Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Bækur og boltar

Ég sat úti á svölum í dag og las og las og las.  Það gerði ég sko eftir að hafa sumarþrifið svalirnar, garðhúsgögnin og grillið.  Ok, ég ryksugaði grillið aðeins. 

Ég skúraði líka og bar eitt og annað ofan í geymslu en ég ætla ekki að fara nánar út í það plebbarnir ykkar.

5386

Ég er að lesa  skáldævisögu Guðbergs Bergssonar sem er komin út í kilju.  Hún kom upphaflega út í tveimur bindum en er sem sagt kominn í eina bók núna.

Það er ekki til fallegri orðatónlist en sú sem Guðbergur Bergsson skapar.  Í nútímanum auðvitað.  Ég fer í hrifningarvímu og langar að stökkva út á næsta horn upp á eplakassa og deila með mér upplifuninni.  Ég veit, ég er tilfinningavöndull og ógeðslega hrifnæm og væmin.  Ég segi ykkur það krakkar mínir að ef þið kunnið að lesa og hafið ekki lesið þessar bækur, gerið það núna.  Kiljur eru svo hentugar í bústaðinn, á ströndina, í bílinn (ef þið eru ekki að keyra, bara svo mér verði ekki súað hérna) og á kaffihúsið.

5383

Og meðfram Guðbergi (eða framhjá honum, eftir því hvernig á það er litið) er ég að glugga í nýútkomið ritsafn með ljóðum Þórarins Eldjárns.  Þar fer enn einn snillingur orðsins.  Ég á flestar bækurnar hans en það er frábært að fá þær í einni bók.  Þórarinn er með mestum húmoristum og ljóðasnillingum á Íslandi fyrr og síðar, leyfi ég mér að segja.

Það er ekki leiðinlegt lífið í bókaveröldinni börnin góð.

Hvað mynduð þið gera ef þið hefðuð mig ekki til að forlesaW00t fyrir ykkur?  Ha???

Þið þyrftuð að glápa á Kiljuna öllum stundum og pæla í gegnum hvurn doðrantinn á fætur öðrum, mörgum hundleiðinlegum.  Jájá.

Farin að dýfa mér í bók.

bolti

Sko, þið sem eruð að bíða eftir boltanum sem nefndur er í fyrirsögninni - hann er ekki til umfjöllunar hér, mér fannst þetta bara svo krúttleg fyrirsögn.

Þorrí.


Misstum af gullnu tækifæri

Dem, dem, dem, af hverju sættum við ekki lagi, við sem viljum styðja Tíbeta í baráttu þeirra?  Við hefðum getað náð í kyndilfjandann og hent honum þegar vélinn með hann millilennti í Keflavík.

Kínverjar segja að enginn mannlegur máttur geti stöðvað kyndilförina í Kína.  Það er örugglega rétt hjá þeim.  Þeir skirrast ekki við að beita valdi ef á þarf að halda.

Allt verður þeim ógn.  Líka saklausir leikfimiiðkendur í Falun Gong.  Þar nutu þeir aðstoðar frá íslenskum stjórnvöldum eins og allir muna.

Arg, hvað það hefði verið töff að taka kyndilinn traustataki og henda honum út í hafsjó.

Svo eiga þjóðir með snefil af sjálfsvirðingu ekki að sækja Ólympíuleikana að þessu sinni.

Að sjálfsögðu ekki.

Vonandi "stela" Kanarnir kyndlinum.

Újá


mbl.is Ólympíueldurinn í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vaknaði fyrir allar aldir - ég legg ekki mikið meira á ykkur...

 

..en ég fór á gamlar slóðir, Kr-heimilið, þar sem ég var nánast daglegur gestur i fleiri ár, vegna þess að Maysa og Sara voru í stífri fimleikaþjálfun.

Nú er hún Jenný Una Eriksdótir komin í íþróttaskóla.  Fyrir þriggja ára börn.  Alls kyns leikir og þrautir sem börnunum finnst rosa skemmtilegt að taka þátt í.

Jenný Una er virkur þátttakandi, í sumu, sumt finnst henni baddnalegt.  Hún ætlar að fara í fLimleika og allt í íþróttaskólanum sem hefur tengingu í flimleikana elskar hún, eins og að dingla í hringjum, fara kollhnísa, ganga á jafnvægisslá, finnst henni skemmtilegast. En hún tekur þátt í hinu auðvitað líka, hún er svo vel upp alin.  En það kemur á hana smá þreytusvipur, eins og t.d. í blöðruleiknum, alveg: við erum nú engin beibí hérna.

En ég hafði óskaplega gaman að þessum litlu krúttum, leikgleðinni, einbeitninni og félagsandanum, þó ég hafi alltaf haldið að hann væri nú ekki svo mikið mótaður á þessum aldri.  En þau tóku svo sannarlega tillit.

Á leiðinni heim í bílnum sagði Jenný:  Amma, þú kom koma með í þróttakskólann minn alltaf!  Og það veit ég að er rausnarlega boðið.  Ég var mjög upp með mér og var nærri búin að tárast þarna í framsætinu.  Krúttkast.

Smá sýnishorn af æfingum.

Efri myndin er af Unu og Söru KAMBAN ásamt mínum íþróttaálfi.

Og hér eru teknar alvarlegar armbeygjur fyrir komandi flimleikaþátttöku.

Later!

Úje


Af engu tilefni..

..bæti ég um betur og birti lista yfir það sem ég vil láta banna.

Ég bendi á færsluna mína frá í gær yfir allt það sem ég vil ekki láta banna og nú leyfi ég mér að bæta um betur.  Ekki að það hafi komið fram neinar upplýsingabeiðnir þar um, en ég er að springa úr ofurtrú á eigin mikilvægi og treð þessu að.

Bannlisti Jennýjar (óskalisti fyrir jólsveininn):

Bönnum:

Súlustaði,

Vændi,

Skötu,

Kjötfars,

Tólg,

Lýsi,

Fordóma,

Playboy,

Ráðherrabíla,

Enska boltann og

allan pakkann af leiðinlegum hlutum bara,

Ójá,

Pistill til að laga meltinguna og lækka hitann hjá mér fyrir svefninn.

Vegna sótthita verður ekki tekin ábyrgð á ofansögðu.

Ég er með óráði.

Cry me a river,

Úje

 

 


Gott hjá Borgarráði!

 

Ég missti af þessari frétt í dag.  Ég missti nánast af öllu í dag, í stressinu sem búið er að angra mig frá því í morgun, ég má þakka fyrir að ég týndi ekki sjálfri mér til frambúðar, bara.

Hér er gleðifrétt á ferðinni.  Borgarráð leggst gegn því að heimilaður verði nektardans á veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem í tillögu sinni að umsögn um rekstrarleyfi þessara staða, en gerir það að tillögu sinni að stöðunum verði veitt rekstrarleyfi að öðru leyti.

Það er nú aldeilis fínt.  Nú geta þessir staðir bara verið með venjulegan veitingahúss- eða pöbbarekstur eins og kollegar þeirra í Reykjavík, fyrir fólkið á djamminu, en þar er alltaf nóg að gera.

Svo geta þeir sem eru svona hrifnir af fótamenntinni bara skráð sig í Þjóðdansafélagið.  Hliðar saman hliðar.

Súlur hvað?

Dansi, dansi dúkkan mín!Whistling

Úje


mbl.is Borgarráð leggst gegn því að heimila nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífi mínu, eins og ég hef hingað til þekkt það er hér með lokið!

Hljómsveit hússins, var rétt í þessu, að fjárfesta í hinni Sýnarstöðinni (Sýn I og II).  Líf mitt verður aldrei samt aftur.

Nú verður horft á

Fótbolta

ÍskurlW00t

Box (sveiattan, ofbeldi)

Handbolta (það er í lagi, hann er skemmtilegur, það GERIST þó eitthvað)

Blak (híhí)

Hlaup

Ark

Gang

Lausagang

og hvað þetta heitir allt saman.

Lætin í húsinu eru skelfileg.  Fótbolti á dagskrá og áhorfendur og þulur að missa það.

Heitar tilfinningar í gangi.

Ójá.


Héðan í frá elska ég fótbolta - Ójá!

Ég hef aldrei þolað fótbolta.  Finnst það sú langdregnasta kvöl og pína, sem maður getur ásamkað sjálfum sér, fyrir utan að drekka brennivín og verða kolruglaður og vitlaus.  En nú er það breytt.  Dásamlegur landsleikur Íslands og Sóandsó, burtu í Sóandsólandi, varð til þess að ég lifi nú við sjónvarpslúxus, sem felur í sér Stöð 2 og Bíórásina.  Já og íþróttarásina Sýn, minnir mig að hún heiti.Whistling

Við sögðum upp Stöð 2 og því fyrirkomulagi, í fyrra, út af því að við horfðum sjaldan eða aldrei á sjónvarp.  Mikið hefur farið forgörðum af góðu sjónvarpsefni, vænti ég, en það sem ég ekki veit um, skaðar mig varla.  Í dag var keypt áskrift.  Hljómsveit hússins (húsbandið), sem er veikur með flensu, var friðlaus út af fótboltaleiknum ofnnefnda.  Við gerðum díl.  Pakkinn var keyptur.

Hann horfði á leikinn og var eitthvað niðurdreginn sýndist mér, síðast þegar ég leit upp, því ég var bissí við að horfa á ógó spennandi mynd á bíórásinni og gat ekki verið að taka púlsinn á mínum heittelskaða á meðan.Devil

Ég á því fótboltanum dásamlega, að þakka, þennan valkost sem ég nú bý við. 

Þar sem ég er ekki mikið sjónvarps, þá reikna ég ekki með að horfa stíft.

En frelsið felst í því að hafa fleiri stöðvum að hafna.  Nú get sagt "æi nenni ekki að horfa á þetta" flett flett, "ekki þetta", flett flett  "og alls ekki þetta", flettíflettí.

GMG hvað ég elska íþróttir.

BTW: Hvernig fór annars leikurinn við Sóandsó??

Ómæómæ!


BÖLVAÐ KARLREMBUSVÍN

 

Hafið þið tekið eftir því..

..að þegar giftir menn eru ekki að haga sér, svona yfirleitt í lífinu, þá halda karlrembusvínin því fram að það sé konunni þeirra að kenna?

Alex Ferguson er ekki sá karlmaður sem ég myndi kalla meðvitaðan um kvennapólitík, með virðingu fyrir konum eða frjálslegan í hugsun.  Fyrir nú utan það að hann á það til að beita ofbeldi.

 Fari hann og hans líkar í fúlan pytt!

Úje


mbl.is Alex Ferguson: Hjónabandið spillti Beckham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRIR BÖRN OG ATVINNUMENN

1

Ég er smáborgari.  Ég er ein af þeim sem held fyrir augun, roðna og lít til jarðar fyrir hönd fólks sem gerir eitthvað vandræðalegt.  Ef einhverjum verður á í messunni, t.d. í sjónvarpi, er þetta sérstaklega slæmt.  Ég fer í fár fyrir minna.  Einhver sagði mér að þetta væri sjúklegt ástand meðvirkni, þegar maður færi í rusl vegna annars fólks sem kemur manni ekki einu sinni við. 

Íslenska þjóðarsálin getur verið svo mikill plebbi.  Það er mikill og aukinn áhugi á dansi í þjóðfélaginu og nú streymir fólk í dansskóla sem aldrei fyrr.  Mér finnst dans frábær, hjá börnum og atvinnumönnum.  Venjulegt fólk má samt alveg dansa (já, já, hemjið fagnaðarlætin, ég er almennileg)fyrir mér, en ekki opinberlega takk fyrir.  Ég elska að horfa á börn dansa, þau gera það svo fallega og af svo mikilli innlifun.  Líka atvinnumenn.  Alvöru dansarar.  Þeir koma nú beinlínis út á mér tárunum, stundum.

En venjulegt fólk sem er að dansa, verður svo einbeitt í framan.  Það kemur á fólk einhver danssvipur.  Maður sér liðið telja í sjálft sig í huganum.  Hliðar saman hliðar, einn tveir tja-tja-tja og mér finnst það asnalegra en tárum taki, roðna og hverf undir borð í huganum.

Ein vinkona mín fór í dansskóla með karlinum sínum og ég náði ekki upp í það.  Ég hætti að geta tekið hana alvarlega, svei mér þá.  Þau eru enn að dansa hún og húsbandið.  Ég segi stundum við hana, þegar við erum að ræða pólitík t.d. að hún geti ekki ætlast til að ég taki hana alvarlega, þar sem ég sjái hana alltaf fyrir mér í huganum dansandi Pasadoble með tilþrifum og það rýri gjörsamlega gildi þess sem hún hefur að segja. Þá verður nú fátt um svör hjá minni.

Júmeikmífílækdansing.

Úje


mbl.is Dansæði grípur landann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STRIGAKJAFTAR

 Sumir karlar og einkum og sér í lagi þeir tjáningarglöðu innan íþróttahreyfingarinnar, virka á mig, sem veit ekkert um boltaíþróttir, eins og bölvaðir ruddar og strigakjaftar, þegar fýkur í þá.  Ég veit auðvitað ekkert um þessa menn í viðhengdri frétt, nema það að þeir voru með ljót ummæli í garð einhvers dómara fótbolta, á opinberum vettvangi.

Ég er ekki frá því að hegðun sumra toppa í fótboltanum sé ekki við hæfi barna og alls ekki vænleg til eftirbreytni.

Ég man ekki betur en að annar þessara manna sem fengu áminninguna sé reglulega til vandræða í  þessu samhengi.

Nú er ég að tala sem antisportisti sem hef ekki mikla trú á þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki keppnisfyrirkomulaginu.  Þú átt að sigra, sigra og sigra.  Hvernig virðist ekki alltaf vera aðalmálið.

Ég vildi að þessir karlar hættu að tjá sig í hita leiksins.

Þeir koma óorði á, hm,  fótboltann.

Handboltamennirnir eru hins vegar kúl dúddar,

ekkert nema pjúra heiðursmenn.

Ójá

P.s. Þetta er mín fyrsta og að líkindum eina fótboltafærsla.

Súmíbítmíandbætmí.


mbl.is Guðjón og Magnús ávítaðir og sektaðir af KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband