Leita í fréttum mbl.is

Krúttfréttir?

fat_guy_big_hamburger_funfry_resize

Í kjölfar stóráfalla koma oft það sem ég kalla krúttfréttir.  Gússígússí.

Það er sagt frá fólki sem hjálpast að, fólki sem leggur sig fram við að sýna náunganum hjálpsemi og samkennd á erfiðum stundum.  Ég held að við elskum öll að lesa þannig frásagnir.  Það gefur manni aukna trú á mannheimum.

En svo koma "krúttfréttir" í boði fyrirtækja.  Þær eru ekki eins jólalegar.

Vilberg Kökuhús á Selfossi hefur undanfarnar vikur boðið öllum leikskólum bæjarins í heimsókn þar sem þau fá snúð og kókómjólk.  Þetta hafa þeir gert áður við mikinn fögnuð. Og ég held að þetta standi ekki í neinu sambandi við nýliðinn skjálfta, þannig að ég fari nú rétt með.

Ég get sagt ykkur að það myndu ekki brjótast út fagnaðarlæti hjá mínum elskulegu dætrum ef börnin þeirra fengu svona trakteringar og það oftar en einu sinni.

Amk. myndu þær vilja gefa upplýst samþykki á sykurfylleríinu sem óneitanlega myndi halda börnunum þeirra í fullu fjöri fram að miðnætti.

Reyndar er Jökulinn minn kominn á gelgjuna en það eru ekki til myndir af því barni frá frumbernsku, svona nánast, öðru vísi en að það glitti í gulrót innan seilingar.  Dúllan!!

En án gríns þá finnst mér það skjóta skökku við í allri umræðunni um óhollar matarvenjur íslenskra barna, offitu og aðra heilsufarslega óáran, að fyrirtæki skuli bjóða þeim upp á svona tegund brauðs.

Er ekki til hollustubrauð í bakaríinu?

Frussssssss

Þessi færsla er í boði Vilbergs kökuhúss.  Víst og áður en Vilberg á Selfossi súar mér fyrir að ljúga upp á þá kostun á færslunni þá bendi ég á að maðurinn minn heitir að seinna nafni Vilberg og samkvæmt honum er kærleiksheimilið besta kökuhúsið í bænum og því lýg ég engu um það.

Ullabjakk.

Ég segi það satt.

Annars góð.


mbl.is Leikskólabörn gæða sér á snúðum og kókómjólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það hefur alveg örugglega verið mikið ,,fjör" í krökkunum eftir trakteringarnar. ,,Þú færð kraft úr kókómjólk."  .... Heyrði einu sinni í skólahjúkku sem sagði að kókómjólk væri hálfgert eitur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.6.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hélt framan af að þú værir að koma með þrusu áróður sem fælust í meðmælum á bakaríis brauði Vilbergs, sem væntanlega væri í fjölskyldu húsbands þíns!

Varð satt að segja fyrir vonbrigðum með þessa krúttafærslu, var farin að hlakka til að fara í þetta krúttabakarí næst þegar ég kæmi á Selfoss með öllu tilheyrandi:

Hæ ég er bloggvinkona hennar Jenný!

Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég myndi bara ekkert kvarta yfir þessu - en ég hef heldur aldrei fundið sykursjokk í mínum börnum

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Hjá ér var það mjólkurbúðin á horni Ásvalla og Bræðaborgar.  Hálft fransbrauð og hálft seytt rúgbrauð.  Já það var þá.  Og svo voru betlaðir endar af vínarbrauðum.

Hildigunnur: Las reyndar um daginn að sykur hefði ekki örvandi áhrif.  Hvort það er satt eða logið veit ég ekki. 

Jóhanna: Kókómjólin GMG

Edda: Ég er að fíflast alla leið.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 11:15

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Aðalatriðið er reyndar, sem ég er sammála þér um, að það á að vera með meira samráð við foreldra um hvað börnunum er boðið uppá í skóla og leikskóla. Það getur verið að verið sé að rústa ákveðnum reglum, býst ekki við að það sé nein hætta varðandi venjulegan skólamat. Það hlýtur að vera til eitthvað hollara í bakaríinu, efast ekki um það.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.6.2008 kl. 11:32

6 identicon

Ég er svo sannarlega sammála þér með þetta

Það var einmitt það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá fréttina, óhollustan sem felst í þessu. 

pálína (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 11:40

7 identicon

ja hérna..... má ekki gleðja börnin með svona uppákomu, ég held að þau lifi nú alveg af eitt stykki snúð og kókómjólk

Hanna (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 11:41

8 Smámynd: Kolgrima

Engin sjoppa farin að bjóða upp á kók og prins?

Kolgrima, 18.6.2008 kl. 12:00

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég borða ekki brauð eða kökur - en samt!  

Annars ég þoli ekki svona sykursukk á börnum - það nefnilega þarf ekkert að gefa þeim þetta - það á bara að halada hollustu að þeim!

Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 12:25

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Og ég gleymdi að segja að þú ert algjör villingur addna!

Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 12:27

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Um að gera að dæla sykri í börnin í miðri viku. Þá verður biðin styttri eftir laugardagsnamminu.

Helga Magnúsdóttir, 18.6.2008 kl. 12:37

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er athygliverður pistill.  Auðvitað ætti að gefa börnunum eitthvað næringarríkt og hollt, en ekki snúða og sætindi.  En þarf annars að gefa eitthvað til að éta, væri til dæmis ekki bara sniðugt að gefa þeim blöðrur með nafni Vilbergs á, eða svona sápukúlutæki ?? Eitthvað sem þau éta ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2008 kl. 12:59

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Uss, ég er algerlega á móti nammidögum - og tannlæknirinn minn er alveg sammála mér.  Nammidagasukkið fer nefnilega iðulega út í þvílíkar öfgar.  Lítið nammi, af og til, betra en kílóavísleyfið sem er gefið út á laugardögum...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 13:51

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er alveg sammála þessu með snúðana ullabjakk.
En ég fór í Bakaríið áðan var að byrgja mig upp, kaupi ætíð mikið af brauðum og set í frystiskápinn, en ég freistaðist, ekki í snúða eða vínarbrauð, finnst það ógeð. nei keypti kleinur og tebollur með rúsínum
ekki súkkulaði, og það er sko bragð að þessu hjá okkar bakara.
Svo gæðum við okkur á þessu með kaffinu á eftir, kannski verða til eftirmiðdagsumræður, hver veit. þeim mínum bloggvinum var að finnast það gott orð hjá mér, að ég sagði morgundagsumræður.
                                 Knús kveðjur.
                                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.6.2008 kl. 14:16

15 Smámynd: Signý

Oh... allt svona tal um snúða og bakarísbakkelsi fær mig til að langa í slíkt, og ég sem er alltaf að reyna að hætta að borða...eða minnka til muna sætabrauðs át og kókómjólkurdyrkkju.

Ég sver það að ég er háð kókómjólk... Það er allt ykkur að kenna ef ég fæ mér kókómjólk og snúð eftir smá stund!... já!... og hana nú

Hæ ég heiti Signý og ég er kókómjólkurfíkill

Signý, 18.6.2008 kl. 14:35

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Innihald:

235 ml heit mjólk (45°C)
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
615 g hveiti
5 g salt
100 g sykur
10 g ger

Ekki svo óhollt ehanokkuð?

Veit um óhollara brauð í bakaríum.

kv

Bakarinn

Þröstur Unnar, 18.6.2008 kl. 14:49

17 Smámynd: Þröstur Unnar

ps:

Veit alveg að þú átt eftir að rífast yfir glassúrnum, kem að því seinna.

Þröstur Unnar, 18.6.2008 kl. 14:50

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð skemmtileg og troðfull af fróðleik.

Er  þetta kanilsnúðadeig Þrölli?

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 15:39

19 Smámynd: Þröstur Unnar

Það er kanill í öllum snúðum, kjáninn þinn. Brauðsnúðar skulu það vera.

Þröstur Unnar, 18.6.2008 kl. 15:44

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þegar piparkökur bakast. Kökugerðarmaður tekur, fyrst af öllu steikarpottinn og eitt kíló margarííííín....

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 15:55

21 Smámynd: Himmalingur

Það kom á mig snúður við lestur þennan! Jenný mín sykursæt að vanda!

Himmalingur, 18.6.2008 kl. 16:09

22 Smámynd: Linda litla

Það er ekki eins og börnin fái sykursjokk eða drepist, þó að þau fái eitt svona boð á ári. Ég væri sko alveg til í að fara með þeim og þiggja snúð og kókómjólk. Er reyndar alltaf til þegar eitthvað er í boði.

Linda litla, 18.6.2008 kl. 20:12

23 identicon

Vá ég var að rekast á þessa færslu og verð að viðurkenna að mér finnst þið dáldið fyndnar. Ég rek þetta bakarí og hafði gaman af. En smá fróðleikur, öll brauð hjá okkur fyrir utan samlokubrauð eru sykurlaus og laus við alla harða fitu (transfitu) og eru langflest vel gróf og með mikið af kornum. Þetta er sama Vilbergs bakarí og í eyjum og hægt er að fá kleinur hjá okkur líka. Annars var nú farið með þetta fyrir foreldraráð á 2 skólum og var þetta einróma samþykkt. Annars sérbakaði ég minni snúða fyrir krakkana og eru þeir til sölu í mínu frábæra bakaríi kallast "leikskólasnúðar" passleg stærð fyrir litla kroppa.    Fitness kveðja  Sturla Bergs

sturla bergs (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.