Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Fautar og fól

Ég segi það satt og lýg því ekki að það fer um mig ískaldur hrollur þegar ég horfi á viðtalið við þennan vesalings fulltrúa lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Hann heitir Eyjólfur Kristjánsson.  Eyfólfur vill nefnilega koma upp lokuðum flóttamannabúðum og setja flóttamenn í gæsluvarðhald meðan mál þeirra eru skoðuð.

Það er sem sagt glæpsamlegt athæfi samkvæmt lögreglunni suður með sjó að vilja koma til Íslands sem flóttamaður.  Gæsluvarðhaldssök - ekkert minna.

Hvern fjandann er þessi maður að boða hérna?

Eyjólfur talar um að það sé óþolandi fyrir fjölskyldurnar á svæðinu að hafa einhverja menn sem mögulega geta verið morðingjar á sveimi í þessu eðla landi.

Ég ætla að leyfa mér að skammast mín fyrir hönd þessa embættis.

Var kúrsinn útlendingatortryggni 101  í lögguskólanum og ef svo er var Eyjólfur efstur á prófi?

Mér liggur við að álykta svo þegar ég hlusta á fulltrúa löggustjórans (og stjórann sjálfan reyndar líka) tala eftir árásirnar á alla hælisleitendurnar um daginn.

Einhver sagði á blogginu eitthvað um að þessar aðgerðir væru löglegar á landinu okkar kæra og þess vegna ætti maður ekkert að vera að fetta fingur út í þær.

Halló, landið er fólkið sem býr í því og ef meginþorri Íslendinga hugsar svona gagnvart fólki í neyð þá er það mér ekki afturenda kært.

En ég veit að flestir Íslendingar eru vænar manneskjur og vilja koma fallega fram við fólk.

Líka flóttamenn og líka þá sem mögulega fá ekki dvalarleyfi.

Þetta er spurning um eðlilega framkomu ekki fautaskap.

Svo tel ég að við þurfum ekki á svona æsingamönnum að halda í löggunni.

Enda dettur mér ekki í hug eitt andartak að þessir tveir sem hér eru nefndir séu einhver summa af íslenskri lögreglu.

Og guði sé lof fyrir það. 


mbl.is Vilja flóttamenn í varðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugata

Það gerist margt skemmtilegt í flutningum.

Við hlógum mikið ég og dætur mínar er karlarnir voru í ábúðarfyllri kantinum hoknir af þunga málsins.

Þeir voru krútt - ekki að því að spyrja.

Ég tók diskóhoppið í tómri stofunni þegar verið að bera út húsgögn og dansaði um allt eins og hálfviti við mikla kátínu dætra minna.  Ég greip ryksuguslönguna og tók "Hooked on a feeling" og var í villtri sveiflu þegar flutningabílstjórinn steðjaði inn.

Hann leit á mig eins og ég væri brjáluð.

Vottðefokk hugsaði ég, ég sé hann aldrei aftur og svo hélt ég áfram að syngja og nú var það friggings Títanikk lagið

En Jenný Una var hér í gær með mömmu sinni og henni fannst þetta mjög spennandi, þ.e. umstangið í kringum flutningana.

Hún var að bíða eftir að sjónvarpið kæmist í lag.

Hún kom hlaupandi eftir ganginum....Amma, sagði hún, er búið að laga sjónvartið?

Amman: Ég veit það ekki Jenný mín.

Sú stutta: Villtu athugata fyrir mér, ég er upptekin.

Ákaflega bissí ung kona.

Jésús hvað lífið er ljúft.

Kem að vörmu.

Og í dag hef ég legið í krampa yfir þessum.  Þið verðið að sjá hann, algjör birilljans.


Farðu - vertu - skildu - hættu

Ég hef þekki fólk í gegnum tíðina sem eru fæddir sérfræðingar í öllum málum.

Ég man eftir lækni sem var með fastan dálk í gamla DV og hann gaf ráð maðurinn.

Hann var sérfræðingur í notuðum bílum, hvernig á að hengja upp gardínur,  hvert væri best að ferðast, hvað væri best við ilsigi og hann sagði okkur hvað væri eðlileg tíðni fullnæginga hjá konum um fertugt og mönnum um sextugt.  Hann vissi líka hvernig best væri að kaupa OG selja hús.  Maðurinn var nefnilega líka fasteignasali án þess að hafa nokkurn tímann nálægt því komið.

Það var ekki til sá hlutur sem læknirinn var ekki með sérþekkingu á .

Þetta er ákveðin tegund af fólki sem sérfræðingast launalaust og því miður án þess að nokkur fari fram á aðstoðina.

Ég hef verið sérfræðingur, aðallega í samböndum - ráðlagt á báða bóga og tók aldrei krónu fyrir viðvikin.  Ég minnist þess ekki heldur að hafa verið beðin sérstaklega um aðstoð nema endrum og sinnum og af því ég var mjög afgerandi í minni ráðgjöf, sem var í pjúra boðhætti, dæmi: Farðu, vertu skildu, hættu, hlauptu, minnkaði eftirspurnin snarlega.

Á ráðgjafatímanum var ég í vondum málum sjálf sambandslega séð.  Híhí.

En ég lærði mína lexíu.

Það er allt fullt af sérfræðingum í kringum okkur.

En þegar nánar er að gáð þá er það oft fólk sem er ekki í góðum málum sjálft.

Fólkið sem er með allt niðrum sig í samböndum.

Fólkið sem er að missa allt í vaskinn í fjármálunum, ráðleggur gjarnan öðrum hvernig kippa eigi þeim í liðinn.

Ráðgjafar sem hafa valið sér það að hugsjón í frítímanum eru óþolandi fyrirbrigði.

Ég fæ aulahroll þegar ég les um leiðindakokkinn Ramsey sem er með þætti þar sem hann kennir fólki að reka veitingahúsin sín.

Hann virðist nefnilega vera í vondum málum í eigin rekstri.

Rólegur á ráðgjöfinni karlinn.

Ég er flutt - á Teigana jájá og veit ekki hvað ég heiti, er búin að vera brjálæðislega bissí.

En það er allt að verða voða fínt hjá mér.

Enda búin að vera í stöðugu sambandi við ráðgefandi flutningsaðila.

DJÓK!

Svo segi ég eins og Jóna vinkona mín: Eruð þið ekki að fokking kidda mig hvað ég er búin að sakna ykkur á þessum sólarhring sem ég hef verið netlaus.

Á eftir.

Er góð.


mbl.is Ramsey í klandri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutningar gera manni hluti

Jájá, ég stend í flutningum og það upp fyrir haus.

Þetta stefnir í lengstu og fyrirhafnamestu flutninga í sögunni ef undan eru skildir fólksflutningarnir til Ameríku um árið.  

Auðvitað er allt í efsta stigi hjá mér.

Duglegast, mest, best, erfiðast og langbágtastast hjá  mér svo ég taki nú bara dæmi um fallegar stigbreytingar.

En ég verð eitthvað lítið við í þessari undramaskínu sem ég blogga á frá og með kvöldinu og fram á þriðjudag, en auðvitað eitthvað.

En ég kíki við og hendi inn færslu eftir getu frá nýjum höfuðstöðvum kærleiksheimilisins hér í borg.

Ég elska ykkur í ræmur, tætlur og renninga.

Líka ykkur sem mér er í nöp við en þeir eru margir.  DJÓK!

Sé ykkur lifandi eftir örskamma stund.

Tölvu verður kippt úr sambandi kl. 20,53 að staðartíma.

Flutningar gera manni hluti.

Það verður tíundað seinna.


"Þú náðir ekki í mig"

Fannst ykkur fjármálaráðherrann Áddni ekki dúllulegur í réttunum, í góðu djússtuði með fleyginn og svona?

Ég er yfirkomin af hrifningu.  Finnst svo sniðugt að sjá að sumir geta djammað á meðan ljósmæður berjast fyrir laununum sínum.

Lára Hanna hefur tekið saman nýtt myndband um málið og það er nokkuð gott til glöggvunar.

Hér er linkurinn á myndbandið og ég hvet alla bloggara til að skrifa um málið eða setja inn myndbandið hjá sér.

Ég persónulega er komin með upp í háls af kjaftæði og bulli.

ARG


Fasismi og ofsóknir

Það er ekki oft sem maður sér hælisleitendur hér á landi hafa sig í frammi.

En nú er það að gerast og á þessari stundu situr Farzad Rahmanian fyrir utan löggustöðuna í Reykjanesbæ og er í hungurverkfalli vegna þess að lögreglan tók af honum tvöhundraðþúsund krónur.

Hælisleitendur mega greinilega ekki eiga peninga.

Ég veit ekki hvað þessi lögregluárás á fimmtudaginn á að fyrirstilla annað er að sýna fólkinu sem bíður afgreiðslu sinna mála í ljótu húsunum í Njarðvík (sumir árum saman) hver ræður og að það megi brjótast inn á það hvenær sem er telji lögreglan sig hafa "rökstuddan" grun um eitthvað. 

Þá fara þeir tugum saman inn á heimili þessa fólks, brjóta niður dyr og leita í dyrum og dyngjum af einu og öðru.

Peningum þar á meðal.

Við skulum heldur ekki gleyma hundunum ónei, fólkið hlýtur að vera svo ógnvekjandi.

Ef grunur er um að eitthvað misjafnt sé í gangi af hverju er þá ekki farin hefðbundin leið?

Nú er slatti af fólki sem vinnur svart það vitum við öll.

Ég myndi ekki vera mikið heima ef ég væri það - víkingasveitin gæti verið á leiðinni.  Ný vinnubrögð almennt í afgreiðslu mála eða beinist þetta bara að útlendingum?

Og þessi lögreglustjóri þarna er að kafna úr fordómum fyrir utan það hvað hann virðist vera yfir sig sannfærður um eigin mikilvægi, amk. í mynd. 

Löggurnar eru svo í bófaleik.  Verst að leikurinn er ójafn.  Þarna er ráðist inn á fólk sem nýtur greinilega ekki friðhelgi á herbergjum sínum.

Að þessu sinni ætla ég að leyfa mér að kalla þessa lögregluaðgerð famsima með bullandi mannréttindabrotum.

Fasismi og ofsóknir.

Ég veit að það er klisjukennt en ég er ekkert ofsalega stolt af þjóðerni mínu stundum.

Þetta er eitt af þeim skiptum.


mbl.is Hælisleitandi mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyrnalokkar úr hvítagulli - GMG

 

Ég læt ekki klukkast.  Bara svo það sé á hreinu.

Tvær góðar vinkonur mínar, þær Jóna og Edda Agnars hafa klukkað mig og ég sinni því ekki afturenda.

Ég er svo lítið fyrir leiki.

Svo verður að vera einhver mýstik yfir persónu manns.  Ekki get ég farið að kjafta því í ykkur að ég hafi verið gagnnjósnari í volga stríðinu - hafi dansað aðalhlutverk hjá Þjóðdansafélaginu, unnið við að fægja kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju og verið ferjukona við Don.  Þið mynduð einfaldlega líða út af vegna aðdáunaraðsvifs.

En ég á þrjár yndislegar dætur.  Ólíkar en svo frábærar og skemmtilegar.  Svo eru þær góðar við mömmu sína og hafa verið lengi.

Voru að sjálfsögðu fjandanum óþekkari í uppvextinum að því marki að ég lét þær allar á heimavistarskóla.  Nei, nei, ég hef verið heppin með börn.

Um daginn var ég hálfan mánuð í vesturbænum að halda elsta barnabarninu mínu selskap meðan turtildúfurnar Helga Björk og Björn fóru til Ítalíu.

Í dag kom frumburðurinn með hvítagullseyrnalokka handa mömmu sinni ásamt wraparoundi sem mig var búið að langa í lengi.

Ég var orðlaus.

En..

Ég er að flytja.  Fyrir neðan snjólínu.

Hvert og hvenær verður upplýst seinna.

Er það nema von að það sé brjálað að gera.


Frétt?

Halló, er búið að sannreyna þessa sögu?

Ég persónulega, efast stórlega um það.

Vóff.

Bloggið.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið ljós

Ég sat grenjandi yfir Kastljósi áðan þegar talað var við hana Linu sem komin er með börnin sín til Íslands, upp á Skaga úr skelfilegum aðstæðum flóttamannabúðanna.

Reyndar er ég búin að vera hálf vælandi í allan dag - hvað get ég sagt?

Litla stelpan hennar Linu, þessi þriggja ára dúlla sem svaf í fangi móður sinnar fór alveg með það.

Litla krúttið er á svipuðum aldri og hún Jenný Una og tilhugsunin um hvað þetta litla skott er búið að upplifa gerði mig óendanlega hrygga.

En nú er þessi telpa, bræður hennar og mamma loksins komin í öryggi.

Ég er svo innilega glöð með það og vill að við höldum áfram á þessari braut.

En hún saknaði ömmu sinnar og afa sú litla, en þau urðu eftir í búðunum.

Úff.

Sjá viðtal hér.


Samkenndin á Skaganum

Ég er svo glöð fyrir hönd flóttafólksins frá Al Walleed-flóttamannabúðunum í Írak.

Ég hef fylgst með Gurrí, þeirri frábæru konu en hún er einn af stuðningsmönnum sem taka á móti fólkinu og hafa undirbúið komu þess á Skagann.  Hún hefur eina fjölskyldu á sinni könnu. 

Skagamenn hafa svo sannarlega tekið höndum saman og lagst á eitt til að taka vel á móti fólkinu og það er greinilega nóg af hjartahlýju þarna á Akranesi.

Ég verð alveg mössí, mössí þegar ég les inni hjá Gurrí og ég vildi óska að við gætum boðið fleiri konur með börnin sín velkomnar. 

Það var svo sannarlega óþarfi að hafa áhyggjur af Skagamönnum varðandi þetta mál.

Magnús Þór virðist ekki hafa átt marga skoðanabræður í þessu máli.

Virðing og hamingja!

Úje


mbl.is Erlendir fjölmiðlar fjalla um komu flóttamanna til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2987739

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband