Færsluflokkur: Ferðalög
Föstudagur, 12. október 2007
Svo fegin og glöð..
..að aumingja Súlugeiri komst í smá frí frá Goldfinger. Hann náði að gista á hæsta hóteli í heimi sem er í Dubæ, sjö stjörnu hótelinu Arabaturninum, hann var samt ekki í svítu, bara herbergi.
Hann fór með þyrlu í hótelið sem er náttúrlega það eina sem passar fyrir þennan mann með mjög svo einfaldan smekk. Það má reyndar geta þess að aðeins er hægt að komast að hóteli þessu með þyrlu eða limmó. Úff, live´s a bitch.
Ég er glöð með að hann átti afgang eftir að hafa séð útlendum konum fyrir "vinnu", þannig að þær getið séð sér og sínum farborða.
Það er ósköp gott að geta glaðst með smáfuglunum.
Ala-Akabar.
Úje
![]() |
Geiri á sjö stjörnu hóteli í Dubai |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 3. október 2007
Mergjuð sjúkrasaga
Þar sem ég er á annað borð farin að blogga um sjúkdóma og mergsýnatökur, þá er best að missa sig algjörlega í sjúkdómatalinu og ræða um hægðir og þvag. Nei, ég er að grínast. En ég lenti í "skemmtilegri" lífsreynslu fyrir tveimur árum úti á Spáni, þegar ég var flutt fársjúk á sjúkrahús, þar sem ég eyddi sumarfríinu, nánast öllu og það var lífsreynsla. Sólin skein og útsýnið úr sjúkrahúsglugganum var nokkuð fallegt. Ólívulundir og svoleiðis.
Hvað um það, ég ætla ekki að fara tíunda ævintýri mín á þessu sjúkrahúsi, enda vart til frásagnar um þau þar sem ég var veik á meðan ég dvaldi þar (merkilegt hvað ég er öðruvísi en annað fólk, bara veik á spítala, hm..). Það sem hinsvegar var eftirtektarvert og minnistætt eru læknar þessa eðla spítala.
Þá daga sem ég var á röltinu, fór ég niður í kaffiteríuna og fékk mér sígó. Þar sátu læknarnir, hver um annan reykjandi og með bjór. Á miðjum degi. Þar í hóp var læknir sem fór með mig í CT-skann og hann þekkti mig og kom vaðandi að borðinu mínu og bað mig á sinni takmörkuðu ensku, um sígó, hvort ég gæti lánað sér eina. Svo var hann svo uppveðraður yfir þessum hálfa pakka sem ég rétti að honum, að hann vildi endilega gefa mér bjór í staðinn, Cervesa Grande, ekkert fingurbjargarglas.
Þar sem ég lá þarna vegna bólgu í brisi, tilkomnu vegna drykkju, þá finnst mér þetta smá stílbrot svona eftir á að hyggja, en ég sagði nei takk, því jafnvel harðsvíruðum alkanum mér, fannst full langt gengið að vera sjúklingur á spítala, þambandi bjór, með lækninum sem átti að bjarga lífi mínu, svo ég taki nú smá Lúkas á málið.
Ef þið eigið eftir að lenda á sjúkrahúsi á Spáni (Mallorca), þá get ég lofað að þar er standandi lifnaður, nánast allan sólarhringinn og læknarnir eru vel mildir, með sígópakkann í brjóstvasanum.
Þorgrímur Þráinsson, hættu að skrifa um samskipti kynjanna, sem þú hefur ekki hundsvit á og drífðu þig til Spánar. Þar bíða verðug verkefni.
Bráðum ætla ég að blogga um fjöldasönginn á sjúkraherbergjunum. Það er saga út af fyrir sig.
Bætmí.
Úje
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 3. október 2007
Innilokun!
Enginn manneskja vill láta loka sig inni. Það er okkur eiginlegt að reyna að brjóta af okkur fjötrana þegar við lendum í þeim aðstæðum að vera svipt frelsinu. Annars væru fangelsi varla læst, er það?
Ég lét mér detta í hug þegar ég las nýlega um nýja AA-deild á vegum fangelsanna, þar sem talsmaður fanga sagði að föngum væri treyst t.d. til að fara á fundi í bænum, að það væri sennilega tímaspursmál hvenær það hlypi strok í einhvern.
Nú eru tveir á flótta, eftir að hafa stungið af eftir AA-fund. Ég vona að þetta séu ekki hættulegir menn og að þeir finnist fljótlega.
Svo er líka vonandi að þetta skemmi ekki fundarfrjálsræðið hjá hinum sem reynst hafa traustsins verðir.
Ætli það sé útópía að hægt sé að gefa föngum þetta frelsi?
Ædóntnó.
![]() |
Leitað árangurslaust að strokuföngum í alla nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 1. október 2007
Færeyjafrændinn Bill
Fyrir hina háu upphæð sem Clinton tók fyrir að koma til Færeyja og halda þar ræðu á ráðstefnu, myndi ég líka segjast finna til skyldleika með Færeyingum. Fjandinn hafi það, ég myndi sækja um ríkisborgararétt og éta skerpukjöt fyrir upphæðina sem er svo há að hún er ekki gefin upp.
En Clinton er krútt. Maðurinn er giftur næsta forseta Bandaríkjann. Ekki lélegt það.
Já ég er forspá, hún verður næsti forseti.
Levinský hvað.
Súmí.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 29. september 2007
Vó, matsjó forsætisráðherra!
Það er veikleikamerki að taka upp evruna, einhliða.
Það er kvenlegt að gráta.
Karlmannlegt að hanga á krónunni, "no matter what" eins og Geir Hilmar sagði í dag.
Karlmannlegt að gefa ekki eftir, endurskoða aldrei og láta engan bilbug á sér finna.
Tökum upp dollara. Það er svo mikið "hinn frjálsi heimur" er mér sagt.
Verum töff, matsjó og hörð í horn að taka.
Úje
![]() |
Geir H. Haarde: Að taka upp evru einhliða álitið veikleikamerki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. september 2007
Halló Renée
Hæ gamla,
Þar sem ég efast ekki eitt andartak um að þú ert dyggur lesandi Moggabloggs, þá vil ég láta þig vita að ég er til, finnst þú ógisla góð leikkona og ferlega sæt. Ég vona líka að þú krækir í bítilinn Pál og bara allt gangi upp hjá þér sem þú tekur þér fyrir hendur.
Ég er haldinn sjúkdómi. Hann heitir Imöldumarkossyndromikus og gerir það að verkum að ég er brjáluð í skó. Vegna bágra efna hef ég þurft að hlaupa um nánast BERFÆTT í sumar og ef einhver reynir að segja þér að ég eigi fleiri TUGI skópara, þá er sá hinn sami að ljúga.
Ég var að velta því fyrir mér hvort þú gætir ekki komið með mér í skódeildina í Saks og gefið mér nokkur pör af háhælum fyrir veturinn. Ég get ekki verið þekkt fyrir að skarta hvítu tréklossunum, með netamynstrinu, sem ég keypti í Gautaborg anno 1984, þegar jólin ganga í garð.
Ég myndi alveg gera mig ánægða með tvenn til þrenn pör.
Hvað segirðu um það vúman?
Láttu þitt fólk tala við sóandsó sem mun þá tala við mína sóandsó.
Yours sincerely,
Imalda II
![]() |
Skóálfurinn Renée Zellweger |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. september 2007
Hamur!
Ég er í ham, veðurham. Mikið skelfing líður mér vel í svona veðri. Ég hef komið mér fyrir við tölvuna, innvafin í eiturgrænt flísteppi úr IKEA sem Jenný Una Eriksdóttir, færð mér á dögunum. Ég sit hérna með tebolla, nikótínnefúða (er að byrja að trappa mig niður) og les blogg og annan fróðleik á netinu. Úti hamast veðrið og ég er barnalega hamingjusöm yfir því.
Samt vona ég að veðrið valdi ekki óþægindum fyrir fólk. Hm.. ekki eðlilegt hvað vel hefur tekist til með uppeldið á mér. En vinafólk okkar er á leiðinni til Tenerif og það er búið að fresta brottför fram á kvöld, vegna væntanlegs veðurs. Þorrí krakkar.
Var að velta fyrir mér megrunarkúrum, eftir að hafa lesið frétt í Mogga, um mann sem úðaði í sig bökuðum baunum í kílóavís og uppskar mikið þyngdartap. Þar sem ég hef marga fjöruna sopið í megrunardeildinni, þá er ég afskaplega glöð yfir því að hafa ekki heyrt af þessari aðferð þegar ég stundaði hamfaramegranir af miklum móð hérna í denn. Ég hefði stokkið á þetta, ég er dedd á því og bara tilhugsunin um bakaða BAUN veldur mér ógleði, hvað þá heldur viðkomandi kvikindi í stampavís. Ég hefði þó sett mörkin við sláturmegrun. Hefði heldur látist úr offitu en að láta þann bölvaða viðbjóð ofan í mig.
Mig rámar í hvítvínsmegrun, rámar í er rétta orðið, því ég fór í hana, og mér er sagt að hún hafi borið árangur í mínu tilfelli. Ég er ekki til frásagnar um það. Merkilegur andskoti hvað áfengi klæðir mig illa.
Jæja elskurnar, nú ríf ég mig upp af stólnum, hendi teppinu og geysist í hreingerningarhaminn, þvottahúshaminn og bökunarhaminn. Var einhver að segja að ég væri manisk? Hélt ekki?
Síjúgæs!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 25. september 2007
Flott og nauðsynlegt framtak.
"Veitum þeim vernd" er yfirskrift norræns átaks sem ætlað er að vekja athygli á stöðu hælisleitenda á Norðurlöndum. Þetta er hvatning til stjórnvalda á Norðurlöndunum til að taka á móti fólki sem býr við ofbeldi og stríð.
Ég persónulega, tel að við Íslendingar getum gert öllu betur en við gerum nú. Fram að þessu höfum við ekki verið hálfdrættingar í þessum málum, miðað við nágrannaþjóðirnar.
Í fréttatilkynningunni stendur:
Fólk sem flýr innanlandsátök, vargöld og gróf mannréttindabrot þarfnast aðstoðar alþjóðasamfélagsins. Í dag er staðan sú að þetta fólk fær ekki þá vernd sem það sækist eftir. Stundum er vístað til þess að ofbeldið sé ekki nægjanlega grimmilegt til að teljast til ofsókna eða þá að fólki tekst ekki að sýna fram á að ofbeldið hafi beinst að þeim persónulega. Það er hlutverk flóttamannastofnunarinnar að aðstoða flóttafólk og við vonum heilshugar að það fólk sem flýr ofsóknir og vargöld fái þá vernd sem það þarfnast, og ber, á Norðurlöndum segir Erica Feller, Aðstoðarflóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna.
Þetta tek ég heilshugar undir. Það er kominn tími til að við hysjum upp um okkur, varðandi móttöku á fólki, sem hefur þurft að flýja skelfilegar aðstæður í heimalöndunum.
Ég vek athygli á "linknum" hérna fyrir neðan og hvet ykkur gott fólk til að fara inn á hann og skrifa undir. Munum samtakamáttinn.
Og komasho!
![]() |
Athygli vakin á stöðu hælisleitenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 24. september 2007
Iransforseti er vitlausari en honum er hollt..
og minnir mig á talsmann Saddams Husseins, í innrás Bandaríkjanna í Írak. Þessi sem sagði að allt væri undir kontroll, þegar allt hrundi á bak við hann í mynd. Sorglega fyndið mitt í allri eymdinni og hörmungunum.
Ahmadinejad hélt því blákalt fram að samkynhneigðir séu ekki til í Íran. Ef ég tryði því að hann væri í afneitun, þá væri þetta í lagi, en gaurinn er svo vanur að komast upp með að segja allskonar vitleysu í fjölmiðlunum sem hann ræður yfir, að hann heldur örugglega að hinn vestræni heimur kaupi lygina úr honum.
Fyrir utan að afneita helförinni, ásamt ofannefndu, hvaða dellu ætli hann komi með næst?
Mér kæmi ekki á óvart ef hann héldi því fram að það væri fullt jafnrétti í landinu.
Later!
![]() |
Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 25.9.2007 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 24. september 2007
Er Iceland Express lággjaldaflugfélag?
Ég er svo hissa. Mér hefur fundist þeir vera með svipað verð og "flugfélagið okkar allra (hvort sem okkur líkar betur eða verr)", ögn lægra stundum, en í staðinn eru þeir með dýrustu samlokudruslur í heimi.
Hvað um það, ég er úti að fljúga greinilega.
En eins og einhver brekkan sagði; þá er vel borgandi fyrir það að vera Íslendingur.
Hm.. afsakið meðan ég tryllist úr hlátri.
Farin á flug.
![]() |
Vefur Iceland Express verðlaunaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2987760
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr