Færsluflokkur: Íþróttir
Föstudagur, 31. ágúst 2007
DÓMARAÁRÁSIN
Dómarinn: Hefur gert lögregluskýrslu. Hann ætlar að kæra árásarmanninn. Þetta ætti að gerast átómatískt þegar fólk verður fyrir líkamsárás. Það á ekki að vera í höndum þess sem fyrir ofbeldinu verður hvort ofbeldismaðurinn verður látinn svara til saka með einhverjum hætti eða ekki.
Ofbeldismaðurinn: Ég bloggaði um hann hér fyrir neðan. Hann virðist miður sín yfir árásinni og það er alveg eins og það á að vera. Maðurinn viðurkenndi í sjónvarpinu í gær að eiga við vandamál að stríða og var greinilega miður sín yfir því. Það verður honum væntanlega til hjálpar að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er fyrsta skrefið, að viðurkenna vandamálið og væntanlega verður þessi atburður og eftirleikurinn, til þess að maðurinn gerir eitthvað í sínum málum.
Ofbeldi er alltaf að verða ljótara og alvarlegra. Það má sjá í fréttum nánast daglega og um helgar skella á eyrum okkar nýjar fréttir af meira ofbeldi og fleiri fórnarlömbum. Ég veit ekkert um hvort ofbeldi var meira en núna í denn, eins og sumir eru að halda fram. Það skiptir í raun ekki máli. Þær lýsingar sem maður sér og heyrir í fjölmiðlum af líkamsárásum eru alveg nógu ljótar og skelfilegar til að kalla á breytingar á því ráðaleysi sem ríkir í kerfinu um þessi mál.
Kærir árásarmanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
ER FÓTUR FYRIR ÞESSU?
Ég ætla ekki að fara að gera grín að því af þessum Japana sem ók á vélhjóli heila 2 km. áður en hann tók eftir því að hann hafði misst annan fótinn. Mér finnst hins vegar furðulegt að það skuli teljast frétt. Er það ekki löngu vitað, að þegar líkaminn finnur til mikils sársauka, eykst endorfínframleiðsla hans að því marki að fólk dofnar og sársaukinn hverfur?
Fóturinn fannst og ég vona að manninum heilsist vel.
Kannski er kappsemin svona öflug hjá sumu fólki að það finnur hvorki né sér í öllum látunum.
Vélhjól, hm..
Bítsmí!
Úje
Tók ekki eftir því að fóturinn var horfinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 13. ágúst 2007
OFBELDI Á BARNI - ENN Á NÝ
Í sumar hef ég forðast að blogga, hugsa og tala um ofbeldi á börnum og konum, þrátt fyrir að reglulega hafi birst fréttir af þeim endalausa viðbjóði og glæpaverkum sem framin eru úti í heimi og svo sannarlega hér landi líka. Til að gera langa sögu stutta þá er sumarfríinu í þeim efnum lokið hér með.
Í fyrradag var frétt um unga stúlku sem dó vegna umskurðar. Þó nokkrir hafa gert því skil hér á blogginu.
Nú var verið að handtaka þjálfara fimm ára gamals indversks maraþonhlaupara, eftir að drengurinn sakaði hann um pyntingar.
Þarna birtist lítil örmynd um örlög lítils drengs úti í heimi. Saga hans er óvenjuleg, aðeins vegna þess að hann skarar fram úr á íþróttasviðinu. Líf drengsins hefur verið eitt hvelvíti þessi fimm ár sem hann hefur lifað.
Þjálfari Budhia, keypti drenginn af móður hans fyrir 1500 kr. en hún seldi drenginn þegar faðir hans dó. Þjálfarinn mun hafa lokað hann matarlausan inni í herbergi og barið hann með heitri járnstöng.
Ein lítil örlagasaga sem á sér miljónir hliðstæðna.
Er ekki kominn tími til að vakna?
Þjálfari maraþondrengs handtekinn fyrir pyntingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 8. ágúst 2007
BÚMMERANG HEILKENNIÐ
Allt kemur í hausinn á manni aftur, eins og búmmerangið, sem æðir alltaf til baka. Þetta á við bæði um gott og vont.
Í þessu tilfelli veit ég ekki hvort ég á að hlægja eða gráta. Eða réttara sagt skammast mín eða glotta illyrmislega.
Um daginn var allt vitlaust á blogginu vegna Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hvatti fólk til að fylgjast með Pólverjum sem væru að stelast til að veiða í dýru og flottu laxveiðiánum, handsama "þjófana" og halda þeim þar til lögregla kæmi á staðinn. Ég kallaði þetta rasisma og taldi að þarna væri verið að ráðast með ljótum hætti að ákveðnum hópi fólks sem er 2% þjóðarinnar. Það kviknaði í kommentakerfinu mínu. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það. Sum efni eru eldfimari en önnur.
Í kvöld, sem oftar, var ég að horfa á fréttirnar á Fox.
Haldið þið ekki að Bretar ætli að fara að setja upp skilti á öllum mögulegum og ómögulegum tungumálum, því þar í landi eru "bölvaðir útlendingarnir" að veiða álftir og annað fiðurfé sér til matar?? Hm..
Þeir hafa greinilega ekki heyrt af aðferðum okkar Íslendinga við að handsama veiðiþjófa eða eru Bretar svona mikið þroskaðri en við, að setja upp skilti með varnaðarorðum?
Mér fannst þetta með skiltin eimitt svo brilljant hugmynd þegar við ræddum þessi mál hérna um daginn en veiðikörlunum fannst svo mikil SJÓNMENGUN að þeim.
En ekki hvað.
Súmíbítmíbætmí!
Úje
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
ENDALAUSAR KEPPNIR
Það er mín tilfinning að karlmenn séu meira fyrir að keppa í allskonar, fremur en konur. Það er auðvitað alls ekki algilt, en mér finnst þeir oft mun keppnisglaðari. Mér hefur stundum þótt þeim hafa tekist að gera keppnir allskonar að listformi, svo útsjónarsamir eru þeir að finna sér tilefni.
Í dag var heimsmeistaramót haldið í gufubaðssetu. Þar sýnist mér á meðfylgjandi myndbandi, bæði kynin vera að gera sig að fíflum. Hvaða tilgangi þjónar að hálfdrepa sig til að lenda í fyrsta sæti í gufubaðshæfileikum? Hvers krefst það? Að sitja á rassgatinu, blóðrauður í framan og bíða eftir hjartaáfalli, ofhitnun, heilablæðingu eða öðrum ömurlegum uppákomum?
Hvað hefur sigurvegarinn svo, sér til ágætis fram yfir keppnissystkini sín? Jú, hann er þrásetnastur í hita. Vá!!!!! Og hann er ekki með akút hjartavandamál. Hefði þó getað komið sér því upp, meðan hann sat og svitnaði við nokkurra hundruð gráða gufu leikandi um boddíið á sér.
Ég sting upp á hárvaxtarkeppni næst. Hún getur verið haldin á Þingvöllum frá vori og fram á haust. Þar eru hæfileikarnir líka þráseta. Að geta setið og einbeitt sér að því að hárið vaxi krefst svona álíka hæfileika og útsjónarsemi og gufubaðssetan.
Ég skrái mig í þá keppni.
Öntillnextæmemæfrends!
Heimsmeistaramót haldið í gufubaðsetu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 30. júlí 2007
FJÖLDASUND TIL VIÐEYJAR
Er að æfa mig fyrir fjöldasundið að ári. Kemst ekki á bloggið fyrr en um miðnætti.
Sé ykkur þá.
Ein að æfa af fullum krafti.
Ég,
í kafarabúningnum á Viðeyjarsundi.
Fjöldasund út í Viðey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 27. júlí 2007
MIKIL VEIÐI Í ELLIÐAÁNUM!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
BRJÁLAÐ VÖRUMERKI OMG
Ég hef engan áhuga á bílum. Hef aldrei haft og mun aldrei hafa. Bílar eru fyrir mér kassi á fjórum hjólum sem maður kveikir á og keyrir. Þ.e. sem aðrir kveikja á og keyra..... mig. Ég er ein af þeim sem alltaf segi VÁÁÁ þegar bíll fer í gang. Mér finnst það stórkostlegt kraftaverk að það skuli með lykli vera hægt að kveikja á apparatinu. Auðvitað er þetta blöðruheila-afstaða til þarfasta þjónsins en ég er svona að reyna að undirstrika vanþekkingu mína á bílum með því að játa allt. Beinlínis allt.
Ég hef stundum hugsað um það hvað ég myndi gera ef ég yrði vitni að óhappi í umferðinni eða ráni þar sem ræningjarnir hverfa á braut í bíl. Ég væri í vondum málum, löggan líka en afbrotamennirnir væru í góðum gír og með heppnina með sér. Ég þekki Wolksvagenbjöllur, Merzedes Benz og Rolls Royce. Svo þekki ég strætó og gömlu Citroen bílana sem eru ekki til lengur. Þar með er það upp talið og þó líf mitt lægi við gæti ég ekki nefnt aðra bíla.
En hvað um það. Þessi fyrirsögn, "Ferrari brjálast" varð mér tilefni til þessarar hugleiðingar. Hvernig getur vörumerki brjálast? Eða er greifi Ferrari enn á lífi, sum sé persónan Ferrari. Ég veit það ekki en mikið rosalega eru þeir orðnir líbó á Mogganum.
Er einhver arfaruglaður kommúnisti af gamla Þjóðviljanum búin að fá vinnu þarna?
Demdifænó - demdifæker!
Ferrari brjálast yfir að McLaren skyldi sleppt við refsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. júlí 2007
FRAMHALDSAGAN ÓGURLEGA..
..heldur áfram. Á maður að þora að hafa álit á nýjustu þróun í "hávamálinu"? Hm..
Er ekki sniðugt að gera eins og SVFR stingur upp á og halda kúrsa fyrir alla útlendinga um lax- og silungsveiðar á landinu?
Svo má kynna fyrir þeim kvótakerfið.
Það má kenna þeim um sláturgerð (hugsið ykkur þeir gætu farið að fokka upp íslenskri sláturgerð)
Svo þegar búið er að kynna þeim fjallgöngur á íslenskum fjöllum þannig að sómi sé að, þá.....
má kenna þeim íslensku.
Ég er farin til fjalla.
Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss svarar bréfi formanns SVFR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
UPP, UPP MÍN SÁL, MITT GEÐ
Karlmenn, fruuuuuuuuusssss! Hvernig dettur einhverjum í hug að vera fullur á trampólíni? Nógu erfitt er nú fyrir fullorðið fólk, bláedrú að meiða sig ekki illa, hoppandi eins og fíbbl á svona græju. Þetta er fyrir börn. Þau höndla dýnuna. Arg.. þessi ónauðsynlegu slys og einkum og sér í lagi þau sem verða þegar fólk er undir áhrifum.
Súmí
Karlmaður slasaðist á trampólíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr