Færsluflokkur: Ferðalög
Fimmtudagur, 20. september 2007
Saga af Fíknó!
Mamma mín er frá Fáskrúðsfirði og þar af leiðandi ég líka. En ég hef fjarvistarsönnun og ég kom ekki nálægt þessum heimaslóðum móður minnar, hvorki í gær né 2005 þegar skútan var skilin þar eftir. Ég hef tvisvar sinnum heimsótt fjörðinn heim og það er orðið ógisla langt síðan.
Annars er kominn tími á að það finnist almennilegt magn fíkniefna og vonandi þeir sem fjármagna það í leiðinni. Auðvitað á lögreglan þakkir skildar, en það þarf auðvitað ekki að þakka þeim fyrir að vinna vinnuna sína og svo gerðu þeir það svo ljómandi vel sjálfir á blaðamannafundinum í dag.
Þegar ég bjó á Laugaveginum var ég einu sinni veik heima og lá eins og slytti í rúminu. Það var föstudagskvöld og húsbandið bauð sig fram í að labba út á Svarta Svan og kaupa mat handa sjúklingnum mér. Út í hringiðu Laugavegsins hélt hann, en eins og fram hefur komið, áður, þá bjuggu dópistar á hæðinni fyrir neðan okkur.
Hvað um það, þegar minn heittelskaði er kominn að húsi Tryggingastofnunar, stoppar bíll, út stekkur hópur af mönnum, þeir hoppa á húsband og spyrja hvort þeir megi leita að fíkniefnum á honum. Á meðan stöðvaðist hringiðan, fleirhundruð og fimmtíu manns fylgdust með, af alefli. Húsband spurði hvað myndi gerast ef hann segði nei og hann fékk að vita að þá yrði farið með hann niður á stöð og blablabla. Þar sem minn heittelskaði vissi af mér heimafyrir, blásaklausri að bíða eftir ruslfæði, lét hann gossa og var "þuklaður" skemmtilega frá toppi til táar í návist íslensku þjóðarinnar. Hann spurði; hvers vegna ég og fékk það svar að hann byggi nú í þessu húsi þarna.
Síðan þá hef ég alltaf hugsað með ákveðnu glotti um fíkniefnalögregluna og stundum hef ég velt því fyrir mér hvort hún hefði ekki eitthvað betra að gera en að ráðast á einhverja dúdda úti á götu sem eru á leiðinni í sjoppuna eða eitthvað ámóta hversdagslegt.
En húsbandið segir að þetta hafi verið reynsla sem hann búi að, þó hann hafi gjarnan viljað vera án hennar. Hóst!
Ég fékk þó að borða þarna um árið. Eitthvað bölvaðekkisens jukkeddíjukk eitthvað, en að borða samt.
Þökk sé Fíknó.
OMG.
![]() |
Þrír þeirra handteknu hafa verið leiddir fyrir dómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. september 2007
Black and beautiful!
Ég hef átt marga þeirra í gegnum tíðina. Ég hef elskað þá næstum jafn mikið og börnin mín, dúllað við þá, klæðst þeim með stolti og safnað þeim meðvitað eins og ég hefði átt að safna peningum, en það hefur ekki tekist enn. Ég get svarið það að ef ég hefði ekki gefið frá mér þessar elskur í gegnum tíðina, eins og bjáni, þá er ég viss um að ég gæti notað hvern einasta einn, í dag. Þeir eru nefnilega allir nánast eins, bara spurning um efni eða smá breytingar á sniði, eftir því sem tískan hverju sinni gefur tilefni til.
Sá litli svarti hefur aldrei verið í eintölu hjá mér. Ég á fleiri en einn og fleiri en tvo. Miðað við að ég er nánast fullkomin og ætti með réttu löngu vera farin að svífa um alheiminn í nirvana, þá hefur þessi eini löstur (jeræt) haldið mér á jörðinni.
Nú um stundir eru sex litlir svartir í umferð. Sá nýjasti bara mánaðargamall. Ég er svarta konan. Er eins og lakkrísmoli til fara, svei mér þá.
Ég hef bloggað um "alla svörtu kjólana mína" (orð míns heittelskaða þegar ég þykist ekki eiga neitt til að fara í) nokkrum sinnum, þannig að af því má sjá að þeir eru mér hugleiknir. Annars er erfitt að vera fatasjúkur og ætla að láta taka sig alvarlega í leiðinni. Það er eitthvað svo yfirborðskennt. En lífið er ekki fullkomið.
En hvað um það. Harrods í London er með sýningu til heiðurs litla svarta kjólnum og ég er óvirkur alki með fatavandamál og kemst ekki á sýninguna. Tuff shit!
En ég er samt voða glöð.
Stelpur eigum við að kíkja í búðir um helgina?
Úje
![]() |
Litli svarti kjóllinn heiðraður í Harrods |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 17. september 2007
Þegar skrattinn hittir ömmu sína!
Ég er svo illgjörn að ég get ekki annað en brosað að fólkinu sem daðraði hvort við annað á netinu og komust að því - of seint - að þau voru að dufla hvort við annað. Er hægt að fá betri lexíu í að haga sér?
Þegar ég var í námi í Svíþjóð, átti ein skólasystir mín í ástarsambandi við giftan mann. Við supum hveljur yfir sögunum sem hún sagði okkur, spenningurinn í lífi hennar var skelfilegur og ég fékk í magann þegar hún á mánudögum setti okkur vinkonurnar inn í atburði helgarinnar. Ekki misskilja mig, mér fannst spennan vond en sumum fannst hún góð, eins og gengur.
Svo kom vor. Vinkonan fór á kaffihús með elskhuganum. Þau stóðu á torgi Gustavs Adolf niðri í Gautaborg og hann kyssti hana bless. Þetta var fyrsti vordagurinn, sólin skein og fuglarnir sungu og ladídadída, allur sá væmnispakki (fyllið í eftir þörfum). Hún fór heim, hann eflaust líka.
Í GT daginn eftir var þessi yndislega vormynd á forsíðu blaðsins. Þau að kyssast á torginu og fyrirsögnin var: "Ástin og vorið blómstra í Gautaborg".
Kona elskhugans var ekki voða glöð með myndina af eiginmanninum og þau skildu. Vinkonan snarkólnaði þegar maðurinn var allt í einu á lausu. Hún snéri sér að næsta gifta manni.
Hún er enn að en hún forðast ljósmyndara eins og heitan eldinn.
Jag ringer på fredag!
Jajamensan!
![]() |
Daður á netinu endar með skilnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. september 2007
Ég fæ mér byssu..
..það er á hreinu og held til veiða á rjúpu. Ég ætla ekki að láta fokka upp jólunum mínum annað árið í röð. Í fyrsta skipti frá því ég var barn (ef undan eru skilin jólin mín í Svíþjóð) var ég rjúpulaus. Það er ekki hægt að lýsa líðaninni, jólunum stolið af manni bara og ég ekki einu sinni í samningsaðstöðu til að kaupa rjúpu á 5.000 kr. stykkið, en svei mér þá ef ég hefði ekki gert það ef það hefði verið í boði.
Nú held ég á vertíð sjálf. Það er sölubann á rjúpum og einhversstaðar verð ég að ná í jólamatinn. Hvernig ætli hamborgarhryggselskendunum liði, ef steikin þeirra yrði bönnuð nema fáum útvöldum. Þá myndi nú heyrast hljóð úr horni.
Þar sem ég veit ekki hvað er fram og hvað er aftur á svona byssu, auglýsi ég hér með eftir rjúpnamanni sem vill bjarga fyrir mig jólunum á sanngjörnu verði, og koma jafnvel í veg fyrir stórslys á heiðum uppi.
P.s. Annars var dádýrið sem ég hafði í matinn bara stórkostlegt og ekkert út á það að setja, en traddi er traddi, júnó.
Plíshelpmí.
Ójá
![]() |
Áfram sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. september 2007
VIÐ SEM ERUM FLUGHRÆDD..
..veltum okkur endalaust uppúr allskyns hlutum þegar við erum sest um borð í flugvél. Ég til dæmis hugsa eftirfarandi:
Eru flugfreyjurnar "eðlilegar" á svipinn? Hvernig horfa þær á hvor aðra t.d. þegar vélin er komin á loft og þær eru grunlausar um tilvist fólks eins og mín, sem fylgjast með hverju svipbrigði, eru þær ræða um Dow Jones og eitthvað svoleiðis eða eru þær að hughreysta hvor aðra?
Ég velti fyrir mér af hverju það séu gúmmíbátar undir sætunum, þegar maður er eins langt frá hafi og hugsast getur. Er ekki rökréttara að hafa fallhlíf undir sætunum. Ég meina, snúið dæminu við. Döhö!
Síðast en ekki síst eyði ég rosalegum tíma í að pæla í þeim sem eru í kokkpittinu. Var annar þeirra nokkuð að rífast við konuna og er í víðtæku messi út af því? Ef einn fær hjartaáfall myndi hinn taka eftir því? Mega flugstjórar setja á átópælot og fara svo að tefla eða eitthvað? Er annnar eða jafnvel báðir þunnir eða FULLIR? Þetta hef ég aldrei sagt upphátt sum sé, af því ég veit að þegar að flugvélum kemur, er ég erkifífl. En núna hefur mér verið kippt harkalega "niður á jörðina".
Ganga bátar til Englands?
Would you like to fly in my beautiful baloon?
Úje
![]() |
Drukkinn flugstjóri millilenti farþegaþotu á Arlanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Mánudagur, 3. september 2007
TIL HAMINGJU OFSATRÚARBLOGGARAR Á MBL.IS
Ég veit að það er ekki mjög gáfulegt að skrifa þegar maður er reiður, en ég sé samt enga ástæðu til að bíða með að tjá mig um þetta mál, þar sem það má einu gilda fyrir fólk almennt hvort ég er glöð eða reið. Það er aðallega að það komi mínum nánustu við, þar sem reiðin færi væntanlega í hausinn á þeim, en sem betur fer er ég ekki í selskap við nokkurn mann á meðan ég pústa út.
Hvað um það. Níu ára stúlkan í Níkaragva sem komin er fimm mánuði á leið, eftir að hafa verið misnotuð af frænda sínum, dvelur nú í Mæðrahúsinu, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands lét byggja og opnað var fyrir fáeinum vikum.
Gleðiefnið og tilefni hamingjuóskanna er auðvitað að í Níkaragva er bann við fóstureyðingum, líka þó móður stafi bein hætta af þungunni. Níu ára gamla telpan er skv. læknum, alls ekki í líkamlegu standi til að fæða barn, en þökk sé lögunum, þá skal hún gera það samt, sama hvað tautar og raular.
Nú bíð ég spennt eftir gleðifærslum frá mannvinunum miklu sem eru með það á hreinu hvað er rétt í svona málum, beint frá Guði. Jóni Val er tíðrætt um fósturvíg. Hann hlýtur að blogga um þetta gleðiefni.
Ég bíð spennt.
![]() |
9 ára barnshafandi stúlka í Mæðrahúsi í Níkaragva |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (124)
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
ILLA FARIÐ MEÐ GÓÐAN DRENG
..ég hef þekkt hann Bjarna Sæmundsson, frá blautu barnsbeini. Hann bjó lengi við Ásvallagötuna og við lékum okkur á Hringbrautarróló og þá einkum í sandkassanum. Bjarni vildi ekki fara úr hverfinu, ekki nema rétt niður í Ellingsen og Sápuhús til að kaupa jólagjafir. Ég hélt að strákurinn hefði vaxið upp úr þessum átthagafjötrum, en það er greinilega einhver tregða í honum enn, gagnvart ferðalögum.
Ég frétti fyrir nokkru, að hann væri nýlega giftur hann Bjarni, konan hans er auðvitað frá Akureyri, þar sem hver frekjan rigsar um annarri öflugri og nú hefur hún viljað koma Bjarna til Akureyrar, til fundar við sína tengdafjölskyldu, hvað sem tautaði og raulaði.
Ég sendi Bjarna æskuvini mínum, hugheilar samúðarkveðjur og vona að honum hafi ekki orðið mjög meint af þessari ofbeldisfullu gjörð. Það hlýtur að kosta heilmikil átök að vera dreginn vestan úr bæ og alla leið til Akureyrar, þrátt fyrir að sá sem dregur sé sá sem maður elskar mest í lífinu.
Ó, þetta er frétt um skipið Bjarna Sæmundsson sem dregið var af skipinu Árna Friðrikssyni til Akureyrar vegna bilunar.
Dem, dem, dem og ég sem var búin að ýta á "vista" eða þannig.
Húhumm
![]() |
Bjarni Sæmundsson dreginn til Akureyrar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
AGJÖRLEGA ÓÞARFAR UPPLÝSINGAR
Mér finnst leiðinlegt að fá fréttir af því að það sé byrjað að slátra einhverstaðar. Það er óþægilegt að vita að fjöldamorð séu hafin hér og þar. Ég er kjötæta, ekki spurning og veit að sjálfsögðu að lömbin sem ég borða, dóu ekki úr hárri elli og södd lífdaga, áður en þau lentu á disknum mínum, en ég kæri mig ekki um að láta velta mér upp úr því.
Lömb eru sæt, mömmur þeirra og pabbar líka. Það er hin sláandi póstkortafegurð þessara tilvonandi kvöldmáltíða sem truflar mig stundum.
Ferlið frá haga og heim í eldhús er eitthvað sem ég vil ekki láta minna mig á. Það ferli sem þar er í gangi má mér að meinalausu, liggja milli hluta. Réttir er eitt af því sem tröllríður fréttum á haustin. Þá er ég í algjörri samviskukreppu. Það er djammað af tilefninu út um sveitir landsins. Ég hefði aldrei getað búið í sveit. Ég hefði soltið heilu hungri.
Sem borgarbarni finnst mér best að fá mitt kjöt í neytendapakkningum, tilskorið og snyrt og á pakkningunum á ekki að vera neitt um æsku kjötstykkisins. Þannig get ég haldið áfram að borða mínar steikur, vandræðalaust og án allrar sektarkenndar.
Súmí!
Úje
![]() |
Haustslátrun hafin á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
ER MAÐURINN Á PRÓSENTUM?
Tvær fréttir eru á forsíðu mbl.is, frá Selfosslögreglunni. Þessi sem hér er fyrir neðan fjallar um tillögu Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns, um að lækka hámarkshraða á Biskupstungnabraut við Borg í Grímsnesi.
Ætla ekki að leggja mat á hvað er rétt eða rangt þarna. Ég tek bara eftir því að þetta lögregluembætti er stöðugt í fréttum.
Er sýsli á árangurstengdum launum?
Vonvonders!
Ú, ú,ú og komaso!
![]() |
Leggur til að hámarkshraði verði lækkaður við Borg í Grímsnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. ágúst 2007
ÞVAGLEGGUR Á ÞINGVÖLLUM?
Selfosslögreglan handótk mann á Þingvöllum sem var grunaður um ölvunarakstur. Ég ætlaði nú ekki að fara að blogga um svoleiðis tittlingaskít, enda alltaf verið að taka drukkna hálfvita undir stýri og telst ekki til frétta einu sinni. Því miður.
En í fréttinni er tekið fram að maðurinn hafi verið færður til sýnatöku. Blóð og þvag tekið.
Það varð mér tilefni til bloggs.
Var þvagleggurinn tekinn á manninn?
Vonvonders!
Úje
![]() |
Ölvaður maður ók á rútu á bílastæði á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2987760
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr