Færsluflokkur: Ferðalög
Sunnudagur, 22. mars 2009
Míglekur að neðan
Eftir veðursýnishorn síðast liðins sólarhrings varð ekki hjá því komist að taka ákvörðun.
Og hún var tekin með báðum samhljóða atkvæðum.
Vorið er komið og ekki orð um það meir.
Og þá fór ég að pæla, hvað með grill?
Ég losaði mig við útigrillið, gasfyrirbærið þegar ég flutti s.l. haust og sé ekki eftir því fyrir fimm aura.
Ég sé ekkert spennandi við að vera með útieldavél. Það vantar alla stemmingu í lyktina af gasgrilli.
En, mig langar í kolagrill.
Ég nefndi þetta við minn löglega í förbífarten hér við hirðina í morgun og hann olli mér ekki furðu með viðbrögðum sínum, ég þekki manninn of vel.
Hann sagði einfaldlega: Nei í guðanna bænum ekkert svona vesen!
Ég spennti í hann augun, setti upp ískaldan reiðisvip með kvalræðisívafi og fórnarlambskippum og skyrpti út úr mér: Vá, stemmingin lekur af þér, villtu ekki fara að bjóða þig fram sem gleðipinna í blómabúðir, ég meina þar verður bráðum brjálað að gera í fræjunum og svona hjá EÐLILEGUM fjölskyldum.
Grafarþögn.
Ég: Ég ætla að kaupa kolagrill, það er ekkert vesen, ég sé um það sjálf og síðan hvenær ertu orðinn svona mikill gleðimorðingi?
Hann brosti (sá að sér) við knúsuðumst og grillið verður keypt næstu daga.
Sko, eins og ég elska af guði mér skenktan manninn svona oftast nær þá eru hlutir í fari hans sem geta gert mig dýróða og stórhættulega.
Eins og t.d. varðandi tjaldferðir. Ég elska að fara í tjald.
Vill hann koma með?
Nei, ekki að ræða það. Tjöld eru glötuð, manni verður kalt í þeim og svo mígleka þau neðan frá.
Ég á byrjunarstigi sambúðar: Leka neðan frá, hvað ertu að meina?
Hann: Jú ég var að spila í Húsafelli 1967 og svaf í tjaldi, og þegar ég vaknaði var allt á floti og samlokurnar hennar mömmu sigldu fram hjá andlitinu á mér á leiðinni út úr tjaldinu.
Ég: Halló það var um miðja síðustu öld, tjöld eru fullkomin í dag. Hoppaðu inn í nútímann drengur.
Hann: Nei, íslenskt veðurfar býður ekki upp á tjaldveru. Ég fer ekki í tjald, ekki að ræða það, búinn með þann pakka. Ekki, ekki, ekki.
En ég skal koma með þér og vera á gistiheimili með rúmi og sturtu.
Mál útrætt, búin að marg reyna á það og ég gef mig ekki svo auðveldlega.
Tjaldið er úti hvað hann varðar en ekki mig.
Ég fer með dætrum mínum bara.
Og þá getur hann verið heima að grilla.
Úje
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 20. mars 2009
Úje og hamingja í húsinu
Jájá, Liam Gallagher framleiddu föt og farðu með æðruleysisbænina bara, þú ert skaphundur.
Og að hinni eiginlegu ástæðu þessarar bloggfærslu sem hefur með grafalvarlegt mál að gera.
Ég er með fatavandamál.
Ég er fatafrík, reyndar verða þau að vera svört og þau eiga helst að heita eitthvað annað en "framleitt af Hagkaup fyrir Hagkaup".
Dætur mínar hafa séð mér fyrir flottum fatnaði undanfarin ár. Helga og Sara kaupa alltaf handa mér þegar þær fara til útlanda.
María Greta sendir mér frá London, notað og nýtt og ég gæti ekki verið meira happí með fyrirkomulagið.
En samt er farið að vanta í skápinn.
Ég man nefnilega að í fyrrasumar þegar veðrið var óíslenskt og sumarið var sumar, átti ég nánast ekkert af fötum sem hæfði tilefninu.
Tvo hörkjóla og svo var það upptalið.
Ég sagði við húsband í gær (kæruleysislega til að koma honum ekki í ham): Heyrðu, mig vantar föt.
Hann: (Rétti út handlegg og sveiflaði í átt að fataskáp eins og Mússolíni í svalaræðunni):
Hvað með ALLA kjólana þína?
Ég: Arg. Þarftu ekki að taka til á lóðinni eða eitthvað?
Skilningsleysið algjört - kynjabilið á við "Grand Canyon".
Síðan hefur ríkt kjarnorkuvetur í samskiptum hér á kærleiks.
En...
Málið er að mér finnst bæði vont og vanþroskað að vera hégómleg hvað varðar fatnað.
Ég vildi vera meira hipp og kúl kona sem hengir ekki sjálfsmyndina á druslurnar sem hún gengur í.
Að mér þætti nóg að vera hrein og fín.
En þangað til það gerist ætla ég að kaupa mér föt eins og mér væri borgað fyrir það.
Ókei, ég ýki, en eins og eina mussu, eða pils fyrir sumarið ætti maður að geta sloppið með eða hvað?
Nananananana, farin að kyssa minn heittelskaða og semja frið um fataskápinn.
Ó, hann er ekki heima, ég geri það seinna.
En ég get glaðst yfir einu, ég á slatta af litlum svörtum.
Úje og hamingja í húsinu.
P.s. Svo datt ég í nostalgíuna þegar ég fór að leita að myndum við færsluna. BIBA í London (Valdís, haltu þér), flottasta búð ever, Mary Quant, ésús minn, dagarnir í London, þegar lífið var föt og sætir strákar.
Ómæómæ, svo er bara friggings kreppa.
En það er ókeypis að hverfa til betri daga, þegar föt kostuðu ekki hvítuna úr augum manns.
Ætti ég að flokka hana þessa undir mannréttindi?
Nebb, fer undir lífstíl.
![]() |
Kominn í tískuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Makedónarnir
Minn heittelskaði er að horfa á handboltann.
Miðað við stóíska ró mannsins í sófanum eru Íslendingar í ágætis málum.
Mér gæti ekki staðið meira á sama enda íþróttahatari.
Sko, boltaíþróttahatari nema þegar Dorrit er á vellinum.
Og hávaðinn, hér heyrist ekki mannsins mál.
En...
Hvað á það að þýða að kalla menn frá Makedóníu, Makedóna?
Eru þeir dónalegri en menn af öðru þjóðerni?
Hvað varð um Makedóníumenn?
Sama ruglið var í gangi þegar þeir breyttu Mexíkönum í Mexíkóa. Ég get ekki lifað með því.
En Dónarnir eru undir.
Það er bót í máli.
Áfram Ísland.
![]() |
Frábær sigur í Skopje |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Góð bók um perlur og steina
Ég nota þessa síðu mína nánast aldrei til að auglýsa hluti.
En það eru undantekningar á þessu og nú er tími fyrir eina.
Bókin "Perlur og steinar" (um árin með Jökli) eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur um árin með Jökli er til sölu hjá höfundi fyrir þúsund krónur.
Fyrir utan þá staðreynd að þessi bók er frábær þá rennur söluandvirði bókarinnar í Fatímusjóðinn, en hann styrkir fátækar stúlkur í Jemen til náms.
Hafið samband við Jóhönnu í gegnum Facebook eða senda póst á jemen@simnet.is
Ég mæli heilshugar með bókinni börnin góð.
Sjáumst.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 7. mars 2009
Dokjúmentasjón um ekki neitt
Svei mér þá ef öll íslenska pressan hangir ekki í raðfullnægingum yfir Fáfni, þarna plebbafélaginu.
Þeir eru búnir að standa og fylgjast með hvort vítisenglar séu með þessari og hinni flugvélinni síðan á fimmtudag, ég legg ekki meira á ykkur.
Ekki að þeir séu sunnudagaskóladrengir í Hell´s angels, en fyrr má nú vera áhuginn.
Sjaldan hefur verið jafn mikið skrifað á stuttum tíma um partígesti sem ekki eru í partíinu.
Nú hangir blaðamaður Moggans með ljósmyndara fyrir utan Fáfnisfélagsheimilið og dokjúmenterar einhverja mótórhjólanörda í sígópásu fyrir utan hús.
Vá, spennandi.
Stundum læt ég mér detta sú fásinna í hug að pressan bíði spennt eftir að allt fari í bál og brand.
Að minnsta kosti tel ég að henni væri það ekki á móti skapi.
Cry me a river.
![]() |
Fáfnismenn fagna í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 6. mars 2009
Áfram Steingrímur!
Nú rennir Steingrímur J. niðurskurðaröxinni í gengnum dagpeninga- og hlunnindabinginn.
Það var tími til kominn.
Engir dagpeningar lengur fyrir maka ráðherra í opinberum heimsóknum. Tékk.
Ráðherrar fá héðan í frá aðeins þriðjung dagpeninga á slíkum ferðalögum framvegis. Tékk.
Þá verða dagpeningar háttsettra embættismanna og ráðherra lækkaðir um 10%. Tékk.
Þorgerður Katrín, þarna voruð þið húsbandið helvíti heppin, þið sluppuð til Peking tvisvar sinnum en nú er það búið.
Nú verður fólk að haga sér eins og sú stórskulduga þjóð sem við erum. Í því felst mæt lexía í auðmýkt fyrir þá sem geta tekið til sín sneiðina.
Nananabúbú.
Án gríns, loksins er verið að taka á óráðsíu og forréttindareglunum í stjórnkerfinu.
Vonandi er þetta aðeins byrjunin.
Íslensk stjórnvöld hafa hagað sér eins og olíufurstar á sveppum þegar kemur að því að úthluta hlunnindum sjálfum sér og sínum til handa.
1-0 fyrir fjármálaráðherra.
Áfram svona!
![]() |
Steingrímur sker í dagpeninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. mars 2009
En ég elska ykkur samt..
Ég óska þessum manni til hamingju, sko þessum sem gat marið fram sex ástæður til að flytja hingað á klakann.
Hann veit auðvitað ekki um alla hina plúsana sem eru innifaldir í fæðingarrétti Íslendingsins.
Að geta gengið úti í náttúrunni, hlustað á fuglasöng, lyktað af lyngi, verið einn í heiminum og altekinn af fegurð náttúrunnar. Slíkt verður aldrei metið nógsamlega.
Að vera inni í hlýjunni og hlusta á rokið, rigninguna, snjóstorminn eða hríðina. Það jafnast fátt á við það.
Að horfa á Esjuna á björtu sumarkvöldi og sjá endalaust ný litbrigði hennar.
Að horfa á sjóinn.
Að finnast maður heyra til, þó allt sé í kalda kolum.
Djöfull er ég væmin.
En mér þykir vænt um landið mitt.
Því miður þá ætti ég auðveldara með að hripa niður sirka hundrað ástæður fyrir að koma sér úr landi.
En ég ætla ekki að gera það.
Vill ekki leggja mín lóð á vogarskálar varðandi brottflutninga á þessum síðustu tímum.
En málið er einfalt: Mér þykir undurvænt um þessa eyju og flesta sem á henni dveljast.
En sumir mættu flytja úr landi mín vegna.
En ykkur kemur ekkert við hverjir það eru.
En ég elska ykkur samt.
![]() |
6 ástæður til að flytja til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Forsetinn hefur níu fingur á hendi
Ferðir forsetans í einkaþotum auðmanna voru stórlega ýktar, sagði ÓRG í fyrra.
Bara teljandi á fingrum annarrar handar.
Samkvæmt þessu þá eru níu fingur á forsetahöndinni.
Agaleg fötlun þetta.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Er ekki komið nóg?
Greiðslustöðvun Kaupþings framlengd.
Gott fyrir skilanefndarmennina, eru þeir ekki með tuttuguogfimmþúsund á tímann fyrir hvert viðvik?
Ég sé fyrir mér gapastokk í hillingum á Austurvelli.
Eða myndi sjá ef ég hefði trú á ofbeldi.
En ég var að lesa þetta inni á dv.is
Tveir skilanefndarmenn fóru til Bangalor á Indlandi fyrr í mánuðinum til að meta eignir.
"Samkvæmt tölvupóstunum lagði sá starfsmaður skilanefndar Kaupþings sem skipulagði ferðina mikla áherslu á að skilanefndarmenn dveldu við góðan kost. Mælir þú með hóteli fyrir okkur í Bangalor. Ég vil helst eitthvað í allra besta flokki ef þér er sama. Hversu mikinn tíma þurfum við þarna fyrir fundina og ef við viljum koma við á báðum svæðunum? Ég yrði þakklátur fyrir að dagskráin yrði í háum gæðaflokki. Hvorugur okkar hefur verið þarna þannig að við verðum að leggja traust okkar á þína dómgreind,
Þetta er fólkið sem á að gæta hagsmuna bankanna sem íslenska þjóðin fékk í fangið eftir að auðmennirnir voru búnir að blóðmjólka þá.
Finnst einhverjum þetta í lagi?
Út með þetta fólk.
Svo er til háborinnar skammar ef þessi verkefnataxti er réttur.
Við þurfum að borga brúsann fyrir gróðærissukkið við almenningur.
En er virkilega ekki komið nóg af siðleysi og græðgi á okkar kostnað?
Mér sýnist partíið enn vera í fullum gangi.
![]() |
Greiðslustöðvun Kaupþings framlengd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Heita Ísland
Sniðugt.
Ferðaþjónustan og við landsmenn allir höfum dottið í lukkupottinn.
Ísland er ofarlega á lista yfir lönd sem mælt er með að fólk heimsæki á árinu.
Þá verður það Gullfoss, Geysir, Þingvellir og stutt stopp fyrir utan Mæðrastyrksnefnd.
Þar má virða fyrir sér hið íslenska súpueldhús og sökkerana sem líða fyrir partíið, var aldrei boðið en sitja uppi með nótuna og komast hvergi.
Eins dauði, annars brauð.
![]() |
Ísland eitt það heitasta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr