Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Hvar get ég pissað hérna?

Munið þið hvar þið voruð þegar Armstrong steig á tunglið, að því vitað er til, manna fyrstur?

Ég man það.

Var í sumardvöl hjá lögreglustjóranum í Köben í Valby og þar var kvikmyndavél látin ganga alla nóttina á sjónvarpið.

Ég man líka hvar ég var þegar Kennedy dó.  Ég var heima hjá mér offkors enda ellefu ára.  Og nei ég fór ekki að grenja.  Þekkti ekki manninn.

Einhver var að fabúlera um hin frægu orð Armstrongs um daginn.

"One small step for man, one giant leap for mankind".

Auðvitað hefur enginn maður svona orð á hraðbergi bara, þarf enginn að segja mér það.

Yfir þessu hefur hann legið mánuðum saman.  Alveg: Ég verð að segja eitthvað sem fer vel í sögubókum framtíðarinnar.

Hvað myndi ég t.d. segja alveg svona spontant ef ég stæði á tunglinu.  Jú ég myndi segja eitthvað á þessa leið:

Vá, skrýtið að svífa í lausu lofti.

Eða: Hvar get ég pissað hérna?

Auðvitað segir fólk ekkert beint frá hjartanu þegar allur heimurinn hlustar og bíður eftir því með öndina í hálsinum að maður kveiki á talfærunum.

Annars er ég bara í asnalegum mánudagsfíling hérna.

Kvíði komandi dögum.

Það er nefnilega fokkings Icesave framundan.


mbl.is Risastórt skref fyrir mannkynið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á vonda vini!

 

woman_laughing

Verð að játa að ég er nokkuð upptekin af brunanum á Þingvöllum.

Kannski ekki skrýtið þar sem ég hef verið með síðustu kaffigestum staðarins í gær.

En hvað um það, ég veit að ég er með svartan húmor og ég kæri mig ekkert um að hafa það öðru vísi takk kærlega fyrir það.

En vinir mínir eru enn verri.

Nú fæ ég stöðugar meldingar um að mæta á hina og þessa staði sem þeim hugnast ekki, væntanlega til þess að þeir verði einhverju að bráð þar sem ég er svo mögnuð að allt fer til fjandans sem ég kem nálægt.

Ég hef verið beðin um að heimsækja útrásarvíkinga, hús sem bera vitni gróðærismikilmennskunni, þar sem arkítektar hafa misst sig á testósteróni og hannað byggingaskrímsli sem standa lóðbeint upp í skýin eins og risatittlingar.

Ég get því miður ekki orðið við þessum óskum þar sem ég er löghlýðin borgari með hérahjarta.

En tilhugsunin er óneitanlega nokkuð ljúf.

Vá hvað það er margt sem við gætum verið án í þessri borg.

En án gamans þá hef ég kveikt í sjálfri mér.

Tvisvar svo ég sé nú alveg heiðarleg.

Setti í mig permanent á hallærislega tímabilinu í lífi mínu.

Æi, þið munið þegar ljósabekkjanotkun var reiknuð inn í vísitölu neysluverðs og maður þurfti að skreppa frá úr vinnu til að halda við svertunni og auka möguleika sína á sortuæxli.

Gott ef það var ekki inni í kjarasamningum bara.

Ég var sem sagt að setja í mig permó úr kassa heima hjá mér og gleymdi því í hausnum á mér.

Og það rauk úr hárinu á mér.

Ég hélt sko að það væri kemíkin í jukkinu sem ég keypti í apótekinu sem kveikti í.

En svona eftir á að hyggja...

..var það ekki bara minn magnaði persónuleiki sem startaði brunanum?

Það er eins gott að ég fari að tóna mig niður.

Farin í sólbað.

Loga af spenningi.


mbl.is Skýrslur teknar af starfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húmor minn jafn svartur og rústirnar

Þvílíkur dagur og hótel Valhöll brunnin til grunna.

Ekki að ég haldi að ég sé nafli alheimsins en stundum eru hlutirnir aðeins of magnaðir fyrir minn smekk.

Sko, s.l. sumur hef ég verið á leiðinni á Þingvöll.

Til hvers?

Jú, til að njóta fegurðarinnar, kyrrðarinnar og drekka kaffi á hótelinu.

2008 var ég á leiðinni, komin út í bíl einn góðviðrisdag í maí.

Við ætluðum að kíkja á Selfoss og svo á Þingvöll enda ég komin með gargandi þörf fyrir þúfur og bláskóg.

Rétt áður en við lögðum á stað, reyndar á planinu fyrir utan kærleiks kom jarðskjálftinn.

Þessi stóri.

Vó, við hrísluðumst inn aftur.

Í hitteð fyrra var ég lögð af stað en varð að snúa við sökum bilunar í kærleiksvagninum.

Enginn Þingvöllur það sumarið fremur en jarðskjálftasumarið.

En í dag var ég einbeitt í þeirri löngum minni að komast á Þingvöll, enda veðrið til þess.

Kærleiksvagninn var að koma úr viðgerð okkur ekkert að vanbúnaði, ég fór á hælana og settist inn í bíl.

Húsband glotti og spurði hvort ég þyrði.  Hvort ég væri ekki hrædd við skjálfta eða eldgos, móðir náttúru væri mikið í mun að halda mér frá þjóðgarðinum.

Ég: Æi, láttekki eins og asni, af stað með okkur.  Ég skal og mun drekka kaffi á hótel Valhöll í dag!

Og það gerðum við.

Settumst út í góða veðrið með kaffið okkar og nutum sólar í smá stund.

Við ræddum um að hótelið væri orðið algjör garmur, hvort það væri ekki ráð að hafa almennilegt hótel á þessum helgasta stað á Íslandi, sjálfri vöggu lýðræðisins.

Og það var þá sem ég fékk hugmyndina um að brenna húsið til grunna.

Ég gekk fumlaust til verks.

Nei, ég veit þetta er ekki fyndið ég er að fokka í ykkur dúllurnar mínar.

Eða hvað?

Játa hér og nú að húmor minn er jafn svartur og rústirnar af hótelinu.

Já, já, ég skammast mín.

En mikið djöfull er ég mögnuð.

Úff.


mbl.is Valhöll brennur til grunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martröð framundan!

hræðsla 

Sumir hlutir, hversu vitlausir sem þeir virðast vera þegar maður heyrir þá fyrst, hafa tilhneigingu til að verða það sem kallað er eðlilegir ef þeir fá að grassera nógu lengi.

Ég man að það var ekki bara ég sem fór á samskeytunum þegar það var fyrst bannað að reykja í millilandaflugi.

Ég sem var á þeim tíma orðin skíthrædd við að fljúga hélt að ég yrði ekki eldri.

Og það var ekki bara ég sem var stórhneyksluð á þessu mannréttindabroti.  Ónei.

Ég man að ég sat stíf og beið eftir að fá að kveikja mér í strax eftir flugtak.

Hékk á rettunni á milli landa algjörlega viss um að ég myndi húrra niður í sjóinn þá og þegar.

Harðákveðin í að deyja reykjandi og vel í glasi.

Eftir að stelpurnar mínar fæddust og ég varð eldri því hræddari varð ég að fljúga.

Hrædd um að gera börnin mín móðurlaus.

Ég tók gífurleg dramaköst þegar ég þurfti að bregða mér af bæ (lesist í flugvél sem kom nokkuð oft fyrir vegna þeirra starfa sem ég hafði með höndum) og í hvert skipti hágrét ég, faðmaði þær, skrifaði erfðarskrá, líftryggði mig og fór að heiman með ekka, lét þær lofa mér að verða góðar stúlkur og mömmu sinni til sóma og gekk frá því við föður þeirra að giftast konu sem elskaði börn.  Mín börn. (okokok, einhvern veginn svona).

Þegar sígóið var svo rifið af mér ofan á yfirvofandi dauðdaga minn sem ég hafði ásamkað mér sjálfviljug með því að fara í flugferðalag þá hrundi taugakerfið gjörsamlega.

Ég hellti í mig á barnum en það þýddi ekkert ég var ómótækileg fyrir deyfingu.

Skelfingu lostin og þurr í munni hríslaðist ég upp í vindlahylkið sem svo geystist upp í háloftin.

Hvernig var svipurinn á flugfreyjunum?

Voru þær áhyggjufullar, var þetta skelfingarhrukka á milli augnanna á þessari stóru og vígalegu?

Um hvað voru þær að tala sín á milli?  Var bros þeirra frá eyra til eyra uppgerðin ein og á bak við atvinnuandlitið var kona að tryllast úr ótta vegna yfirvofandi hraps?

Og ég fabúleraði og tryllti sjálfa mig út í hreinustu geðveiki.

Á yfirborðinu var ég kúl.  Svo kúl að ég haggaðist ekki.   Las bók í þykjustunni nú eða fjandans flugblaðið.

Af því að nú er yfirvofandi önnur geðveiki í flugheiminum þá skuluð þið taka vel eftir standandi konu í millilandafluginu þegar það verður orðið hipp, kúl og eðlilegt að selja í stæði.

Hún kemur til með að standa í dragtinnim, á sínum háu hælum að því er virðist algjörlega áhyggjulaus, upp á endann í vélinni.

Lesandi bækling um flugöryggi.

Verið góð við hana.

Hún er nefnilega að tryllast úr hræðslu.

Ajö.


mbl.is Ókeypis flug fyrir standandi farþega?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konan við rætur fjallsins

Fólk er ekki eins, sem betur fer. (Já, þetta eru heimspekilegar hugsanir á mánudagsmorgni).

Sumir sitja með sjónvarpið í fanginu og horfa á svona fótboltaleik.

Aðrir ganga á fjöll.

Ég skil ekki þetta með fótboltann, en ég skil algjörlega þetta með fjöllin.

Íslensk náttúra er falleg, það er gott að vera úti og reyna á sig og njóta útsýnis.

En ég er ekki heldur fjallatýpan.

Er meira svona "konan sem situr við rætur fjallsins og fylgist með".

(Enda færi fjallaklifur illa með mína háhæluðu skó).

Konan við fjallsræturnar, sem er ég, er alveg þessi týpa:

"Vá hvað það eru margir á fjallinu í dag".

"Hei, róleg, ætlið þið að mynda umferðarteppu á Esjunni krakkar?".

"Nei sko, er ekki Sóandsó að leggja í hann upp fjallið og  Sóandsó á bullandi skriðu niður, úps þar gossaði hann. Áts.  Best að ég fari heim og bloggi um þetta fjallgöngufólk."

Já, það er ég. 

Ekki spurning.


mbl.is Níundi sigur FH í röð, 3:0 í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondi Feisbúkkmaðurin lokaði á vinkonu mína! Urr!

 Dúa

Sko, þar sem þjóðfélagið hefur farið á aðra hliðina vegna Feisbúkklokunar á Ragnheiði Elínu Clausen, hinnar geðþekku og dagfarsprúðu þulu,  finnst mér tilefni til að koma því á framfæri að það hefur verið lokað á fleiri.

Málið er að mín ástkæra vinkona, ekki svo mjög dagfarsprúða með með enga reynslu af þularstarfi á bakinu, var líka hent út skýringalaust af Feisinu.

Þrátt fyrir óaðfinnanlega hegðun, bara svo það sé á hreinu.

Ég er alveg farin að sjá fyrir mér einhvern illa innrættan Íslending sem skannar Feisbúkk og hefur það að aðalstarfi að henda út geðþekkum konum algjörlega á tilviljanakenndan máta.

Alveg: Þessi fýkur og þessi, og þessi.

Af hverju gerir þú þeitta Feisbúkkmaður?

FM: Because I can.

En aftur í alvöru þessa máls.

Við vinkonur Dúu dásamlegu eru búnar að stofna grúppu henni til stuðnings og ég hvet ykkur kæru lesendur þessarar síðu til að fara inn á þennan hlekk hér og skrá ykkur strax.

Setjum Feisbúkk stólinn fyrir dyrnar í þessum undarlegu lokunum.

Sjitt, ætli vondi Feisbúkkmaðurinn loki ekki á mig næst.

Það er eins gott að það verði sett á fót grúppa handa mér þá.

Þó ég sé sírífandi kjaft bæði á Feisbúkk, á blogginu og heima á kærleiks.

Koma svo.

 


Veður

 Nauthólsvík

Það er verið að malbika götuna mína.

Það lyktar allt af brenndu gúmmíi.

Hvar er gamla tjörulykt bernsku minnar?

En hei, krakkar, hvað er þetta með sumarið?

Ég er ekki vön að fara á samskeytunum vegna veðurfars, elska veturinn og haustið en síður vorið.

Þetta er algjört kreppusumar í veðurfari.

En sumur bernsku minnar voru sólrík.

Lykt af nýslegnu grasi, vínarbrauði, Sínalkói og bragð af rykugum rifsberjum stolnum úr görðum Ásvallagötu og Hringbrautar.

Ég er farin að skilja gamla fólkið sem oft talar um að hlutirnir hafi verið betri hér áður og fyrr.

Og nú langar mig í apótekaralakkrís.

Úr Vesturbæjarapóteki takk fyrir.

 P.s. Myndin er frá Nauthólsvík, árið 1966, tekin frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.


mbl.is Verður 20 stiga múrinn rofinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búrkur og skótau

burka 

Ég hélt ekki að ég ætti það eftir að verða algjörlega sammála Sarkozy, þeim smávaxna uppskafning og monthana.

En jafnvel það vígi er hrunið.

Sarkozy sagði á franska þinginu í dag, að búrka, klæðnaður múslímakvenna sé ekki velkominn í Frakklandi þar sem klæðnaðurinn sé ekki táknrænn fyrir trú heldur undirgefni kvenna.

Búrka er ein af skelfilegum uppfinningum múslímskra karlmanna til að hafa hemil á konum sínum.

Þær mega ekki sjást.

Horfa í gegnum net.

Ég hef lesið viðtal við konur þar sem þær lýsa upplifun sinni þegar þær byrja að nota búrkuna.

Jafnvægisskynið hverfur, þær sjá bara beint fram fyrir sig.

Kona í svoleiðis viðjum er ekki líkleg til að hlaupa mikið útundan sér eða vera með attitjúd.

Ekki að það séu ekki  lagðar hömlur á konur út um allan heim.

Eins og gert var í Kína á árum áður þegar fætur kvenna voru reirðir.

geisha-kyoto-n-065_3

Geisurnar hlupu ekki langt heldur á töfflunum með plattforminu.

Og við vestrænar konur sem erum búnar að kaupa hugmyndina um að það sé flott að ganga á háum hælum.

Þó maður hafi skögrað um fyrstu mánuðina.

Ég t.d. féll algjörlega fyrir þessu farartæki vestrænna kvenna og bruna áreynslulaust á þeim út um allar koppagrundir þegar sá gálinn er á mér.

 Er t.d. núna að prufukeyra eina sem yngsta dóttir mín gaf mér á laugardaginn.

Ég veit ekki með ykkur, en ég gæti gert byltingu á 10 sentímetra hælum.

Konur eru droppdeddgjorgíus í flottum skóm.

Hvað sem upprunalegri kúgunarhugmynd líður.

Ha?

Meiri andskotans verkuninni.


mbl.is Sarkozy: Búrka tákn undirgefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei, aldrei, aldrei, fótboltablogg!

 

bild2

Einn af andlausari dögum þessa sumars er í dag hvað mig varðar og vonandi verður hann fljótur að líða.

Er reyndar með flensu og var slegin þeirri hugsun áðan að kannski væri það svína.

Hélt jafnvel að það kæmi í bakið á mér að vera með yfirlýsingar um daginn um að ég hræddist ekki flensur, af hvaða toga sem væri.

Það er yfirleitt þannig hjá mér í lífinu að ég má ekki fullyrða um nokkurn skapaðan hlut, þá hreinlega gerist það gagnstæða og lætur sjaldnast bíða eftir sér.

Fullyrðingar eins og; ég ætla aldrei að blogga, aldrei að fara á feisbúkk, aldrei að versla í Bónus (eftir hrun), aldrei á sólarströnd, aldrei að borða hákarl, aldrei að verða alki (já ég veit, manni er ekki við bjargandi), aldrei að falla fyrir tónlistarmanni, hvað þá giftast einum, aldrei að blogga um fótbolta, hafa heldur betur komið aftan að mér.

Nú er sem sagt komið að síðasta lið á aldrei listanum.

Fótboltabloggi.

En það er út frá fagurfræðilegum sjónarmiðum sem ég blogga um Ronaldo.

Róleg, nei mér finnst hann ekkert ofboðslega fagur þó hann sé sykursætur og svona.

Hann er nefnilega plebbi.

Hangir með París Hilton.

bilde

Er í Gucci skóm, með tösku, belti og bílsæti "to match".

bild1

Er ofurtanaður.

Algjör "tíu árum síðar" nörd.

Svo er hann montinn eins og hani.

En hvað um það.

Hugsí, hugsí, hvað á ég eftir að gera sem ég ætla aldrei að gera?

Jú, halda á spikfeitri könguló.

Það verður friggings aldrei.

Tókuð þið eftir að það er ekki minnst einu orði á bolta í þessu fótboltabloggi?

Súmí.


mbl.is Ronaldo útskýrir af hverju hann yfirgefur United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Grænlands...

..aðra leiðina.

Dorrit má þó koma aftur.


mbl.is Ólafur Ragnar heimsækir Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2985799

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband