Færsluflokkur: Ferðalög
Laugardagur, 6. september 2008
Ó nei - ekki aftur
Paul Ramses er kominn heim, amk. á meðan verið er að skoða umsókn hans um pólitískt hæli.
Hvað sem Björn Bjarnason segir um það mál þá vita allir að mál hans var endurskoðað vegna þess að almenningi fannst afgreiðsla málsins ómannúðleg og Íslendingum til háborinnar skammar.
Ef einhver hefur talið sér trú um að mál Ramses væri ljót undantekning á framkvæmd mála hjá útlendingastofnun þá hefur sá hinn sami svamlað í forarpytt afneitunar og þar er ég fremst í flokki.
Ég hafði raunar ekki hugmyndaflug í þetta dæmi sem kemur fram í viðtengdri frétt.
Að skilja eigi 23 ára ungmenni frá fjölskyldu sinni úr landi og út á gadd og guðleysi.
Og það sex árum eftir að hann kemur til landsins, þar sem hann vinnur fyrir sér, borgar sína skatta og gjöld og hagar sér eins og aðrir fyrirmyndar Íslendingar.
Ef lögin eru svona þá gjörið svo vel að breyta þeim núna!
Þetta er engin hemja að hafa lög sem stangast á við alla mannúð, skilning og heilbrigða skynsemi.
Ég er til í að stilla mér upp niðurí ráðuneyti einn ganginn enn og sama er að segja um alla hina sem gerðu það til stuðnings Ramses.
Hver maður (þar með talinn BB og hans embættismenn) hljóta að sjá að svona kemur maður ekki fram við fólk.
ARG og í veggi.
![]() |
Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 5. september 2008
Ef ég dey - nú þá dey ég - lifið með því
Ég hef fengið svo mörg brjálæðisköst um ævina vegna köngulóa að ég held að ég sleppi því núna.
Skrýtið hvað "úlfur, úlfur" heilkennið hittir mann stundum fyrir.
Ég er búin að fabúlera um það margoft á blogginu hvað ég myndi gera ladídadída ef ég gengi fram á eitraða óskapnaði í köngulóarformi og lýsa því fjálglega.
Núna, hins vegar, þegar innrás ógeðanna er hafin þá nenni ég ekki að garga, nenni ekki að hoppa hæð mína og nenni ekki að gúggla viðbjóðinn til að kanna með einkenni af biti frá viðkomandi langlöpp og hvernig á að bregðast við þeim.
Það er af sem áður var, mér er virkilega að förlast.
Einu sinni rétt áður en ég flutti til Íslands frá Gautaborg fór ég að hitta vin minn á kaffihúsi í hádeginu. Ég keypti mér GP til að lesa á meðan ég beið. Á forsíðunni var mynd af Tarantúllu sem hafði sloppið úr búri hjá löggunni, að mig minnir. Ég hoppaði nánast upp á borðið þarna inni í kaffihúsinu og um mig fór þvílík skelfingarbylgja og mér leið eins og hún hefði farið rakleiðis að leita að mér haldin einbeittri þráhyggju á minni persónu.
Og ég gat varla horft á Charlotte´s web með henni Jenný Unu út af þessum köngulóartryllingi.
Ótrúlegar svona fóbíur.
Þegar ég las þessa frétt þá hugsaði ég - fóbíu minni trú - nú hafa ættingjar þessarar þarna í Reykjanesbæ verið sloppnar á undan henni í bæinn.
Og það fór um mig hrollur og mig klæjaði út um allt.
En svo nennti ég ekki að vera með læti.
Ég er orðin svo leið á sjálfri mér veinandi og gargandi með líkurnar 1/trilljón eða nánast.
En ef þær koma - þá dey ég. Dílvitðit!
Það er ekki öðruvísi.
En þá verða ansi margir hryggir. Ég er svo unaðslegur persónuleiki.
Liggaliggalá.
![]() |
Risakönguló í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 5. september 2008
Frygðarbanar og aðrir kynhvatarmorðingjar
Ég verð að játa að aldurinn er farinn að trufla mig verulega.
Eins og t.d. varðandi hvað er sexý karl og hvað ekki. Rólegan æsing samt ég hef aldrei hangið á fjölförnum stöðum (ekki fámennum heldur) við að mæla út kynþokkafulla karlmenn enda þeir ekki á hverju strái.
(Hvað varð annars um tímann uppúr gelgju þar sem það var ekki þverfótað fyrir karlkyns hormónabúntum?).
Ég varð nefnilega smá leið þegar ég las um að konum þætti Pútín sexý. Mér finnst hann álíka kynferðislega hvetjandi maðurinn og Óli Prik. Sama með Clinton, sé ekkert frygðarhvetjandi við þann mann, finnst hann eins og gamall og tinandi frændi að utan að landi. Algjör frygðarbani.
Kannski er það valdið sem gerir þetta að verkum. Sumir segja það.
T.d. Henrí mófó 8. Bretakóngur sem átti sjö eða átta konur, lét afhöfða þær eða svipta þær eignum og æru, lokaði þær inni, hélt fram hjá þeim og áfram út í það óendanlega. Hann var ljótur, hann var með sífyllis en allar vildu þær eiga helvítis útvatnaða genaslysið. Og sjáið Prins Charles enn útvatnaðri innherjafyrirbæri og afkomandi þess 8., þegar hér er komið sögu minnir hann mig á álf í skelfilegri kantinum. En hvað get ég sagt þetta hefst af innherjaríðingum.
Æi ljótt af mér að skrifa svona, en ég er bara að hugsa svona upphátt þið skiljið Viðra heilabúið enda föstudagur og svona.
Svo er ég orðin svo utan við mig.
Ég var að bera út poka áðan á leiðinni heim úr vesturbæjardvölinni og ég tók með mér ruslapokann. Ekki í fyrsta skipti.
Það var sko völlur á minni þegar hún fór með sorpið í strætó og striksaði með það inn á deild á Lansanum þar sem ég var læknaritari.
En þá var ég þrjátíuogeitthvað.
Æi nennessekki.
Farin að leggja mig.
Síjúsúmílúmítúmí.
P.s. Það má svo til sönnunar máli mínu framleggja að ég ætlaði að skrifa um reyktan makríl í þessari færlsu.
Það verður næst bara.
Og farið með bænirnar ykkar skammirnar ykkar.
![]() |
Kynþokki Pútíns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 3. september 2008
Að sökka í samböndum og gráta úr sér augun
Enn ein rannsóknin á undarlegheitum hefur litið dagsins ljós.
Nú eru það karlmennirnir sem eru með gen sem kemur í veg fyrir að þeir þori að binda sig.
Mennirnir með genið eiga erfiðara með að tengjast mökum sínum en þeir sem eru án gens.
Þetta er öflugt kvikindi sem gerir það að verkum að þeir sem það hafa sökka í samböndum.
Að sama skapi skilst mér að þeir sem eru með þessum ósköpum fæddir fari ekki í ástarsorg vegna þess að þeir eru svo tilfinningalega flatir.
Ástarsorg er vond, minnir mig, alveg ferlega svíðandi tilfinning en sam smá ljúf.
Þið kannist kannski við tilfinninguna þegar ykkur finnst sólin skína af algjöru tillitsleysi við ykkar skelfilegu líðan. Gula fíflið sendir ykkur stórt fokkmerki og hlær ofan í bringuna á sér.
Og á meðan maður er í sárri ástarsorg þá fer fólk í vinnuna, kaupir í matinn, horfir á fréttir án þess að skenkja því þanka að þarna úti er manneskja sem ÞjÁIST.
Svo er það tónlistin. Hún spilar stóra rullu í ástarsorginni.
Lögin sem ÞIÐ hlustuðuð á. YKKAR lög. Þú villt ekki heyra þau en auðvitað hefur útvarpsfjandinn og þeir sem þar stjórna lagt sig fram um að spila hvert einasta friggings lag sem hefur með ykkur tvö að gera.
Og við verðum sorgmædd þegar við komum á ákveðna staði. Staði þar sem þið voruð saman. Aljört búhúhú.
Ég var fyrir nokkuð löngu síðan í heví ástarsorg. Ég og Svala Norðdal vinkona mín fórum í ferðalag sem var þegar upp var staðið, eitt af þeim skemmtilegri sem ég hef ratað í.
Þegar við keyrðum í gegnum Akureyri fór ég að gráta af því þar höfðum ég og þessi maður verið í rómans.
Svala vinkona mín þurfti að leggja sig alla fram við að hlægja ekki eins og bestía.
Það er auvitað hallærislegra en tárum taki að gráta sig gegnum Akureyti, þennan fallega bæ. En ég var BUGUÐ. Hehe.
Ég þarf að blogga meira um svona ástarsorgir.
Ástarsorgirnar eru svo skemmtilegar eftirá.
Og ekkert helvítis búhú með það.
Annars góð bara.
Later
![]() |
Verður hægt að forðast ástarsorg í framtíðinni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Það kemst ekki hnífurinn á milli ukkar
Merkilegt hvað öfgatrúarhópar eru hræddir við kærleika og ást. Eitur í þeirra beinum, svei mér þá.
Ást er svo skelfileg í þeirra augum að hún má bara fara fram fyrir þrílæstum dyrum með slagbrandi og gaddavír fyrir gluggum. Í metafórískri merkingu sko.
Ekkert káf, haldast í hendur eða strjúka kinn á almannafæri. Jesús minn.
Þegar ég og Greta systir rifumst sem mest þegar við vorum 3 og 5 ára, þá klöguðum við sífellt í ömmu sem svaraði okkur alltaf eins; það kemst ekki hnífurinn á milli ukkar. Amma mín kom austan af fjörðum. Hehe.
Þannig er það með kristna og múslima, þessa í öfgakantinum, þeir eru herskáir, þá skortir umburðarlyndi og kynlíf og kærleikur er eitthvað sem verður að fara með eins og mannsmorð.
Þess vegna er ég ekki hissa þó útlenskum konum sem létu vel hvor að annarri í Dubai, hafi verið hent í mánaðarfangelsi.
Alveg í stíl við forstokkaðan huga öfgamannsins og slá á kærleikann hvar sem til hans næst, ég tala nú ekki um ef það eru í þokkabót fólk af sama kyni sem sýna væntumþykju og kyssast í þokkabót. Vó, hættulegt.
Það gæti endað með ósköpum, konur gætu heimtað að fá að keyra bíl ef þessu heldur áfram þarna í Dubai.
En hinir öfgakristnu eru ekki hótinu betri.
Hómófóbían ríður þar húsum sem aldrei fyrr.
Ég hef enga trú á að þetta fólk myndi kannast við guð þó það dytti á heimskan hausinn á sér fyrir framan hann.
En ef guði er þessi forpokun þóknanleg - ók þá ér ég hér með algjörlega trúlaus.
Aular og fíbbl.
![]() |
Ósiðleg framkoma í Dubai |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
"Jag har varit på toiletten i Tivoli"
Ég myndi ekki vilja vinna fyrir þessa konu. Þessa með erfiðu börnin og sjálfa sig í messi.
Hún er þó með góðan húmor, gæti verið gaman að þekkja hana, upp að vissu marki.
Það er samt aldrei að marka svona auglýsingar eftir fólki í "vist".
Þegar ég var á virkum barnapíualdri þá var það höfuðverkur hvers sumars að komast í vist.
Ég var reyndar heppin, lenti á ágætis fólki oftast þó svona eftir á að hyggja finnist mér út úr kortinu að fólk hafi ráðið mig frá sex ára aldri í barnapíudjobb.
Ég sá ekki upp fyrir barnavagninn þarna í fyrstu vistinni, en vagninn var flottur og ég var öfunduð um allan vesturbæ, bæði Á Hofsvallagötu- og Hringbrautarróló.
Ég fékk einn bláan tuttuguogfimmkrónuseðil fyrir vikuna og það er eina skiptið í lífi mínu sem mér hefur tekist að leggja fyrir peninga. Ég fékk rosalegt kikk út úr því. Merkilegt að mér hafi ekki tekist að endurtaka þetta.
Svo fór ég til Köben þegar ég var sautján. Blómasumarið mikla. Það fór ekki vel get ég sagt ykkur, þó það hafi akktjúallí líka verið kúl og skemmtilegt.
Ég fór sem blanda af gesti og stugepige hjá sjálfum lögreglustjóranum í Köbenhavn.
Engum aukvisa var treyst fyrir villingnum mér sem þótti til als vís og það með réttu.
Þar voru engin smábörn, ónei, en hjónin áttu tvo syni, annar var skemmtilegur en sjaldnast heima. Hinn, hann Morten var nörd og lág í bókum alla daga og átti enga vini. Ég held að Morten hafi verið smá undarlegur.
Þegar ég var í sólbaði eða að vesenast svona yfirleitt í húsinu þá kom hann aftan að mér. Hann stóð og glápti eins og hann væri að bíða eftir að ég springi í loft upp eða eitthvað en sagði aldrei orð. Krípí.
Svo var mér réttur Manhattan kokteill á hverju kvöldi fyrir mat. Og annar og annar af því þeim fannst Íslendingurinn svo skemmtilegur rallhálfur með lágmarks þol.
Ég röflaði einhver ósköp og mín uppáhaldssetning var "jag har varit på toiletten i Tivoli". Þvílíkt rugl.
Og ég var snögg að finna mér ábót í vínkjallaranum og man ansi lítið frá seinnipörtum daganna þarna í Valby.
Datt í rúmið á kvöldin nánast rænulaus, en merkilegt nokk þá hafði ég hljótt um mig.
Seinna stakk ég svo af úr þessu endalausa eftirmiðdagspartíi og hélt áfram upp á eigin spýtur við að kanna næturlíf Kaupmannahafnar.
Er það nema von að ég hafi beinlínis setið ofan á dætrum mínum þegar þær voru á þessum aldri.
En engin þeirra reyndist svo með villingagen móður sinnar svo ég hefði getað sparað mér áhyggjurnar.
Framhald seinna.
Nokkru seinna.
Síjú.
![]() |
Börnin mín eru erfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Ekki gera ekki neitt - plís
Ég er sammála Steingrími J. um að menn (konur) komi sér að verki. En VG gera þá kröfu fyrir hönd þjóðarinnar. Algjörlega satt og rétt hjá þessum frábæra stjórnmálamanni.
Ef þessi ríkisstjórn gæti hætt að ferðast aðeins og stoppað heima í viku eða svo þannig að hægt væri að kíkja á vandamálin hér innanlands með það að augnamiði að reyna að laga eitthvað svona áður en þjóðfélagið veltur á hliðina og heimilin á hausinn, þá gæti maður kannski leyft sér að draga andann án öndunarvélarinnar.
Í þau skipti sem einhver mér nátengdur er í afneitun á að eitthvað þurfi að taka til bragðs og sá nátengdi er ekki ég sjálf, verð ég skelfingu lostin.
Það er ekki til meira óöryggi en það sem er fólgið í því að láta eins og ekkert sé og vera með nefið ofan í allra manna kirnum öðrum en sínum eigin.
Og svo vil ég koma á framfæri eftirfarandi skoðun minni.
Þar sem ég tel mig til VG og hef tröllatrú á flestum sem þar eru í forsvari verð ég að segja að það bjargaði ekki deginum að frétta að einn þingmaður VG hafi farið á hótelið að Elliðavatni í staðinn fyrir að bruna heim til sín.
Og ég varð öskuill þegar ég heyrði hann réttlæta þennan gjörning í fjölmiðlum og setja sig þar með á bekk með þeim fjölmörgu stjórnmálamönnum sem aldrei sjá neitt athugavert við eigin gjörðir.
Látum hina þingmennina liggja á milli hluta, en Árni Þór af hverju sagðirðu ekki einfaldlega að þetta yrði ekki endurtekið?
Svo miklu flottara.
Svo legg ég til að þingmenn á Reykjavíkursvæðinu fari heim úr vinnu eftir daginn eins og samborgararnir án tillits til hvað hefur verið til siðs fram að þessu.
Þegar talað er um að við borgararnir eigum að sýna ráðdeild, draga saman seglin og minnka við okkur (Geir Haarde) þá er lágmark að kjörnir fulltrúar okkar gangi á undan með góðu fordæmi.
Og jafnvel þó vel áraði þá eiga svona vinnubrögð að heyra sögunni til.
Fruss.
Fyrirsögn stolið frá Intrum, þar kom að því að ég gat sótt eitthvað í þeirra smiðju, hehe.
![]() |
Menn komi sér að verki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Dansinn kringum gullkálfinn
Ég er eiginlega með óbragð í munninum vegna frétta af þessu bruðlinu og hinu sem maður heyrir um nánast daglega nú um stundir.
Laxveiðiferðin hjá Villa, Binga og Gulla heilbrigðis er eitt dæmið.
Könnunarferð Samgöngunefndar um Stór-Reykjavíkursvæðið þar sem nefndarmenn gistu á Lúxushóteli við Elliðavatn, í staðinn fyrir að fara heim til sín, er annað dæmi um þessa firringu fólks sem er kjörið af almenningi til að gæta hagsmuna okkar.
Fimm milljónir fóru í ferð Þorgerðar Katrínar til Kína, ásamt maka og ráðuneytisstjóra sem líka tók með sér hinn helminginn.
Þá erum við að tala um tvær ferðir, dagpeninga, hótel og ferðalög.
Í mínu bókhaldi eru fimm milljónir króna ansi miklir peningar.
Það virðist engu máli skipta þó hvert bruðlmálið komi upp af öðru, áfram heldur dansinn í kringum gullkálfinn.
Ég auglýsi eftir ráðdeild og eðlilegum viðmiðum í eyðslu og meðferð á peningum skattborgaranna.
Það þarf hagsýnar húsmæður í landsbókhaldið ég veit um margar svoleiðis.
Og ef fólk vill fara tvívegis til Kína í stað einu sinni og ef sumir vilja veiða lax í snobbám er ekki hægt að rífa upp vísakortið eða debbann og gera það fyrir eigin reikning?
Hvers eigum við almenningskrúttin í lífsbaráttunni að gjalda?
Það er ekki eins og þetta fólk sé á strípuðum verkamannatöxtum.
Arrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrg
![]() |
Kínaferðir kostuðu 5 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Réttlætið sigrar
Stundum, en allt of sjaldan ganga hlutirnir upp. Réttlætið sigrar þrátt fyrir allt.
Það er réttlæti í fúnksjón að Paul Ramses skuli vera á leiðinni heim frá Ítalíu þó auðvitað hefði aldrei átt að senda hann þangað.
Og svo er að fylgjast með því hvernig tekið verður á málinu hans og fjölskyldunnar og auðvitað geng ég út frá því að Ramses fjölskyldan taki sér búsetu á Íslandi.
Það verða góð sögulok.
En svo eru það hinir sem eru að bíða, og allir þeir sem eiga eftir að koma frá löndum þar sem vargöld ríkir og fólk forðar sér út í óvissuna til að halda lífi, eins skelfilegt og það hlýtur að vera.
Til Íslands er erfitt að komast, t.d. frá Afríku án þess að millilenda einhvers staðar, eins og raunin var með Ramses fjölskylduna.
Mín ósk er sú að íslensk stjórnvöld skoði þau mál með mannúðar- og réttlætisgleraugum í framtíðinni og hugi að hverri sögu fyrir sig.
Aðeins þannig fæst góður endir.
Og hér er nóg pláss er það ekki?
En BB stóð sig þarna, það verður ekki af karli tekið.
Ég er þó algjörlega sannfærð um að almenningsálitið skemmdi alls ekki fyrir í málinu án þess að ég kveði nú fastar að orði.
Velkominn Ramses.
![]() |
Ramses kemur í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Dorrit tók gullið
Ég hef bloggað um það áður að ég var alin upp af sjálfmenntuðu og kærleiksríku alþýðufólki og ég er afskaplega stolt af uppruna mínum.
Mér var innrætt með hafragrautnum að allir væru jafnir þegar þeir kæmu í heiminn og enginn ætti að hreykja sér yfir annan. Ergo: Mitt fólk gerði sig ekki til, bukkaði sig ekki og beygði fyrir svokölluðu heldra fólki, en það kunni sig var kurteist og gerði aldrei greinarmun á fólki eftir stöðu þess í þjóðfélaginu.
Ég hef fengið þetta í arf þó ég verði að viðurkenna að ég hef átt mín laumusnobbstímabil í gegnum árin.
Ég er ekki stolt af því enda var ég í felum með það eins og svo margt annað en það er önnur og subbulegri saga sem ekki verður sögð núna. Hvað get ég sagt, ég er smali í eðli mínu.
Hvað um það, nú er fólk farið að blogga um forsetafrúna. Hún er ekki nógu settleg. Hún er borin saman við Margréti drottningu Dana og það ekki okkar konu í vil. (Lesið sérstaklega kommentin við færsluna).
Sumum finnst ekki sæma að forsetafrú þessa örríkis sem samanstendur af venjulegu fólki, þó margir hverjir telji sig eðalbornari en aðra, hagi sér eins og dauðleg kona. Hún á að kunna sig og í þessu tilfelli er þá væntanlega átt við að hún sé þrædd upp á prik, nikki og hneigi og sé með fjarræðan drottningarsvip á andlitinu. Eitthvað í þá áttina amk.
Í mínum huga er svoleiðis forsetafrú steingeld, vakúmpökkuð og tilbúin til útflutnings.
Ég vil ekki sjá það.
Hitt er svo annað mál að ég vil helst engan forseta hafa, og engin puntembætti yfirleitt en ég er nú hálfgerður anarkisti í svona málum.´
Mér finnst nefnilega flott að vera alþýðlegur og laus við silkihúfutilgerð. Ég hef skömm á orðusöfnurum sem labba um eins og mörgæsir í þeirri vissu að þeir séu meiri og betri en venjulegt fólk.
Mér finnst forsetafrúin kynna okkur á skemmtilegan hátt, eins og við höfum húmor fyrir sjálfum okkur og kunnum að gleðjast.
Eða erum við ekki þannig þjóð?
Öll eigum við ættir okkar að reka til fjósa, torfkofa og súrmetis. Hvernig væri að átta sig á því.
Ég myndi hins vegar skilja pirringin ef konan væri á felgunni, rífandi kjaft í sleik við aðra þjóðhöfðingja og svona, halló, er í lagi á heimastöðvum?
Ég þekki ekki forsetafrúna (merkilegt mér er aldrei boðið í mat eða kaffi) en hún birtist mér sem hlý og manneskjuleg kona sem kann að hrífast með. Ég held að Dorrit sé stemmingsmanneskja.
Þannig á fólk að vera.
Svo geta allir tréhestarnir hneggjað úti á túni bara.
Og látið sig dreyma um hallir, kónga og krínólín.
Frussss en til hamingju Ísland!
![]() |
Til hamingju Ísland! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (85)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr