Leita í fréttum mbl.is

Torfbæjarskyndibiti fortíðarinnar

Íslensk bjartsýni, dugur og þor er greinilega enn á fullu blasti í brjósti Íslendinga.

Um að gera að nýta viðkomandi framkvæmdagleði til að opna veitingahús - mörg.

Annars var ég að pæla í því, ég hef ekki farið út að borða ótrúlega lengi, fyrir utan nokkrar heimsóknir á góða veitingastaði í London fyrir rúmu ári síðan.

Hvað gerðist?

Ég sem var alltaf eins og grár köttur alls staðar.

Minni fjárráð - já, en ekki endilega.  Er ekki beinlínis þekkt fyrir að hanga of mikið í heimilisbókhaldinu og til margra ára lifði ég á íslensku aðferðinni - þetta reddast.

Ég er einfaldlega orðin svo elsk að heimilinu mínu. 

En það er samt gaman að fara út að borða, kertaljós, ljúf tónlist í bakgrunni, dempuð samtöl milli fólks á næstu borðum, allt ótrúlega stemmingsaukandi.

Ég man nefnilega þá tíma þegar það voru sirka þrír veitingastaðir í Reykjavík (fyrir utan hótelin) og tilbreytingarleysið algjört.

Brauðbær, hammari, mínútusteik (hvaðan kom sú nafngift?), nammi, nammi fannst okkur, enda ekki með mjög þróaða bragðlauka og er þá ekki verið að ýkja neitt sérstaklega.

Gamli Askur.  Allskyns steikur og franskar.

Sælkerinn með sínar gervifranskar.  Ég man enn bragðið.  Kokteilsósa, dásamleg uppfinning.

Halló!

Ég má ekki gleyma Umfó.  Ésús minn, kjamminn með músinni.  Köldu kótiletturnar með raspinu.  Vont, vont, vont.

Í norðangarra um miðjar nætur stóðu íslensk ungmenni við lúguna á Umferðamiðstöðinni, uppkrulluð af kulda, undirrituð með frosin læri og bókaða blöðrubólgu á mánudeginum og úðuðum í okkur torfbæjarskyndibita, þjóðlegri en flaggið og fjallkonan til samans.

Áningarstaður á leið heim frá Tjarnarbúð eða Klúbbnum, allir hálf sjúskaðir enda gera afmynduð og frosin andlit engin kraftaverk fyrir yndisþokkan, angandi af svörtum rússa eða brennivíni í kók.

Ó þú ljúfa fortíð.  Eða þannig.  Maður gerir það besta úr efniviðnum hverju sinni.

Og við komust flest til manns og rúmlega það.

Kjammi, kjammi, kjammi.

Silfrið næst.

Sjáumst.


mbl.is Margir hafa hug á því að opna nýja veitingastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú gleymir að nefna flottu staðina þrjá sem voru svo dýrir að fáir gátu leyft sér að borða þar:  Naustið, Grillið á Sögu og Holtið.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.5.2009 kl. 12:12

2 identicon

Út að borða???Hvað er það??? Munaður sem ég hef aldrei þekkt.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 13:52

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já svo má ekki gleyma staðnum okkar á Laugaveginum, Matstofu Austurbæjar þar sem við seldum venjulegan heimilismat í mörg ár og okkar fastakúnnar voru Kjarval og Amy Engilberts.  My oh my hvað það er langt síðan.

Ía Jóhannsdóttir, 10.5.2009 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2985789

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband