fund með starfsmannastjóranum mínum og fari yfir ráðningarmálin.
Það er svo dýrt að vera sífellt að ráða og reka.
Úff, erfitt að eiga svona mörg fyrirtæki og ÖLL í sama bæjarfélaginu.
Er spurningin ekki að fara út í áhættudreifingu bara?
Kveðja
Mógúllinn sjálfur
![]() |
Gísli Marteinn fær launahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Þverpólitísk reiðibylgja vegna brigslbandalagsins
Ég ætlaði á pallana á morgun. Ég ætlaði að mótmæla vinnubrögðunum og þeim klækjum og ódrengsskap sem er nú að endurtaka sig í myndun þessa nýja meirihluta. Óánægja mín er ekki endilega bundin við hvar ég stend í pólitík, heldur fyrst og fremst vegna þess að mér sem borgara er misboðið.
Ég er fyrst og fremst meðlimur í borgarsamfélaginu og mig varðar um hvað gengur á í Reykjavík.
Alveg eins og öllum hinum borgarbúum, sama hvar í flokki þeir standa.
Það er nefnilega þverpólitísk reiðibylgja sem gengur yfir borgina núna þegar enn einn meirihlutinn skakklappast aflvana á hlandkoppinn til að létta á sér í fyrramálið kl. 10.
Og ungliðahreyfing Samfó ætla að mótmæla með gleðileik og Framsókn og íhald beina sínu fólki á pallana. Þetta er sem sé að verða eins og fótboltaleikur.
Mig langar ekki að bendla þessi mótmæli við pólitíska skoðun mína, vonbrigði mín með borgarmálin ná langt út fyrir alla flokkspólitík og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar.
Mig langar ekki að troðast eins og krakkaormarnir gerðu í æsku minni þegar þau fóru í þrjúbíó á sunnudögum, á palla ráðhússins og slást um stæði/sæti við frammarana tíu sem þar verða og svo íhaldsáhangendurna.
Það er verið að gera úr myndun brigslbandalagsins einhverja vitleysu og fíflagang sem er nú algjörlega að bera í bakkafullan lækinn ef ég má tjá mig um það.
Ætli það verði einhver fyrir utan ráðhúsið í fyrramálið sem máli á mótmælendunum andlitið, svona eins og á 17. júní?
Svei mér þá, ætli ég endi ekki í þyrlu yfir ráðhúsinu eða á gúmmíbát úti í tjörn?
Ég auglýsi eftir farartækjum um loft og lög.
Ég neita að fara í íþróttagírinn.
Mig skortir gjörsamlega húmorinn varðandi nýjan "meirihluta".
Það er einfaldlega þannig.
![]() |
Rós og ráð gegn rugli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
4056 kvikindi
Ég dáist innilega að stjórnmálamönnum eins og Marsibil Sæmundardóttur sem ætlar ekki að taka þátt í að styðja nýjan "meirihluta" í borginni.
Ég hef lesið fullt af bloggum þar sem Marsibil er sökuð um ábyrgðarleysi, að það sé skylda hennar að taka þátt í að gera borgina starfhæfa.
Halló, vakna gott fólk, er búið að gleyma því að fyrsta og fremsta skylda hvers stjórnmálamanns er að fylgja samvisku sinni og sannfæringu?
Það er reyndar ekki skrýtið að fólk gleymi því, þetta grundvallarprinsipp á nefnilega ekki upp á pallborðið hjá vel flestum stjórnmálamönnum dagsins í dag.
Og svo eru það strákarnir. Óli Eff kvartar yfir svikum Sjálfstæðismanna gagnvart sér. Og ég trúi honum, þó fráfarandi borgarstjóri eigi ekki að vera í pólitík að mínu mati þá held ég að hann sé vænsti maður. Sumir segja að vænir og hrekklitlir menn eigi ekki heima í pólitík.
Óli Eff sveik Dag og það sem mest er um vert að muna að hann gekk framhjá varamanni sínum Margréti Sverrisdóttur. Hefur sennilega ekki talið að henni kæmi það við hvað hann gerði né heldur fundist það skipta máli hvort hún hefði á því aðra skoðun en hann.
Óskar Bergsson sveik lit og stökk í spennuhlaðið hjónaband með Hönnu Birnu og lét hjá líðast að reikna með að varamaðurinn hefði skoðanir.
Þetta er gamla sagan. Strákarnir eru fyrst og fremst í leiknum, loforð og prinsipp eru ekki issjú þegar möguleiki til að ver´ann er í sjónmáli.
En allir strákarnir hvar í flokki sem þeir standa ættu að hafa varann á héðan í frá áður en þeir útdeila sér völdum í reykfylltum bakherbergjum. Þeir eiga að muna að þeir eru í flokkum, ekki á eigin vegum og konurnar sem eru með þeim á listanum gætu haft öðruvísi áherslur en þeir.
Menn í flokkum eiga ekki að stunda einleik á valdatrommuna.
Svo mætti Óskar Bergsson muna að í síðustu kosningum til borgarstjórnar voru það 4.056 Reykvíkingar sem kusu Framsóknarflokkinn og miðað við nýjustu skoðanakannanir þá eru þeir flestir farnir eitthvað annað.
Frjálslyndi flokkurinn fékk þó 6.527 atkvæði þannig að nokkuð fleiri Reykvíkingar höfðu trú á honum.
Góðan daginn annars og ég hrópa ferfalt húrra fyrir stjórnmálamönnum sem fylgja sannfæringu sinni og láta ekki lyktina úr kjötkötlunum villa sér sýn.
Lára Hanna hefur klippt saman ruglið í borginni frá áramótum. Kíkið endilega á okkar "heiðarlegu" stjórnmálamenn.
![]() |
Er ekki á leiðinni í nefndarformennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 15. ágúst 2008
Lygastjórnmál
Nú segir Geir að þeir Guðni hafi talað saman um meirihlutamyndunina í borginni.
En hér þ.e. daginn áður en meirihlutinn var myndaður kannaðist Geir ekki við neitt og það sem meira er, hann taldi samstarf síns flokks og Ólafs F. alls ekki til mistaka, samstarfið hafi bara gengið nokkuð vel.
Undanfarna daga hefur sá einn heljarinnar lygafarsi átt sér stað í kringum borgarmálin þar sem hver stjórnmálamaðurinn af öðrum hefur logið sem best hann getur beint upp í opið fésið á okkur sem heima sitjum og erum fórnarlamb klækjanna og makksins sem fram hefur farið á bak við tjöldin.
Ég hef alltaf haldið að forsætisráðherrar væru okkar allra hvar í flokki sem við stöndum.
Mér finnst því grábölvað að horfa upp á viðkomandi segja ósatt eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Er það bara gott og gilt í stjórnmálum að stunda lygapólitík?
Hvernig á maður að bera virðingu fyrir stjórnmálamönnum þegar þeir sjá ekkert athugavert að ljúga þannig að bunan stendur út úr þeim og þeir blikka ekki auga?
Þeir sjá ekki einu sinni ástæðu til að biðjast afsökunar svona eftirá þegar lygin er orðin öllum ljós.
Það er eins gott að fara að halda dagbók yfir lygimálin svo þau falli ekki í gleymskunnar dá.
Ekki að ég hafi neinar sérstakar ástæður til að hræðast minnisleysi í þessum efnum.
En fyrirfram aðvöruð verð ég fyrirfram vopnuð í kjörklefanum.
Þannig er nú það og ekkert andskotans úje.
![]() |
Geir ræddi við formann Framsóknarflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 15. ágúst 2008
..og þau kysstust - ó svo krúttlegt
Nýr "meirihluti" er kominn til valda. Svei mér þá ef maður er ekki orðinn háður nýjum meirihlutum svona þrisvar á ári. Þetta er að verða eins og með árstíðaskiptin, maður brennur í skinninu eftir að þau eigi sér stað.
Kossarnir, þessir pólitísku sleikir eru jafnan fylgifiskur nýs meirihluta þar sem sjálfstæðismenn eru potturinn og pannan. Tungur mætast í heitum þreifingum. Merkilegt hvað allir þurfa alltaf að hanga á vörunum hvor á öðrum og haldast í hendur og svona, þrátt fyrir að þetta sama fólk hittist daglega á fundum og í nefndum.
Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þau byrjuðu á að kyssast og knúsast þau Hanna Birna og Óskar áður en þau læstu sig inni. Samt eru þau saman í vinnunni á hverjum degi.
Eru ráðandi öfl í borginni svona tilfinningalega svelt? Þurfa þau meiri nánd og strokur? Er það ástæðan fyrir minnihlutaskiptunum, ekkert flangs, ekkert káf með Ólafi?
En í morgun þegar ég sat með kaffibollann og las blöðin sá ég frétt sem jók strax gleði mína, enda veitti ekki af þar sem mitt dapra geð var komið í sögulegt hámark.
Marsibil Sæmundsdóttir ætlar ekki að styðja nýja meirihlutann og hér tíundar hún ástæður sínar fyrir því.
Það sem gleður mig er að þarna er kona sem ekki stekkur með á valdavagninn og gefur skít í hugsjónirnar. Það er ennþá til almennilegt fólk í stjórnmálum.
Það er hreint ótrúlega hressandi og gleðilegt einkum nú þegar uppboðspólitíkin hjá Sjálfstæðisflokknum er að koma okkur öllum á kaldan klaka.
Ég steinþagði á meðan ég horfði á tíu fréttir RÚV í gærkvöldi og hélt í mér pirringnum yfir "framhaldsmeirihlutanum" (nb. EKKI nýja meirihlutanum, þau voru sko bara í pásu D og B) þangað til Hanna Birna sagði að þetta væri allt gert með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi.
Og þá varð mér að orði;
"Please don´t do me any more favours"
Annars góð bara.
Later!
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Óskar svíkur lit
Sóley Tómasdóttir segir að Ólafur F. hafi verið tilbúinn að hleypa Margréti Sverris að til að greiða fyrir endurnýjun Tjarnakvartettsins og nú fullyrðir málgagnið það einnig.
Óskar Bergsson kaus frekar samstarf með Sjálfstæðisflokki.
Það er auðvitað rétt sem mér var sagt þegar ég var krakki, að Framsóknarmaddamman væri pólitísk mella (fyrirgefið orðbragðið).
Það er ábyggilega mannskemmandi að ástunda refskákir stjórnmálanna og í ráðhúsinu virðast klækjastjórnmálin vera í algleymi.
Það er svei mér þá þunglyndisvaldandi að horfa upp á þetta allt saman gerast einn ganginn enn.
Og svo skín sólin bara eins og ekkert sé.
![]() |
Ólafur vildi Tjarnarkvartett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Nýr meirihluti staðreynd!
Skv. visi.is þá er nýr meirihluti staðreynd í Reykjavík.
Óskar sagði ósatt.
Fyrir nú utan alla hina lygarana í borgarpólitíkinni.
Það tíðkast nú klækjastjórnmálin í Reykjavík.
Verði þeim að góðu.
![]() |
Fullyrt að samstarfi hafi verið slitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr