Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Kvikmyndir

AÐÞYKJASTEKKIVILJAVERAFRÆGURHEILKENNIÐ

 1

Arg, hvað ég þoli þetta varðhundafyrirbæri illa.  Nú hafa hundar í eigu leikarans Ving Rhames (sem setti niður sína síðustu kartöflu í mínum garði með því að leika Kojak), ráðist á og drepið mann sem vann hjá leikaranum.

Hafið þið pælt í einu?  Er ekki merkilegt að allt þetta fræga fólk, sem hefur ekki unað sér hvíldar við að slá í gegn, verða frægt, koma sér á framfæri, verður ógisla pirrað á frægðinni um leið og þeir eru búnir að meika það?  Alveg furðulegur andskoti.  Svo kvartar þetta lið yfir átroðningi og lætur eins og það sé einrænt og algjörlega laust við athyglissýki á háu stigi.  Það verður auðvitað ekki bæði haldið og sleppt.

Bítsmí.

 


mbl.is Hundar Ving Rhames taldir hafa drepið mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG VEIT EKKI MEÐ YKKUR..

 

..en ég er skíthrædd við Gary Oldman.  Hann er svo illilegur eitthvað.

Vilduð þið eiga hann fyrir pabba?

Ædónþeinksó! 


mbl.is Gary Oldman er „svalur pabbi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LATERNA MAGICA

1

Ein af flottustu og eftirminnilegustu kvikmyndaleikstjórum í heimi, Ingmar Bergman er allur.  Það er svo sem ekki neitt sjokkerandi við það, maðurinn orðinn 89 ára gamall.  Bergman hefur alltaf heillað mig, myndirnar hans og hann sjálfur sem karakter.

Þegar sjálfsævisaga hans kom út í Svíþjóð (Laterna Magica), var ég snögg að fjárfesta í henni.  Maðurinn var hreint ótrúlega litríkur karakter.  Hann var opinn og víðsýnn listamaður en alveg ótrúlega erfiður sjálfum sér í hinum smærri hlutum.  Ekki að maður kannist ekki við það.

Í bókinni Hrafninn flýgur, segir Hrafn Gunnlaugsson, skemmtilega frá kynnum sínum af Bergman. 

Eitt sinn skal hver deyja, þannig er nú það. 

Nú fer ég og les bókina hans einn ganginn enn. 

 Langt síðan að ég hef horft á Fanny og Alexander, best að leigja hana fljótlega.

Ójá.


mbl.is Ingmar Bergman látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRRVERANDI Í SÖMU BORG..

 

..og á sama tíma.  Tom Cruise og Nicole Kidman verða bæði í Berlín við kvikmyndatökur í september n.k. og það telst greinilega til tíðinda.

Einu sinni fannst mér Tom Cruise flottur, eins og t.d. í barmyndinni (man ekki hvað hún heitir) þar sem þeir dönsuðu um allt með flöskurnar innan við barborðið.  Eftir að hafa heyrt um hann og Vísindakirkjuna fór sjarminn að renna af manninum og nú er hann bara lítill plebbi, sem hoppar í sófum og starir með aðdáun upp á eiginkonuna hana Kötu Holmes.

Með Nicole gegnir öðru máli.  Konan er afspyrnu góð leikkona.  Það er varla sú bíómynd sem hún hefur haft hlutverk í sem ekki verður eftirminnileg, bara vegna þess að hún er þar.  Myndin um Channel hefði reyndar mátt missa sig, en allir eiga sína slæmu daga.  Ég vona svo sannarlega að Nicole sé ekki í Vísindakirkjunni.

Annars er ótrúlegt að fylgjast með hvað telst fréttnæmt í slúðurheimum í dag.  Að þessi fyrrverandi hjón skuli vera í sömu borg á sama tíma og að það skuli komast í blöðin segir mér bara eitt.

Fræga fólkið verður að fara að haga sér illa.  Það er gúrkutíð í slúðrinu þessa dagana.

Mímí.


mbl.is Tom Cruise og Nicole Kidman við tökur í Berlín í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BANNAÐ - BANNAÐ - BANNAÐ

1

Nú er bannað að reykja í öllum kvikmyndum sem Disney fyrirtækið framleiðir.  Ég minnist þess nú ekki sérstaklega að í myndum félagsins hafi reykjandi fólk vaðið mikið uppi.  En hvað með það, um að gera að láta allt sem tilheyrir raunveruleikanum bara hverfa.

Nú má ekki reykja (handritahöfundar heimsins - út með retturnar)

Næst verður bannað að drekka áfengi

Svo verða allir að vera í kjörþyngd í bíómyndum

Síðan verður bannað að geraða í bíómyndum, kyssast og sollis

Ekki væri verra ef ruslfæði hyrfi af matarborðum söguhetjanna

Svo endar þetta með steingeldum engladansi.

Ég hlakka alveg svakalega til.

Jeræt


mbl.is Engar reykingar í kvikmyndum Disney
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEYÐARLÍNUR EÐA "HEITIR SÍMAR"

1

Eru til umræðu nú þegar fjöldahystería ríkir um heim allan vegna útgáfu Harry Potter bókarinnar og þar með afdrifum söguhetjanna í þeirri merku bók.  Það er sum sé talið, a.m.k. í Bretlandi, að mikið álag verði á viðkomandi "hotlines" af því fólk muni fara í sorg og aðskilnaðarerfiðleika eftir lesturinn.

Mér hefur fundist þetta pínu fyndið, pínu yfirdrifið, pínu hallærislegt og pínu aumingjalegt.

Svona var það víst líka þegar hinn væmni drengjakór "Take That" hætti samsullinu.

HVERS VEGNA VAR EKKI BOÐIÐ UPP Á SVONA ÞJÓNUSTU ÞEGAR BÍTLARNIR HÆTTU???

Þá væri maður kannski í betri málum í dag en raun ber vitni.

Bítsmí.


ERU EKKI EINVHERJIR ÞARNA ÚTI...

...sem hafa í heiðri orðatiltækið (málsháttinn) "í upphafi skyldi endirinn skoða"?  Þetta er einn af mínum uppáhalds og ég les alltaf endirinn á spennubókum áður en ég fer að lesa fyrir alvöru.  Þetta geri ég til að geta notið bókarinnar í rólegheitum og þurfa ekki að vera stressa mig yfir sögulokum.

Ástæða þess að ég er að röfla um þetta svona snemma á laugardagsmorgni er einföld.  Ég get ekki verið ein um nota þessa aðferð.  Þið Harry Potter lesendur sem eruð búnir að grafast fyrir um endi bókarinnar, skellið sögulokunum hérna í athugasemdakerfið hjá mér.  Hverjir dóu?  Gefið mér sóðaleg smáatriðin.

Skvísmí.


CHÉ GUEVARA Á RÆMU

1

Mér finnst ekki leiðinlegt a það eigi að fara að gera mynd um Ché Guevara.  Myndin verður tekin upp á spænsku og mun heita Guerilla.   Benico Del Toro verður í hlutverki Ché.

Ég elska sannsögulegar myndir og þó ég sé búin að lesa gat á allt í pappír sem fjallar um karlinn þá er alltaf hægt að bæta við sig smá í viðbót.

Ég fer nærri því á frumsýninguna.

Envímí!


mbl.is Benicio Del Toro leikur Ché Guevara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FJÖLDAHYSTERÍA BÚIN TIL

 

Rosalega er þetta Harry Potter fár farið að taka á sig óhugnanlegar myndir.  Allir spila með í þessari markaðssetningu og nú búa hjálparlínur í Bretlandi sig undir að fá hringingar frá örvæntingarfullum aðdáendum HP-bókanna eftir að síðasta bókin kemur út í kvöld.  Það er talin hætta á að lesendum bókarinnar finnst þeir hafa misst einhvern náinn þegar bókaflokknum lýkur.

Þetta er í besta falli brosleg múgsefjun í gangi allsstaðar í kringum okkur.  Í versta falli óhemju sorgleg vegna allra þeirra sem eru að missa einhvern náinn á hverjum degi, eiga ekki að borða og búa við stöðugar stríðsógnir og sjúkdóma.

Þegar grannt er skoðað verður þessi ballett allur svo skeflilega kjánalegur.

 


mbl.is Breskar hjálparlínur búa sig undir hringingar frá örvæntingafullum Harry Potter lesendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER AÐ BLOGGA FRÁ VETTVANGI..

 

..þar sem hlutirnir gerast eða fyrir utan verslunina Nexus á Hverfisgötu og er þar nr. 4 í röðinni og ætla að bíða þar til kl. 23.01 annað kvöld og þá ætla ég að kaupa upplagið af Harry Potter, taka með mér heim, selja á svörtu á uppsprengdu verði.

Segi svona, en mikill rosalegur hamagangur er þetta út af bókinni. 

Flott markaðssetning er greinilega að skila sér.

Bítsmí


mbl.is Sofið fyrir utan Nexus í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband