Færsluflokkur: Ferðalög
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Hurð skellist - lylki fleykt
"Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi eftir að hann var handtekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli í gær samkvæmt heimildum vefsíðunnar visir.is."
Þetta er greinilega maður sem les blöðin og fylgist með.
Ef ég væri eftirlýstur glæpamaður í útlöndum (god forbid) þá væri Ísland góður kostur í stöðunni.
Ætlaði maður að flýja sko.
Maðurinn kann sitt fag og hefur auðvitað séð hvernig réttvísinni er framfylgt á Íslandi.
Eina sem maður þarf að gæta sín á er að stela sér ekki til matar.
Þá er maður í vondum málum, hurð á klefa er skellt í lás og lyklum hent.
Áður en þér hefur tekist að kyngja síðasta blóðmörsbitanum.
Ójá.
Þekktur glæpamaður handtekinn á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 3. ágúst 2009
Hressir ellilífeyrisþegar
Í síðustu færslu réðst ég á Vestmannaeyinga fyrir bölvað montið í þeim.
Gaman að þessu.
Elska að fara í taugarnar á fólki þegar þannig liggur á mér.
Einhver benti mér á að dissa Akureyri næst en ég bíð aðeins með það og ræðst nú á Húsdýragarðinn í staðinn.
Úje.
Reyndar er þetta í nösunum á mér en það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér varðandi Húsdýragarðinn og Stuðmenn, hvort það sé ekki kominn tími á að uppfæra skemmtiatriðin þarna?
Þarna koma barnafjölskyldur og börnin þekkja hvorki haus né sporð á þessum jafnöldrum mínum í bandinu, sem eru reyndar alveg skemmtilegir og svona, en ég ímynda mér að þetta væri álíka gleði fyrir mig tíu ára að hlusta á Karl Julleby harmonikkuleikara og fyrir æsku Íslands að mæta í garðinn í gær.
Ég hefði gengið heim frá þeirri skemmtun.
Í gær voru börn spurð í fréttum hvort þau vissu hvað hljómsveitin héti og þau gerðu það auðvitað ekki enda svo ung að þau eru ekki farin að lesa Íslendingasögurnar.
Reyndar sá ég þarna fólk undir fertugu í söngvarðasveitinni, flottur Stefán Karl og Eyþór, þannig að þetta var nú kannski ekki alslæmt.
Trúið mér þegar ég segi ykkur að ég er að hörmungajafna hérna svo Vestmanneyjafólkið fyrirgefi mér.
Á svo mikið af ættingjum og vinum í Eyjum, verð að sleikja þau upp sko.
En Stuðmenn eru ágætir. Mér þykir vænt um þá.
Þeir eru ferlega hressir verðandi ellilífeyrisþegar og ekki orð um það meir.
Næst er það Akureyri.
Úje.
Stuðmenn héldu uppi stuðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 2. ágúst 2009
Raupið í Eyjamönnum
Vistmannaeyingar mega halda sínar þjóðhátíðar í góðu lagi fyrir mér og fá helminginn af þjóðinni í heimsókn ef þeir vilja en...
Ég hendi sjónvarpinu í vegginn ef þessum áróðri frá þjóðhátíð fer ekki að linna í fréttatímum beggja stöðva.
Þar er núna á hverju kvöldi talað við mótshaldara í Eyjum sem tíunda dásemdina.
Segja þetta himnaríki á jörðu.
Veðurguðirnir elski sig.
(Í fyrra rigndi eldi og brennisteini, þá snéru þeir því upp í lofsöng líka, það var nefnilega svo gaman á þjóðhátíð að veðrir skipti ekki nokkurn kjaft neinu máli).
Þeir séu svo frábærir mótshaldarar.
Að toppurinn á tilverunni sé einmitt í Vestmannaeyjum um þessa helgi.
Með tilkomu Bakkafjöru geti þeir tekið á móti miklu fleirum af því þeir eru svo klárir í skipulagningu út í eyjum offkors.
Sjálfhælnin hefur engan hnekki boðið í Vestmannaeyjum þrátt fyrir að Íslendingum hafi verið kippt frekar ákveðið niður á jörðina í hruninu.
Sko gott fólk..
í paradís á jörðu eru ekki kærðar nauðganir,
þar eru heldur ekki kærðar alvarlegar líkamsárásir,
þar eru ekki allar fangageymslur fullar
ég reikna heldur ekki með að í paradís á jörðu teljist nefbrot og þvíumlíkir áverkar til minniháttar.
Um að gera að vera ánægður með sig en þarf maður að hlusta á raupið í hverjum fréttatíma?
Þetta er eins og auglýsing frá ferðamálaráði Vestmannaeyja.
Ókeypis á prime time.
Get over your selves - arg.
Illa barinn á þjóðhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Laugardagur, 1. ágúst 2009
Skammastín!
Halló, var einhver að gera lítið úr sjáandanum henni Láru?
Draga hana sundur og saman í háði?
Ha?
Jabb, ég gerði það smá en ekki mikið.
Skammastu þín Jenný Anna Baldursdóttir.
Nú hringi ég í Láru og fæ lottótölur kvöldsins hjá henni.
Og á mánudaginn flyt ég úr landi með féð.
Sest hreinlega að á Mallorca, nú eða Kúbu, svei mér þá.
Snarpur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 31. júlí 2009
Litli Landsímamaðurinn hvað?
Það er talað við konu í Mogganum í dag sem lenti í því að klóakið stíflaðist í sumarbúðstaðnum sem hún dvaldi í og svo ætlaði hún á tónleika með Helga Björns í Valhöll en við vitum hvernig það fór.
Tónleikarnir hurfu í reyk.
Það sem ég skil hins vegar ekki af hverju fjölmiðlar hafa ekki hangið á mínum húni.
Ég var beisíklí síðast kaffigesturinn á þessu sögufræga hóteli eins og frægt er orðið.
En þar sem húsbandið gleymdi að taka með sér sígó og það var bara sitthvor í pakkanum þá stöldruðum við ekki lengur við en sem nemur svona korteri.
En þarna sátum við í sólinni með Norsurum og Svíum á þessu föstudagseftirmiðdegi sem verður skráður í sögubækur, og þá hefur sennilega verið farið að rjúka.
Vonandi var það ekki sígóstubburinn logandi sem ég henti inn um opinn glugga á hótelinu sem magnaði eldinn.
Nei, nei, en ég upplifi mig ógeðslega merkilega vegna nærveru minnar við þennan atburð sem er auðvitað hörmulegur og ekkert öðruvísi.
Skrýtið samt að ekki einn fjölmiðlungur hafi viljað taka við mig exklúsív opnuviðtal með mig reykjandi á forsíðu vegna nálægðar minnar við söguna.
Ég sem er litla Valahallarkonan með insæd informeisjón.
Litli Landsímamaðurinn hvað?
Skömm aðessu.
Klóakið stíflaðist og hótelið brann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 31. júlí 2009
Í nafni Óðins og Þórs
Ég fór einu sinni á útihátíð.
Þar sem ég átti foreldra og aðra aðstandendur sem létu ekki hópþrýsting hræra við sér varð ég að bíða þar til ég varð 16.
Ég man eftir þessu hæpi í kringum verslunarmannahelgi og að ég gekk í gegnum þvílíka sorg yfir að fá ekki að slást í hópinn á meðan ég var ekki komin á samningsstigið við foreldrana.
Allir vissu þá og vita enn að verslunarmannahelgin er fyrir flesta unglinga sem fá að fara á eigin vegum út í sveit, aðgöngumiði að flippuðu djammi.
Með afleiðingum því miður eins og dæmin sanna.
Ég fór sem sé í Mörkina þegar ég var 16 og heldur betur búin að missa af hormónalestinni því ég fór heim daginn eftir með vegaeftirlitsmanni.
Það var nákvæmlega ekkert sjarmerandi við fjöldafylleríið, ekki einu sinni fyrir mig sem kallaði nú ekki allt ömmu mína.
En hvað um það.
Verslunarmannahelgin er opinbert leyfi á fjöldafyllerí.
Svo getur fólk móðgast ef það vill og haldið því fram að það sé vondur minnihluti sem hagi sér eins og bilaðir valtarar á stjórnlausri leið niður brekku en það er ekki þannig, það er nefnilega meirihlutinn sem fer á húrrandi fyllerí.
Svo eru tjaldbrennurnar þar sem öllu lauslegu er hent á eld í versta falli en skilið eftir út um allt í besta.
Ég hef hins vegar aldrei verið í Vestmannaeyjum um þessa helgi og veit ekkert hvernig sú skemmtun artar sig nema af því sem ég les í blöðum.
Í nafni Óðins og Þórs hagið ykkur.
Það er nefnilega líf eftir þessa helgi.
Margir á ferli í Eyjum í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 26. júlí 2009
Loksins
Það á að lækka hámarksmagn áfengis í blóði úr 0,5 prómill niður í 0,2 ef Alþingi samþykkir drög að nýjum umferðarlögum, sem ég vona svo sannarlega að það geri.
En fyrirgefið ef ég virðist koma af fjöllum hérna en ég vissi ekki að það væri þörf á að lækka, hélt einfaldlega að það væri algjörlega bannað að drekka og keyra.
Mér er sama hversu magnið er lágt það á einfaldlega ekki að vera svigrúm fyrir eitt einasta prómill í blóði.
Á hverju ári deyr fólk og örkumlast vegna þess að ökumaður er drukkinn eða bakfullur.
Að sjálfsögðu á að koma í veg fyrir að það geti gerst með öllum mögulegum ráðum.
Svo er bara flott ef bílprófsaldur verður hækkaður í 18.
Ég er á því að það megi ganga ansi langt til að fækka slysum í umferðinni.
Nóg er nú samt.
Og hananú.
Blátt bann við akstri og áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 25. júlí 2009
Grískir harmleikir á hverjum degi
Það er þetta með flutninga fólks til útlanda.
Ég get ekki séð það sem neikvæðan hlut að minnsta kosti ekki að öllu leyti.
Það er talað um atgervisflótta.
Að svo margir stökkvi á brott að eftir verði gamalmenni og aðrir bótaþegar.
Þjóðarsálin er að verða aðeins of dramatísk fyrir minn smekk.
Þrýstingur verður að einelti.
Flutningur ungs fólks til útlanda (oftast tímabundið) verður að atgervisflótta og stórkostlegri fækkun íslensku þjóðarinnar.
Maður rífur hús og þingmaður hendist á staðinn og vafrar um allt í dramakasti með trékubb úr rústunum. Blóðbunan aftur úr viðkomandi.
Svo kemur í ljós að niðurrifsmaðurinn er bara ekki skömminni skárri en þeir sem hann er að beita sér gegn.
Róið ykkur gott fólk.
Við búum á eyju.
Ekkert eðlilegt en að ungt fólk flytji úr landi og víkki sjóndeildarhringinn.
Flest komum við aftur.
Er ekki ástandið alveg nógu slæmt þó það sé ekki hlaupið upp til handa og fóta og heilu grísku harmleikirnir gerðir úr öllum sköpuðum hlutum.
Gangi fólkinu vel í Noregi.
Þetta er eins og að flytja á milli sveita.
Ekkert stórmál.
Kommon.
Hundruð flytjast til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 24. júlí 2009
Hollendingar á leiðinni
Nú hefur Steingrímur J. sent út leiðréttingu varðandi tveggja milljarða kostnaðinn sem sagt var að myndi falla á Íslendinga.
Steingrímur harmar að leiðrétta þurfi málflutning á málstofum sem haldnar eru á vegum H.Í.
Ég er sammála Steingrími þar.
Nógu viðkvæmt er ástandið þó ekki sé verið að æra óstöðugan með röngum upplýsingum eins og hér virðist hafa verið gert.
Annars þurfum við sennilega ekki að hafa áhyggjur af þessu á næstunni.
Núna þurfum við hins vegarað stofna íslenskan her og það ekki seinna en núna.
Setjum Björn Bjarna í að uppfylla drauminn sinn.
Við erum um það bil að verða fyrir innrás.
Jájá.
Fyrst taka þeir flugvöllinn.
Svo Landsbankann, útvarpið og sjónvarpið.
Sjúkur húmor segja sumir.
Ég vona það.
Sjitt.
Ekki minnst á lögfræðikostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 24. júlí 2009
Sýnum mannúð
Í gróðærinu þegar hér var stundaður innflutningur á erlendu verkafólki til að byggja í brjálæðinu var stöðugt verið að ráðast á það vegna landlægrar kynþáttaandúðar á Íslandi.
Mér er í fersku minni djöfuldómurinn og lætin í meðlimum Stangaveiðifélags Reykjavíkur þegar mér varð á að brosa að því að Pólverjar nokkrir veiddu sér í soðið í Elliðaánum.
Mér fannst það krúttlegt og ég er enn alveg viss um að þeir hafi ekki haft græna hugmynd um allt andskotans veiðisnobbið og lúxusinn í kringum stangaveiði á Íslandi.
Ég er auðvitað ekki að mæla veiðiþjófnaði bót en mér fannst þetta sum sé dálítið dúllulegur árekstur ólíkra menningarheima.
Ég bloggaði oft og gjarnan til stuðnings innflytjendum enda vissi ég sem var andúðin kraumar í þjóðarsálinni. Ekki allri offkors en alveg nógu víða.
Og þá hugsaði ég á stundum þegar ég las heiftúðlegar athugasemdir landa minna í athugasemdakerfinu mínu við færslurnar, að það væri eins gott að þessi þjóð okkar þyrfti ekki á öðrum að halda með sitt yfirlætislega viðhorf.
En nú er það komið á daginn að við erum upp á náð og miskunn margra þjóða komin.
Sem er sorglegt.
En vonandi lærdómsríkt í leiðinni.
Nú fer ég fram á það, og það ekki auðmjúklegast, að hver sem um mál flóttamannanna frá Al Waleed flóttamannabúðunum fjallar, komi dóttur Aydu Abdullah Al Esa á Akranesi og manni hennar til landsins.
Við viljum ekki aðskilja fjölskyldur er það?
Dóttir Aydu missti barn sitt skömmu eftir fæðingu en hún fékk ekki nægilega aðstoð og læknishjálp þegar hún veiktist.
Þar sem er hjartarúm þar er pláss.
Ég er ekki biblíutrúuð kona en ég trúi bjargfast og af öllu afli á kærleikann og að við eigum að koma fram við náungann eins og við viljum láta koma fram við okkur.
Ég er til í að planta mér fyrir framan ráðuneyti dómsmála eins og ég hef áður gert til stuðnings öðrum flóttamanni, til að minna á dóttur hennar Aydu en ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að það sé nauðsynlegt.
Sýnum mannúð.
Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2987142
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr