Færsluflokkur: Matur og drykkur
Fimmtudagur, 18. desember 2008
Kreppa prí og póst með nettu lyfjaívafi
Ég er heppin. Hætt að bryðja svefnlyf og róandi og skola niður með rauðvíni.
Allir þessir þrír kostnaðarliðir í heimilishaldi mínu um stíft þriggja ára skeið eru þar með núllaðir út og ég bara brosi á eigin safa.
Stinningarlyfin lækka, þá geta allir verið ríðandi í kreppunni. Unaðslegt enda stendur einhversstaðar að kynlíf sé dóp fátæka mannsins, eða voru það trúarbrögð? Skítt sama.
En að kreppunni prí og póst.
Í sumar á meðan ég fíflið hélt að allt léki í lyndi hegðaði ég mér eins og útbrunnin söngdíva á megrunartöflum í grænmetisdeild stórmarkaðs nokkurs hér í Borg Skelfingarinnar.
Ég fór á límingunum við saklausan starfsmann í grænum slopp yfir þeirri ósvinnu að ferskt rósakál væri ekki flutt inn til landsins nema á jólunum.
Ég átti ekki orð; Hvers lags þriðja heims grænmetisland er þessi eyja, veinaði ég nánast stjörf af hneykslan.
Grænisloppur var miður sín fyrir mína hönd og klappaði mér föðurlega á öxlina og muldraði; Ég veit það, það er skömm aðessu.
En í eftirleik hruns þegar ekki stendur steinn yfir steini er fólk að velta fyrir sér hvort kaupa eigi grænar eða blandað.
Eða eitthvað í þá veruna.
Allt breytt.
Jájá.
Svefnlyf hækka í verði – stinningarlyf lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Dagsskipun til ríkisstjórnarinnar fyrir hönd okkar almennings
Ég hata það að sjá hinar hefðbundnu myndir á þessum árstíma af bakinu á þeim sem þurfa að leita sér ölmusu hjá hinum íslensku súpueldhúsum. Þ.e. hjá Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp og kirkjunni.
Ekki misskilja mig, það er eins gott að þessar stofnanir eru starfræktar, þetta þjóðfélag er ekki mjög manneskjulega þenkjandi þeas. stjórnvöld.
Nú eru að koma jól, það er kreppa og í þessari frétt gengur að lesa um fólk sem grætur niðri í Fjölskylduhjálp Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. Það er alltaf verið að tala um að vernda þá sem verst standa.
Nú er tækifærið að sýna viljann í verki.
Þið getið kallað það sérstækar aðgerðir vegna ástandsins, mér er andskotans sama.
En þetta eigið þið að gera í mínu nafni og flestra Íslendinga.
Kaupið inn almennilegan mat fyrir ALLA sem leita á náðir Mæðrastyrksnefndar og FÍ (og hvar sem er annars staðar) þannig að ALLIR fái mat og nauðsynjar fyrir jólin.
Þið skuluð ekki skera innkaupin við nögl.
Við almenningur borgum með glöðu geði, ég þori að lofa því.
Þar sem við erum með nógu breitt bak til að pikka upp reikninginn eftir útrásarvíkingana þá munar okkur ekki um að rétta hvort öðru hjálparhönd nú þegar hátíð ljóssins og barnanna er að ganga í garð.
Þetta vil ég að þið gerið strax. Tíminn er naumur.
Á meðan þið "veltið við hverjum steini, skoðið allt og dragið allt upp á yfirborðið" sem virðist vera töluvert tímafrekt getið þið dundað við að gera eitthvað af viti á meðan sem skilar sér í áþreifanlegri björgun til heimila í þessu landi svona til tilbreytingar.
Fólk hefur fengið nóg.
Svo er það önnur saga sem verður sögð síðar að það er til háborinnar skammar að í þessu landi með svo litla þjóð skuli það vera inni í myndinni að fólk þurfi að sækja sér ölmusu til að eiga fyrir brýnustu nauðsynjum og geta gefið börnunum sínum að borða.
En því breytum við þegar hið nýja Ísland er orðið að raunveruleika.
En þangað til - standið í lappirnar gagnvart fjölskyldunum í þessu landi sem eiga ekki til hnífs og skeiðar.
Fólk grætur fyrir framan okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 12. desember 2008
Halló - jólin gera manni hluti
Þar sem það er kreppa og ég velti hverri krónu fyrir mér áður en ég kveð hana með kossi þá var ég að pæla í hvernig ég gæti nánaskast um jólin til að senda ekki krónur heimilisins á frítt flot út úr buddu og ofaní bæ og beint í glæpavasa sumra stóreignamanna sem höndla með ýmislegt.
Ég er jólanörd og hef alltaf verið og desember er minn uppáhaldsmánuður ójá.
Hvernig var þetta annars þegar við vorum að alast upp, spurði ég minn heittelskaða þar sem við sátum og reyndum að gúffa í okkur grjónagrautnum bæði kanil og rúsínulausum.
Hann sagði: Það var súpa, rjúpur og frómas á aðfangadagskvöld.
Ég: Já og hvað var keypt af meðlæti á þessum tímum?
Hann mundi það ekki enda karlmaður og þeir ekkert með rosalegan áhuga á viðhengismeti á hátíðarborðinu, margir hverjir.
Ég fór því að pæla í því sjálf hvað keypt var inn þegar ég var barn.
Hangikjöt, jólasteik, grænar baunir, rauðkál, asíur, rauðrófur, blandaðir ávextir, ís, súkkulaði, brjóstsykur og konfekt, kókflöskur, malt og appelsín. Smákökur og randalínur bakaðar.
Upp talið. Eða hvað?
Á maður ekki að fara í þennan gírinn bara?
En eins og lyktin var góð af eplunum sem geymd voru í geymslunni þá eru þau ekkert sérstök á bragðið þegar komið var fram á annan jóladag, í minningunni. Voru þau ekki dáldið útlifuð, marin og skemmd? Mig minnir það.
Æi, en stundum er afturhvarf til fortíðar það eina rétta í stöðunni. Þrátt fyrir mínusa þá hlýja þessi hugarferðalög mér um hjartaræturnar.
Og já á meðan ég man þá kom jólalestin frá Kókinu út á mér tárunum þegar ég bjó á Laugaveginum og gat glápt á hana út um gluggann með viðkomandi börnum fjölskyldunnar.
Ég þessi kommi inn að hjarta grét af væmni yfir helvítis auðvaldslestinni frá Kók.
Halló - jólin gera manni hluti.
Jólalestin kemur með jólalögin í 12. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Ekki skata í sjónmáli
Skata er ógeðismatur og ég fer ekki ofan af því.
Samt er eitthvað krúttlegt við þennan sið sem fólk hefur verið að hefja til vegs og virðingar undanfarin ár hér í höfuðborginni.
Það þýðir ekkert að halda því fram að skötuát hafi verið stundað á öðru hvoru heimili frá upphafi vega því þannig er það ekki. Ég t.d. er eldri en ómunatíðin og í minni æsku var hægt að ganga á milli húsa og heimila á Þorláksmessu án þess að verða fyrir lyktarofbeldi.
En aftur að þessu krúttlega. Fólk safnast nefnilega saman yfir hræinu og hefur skemmtilegt.
Ingunn systir mín er með skötuveislu á Hjallaveginum fyrir mömmu og pabba og allar systur mínar.
Hún eldar kvikindið úti í bílskúr sem er auðvitað brilljant.
En ég mæti ekki. Ég er skötuhatari.
Ég sýð hangikjöt á Þorláksmessu og brýt allar hefðir því við borðum það líka. Að hluta sko.
Annars er Þorláksmessa minn uppáhaldsdagur á árinu því þá koma jólakveðjurnar í útvarpið.
Ég elska jólakveðjurnar. Þær minna mig á bernsku mína, á eplalykt, mjallarbón og kökuilm.
Ekki skata í sjónmáli á Hringbrautinni get ég sagt ykkur þegar ég var barn.
En þessi maður sem stal skötunni ásamt humri og hámeri hefur ætlað að bjóða til þríréttaðrar veislu á Þorlák.
Æi það er eitthvað sorglegt við það að fólk skuli vera farið að stela mat.
Aumingja maðurinn.
Og aumingja nefið á mér eftir einhverja daga.
Fallegasta jólalag í heimi kemur svo hér. Frá mér til ykkur stórkrúttin og villingarnir ykkar.
Og hagið ykkur svo einu sinni.
Stal skötu, humri og hámeri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. desember 2008
Jólablogg II (ekki jólaglögg)
Það er búið að vera brjálað að gera á kærleiks í dag.
Við nöfnurnar rukum í smákökubaksturinn og þar gekk á ýmsu.
Fyrst voru það súkkulaðibitakökur sem átti að baka.
Jenný Una setti upp svuntuna og amman líka og vígalegar tókum við til við að mæla og hræra.
Eitthvað fór uppskriftin illa því í ofninum runnu kökurnar saman í eitt jukk og fengu á sig undarlega lögun.
Sko, amman gleymdi hveitinu. Einum 500 grömmum eða svo.
Jenný Una sagði: Amma ertekki að lesa uppskrittina? (Ég bölvaði í hljóði).
Við skutluðum okkur í kókosdraumana og Jenný Unu fannst deigið helst til of gott.
Amman: Þú færð í magann barn ef þú borðar deigið svona.
Jenný Una: Nei, ég er baddn ég fæ ALDREI í magann minn.
Svo fór hún og vakti húsband með því að hoppa ofan á honum og segja: Afi, klukkan er ellefu, amma segirða og þú átt að koma og drekka kaffi.
Svo fóru þau að leika sér og dauðþreytt amman tók til við uppskrift númer eitt, að þessu sinni með hveitinu. Ég hélt að ég ætlaði aldrei að verða búin að setja á plötur, þetta er uppskrift fyrir mötuneyti í álverksmiðju. Svei mér þá.
Ég kallaði á barn til að hjálpa mér við að móta kökurnar enda þetta allt gert til heiðurs henni.
Barn: Ég nenni ekkert að baka meir, éra leika mér við afa minn.
Amman: Jenný Una þú ætlaðir að baka kökurnar með ömmu og gefa svo mömmu og pabba.
Barn: Þú getir alleg gerta sjálf ég má ekkert vera aððí. Svo hélt hún áfram í ballettleik.
Amman stóð því sveitt við bakstur fram eftir degi og bakarameistarinn sjálfur fyllti krukkur fyrir foreldrana og tók með sér heim hvar hún montaði sig vel og lengi yfir unnu dagsverki.
Annars var ég að velta því fyrir mér hversu eftirsóknarverður heiðarleiki barna er og þá einkum með tilliti til þess að hér virðast ráðamenn aldrei geta sagt það sem þeir meina umbúðalaust heldur pakka þeir kjaftæðinu í sér inn í jólapappír, yfirskreyta með slaufum og borðum og það er ekkert, alls ekkert inni í friggings jólapakkanum þegar manni tekst að opna hann eftir mikið erfiði.
Þeir mættu taka Jenný Unu Eriksdóttur og aðrar smámanneskjur sér til fyrirmyndar.
Segja bara nákvæmlega það sem þeir meina.
Falalalalalala
Laugardagur, 6. desember 2008
Jólablogg
Nú er ég í öflugu jólastuði.
Í gær náðum við í Jennýju á leikskólann og hún kom til að gista.
Við erum búin að gera margt skemmtilegt hér á kærleiks og vorum farin að sofa snemma örþreytt enda við gömul og barnið ungt og uppátækjasamt.
Jenný og húsband héldu jólapikknikk á stofugólfinu, límdu upp allskonar á veggina sem Jennýju fannst passa við jólin og svo var dansað smá, farið í þrautakóng, lesnar sögur, sungið um Eiríksjökul og ég veit ekki hvað og hvað.
En núna er stúlkan aðeins að kíkja á "baddnaeddni" í "sjónvartinu" og svo ætlar hún að baka.
Amman má aðstoða.
Við ætlum sem sagt að smákakast.
Oliver er farinn aftur heim til London með foreldrum sínum. Stutt stopp en þau koma aftur um jólin.
Farin að taka til í bakstur.
Dragið fram barnið í ykkur.
Góð ráð í kreppunni.
En gleymið engu.
Úje
Föstudagur, 5. desember 2008
DG og Ingibjörg
Ég er deddsjúr á því að ég get þakkað mínum sæla fyrir að hafa verið svo upptekin í að halda matarboð fyrir stelpurnar mínar og barnabörn að ég hafði ekki tíma til að brjálast endanlega vegna nýjasta útspils gleðitríósins DG og Ingibjörg.
Ég meina dagurinn í dag getur gert hvern friðarsinna að klikkuðum og stjórnlausum ofbeldismanni.
Hann (D) segist hafa varað Sollu og Geira við og bankarnir myndu ekki meika það, nánar tiltekið í júní s.l.
Solla segist ekki hafa hitt Davíð allan júnímánuð.
Geir segir eitthvað alt annað.
Dásamlegt.
En ég var sem sagt í að elda hakkabuff með lauk og spæleggjum handa minni elskulegu fjölskyldu.
Í fyrsta skipti á þessu ári voru allar dætur mínar hjá mér í einu.
Öll barnabörnin mínus það elsta sem komst ekki vegna anna.
Þetta var ljúf stund.
Ef ég gæti eldað mig út úr raunveruleikanum þá væri ég til í það.
Ég myndi taka upp kartöflur 24/7 í brjáluðu roki og blómkál líka, ef það gæti fengið þetta lið sem er að vaða yfir okkur á skítugum bomsunum til að taka pokann sinn.
Ég myndi ganga svo langt að hætta að reykja á spottinu ef þeir létu sér segjast.
Jájá, drímonmæman. Mun ekki gerast.
Sjáumst tvíefld á morgun þar sem við höldum áfram að moka út úr stjórnarfjósinu.
Úje.
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Vöruskipti; Er það málið?
Kannski er hægt að lifa án peninga.
Ég hef t.d. lesið um manninn með milljóndollaraseðilinn, hann gat það.
Forstjórar stórs og forríks fyrirtækis sem ég vann fyrir, fyrir margt löngu höfðu lægri laun en skúran en höfðu tvo bíla hvor og allir reikningar voru borgaðir af firmanu. Lyftu ekki upp buddu þeir tveir.
Samt held ég að það sé ekki þetta sem átt er við hérna í fréttinni.
En ég er með HU-mynd (Jenný Una notar þetta mikið).
Hafið þið heyrt um fólkið sem lifir á ljósinu?
Nehei, voðalega vitið þið lítið.
Ég veit um fólk í Austurríki sem borðar aldrei og drekkur aldrei.
Þekki mann sem reyndi að taka þátt en hann var ekki nógu heilagur (enda skíthæll) og nærri dó.
Kannski er þetta eitthvað sem ég ætti að snúa mér að.
Lifa á orku sólarinnar eða tunglsins, það er í alvörunni fólk sem sveltir sig á bæði mat og drykk eins og að drekka vatn (flott orðað hjá mér úje).
(Ég skrifaði eftirfarandi hér á bloggið um daginn sem sýnir enn frekar hvað ég er misheppnuð með samlíkingar. "Þeir sitja meðan stætt er". Ég veit það, þarf að leita mér lækninga).
En...
Að alvöru máls. Ég efast um að hægt væri að fara í vöruskipti á Íslandi og við þá hætt að nota handónýta krónuna.
Við erum svo góðu vön.
Maður þarf t.d. að redda eftirfarandi fyrir sunnudagssteikina.
Lambalæri, kartöflum, rósakáli, efni í sósu og salati.
Hverju gæti maður skipt út fyrir það?
Eyrnapinnum kannski? Húsgagnaolíu (á tvær flöskur) eða Champellssúpum sem ég hef viðað að mér eins og ég sé á leið í meiriháttar einangrun?
Veit ekkert um svona. En ég er þó svo gömul að ég man alveg þegar eggin voru skömmtuð fyrir jólin. Það situr enn í mér. Egg eru mér heilög vara.
Súmí.
Er hægt að lifa án peninga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Ég er alki og nikótínfíkill
Ég er alki, ég get dílað við það. Ég vinn í að vera edrú og ég höndla það prýðilega. Mér hefur sjaldan liðið betur ef ég á að vera skammarlega hreinskilin.
Ég er nikótínfíkill og ég get ekki dílað við það. Ég vinn ekki í að hætta en það má segja mér til nokkurra málsbóta að ég hef minnkað það um meira en helming eftir að ég flutti hér niður í Teigahverfi og fer út til að reykja.
Ég er ekki hrifin af úlpum, hef meira að segja skrifað um það heitar færslur en þær voru skrifaðar fyrir kreppu. Á þeim tíma sem maður gat leyft sér að vera með lúxusvandamál með dassi af attitjúdi.
Og enn er ég að ganga í gegnum úlpuhaturstímabil. Hvað get ég sagt, veðráttan gerir mér hluti.
Ég verð nefnilega að klæðast einni forljótri og þræl hlýrri við mína nikótíniðkun úti í garranum.
Í úlpu missir kona kvenleikan og í mínu tilfelli gerast fleiri og stórkostlegri útlitsbreytingar á mér en mér er unnt að þola til langframa.
Sjáið fyrir ykkur kúlu. Sjáið svo fyrir ykkur konu.
Já, rétt skilið ég verð kúlukona.
Þess vegna hef ég tekið ákvörðun.
Ég verð búin að drepa í fyrir jól.
Það er ekki hægt að vera hipp og kúl í vatteraðri úlpu með skinnkant á hettu.
Bara alls ekki.
Það er heldur ekki hægt að beina fingri ásakandi að t.d. eiginmanni og skamma hann fyrir umgengni eða eitthvað.
Því viðkomandi eiginmaður hristist bara af hlátri og segir; ekki reyna að vera ábúðarfull í þessum klæðnaði. Það missir algjörlega marks.
Mark my words, ég verð hætt að reykja fyrir jól.
Cry me a river
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Aldrei leiðinleg stund
Maturinn hækkar og hækkar.
Hvað er til ráða spurði ég vinkonu mína og húsband þegar við sátum úti í smók áðan.
Hm... sagði eiginmaðurinn, á maður að fara að borða unnar kjötvörur aftur? Það er svo óhollt.
Við reyktum aðeins meir og það sá ofan í svört lungun þegar við soguðum nautnalega að okkur eitrið.
(Innskot frá mér og hefur ekkert með þessa matarfærslu að gera).
Vinkona mín var að fara heim að elda medisterpylsu og kartöflumús.
Húsband varð dreyminn í framan og velti fyrir sér hvort það væri ekki kominn tími á medister eftir hollt mataræði undanfarinna ára.
Ég: Jú eða bjúgu.
Hann: Bjúgu, nei, þau eru svo feit og lufsuleg. Öll plöstuð og svona. Með fitukúlum í.
Ég: Heldurðu að medisterinn sé úr eðalafgöngum?
Nei, sagði húsband en stundum er matur misógeðslegur.
Hvað um það við fabúleruðum svolítið um hvað væri hægt að hafa í matinn á krepputímum fyrir ótýndan pöbul sem við jú tilheyrum (þrátt fyrir að vera bæði af konungum komin, en enginn er neitt að láta mann njóta þess hér í þessu smalasamfélagi).
Ég velti upp hugmyndum sem honum leist misvel á:
Svið með rófustöppu, kjötbollur í brúnni sósu, reyktan fisk, kálböggla, lifrarpylsu og sagógrjónagraut, sætsúpu með tvíbökum, plokkfisk og hræring.
Hann var alveg sáttur við þessa upptalningu að undanskilinni lifrarpylsu, kálbögglum og hræring.
Go ahead sagði hann á íslensku.
Ég sagði Can´t do á ensku því af þessum lista borða ég sætsúpu, mögulega svið og mögulega kjötbollur.
Hann: Af hverju varst þú þá að telja þetta upp.
Ég: Af því ég hef ekkert betra að gera.
Svona er hjónabandið, aldrei leiðinleg stund. Akademískar samræður okkar hjóna ættu að vera til á bók.
Ekki einu sinni í kreppunni missum við okkur í að ræða hversdagslega hluti. Aldrei.
Miklar hækkanir á matvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2987153
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr