Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

Alkafærsla og sölutölur - Hömm

Þegar ég hætti að drekka fyrir nákvæmlega tveimur árum og einhverjum dögum síðan þá var ég þess fullviss að sala í bjór og rauðvíni myndi hrapa niður úr öllu valdi.  Hehemm.

En einhverjir hafa tekið við af mér og gott betur og nú selst brennivín sem aldrei fyrr.

Á milli ára er aukningin á sölu fyrir verslunarmannahelgi 28%.  Það er ekki lítið eða hvað?  Rosalegur þorsti í gangi.

Annars stend ég mig stundum að því eftir að ég varð edrú að hlakka til að fara að sofa af því ég sef svo vel og mig dreymir eðlilega.

Að sofa var eitthvað sem ég las um í bókum hérna á alkatímabilinu.  Þrátt fyrir svefnlyf af fleiri en einni gerð ásamt áfengi sem rann ofan í mig í nokkuð jöfnum takti til að ég gæti sofið, þá gerðist harla lítið.  Svefninn er eitt af því fyrsta sem fer í vaskinn þegar maður er kominn í vond mál í neyslu.

Og draumarnir voru í besta falli martraðir.

Ég man eftir nóttum þar sem ég lá og starði upp í loftið og ég hugsaði með mér að það væri óskastaða að drepast þar sem ég væri komin.  Ekki í sjálfsvorkunn held ég, hún fór fram á daginn á fullu blasti, heldur af praktískum ástæðum.  Það er nefnilega óþolandi að geta ekki lifað í eigin skinni bæði á nóttu sem degi. Ég var orðin andskoti þreytt á ástandinu.

Og þegar ég varð edrú tók það ca. tvo mánuði fyrir svefninn að komast í eðlilegt horf. 

Nú leggst ég á koddann, geri upp daginn og rétt næ æðruleysisbæninni áður en ég er komin í draumalandið og farin að sinna þar mikilvægum verkefnum.

Þannig að þegar allt er týnt til þá er ég nokkuð heppin kona sem er í engum viðskiptum við brennivínsbúðina og hef ekki sést þar s.l. 2 ár.

Það má segja að ég hafi styrkt ríkið um ríflegar fjárhæðir meðan á storminum stóð og sé búin að gera mitt í þeim málum og gott betur.

Farin að lúlla, brakandi edrú og glöð.

Þetta var snúra.  Jájá.


mbl.is Mikið keypt af áfengi fyrir verslunarmannahelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég versla í matinn og verð ekki söm upp frá því - GMG

Ég er með flensu og ég á bágt - búhú.  Þá er það frá.

En ég lét ekki smá hita og beinverki aftra mér frá nauðsynlegum búðarferðum í dag, hvert ég æddi og verslaði nauðsynjar.

Nauðsynjar í formi fata og matvöru.

Ég fór í búð og verslaði mér nauðsynlega hluti eins og sokkabuxur og hlýraboli.  Og auðvitað fleira smálegt sem ég nenni ekki að tíunda.

Það sem ég týndi saman lá í einu körfuhorninu og varla sást.

Og ég borgaði tæpar níuþúsund krónur fyrir varninginn.

Og ég small í gólf.

Í matvöruversluninni keypti ég smáræði sem innihélt þrjár máltíðir (fyrir tvo), þvottaefni, mýkingarefni, grænmeti, ávexti, mjólk, safa og svoleiðis.

Reikningurinn var upp á ellefu þúsund krónur!

Hvernig fer barnafólk að því að lifa í þessu landi?  Ekkert í körfunni var lúxus, bara venjuleg matvara og slíkt fyrir þetta míkró heimilishald hér á kærleiksheimilinu.

Ég fer að veiða í matinn niður á höfn og skjóta rjúpur í Heiðmörkinni ef ekkert fer að breytast.  Hvers eigum við að gjalda almenningur í þessu landi?

Þessi rányrkja í formi matarprísa er að gera mig að heitum ESB-sinna.  Mér líður eins og fórnarlambi ræningja þegar ég versla í matinn. Þetta gengur ekki lengur.

En annars bíð ég spennt eftir haustinu.  Ésús hvað ég elska haustið, árstíðaskipti, kertaljós, rökkur, lauf um allar jarðir, stöku storm og bullandi rigningu.

Úff, svona er að fæðast að vetri.  Ég vakna til lífsins þegar degi fer að halla og eflist svo jafnt og þétt fram á vor. 

Ég vaki þegar aðrir sofa.  Jájá.

En sumarið er æði.

 


Neytendanornin ég

 900

Ég var með heitstrengingar hér á blogginu mínu í vor um að taka mig á í verðeftirlitinu, skoða strimla, bera saman og sveleiðis.  Ég hef alltaf litið svo upp til fólks sem er með góða verðskynjun.

Ég þekki konu sem er svo töluglögg að hún man nánast hvert eitt og einasta verð í Bónus án þess að hafa fyrir því, hún þarf ekki strimla, hún man bara allan pakkann.

Þessa frábæru konu er ekki hægt að plata hún veit meira um verðlagningu heldur en Bónus sjálfur.  Djöfull finnst mér það flott.

En aftur að mér, þar er ekki margt merkilegt til frásagnar í verðeftirlitsdeildinni. 

Ég hef tekið strimla síðan ég ákvað að taka mig á í neytendahegðun, jájá vantar ekki upp á það, ég hef svo sett þá ofan á örbylgjuofnin.  Mjög ábyrg.  Ég raða þeim alveg og nánast strauja strimlana og það vantar ekki einn einasta.

En í gær þegar ég var að þrífa í eldhúsinu gekk ég fram á ræmurnar úr matvörubúðunum, tók þá upp, virti þá fyrir mér og henti þeim svo.  Þeir voru farnir að safna ryki og ég hef ekki borið saman verð á þeim í eitt einasta skipti.

En ég mun halda áfram að taka strimla og passa upp á þá.  Einn góðan veðurdag mun ég síðan fara að bera saman verðið á þeim og haga mér eins og manneskja í sambandi við innkaup.

Það er fólk eins og ég sem gerir verslunareigendur forríkt.

Ekki að ég sé ekki glöð með það pc en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

En nú veit ég hvað mjólkin kostar!  Það er framför.


Óli algjör sveppur

 egg

Ég er að pakka niður hérna á milli hverfa.

Margt sem þarf að taka með.

Við vitum ekki með Bördí, hann er svo viðkvæmur og undarlegur fuglinn sá,  held að hann færi yfir um við flutningana.  Þannig að ég kem til með að vera hérna heima hluta úr degi og þá get ég auðvitað bloggað sem aldrei fyrr.Devil (Ég verð selskapsdama fugls.  Það er rétt ég á ekkert líf).

En.. Svo er það forsetinn.  Hér varði ég manninn þar til ég var að niðurlotum komin, og svo fær maður heldur betur að kyngja því hráu.

Mér fannst og finnst reyndar enn að Dorrit og hann megi eiga alla þá vini sem þau kjósa í heiminum, þar með talda Mörtu Stewart.  Mér finnst það algjörlega þeirra einkamál hverjum þau fara með út að borða.  En nú er Ólafur að setja niður sína síðustu kartöflu í mínum garði ef þetta er satt, sem ég efast reyndar ekki um.

Hin ástæðan fyrir brottrekstur úr mínum kartöflugarði er að Óli er að fara á Ólympíuleikana að snobbast og derra sig með morðingjunum í Kína.

Reyndar fær enginn íslenskur stjórnmálamaður að athafna sig í mínum matjurtagarði sem þangað fer og sendir mannréttindabaráttu í heiminum fokkmerki.  Étið þið úldna skötu bjánarnir ykkar.

Og svo eru það húsráðin.

Ég veit hvernig maður fær páskagul egg upp úr pottinum.  Bara skella ystu lögunum af gulum lauk með í pottinn.  Ég stóð á öndinni í mörg ár út af þessu undri sem finnsk vinkona mín kenndi mér.

Já og að setja brauðsneið í púðursykurspokann þegar sykurinn er orðinn glerharður.  Voila og daginn eftir er sykur sem nýr (en þið verðið að henda brauðinu, það verður allt undarlegt eitthvað.  Dem).

En hvernig hef ég farið að án þess að fatta þann vinnusparnað sem felst í því að skera sveppi og jarðaber í eggjaskerara?  Vá, veit umheimurinn þetta og ég bara svíf um í ingnoransínunni?

Farin á Leif.


Sendiboðinn skotinn - búmm pang

 stress

Flott rannsókn frá Dönum um að fólk sé orðið meðvitaðra um streitu.  37% Dana hafa einhvern tímann tilkynnt forföll úr vinnu vegna þess.

Og nú rannsökum við okkar einka stress hér og í kommentakerfinu.  Mitt stress og svo ykkar.

Ég hef aldrei og mun aldrei tilkynna mig frá vinnu eða öðrum skuldbindingum vegna streitu.  Ég er af gamla skólanum.  Mér var kennt að allt sem ekki mældist á hitamæli vel yfir 37 á Celsíus væri þreyta og í versta falli aumingjaskapur.  Þetta hefur fylgt mér út lífið upp á gott og vont.

Ég er hamingjusamlega ómeðvituð um ástandið þegar ég er stressuð.  Kem alltaf af fjöllum þegar mér er bent á það og bregst illa við sendiboðanum og skýt hann á staðnum.  Búmm pang.  Ég átta mig fyrst þegar streitan hefur yfirgefið og þá fæ ég svona uppljómun, alveg, ókei ég var svona stressuð.

En ég veit að ég er undir álagi:

Þegar mjólkurfernan fer í kústaskápinn, fægiskóflan í ísskápinn og mistökin með mjólkina verða ljós einhverjum dögum síðar þegar lyktin er farin að minna á eitthvað sem hefur gefið upp öndina seint á síðustu öld.

Þegar ég man ekki kennitöluna mína þó líf mitt liggi við.

Þegar ég man ekki af hverju ég stend á ákveðnum stað í íbúðinni og verð að fara til baka á upphafsreit,  muna það þá mögulega eða ekki.

Þegar ég man ekki nafnið á eiginmanninum og horfi á hann eins og ókunnugan mann og ég er að hugsa; hver er þetta aftur, asskoti kannast ég við hann (ok,ok,ok, næstum því).

Þegar ég tek upp símann til að hringja, man ekki hvert, legg á og man, lyfti og gleymi.  Endurtekið svona 30 sinnum.

Ég er undir lífshættulegu álagi þegar ég gleymi að taka með mér sígaretturnar ef ég fer eitthvað.

Alvarlega en það getur ástand mitt ekki orðið, ég sver það.  Hefur gerst einu sinni og ég reyndist vera í taugaáfalli.W00t

Hvað ætli myndi gerast ef maður hringdi á skrifstofuna á mánudagsmorgni og segðist vera að drepast úr stressi og tilkynna forföll?

Ég veit hvað ég hefði hugsað fyrir nokkrum árum ef einhver hefði hringt í mig með svona afsökun fyrir fjarvistum.  Ég hefði haldið að viðkomandi væri að grínast.  Svo hefði ég sagt honum að haska sér í vinnuna og hætta þessu væli.

En ég er líka vond kona.

Cry me a river í boði hússins.  Ljúft fyrir svefninn.  Björk klikkar ekki.


mbl.is Fólk meðvitaðra um streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marínering dauðans

Það er ekki launungarmál að mér finnst gaman að versla.  Fæ nærri því óeðlilega út úr því fyrirkomulagi.  Já, ég leita mér hjálpa - seinna.

Og ég hélt í verslunarferð áðan með mínum heittelskaða sem sér um að skipta sér af ef honum finnst ég vera komin í annarlegt ástand.  Ekki að það breyti neinu, ég sendi honum fokkmerki í huganum ef hann er eitthvað að tauta og veð einbeitt áfram með vagninn.  Úje!

Ég veit ekki með ykkur en á sumrin er álíka erfitt og að ná í rjúpu fyrir jólin að ná sér í almennilegt kjöt sem ekki er búið að marínera í hallærislegum almúga grillvökva.  Hunangs, barbíkjú, þurrkryddað og hvað þetta heitir allt saman, en liturinn á því er eins, sama hvað.

Ég æddi að kjötborðinu.  Þar glitti ekki í eitt einasta heiðarlegt kótelettukvikindi sem ekki var búið að meðferða í helvítis maríneringu dauðans.  Ég ætlaði að kaupa lærisneiðar í minn rétt og það lá við að það væri stofnaður leitarflokkur þarna í kjötborðinu til að finna naktar sneiðarnar undir öllu grillkjötsfjallinu.  Starfsmaður í kjötborði dýfði sér hugrakkur undir fjallið og sjá; eftir mikinn barning bjargaði hann 4 eðlilegum lærisneiðum frá ógeðisfyrirkomulaginu.

Svo vantaði mig kúmen, mirjam og estragon.  Halló Pottagaldrar lokið kofanum ef þið hafið ekki efni á glerbaukunum sem þið montuðuð ykkur með í upphafi.  Þessar plastlufsur sem eru komnar í staðinn  eru billegar í útliti og ég þori að hengja mig upp á að krydd geymist ekki vel í plasti.  Eru allir á leið í meðalmennskuna bara?  Pottagaldrar líka?  Eins og þeir voru lengi promisssing.  Jasvei.

Ef einhver kjötkaupmaður dettur hér inn plís muna að við erum ekki öll með sama meðaltalssmekkinn.  Ef ég á annað borð grilla og marinera þá er það ég sem útbý það.  Þetta nær ekki nokkurri átt að vera seldur undir grillsumarið mikla, sem btw verður stærra og stærra með hverju sumrinu sem líður og kjötfjallið ógurlega stækkar í fullu samræmi við það.

Oh það er svo erfitt að vera svona sérstakur eins og ég, but what can a woman do?

Þetta er friggings neytendahorn Jennýjar Önnu

 


Misþyrmingar á eyrum og bjórgenum

Musclehead

Ég er alveg á fullu að blogga um heimskulegar rannsóknir.  Það er ein á dag að meðaltali á Mogganum sem fær mig til að skellihlæja.

Eins og þessi.  Hávaði fær fólk til að þamba meiri bjór.

Já, halló, það er sjálfur hávaðinn sem sest í bjórgenin og þau garga af þorsta?  Eruð þið ekki að grínast?

Þegar þú getur ekki talað í partíi eða á krá vegna helvítis láta og gargs hvað áttu þá að gera við sjálfan þig?  Brosa út í myrkrið eins og félagslega fjölfatlaður vanviti?  Að sjálfsögðu ekki, þú reynir að fela vandræðaganginn með því að skríða ofan í glasið þitt.

Og "the rest is history".  Sjáið dagbækur lögreglunnar ef nánari upplýsinga er óskað.Devil

En að öðru, þegar ég var að skrifa þetta þá mundi ég eftir einu alls óskyldu sem gerðist á skemmtistað.

Kona sem ég þekkti einu sinni fór á djammið með vinkonum sínum, ein þeirra var ekki var ekki sliguð af heilafarangri.  Hún sá mann, henni fannst hann sætur og hún fór til hans og sagði við hann; "blessaður, skjótt skipast veður í lofti". (Henni fannst frasinn svo djúpur eitthvað) 

Maðurinn; "What?????" 

Konan; "já skjótt skiptast veður í lofti bara, er eitthvað að því?" (Dálítið sár svona)Errm

Maðurinn; "Það hefði verið gaman að fá að vita hvað þú heitir og hvað þú villt mér áður en þú ferð að þylja veðurfregnir"W00t

Miðað við svona samtöl er kannski fínt að blasta músíkina þannig að ekki heyrist mannsins mál.

Ég er á því.

Annars fer ég ekki á bari svo mér er andskotans sama.

En af hverju er fólk að leggja á sig eyrnamisþyrmingar?  Fyrir búsið eða fyrir ástina eða félagsskapinn eða allt í senn?

Bíts mí.

Nei, nei, ég er að fokka í ykkur.  Ég skil alveg að fólk fari á djammið, ég var einu sinni í þeim sporum líka, sko áður en ég þroskaðist og fór að hanga með Guði og félögum á kvöldin.

En ég skellti þessari mynd inn af Gilzenegger, eða mér sýnist þetta vera hann.Halo

 

 


mbl.is Hávaði eykur bjórþambið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úti eða inni - dauðir eða lifandi

Mig minnir að það hafi verið í janúar sem Björk Vilhelmsdóttir, Samfylkingu, kom í fréttir og tilkynnti um smáhýsin fyrir útigangsmenn og að það væri verið að finna þeim stað.

Svo varð valdaránið margfræga í borginni og íhaldið fer nú með formennsku í velferðarráði.

Þar hefur hvert klúðrið rekið annað og ekkert bólar á smáhýsunum fyrir þá verst settu á meðal okkar.

Mér finnst nógu slæmt að vita til þess að á Íslandi með 300.000 þús íbúa, sé fólk sem hvergi á heima en fær að hýrast í gistiskýlum fyrir náð og miskunn yfir blánóttina, þ.e. ef það er þá ekki orðið fullt þegar fólk ber að.

En við dásamlega fólkið, Íslendingarnir, ofurfólkið og undrabörnin, í viðskiptum, ríkust, best, fallegust, klárust af öllum getum ekki boðið upp á varanlega lausn fyrir þá sem ekki geta það sjálfir.

Það er svo andskoti leim. 

Getur kannski verið að áhuginn á þessum sérstaka hóp sé lítill sem enginn og það sé ekki að halda vöku fyrir þeim sem valdið hafa hvort þeir séu úti eða inni, dauðir eða lifandi?

En skv. þessari frétt er komin lausn í málið, tvö hús munu verða tilbúin í septemberlok, og tvö til viðbótar fyrir jól.  Var einhver að tala um hraða snigilsins?

Nú þegar hafa húsin verið tilbúin í að minnsta kosti ár.

I rest my case.

 


mbl.is Smáhýsi götufólksins bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Bónus

Ég þekki ekki Jóhannes í Bónus.

En mér hefur alltaf fundist hann krútt.  Svona kaupmannskrútt.

Og svo hefur hann orðið til þess að lækka matarkostnað íslenskra heimila.

Það gerir hann að ofurdúllu í mínum bókum.

Svo hefur hann gefið ógrynni fjár til góðra málefna.

Það truflar mig ekki nokkurn skapaðan hlut þó hann hafi orðið forríkur á tiltækinu.  Ekki mitt mál.

Og ég styð hann (litla Bónus reyndar líka) 100% nú þegar hann ætlar að leita réttar síns vegna ofsóknanna sem hann hefur orðið fyrir af hálfu íslenska kerfisins.

Það á ekki að vera hægt að koma svona fram við fólk og komast upp með það.

Það var einfaldlega ekki innistæða fyrir ofsóknunum.

Áfram Bónus.


mbl.is Jóhannes Jónsson í Bónus undirbýr kæru vegna Baugsmálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unaðslegur skilnaður

 DivorceCake

Það er varla að ég þori að blogga um þetta frábæra framtak Dana í skilnaðarmálum.

En það er vegna þess að sumir sem lesa bloggið mitt hafa ekki húmor fyrir viðhorfum mínum til allra minna fyrri hjónabanda og skilja ekki að ég er að grínast með málefnið. Skil ekki afhverju sumir vaða stöðugt inn á síður sem fara í taugarnar á þeim. 

En auðvitað þori ég, bara smá fokk hérna í morgunsárið fyrir alla þessa húmorslausu sem vaða í gegnum lífið eins og hertir handavinnupokar og skilja eftir sporin sín í athugasemdakerfum heimsins. 

Mér finnst þetta svo krúttlegt framtak hjá þeim í Danmörku, þ.e. að nú er hægt að fá kirkjulega afvígslu eða skilnaðarathöfn.

Ég sé alveg fyrir mér hjónin ganga eftir kirkjugólfin með erfingjana í einni sorgarbunu á eftir sér, ganga upp að altarinu, skiptast á hringum, eða réttara sagt skila þeim, kýla eða sparka hvor í annað, en auðvitað bara laust, svona sýmbólskt, og vaða svo frjáls út úr kirkjunni með börnin.

Svo má taka þetta aðeins lengra.  Það má efna til veislu þar sem uppboð verður haldið á brúðargjöfunum, borðað og drukkið, farið á trúnó, grátið smá og svo fara allir til síns heima voða glaðir.

Það gæti jafnvel endað með sögulegum sættum hjá pari dagsins, hver veit.

Um að gera að poppa svolítið upp skilnaði.  Nú mér hefur alltaf fundist jarðarfarir í daufari kantinum, Danirnir ríða kannski á vaðið og djassa þær örlítið til líka.

Eftir mína skilnaði þá hef ég nú yfirleitt farið á kaffihús, sko með vinkonum, nú eða næsta tilvonandi eiginmanniDevil

Dem, það væri hægt að slá skilnaðar- og giftingarathöfn saman í eitt.

Og nú set ég upp hauspoka.

Farin með veggjum og úje.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.