Færsluflokkur: Matur og drykkur
Mánudagur, 11. maí 2009
Algjört rugl
Kaffi er stórhættulegt og getur valdið jafn miklu tjóni á heilanum og hass og kókaín stendur að lesa um í Jyllandsposten. Rannsókn mun hafa verið gerð.
Ég er nú aldeilis ekki sammála þessu og get fært fyrir því rök.
Í fyrsta lagi þá..
Í fyrsta lagi...
Nú er ég búin steingleyma hver rökin voru.
En þau voru góð.
Kaffi skaðar heilann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 10. maí 2009
Torfbæjarskyndibiti fortíðarinnar
Íslensk bjartsýni, dugur og þor er greinilega enn á fullu blasti í brjósti Íslendinga.
Um að gera að nýta viðkomandi framkvæmdagleði til að opna veitingahús - mörg.
Annars var ég að pæla í því, ég hef ekki farið út að borða ótrúlega lengi, fyrir utan nokkrar heimsóknir á góða veitingastaði í London fyrir rúmu ári síðan.
Hvað gerðist?
Ég sem var alltaf eins og grár köttur alls staðar.
Minni fjárráð - já, en ekki endilega. Er ekki beinlínis þekkt fyrir að hanga of mikið í heimilisbókhaldinu og til margra ára lifði ég á íslensku aðferðinni - þetta reddast.
Ég er einfaldlega orðin svo elsk að heimilinu mínu.
En það er samt gaman að fara út að borða, kertaljós, ljúf tónlist í bakgrunni, dempuð samtöl milli fólks á næstu borðum, allt ótrúlega stemmingsaukandi.
Ég man nefnilega þá tíma þegar það voru sirka þrír veitingastaðir í Reykjavík (fyrir utan hótelin) og tilbreytingarleysið algjört.
Brauðbær, hammari, mínútusteik (hvaðan kom sú nafngift?), nammi, nammi fannst okkur, enda ekki með mjög þróaða bragðlauka og er þá ekki verið að ýkja neitt sérstaklega.
Gamli Askur. Allskyns steikur og franskar.
Sælkerinn með sínar gervifranskar. Ég man enn bragðið. Kokteilsósa, dásamleg uppfinning.
Halló!
Ég má ekki gleyma Umfó. Ésús minn, kjamminn með músinni. Köldu kótiletturnar með raspinu. Vont, vont, vont.
Í norðangarra um miðjar nætur stóðu íslensk ungmenni við lúguna á Umferðamiðstöðinni, uppkrulluð af kulda, undirrituð með frosin læri og bókaða blöðrubólgu á mánudeginum og úðuðum í okkur torfbæjarskyndibita, þjóðlegri en flaggið og fjallkonan til samans.
Áningarstaður á leið heim frá Tjarnarbúð eða Klúbbnum, allir hálf sjúskaðir enda gera afmynduð og frosin andlit engin kraftaverk fyrir yndisþokkan, angandi af svörtum rússa eða brennivíni í kók.
Ó þú ljúfa fortíð. Eða þannig. Maður gerir það besta úr efniviðnum hverju sinni.
Og við komust flest til manns og rúmlega það.
Kjammi, kjammi, kjammi.
Silfrið næst.
Sjáumst.
Margir hafa hug á því að opna nýja veitingastaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Frankestein dýraríkis, epplingar og lyklar á Kletthálsi
Fréttir eru ekki alltaf fréttir í sjálfu sér heldur meira svona lýsing á stemmingu, jafnvel prívat skoðunum þess sem heldur á pennanum.
Á Ísafirði varð útlendur ökumaður fyrir því að loka bíllyklana inni í bíl þar sem hann var staddur á Kletthálsi.
Svona klúður hendir ekki Íslendinga. Aldrei nokkurn tímann. Við læsum ekki bíllykla inn í bílum og þá aldrei á Kletthálsum heimsins.
En ég fór á frábæran fyrirlestur hjá næringarþerapista í gær.
Varð margs vísari.
Veit til dæmis að spelt er ein af þeim mjöltegundum sem verður að vera lífræn til að það skili sér í gróða fyrir kroppinn.
Komst líka að því að venjulegt smjör (ekki mýkt) er hollara og betra en léttoglaggottið og systkini þess í hillunum í búðinni.
Við vindum okkur nú yfir í lífrænt ræktaða ávexti.
Ég keypti einu sinni lífrænt grjót, æi ég meina döðlur en þær eru auðvitað minni og harðari en risastóru spíttræktuðu döðlurnar. Fékk að vita að ég hefði átt að leggja þær í bleyti.
Þetta vissi ég ekki og notaði því þær lífrænt ræktuðu í mitt vikulega grjótkast við nágrannana.
Svo að eplunum.
Lífrænt ræktað epli, til dæmis, er lítið og aumingjalegt og það er vegna þess að epli eru ekki hlussustór og glansandi frá náttúrunnar hendi. Þau eru búin til á rannsóknarstofum og eru Frankensteinar ávaxtaríkissins.
Mér létti, þessi horrorepli sem ég hef verið að kaupa í stórmörkuðum og hræddu úr mér líftóruna með stærð sinni og glansi eru þess vegna ekki epli, í sannri merkingu orðsins, þau eru stökkbreytingar, meira svona epplingar.
Héðan í frá mun ég reyna að kaupa lífrænt ræktað þar sem því verður við komið.
Hver vill verða fyrir árás ógeðisepla sem gætu jafnvel farið að tala til manns frá ávaxtaskálinni.
Þessi epli sem ég kaupi fyrir jólin og má spegla sig í eru bónuð.
Ég meina það, kommon, maður ber ekki gólfefni á mat.
Nú verð ég leidd fyrir aftökusveit vegna þessara pælinga minna.
Það kemur einhver eplaheildsali og lemur mig í hausinn með kílói eða svo.
Gott að eplamálin í lífi mínu eru að komast á hreint. Einu vandamálinu minna að díla við.
Farin að skoða í grænmetisskúffuna.
Hver skyldi vera Swartzenegger grænmetissins?
Í alvöru, vitum við hvað við erum að leggja okkur til munns?
Ha?
Læsti bíllykla inni upp á Kletthálsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Grill og dill
Ég er eiginlega í stökustu vandræðum.
Ég þjáist af bullandi afneitun á ástandið.
Það hlýtur að vera því ég er í blússandi hamingju þessa dagana.
Fyrsta mál á dagskrá er auðvitað að eyða peningum.
Ég ætla að kaupa mér grill.
Kolagrill, alvöru stöff, engar gaseldavélar í minn garð, takk kærlega fyrir.
Skildi svona gashlussu eftir þegar ég flutti í haust.
Nú eru nýir tímar, ég hverf aftur um 30 ár eða svo.
Sulta, rækta kartöflur, gulrætur og rófur.
Smá rósmarín, steinselju og dill.
Ég tek aftur það sem ég sagði í upphafi pistils, ég er ekki í neinni afneitun, mér þykir bara gaman að vera til.
Þrátt fyrir allt.
Mikið djöfull er ég hamingjusamur alkóhólisti. Úps, allsgáður slíkur, til að fyrirbyggja að það verði náð í mig af hvítklæddum mönnum. Segi svona.
Þetta er ekki normal, ég sverða.
Kannski er þetta geðslagið sem ég fékk í vöggugjöf, nú eða lækkandi verðbólga.
Hverjum er ekki sama?
Nefndin.
Verðbólgan nú 11,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Draugaleg rödd
Sorglegt hvað fólk heldur misvel upp á páska en mikið skelfing er ég glöð að vopnaævintýrið endaði slysalaust.
Borgarar eiga ekki að eiga skotvopn. Einfalt mál.
En súkkulaðihátíðin á kærleiks er búin að vera yndisleg.
Hér er nafna mín komin til gistingar og mamma hennar kom með hana og hjálpaði mér (lesist þreif ein nánast alla íbúðina).
(Í gær reddaði frumburðurinn helgarinnkaupunum með móður sinni mállausri, dætur mínar eru bestar).
Jenný Unu brá yfir drungalegu raddleysi ömmunnar.
Henni leist satt best að segja ekki á blikuna.
Amma, ég er ekki viss að ég ætli að gista há ykkur.
Amman: Ha, af hverju ekki?
Jenný: Þú er mjög draugaleg í röddinni.
Amman: En ég er samt alveg sama amman.
Jenný (ákveðin): Nei, þúertaekki.
Aðeins seinna:
Amma, þú ert að lagast í röddinni þinni mjög hratt.
Ég ætla að gista há ykkur afa.
Lífið er unaður.
Ég er farin að koma upp einu og einu hljóði.
Vó, hvað það gleður.
Njótið súkkulaðihátíðarinnar í botn.
Það ætla ég að gera.
Þurfti að kalla á sérsveitina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Ég get ekki talað
Páskar, páskar, páskar.
Mér finnst þeir oftast erfiðir vegna trámatískrar lífsreynslu í æsku.
Róleg, ekkert dramatískt, en þeir sem deila með mér minningum frá páskum upp úr miðri síðustu öld vita hvað ég er að meina.
Það var allt lokað, ekkert sjónvarp og endalaus helgislepja í útvarpinu.
Svo var ekki kjaftur á ferli, krakkar ekki heima og maður gekk í gegnum helvíti af leiðindum.
Allt fyrir Ésú. Hvers átti maður að gjalda?
Núna hins vegar er ég að bíða eftir kosningum.
Mér gæti ekki verið meira sama um þennan snjókarl á Akureyri. Hann bráðnar bara í fyllingu tímans eða eitthvað.
Svo er ég raddlaus, nenni ekki út í það en ég get ekki talað.
Hvað geri ég þá?
Jú, ég fylgist með Sjálfstæðisflokknum og borða páskaegg.
Páskaegg úr Konsum súkkulaði, sem er mitt uppáhalds súkk.
Þó ég sé sykursjúk þá leyfi ég mér smá súkkulaðisúkk á jólum og páskum.
Sumir segja að gamla fólkið elski suðusúkkið, ég segi að sælkerarnir hafi smekk fyrir því.
Svo er það hollara.
Málshátturinn var; hæst bylur í tómri tunnu, ég tek því ekki persónulega enda greind með afbrigðum.
Fáið ykkur páskaegg til að lifa af þessa daga þar sem hver spillingarfréttin rekur aðra.
Það er eitthvað karmískt við þettta nýjasta mál. Sjálfstæðiflokkur tekinn í bóli af FL-Group.
Njótum lífsins, það er ekki seinna vænna að starta partíinu.
Maður yngist ekki.
Grátið mér stórfljót, ég get ekki talað.
Snjókarlinn ekki látinn í friði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 30. mars 2009
Kærleiksheimilið
Ég er með pest.
Ég sverða, síðan um áramót hef ég dregið að mér hverja einustu pest sem hægt er að verða sér úti um.
Ég er ekki frá því að ég hafi aðdráttarafl á flensur í öðrum löndum líka, svei mér þá.
Hvað um það, læknirinn minn er með eitt svar við öllum mínum vandamálum, hvort sem um er að ræða kláða í auga, flensu eða verki í maga.
Hættu að reykja Jenný, segir hann. Þess vegna er ég ekkert að bögga manninn.
Rólegur á áróðrinum segi ég.
Hvað um það.
Mér er óglatt.
Ég þarf að borða, allir þurfa þess og við á kærleiks erum þar ekki undanskilin. (Pirrrrrrrrrrrrrrrrrrr).
Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að hafa í matinn.
Súpu kannski, æi nei of mikið vesen. Tekur of langan tíma (engar pakkasúpur hér).
Kjúkling, hann er góður í veikindum, æi nei, of mikið moj þar líka.
Hvað eigum við að borða; spurði ég húsband, frekar vongóð?
Mér er alveg sama (honum leist ekki á þrumusvipinn), eitthvað snarl er það ekki bara?
Ég: Hvað þýðir það (og ég sver að þetta var orðið málefni að svipaðri stærð og BANKAHRUNIÐ í huga mér þegar hér var komið sögu)?
Hann: Hvað sem er, við getum soðið egg og svona.
Ég: Við? Eigum VIÐ að sjóða egg? Þú meinar að ég skuli gera það?
Hann: Nei, nei, ég get alveg gert það.
Þarna var ég komin á flug og ég átti svo bágt að einhver hefði átt að gera mig að mannúðarverkefni.
Ég: Þú þarft þess ekki, auðvitað geri ég það. Aldrei frí, aldrei, og ég er fárveik.
Hann: Á ég að kaupa eitthvað elskan?
Ég:
Nei annars ég ætla ekki að tíunda frekar áhrif flensu númer tuttugogörgugglegaeitthvað á skapferli mitt.
Það ber mér ekki fagurt vitni.
Ætli maður svelti ekki á kærleiks í kvöld?
Maður spyr sig.
Stundum er ljúfsárt að vera fórnarlamb.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Hamingjusamir í höfrunum
Ég elska kjöt.
Veit ekkert betra en rautt kjöt, því rauðara því betra.
Má vera blóðugt við beinið mér að meinalausu.
Nú á hið rauða kjöt að hafa slæm áhrif á heilsuna.
Jájá, eins og sólin, sykurinn, kaffið, brauðið, eggin, sjórinn og saltið, andrúmsloftið og magnýltöflurnar.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, það er ekki til sá hlutur í heimi hér og manneskjan kemst í námunda við sem ekki hefur á einhverju stigi máls vera talinn heilsuspillandi.
Ég ber fulla virðingu fyrir grænmetisætum en ég dauðvorkenni þeim einhliða því þeir kæra sig ekki um neina samúð, eru hamingjusamir á höfrunum.
Grænmeti er frábært, ég elska það en fæðupíramídinn er eins og hann er og ég myndi detta niður dauð fengi ég ekki reglulega kjöt og fisk.
Stendur ekki í ðe búkk að maðurinn (konan?) lifi ekki á brauði einu saman? Ég heldi nú það.
Íslenska lambakjötið er frábært. Hráefnið svo flott.
Ég hins vegar hitti sjaldan á gott nautakjöt á þessu landi, oftar en ekki er það seigt.
Ég elska litlu lömbin, bæði á fæti og í neytendapakkningum.
Vill ekki setja mig inn í ferlið frá haga í maga og mér finnst gott að þurfa ekki að slátra sjálf væri sennilega á kafi í baunaspírum ef ég þyrfti að aflífa ungviðið sem ég úða í mig.
En af hverju fór ég að blogga um mat?
Jú ég hlýt að vera svöng það er málið.
Farin að narta í gulrót og vorkenna sjálfri mér.
Ég er með flensu, hvað get ég sagt?
Flensa gerir mér hluti.
Mikið rautt kjöt slæm áhrif á heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. mars 2009
Míglekur að neðan
Eftir veðursýnishorn síðast liðins sólarhrings varð ekki hjá því komist að taka ákvörðun.
Og hún var tekin með báðum samhljóða atkvæðum.
Vorið er komið og ekki orð um það meir.
Og þá fór ég að pæla, hvað með grill?
Ég losaði mig við útigrillið, gasfyrirbærið þegar ég flutti s.l. haust og sé ekki eftir því fyrir fimm aura.
Ég sé ekkert spennandi við að vera með útieldavél. Það vantar alla stemmingu í lyktina af gasgrilli.
En, mig langar í kolagrill.
Ég nefndi þetta við minn löglega í förbífarten hér við hirðina í morgun og hann olli mér ekki furðu með viðbrögðum sínum, ég þekki manninn of vel.
Hann sagði einfaldlega: Nei í guðanna bænum ekkert svona vesen!
Ég spennti í hann augun, setti upp ískaldan reiðisvip með kvalræðisívafi og fórnarlambskippum og skyrpti út úr mér: Vá, stemmingin lekur af þér, villtu ekki fara að bjóða þig fram sem gleðipinna í blómabúðir, ég meina þar verður bráðum brjálað að gera í fræjunum og svona hjá EÐLILEGUM fjölskyldum.
Grafarþögn.
Ég: Ég ætla að kaupa kolagrill, það er ekkert vesen, ég sé um það sjálf og síðan hvenær ertu orðinn svona mikill gleðimorðingi?
Hann brosti (sá að sér) við knúsuðumst og grillið verður keypt næstu daga.
Sko, eins og ég elska af guði mér skenktan manninn svona oftast nær þá eru hlutir í fari hans sem geta gert mig dýróða og stórhættulega.
Eins og t.d. varðandi tjaldferðir. Ég elska að fara í tjald.
Vill hann koma með?
Nei, ekki að ræða það. Tjöld eru glötuð, manni verður kalt í þeim og svo mígleka þau neðan frá.
Ég á byrjunarstigi sambúðar: Leka neðan frá, hvað ertu að meina?
Hann: Jú ég var að spila í Húsafelli 1967 og svaf í tjaldi, og þegar ég vaknaði var allt á floti og samlokurnar hennar mömmu sigldu fram hjá andlitinu á mér á leiðinni út úr tjaldinu.
Ég: Halló það var um miðja síðustu öld, tjöld eru fullkomin í dag. Hoppaðu inn í nútímann drengur.
Hann: Nei, íslenskt veðurfar býður ekki upp á tjaldveru. Ég fer ekki í tjald, ekki að ræða það, búinn með þann pakka. Ekki, ekki, ekki.
En ég skal koma með þér og vera á gistiheimili með rúmi og sturtu.
Mál útrætt, búin að marg reyna á það og ég gef mig ekki svo auðveldlega.
Tjaldið er úti hvað hann varðar en ekki mig.
Ég fer með dætrum mínum bara.
Og þá getur hann verið heima að grilla.
Úje
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 21. mars 2009
Fjandinn flippaður
Sú frábæra verslanakeðja "Whole Foods Market" ætlar að hætta að kynna íslenskar vörur í verslunum sínum í mótmælaskyni við hvalveiðar Íslendinga.
Nú eru afleiðingar af þessari heimskulegu ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar að byrja að koma í ljós.
"One down".
"Many more to go"!
Fjandinn flippaður.
Hætta að kynna íslenskar vörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 13
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 2987144
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr