Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Júlía, segðu mér meira

 armpit_hair

Líf mitt stendur alls ekki og fellur með vitneskju um allt, smátt og stórt.

Eða það hélt ég, þangað til að það rann upp fyrir mér ljós.  Nú finn ég beinlínis hvernig skortur á vitneskju um ákveðna hluti hefur minnkað lífsgæði mín verulega fram að þessu.

Það sem ég veit núna er að Júlía Róberts notar ekki svitalyktareyði undir hendurnar á sér.

En ég veit ekki hvort hún rakar sig undir höndunum eða er með flókavöndul þar sem gerir henni óhægt um handahreyfingar.  Það er letdown.

Ég veit ekkert hvort hún hefur eðlilegar hægðir, né hvort maðurinn hennar borðar morgunmat og þá hverskyns.

Ég veit ekkert hvaða afstöðu hún hefur til mjólkurvara, finnst henni þær vondar, lala, eða mjög góðar?

Gengur hún í svefni, hvað finnst henni um inngöngu Íslands í Evrópusambandið, borðar hún svínakjöt?

Allt í einu er líf mitt svo fátæklegt, mig vantar upplýsingar, hvernig á ég að lifa áfram í myrkri fáfræðinnar?

Dem, dem, dem.

Farin að ryksuga mig undir höndunum.

Síjú!


mbl.is Julia Roberts og handarkrikarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lára Ómarsdóttir - kommon

Vei, hugsaði ég þegar ég sá yfirlýsingu frá Láru Ómarsdóttur, fréttamanni á Stöð 2.

Málið er nefnilega, að öllum getur orðið á, einkum og sér í lagi í hita leiksins.

Svo er ekkert óeðlilegt við það að vera með klikkaðan húmor, ég ætti að kannast við það.

En, hamingja mín stóð ekki lengi.  Þegar hér var komið sögu svegldist mér á:

"Mér þykir afar miður að þessi orð skuli hafa farið fyrir eyru almennings og að það hvarfli að einhverjum að draga trúverðugleika minn, eða minna samstarfsmanna,  í efa á forsendum þessara mistaka. Það ætti að vera næsta augljóst að þessi ummæli voru ekki sett fram í alvöru og ég ítreka að sviðsetning atburða í fréttatíma er svo alvarlegt brot á meginreglum míns starfs að ég léti mér slíkt aldrei til hugar koma."

Róleg á hrokanum kona.  Þú ert ekki yfir vafa hafin, fremur en allir aðrir.

En ók, Lára, það er þá eitthvað að fólki sem lætur hvarfla að sér að taka alvarlega sem sagt er í fréttum?  Almenningur á að vita að þegar þú segir eitthvað sem hljómar undarlega, að þú sért í gráglettnisfíling við vinnufélagana, á meðan "óreirðir" geysa allt um kring?

Af hverju tókstu ekki bara fulla ábyrgð á þessum klaufaskap?  Þú hefðir getað sagt, þetta var ósmekklegt grín, mér varð á, ég biðst afsökunar.

Þá hefðir þú verið flott.

Núna er ég með aumingjahroll.

En að öðru.

Ég held að atvinnubílstjórar ættu að huga að nýjum talsmanni og hvíla Sturla.  Mér finnst dálítið undarlegt að hann láti sem hann þekki ekki manninn sem réðst á lögregluna í dag.  Maðurinn hefur verið einn af talsmönnum bílstjóranna.

Hm.. þetta er nú meira ástandið.


mbl.is Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pjúra, andskotans aukaverkanir!

Þegar kjöraðstæður myndast, eins og núna, þegar bílstjórar mótmæla og löggan hagar sér eins og fífl, skríða smámennin úr holum sínum og reyna að nýta aðstæðurnar til að fá útrás fyrir ofbeldiseðlið.

Þetta er eins og með lyfin.  Pjúra aukaverkanir.

Það ætti að skammast sín, fullorðna fólkið sem notaði aðstæður í gær, þegar mótmælt var og í dag þegar bílstjórar ætluðu að sækja bíla sína, að fara fram með ofbeldi.

Svo er mér sagt að fréttakona á Stöð 2 hafi heyrst í beinni útsendingu á útvarpsstöð, gera tilraun til að sviðsetja fréttir.  Það er alvarlegt mál.  Skelfilega alvarlegt mál ef rétt reynist.

Það mál hlýtur að verða skoðað.

En það er einhver ofbeldisalda í loftinu, fjárinn hafi það.

Væri hægt að fara fram á það við lögreglu og borgara að sína á sér betri hliðina?  Þetta ofbeldi er gjörsamlega óásættanlegt.  Hefur fólk aldrei heyrt talað um aðferðir Ghandis?

Harmurinn er að við Íslendingar erum nýskriðnir út úr torfkofunum og kunnum ekki einu sinni að haga okkur í mótmælum.  Eða, eins og ég sé það, löggan og sumir borgarar kunna ekki að haga sér. 

Löggan ætti að vita hvað 2 ára barnabarnið mitt er hrifið af þeim.  Jenný Una ber svakalega virðingu fyrir löggunni, "aþí þeir passa böddnin ef þau týnast".

Þessi þjóð er ekki nógu kosmópólítan.  Það lagast ef við göngum í EvrópusambandiðWhistling

Jeræt.

 

 


mbl.is Ráðist á lögregluþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamslausar sumarkveðjur

 laughingsunGleðilegt sumar ALLIR.  Enginn er undanþeginn einlægri ósk minni um gleðilegt hlýtt og fallegt sumar ykkur til handa.  Megi ævintýrin og hamingjan ofsækja ykkur fram á haust.

Ég er að pæla í trú.  Ég er að pæla í Guði.  Ég á mér nefnilega minn prívat guð og hann er ekki viðkvæmur fyrir dyntum mínum og óþolinmæði.  Hann sér ekkert athugavert við ótta minn á trúarnötteríi og öðrum ofstæki.  Sé guð sáttur þá er það í lagi, "take a chill pill good people".

Ég var að lesa fram á rauða nótt.  Bók Ingibjargar Haraldsdóttur, "Veruleiki draumanna".  Ég varð fúl þegar bókinn lauk, vildi lesa meira um þennan frábæra kventöffara sem fór í kvikmyndanám til Moskvu á sjötta áratugnum og bjó síðan á Kúbu.  Konan er snillingur, hún er rithöfundur af guðs náð og hélt mér fanginni frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu.  Nú þarf ég að negla mig yfir ljóðin hennar.  Ráðlegg ykkur að lesa þessa bók.  Lesa, lesa, lesa.

En aftur að trúarpælingum.  Ég er í áreynslulausu sambandi við gussa.  Þegar ég leggst til svefn er ég oftast alveg dauðþreytt, en af því ég var alin upp við að fara með bænaromsu, þá finnst mér að ég þurfi að gera það alltaf.  Þetta er eins og að vera með brunatryggingu, maður borgar iðgjaldið, ef ske kynni.  Varnaglarnir skiljið þið.

En svo díla ég við minn æðri mátt.  Ég segi við hann þegar ég legst á koddann:

Guð, ég ætla að díla við þig.  Ég sleppi "vertu guð faðir", "faðirvorinu" "vertu yfir" og ég tek æðruleysisbænina.  Ég tek romsuna seinna.  Erum við sátt með það?  Ennþá hefur ekki komið mótmælamúkk að ofan.

Guð gefi mér æðruleysi

til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,

kjark til að breyta því sem ég get breytt

og vit til að greina þar á milli.

Í votta viðurvist hef ég lokið bænum dagsins.  Í kvöld er mér frjálst að sofna bænalaus og með saurugar hugsanir í höfðinu.

Later!

Eintóm hamingja ykkur til handa.

Újeeeeeeeeeeee


Ég er með einfaldan smekk

Þetta hefur verið undarlegur og æsandi dagur.  Blóðþrýstingur upp úr öllu valdi og spennufíkillinn ég lá yfir sjónvarpinu, báðum stöðvum, og æsti mig upp í fár í lögguóeirðunum.

En ég nenni ekki að tuða um það meira.  Ég styð bílstjórana.

En þegar ég horfi á fréttir er ég með einfaldan smekk.

Ég vil láta flytja mér þær á ómengaðan hátt, eins fljótt og hægt er að koma því við.

Mig varðar ekkert um hvað fréttamönnum/konum finnst um málefnin sem þau fjalla um.

Þeir eiga að halda persónulegum skoðun fyrir utan fréttirnar.  Og svo væri sniðugt að vera ekki í rimmu og þræl upp á móti þeim sem er í vitalinu.

Stöð 2, plís, geta a grip.

ARG.

 


mbl.is Mótmælaaðgerðir á YouTube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dóttir mín - er dóttir mín

20080416214712_11 

Nú þarf ég ekki að velkjast í vafa lengur.  Sara Hrund Einarsdóttir, yngsta stelpan mín, er mín.  Ekki að mig hafi ekki grunað það, var viðstödd þegar hún kom í heiminn og svona, en það er alltaf gott að fá staðfestingu á að maður eigi börnin sín, að svo miklu leiti sem maður getur talið sig eiga einhvern. 

Í gærkvöldi hringdi hún í mig kjökrandi.  Og henni var mikið niðri fyrir.

Mamma, ég get ekki búið hérna.! (Sara og Erik eiga íbúð á Leifsgötunni).

Ég: Ha, hvað kom fyrir??W00t

Ég fann risa stóra þúsundfætlu á gólfinu og hún er viðbjóðsleg og ég veit að ættingjar hennar hljóta að vera hérna einhversstaðar.  Og Erik vill ekki flytja.  Búhú.

Ég: (sá fyrir mér þúsundfætlu á stærð við rottu) Þú ferð ekki að flytja Sara mín, út af einu skordýri.  Drapstu hana?

Sara: Nei en ég setti bolla yfir hana.  Hvað á ég að gera?  Mig klæjar allri.

Láttu Erik drepa kvikindið (ég er algjörlega samviskulaus þegar svona pöddur eiga í hlut).

Sara: (Enn kjökrandi).  Já en ég vorkenni henni svo.

I rest my case.


Grímulaust lögregluríkið Ísland

[458290A.jpg]

Ég hef setið sem lömuð og horft á útsendingu RÚV frá mótmælum vörubílstjóra.

Að horfa á íslenskan lögreglumann, froðufellandi úr brjálæði, sprauta gasi á fólk og garga: Gas, gas, gas, er eitthvað sem ég hélt að ég ætti ekki eftir að upplifa.

Þarna féll gríma lögregluríkisins.  Það er ekki oft sem Íslendingar setja sig í þessa aðstöðu, þ.e. að kalla fram svona viðbrögð frá yfirvaldinu.

Ég vildi að mig væri að dreyma.

En hvar var Björn Bjarnason?

Æi hvernig læt ég, hershöfðingjarnir stjórna úr fílabeinsturninum.

Viðbjóður.

 


Heja Sturla!!!

Ég stend með bílstjórunum, sko atvinnubílstjórunum í mótmælum þeirra.  Það þýðir ekki að ég hafa samúð með jeppaeigendum og öðrum bensín- og olíugleypum, sem spæna upp malbiki af fullkomnu virðingarleysi við umhverfið.

Nú er talað um að atvinnubílstjórarnir sæti gagnrýni, að fólk sé búið að fá nóg?  Það er ekki hár þolþröskuldur Íslendinga ef þeir eru búnir að fá nóg, án þess að hafa lyft litlafingri.

Ég er ekki á eldneytisfylleríi en heimilin í landinu eru að borga óheyrilega peninga fyrir eldsneyti, svo mér finnst góðra gjalda vert að einhver reyni að sporna við fótum.

Kannski er ég svona hrifin af bílstjórunum, vegna þess að það heyrir til undantekninga að Íslendingar geti tekið sig saman og risið upp á afturlappirnar, í hvaða samhengi sem er, í staðinn fyrir að lyppast niður og tauta og tuða inni á kaffistofum landsins.

Svo hélt ég að fréttaflutningur ætti að vera hlutlaus, þe. að segja að skýra frá atburðum líðandi stundar.  Því datt af mér andlitið í gær þegar fréttamaður Stöðvar 2 spurði Sturla Jónsson hvort honum fyndist við hæfi að mótmæla hvíldarreglum í návist manns sem tilheyrir þjóð sem hefur átt í áratuga baráttu upp á líf og dauða (orðalag mitt). 

Halló, eigum við að detta niður dauð vegna hins ljóta heims sem við lifum í.  Eigum við að láta eins og ekkert sé og yfir okkur ganga vegna þess að aðrir hafa það miklu verr en við.

Meiri andskotans ruglið.

Sturla og kó, when I´m with you, I´m with you!

Úje.


mbl.is Sturla: Verð ekki var við gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunfegurð

 01

Ég vaknaði kl. 08,00, sem er yfirleitt ekki í frásögur færandi og varla núna heldur.

Hvað um það, ég dúllaði mér, drakk te og svona, reykti eina sígó og var í almennum huggulegheitum að tjilla ein með sjálfri mér.  Ég er dásamlegur félagsskapur þannig að lífið var ljúft.

Riiiiiiiiiiiiiing á dyrabjöllu vakti mig upp úr gáfulegum hugleiðingum mínum.

Ég,  óaðfinnanleg að venju, í svörtum flauelsslopp, opnaði dyr af miklum yndisþokka, sem aðeins mitt fullkomna ytra byrði hefur til að bera. 

Það stóð maður í hurðinni og bauð góðan dag.  Hann horfði á mig óræðum augum, ekki laus við undrun.  Ég velti því ekki frekar fyrir mér, enda fegurð mín að morgni dags rómuð um allan hinn vestræna heim.

Ég: Hvað var málið?

Hann: Ég er að koma hérna frá sóandsó hf (eða ohf), geturðu sýnt mér hvar rafmagnstaflan er geymd? 

Ég hélt það nú.  Er þekkt fyrir liðlegheit alla leiðina til Finnlands.  Ég sveif með honum niður í kjallara hvar hann sinnti sínu aflestrarstarfi fyrir OR, ég meina sóandsó, og allan tímann gjóaði hann á mig augunum, algjörlega yfirkominn af fegurð minni.  Til að gera langa sögu stutta þá ýtti ég hamstola manninum út úr húsi og gekk inn til mín.  Fór að bursta tennur eftir minn yndislega morgunmat og sjá:

Hárið á mér stóð í allar áttir.  Toppurinn hékk eins og lífvana kóteletta yfir vinstri vangann á mér, bak við eyrun stóðu villtar krúsidúllur og í upp á höfðinu stóð reiðilegur hanakambur tilbúinn til árásar.W00t

En hann horfði á mig maðurinn af einskærri aðdáun yfir fegurð minni.

Ég er að segja ykkur það.

Cry me a river!


Hliðlaupar á leiðinni heim

Stundum má lesa heilu sögurnar úr skoðanakönnunum.

Núna þegar VG sækja á í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær, og Samfylkingin hefur tapað fylgi, áttaði ég mig samstundis á því hvað er að gerast.

Það er af því að ég er svo ógeðslega klár.

VG fór niður í fylgi fyrir síðustu kosningar, þarna á lokasprettinum, á sama tíma og Samfylkingin bætti við sig.  Ég er alveg með það á hreinu hvað gerðist , ekki spurning.  Þarna er liðið sem hljóp frá VG í kjörklefanum og féll fyrir "Fagra Íslandi" Samfylkingarinnar, að skila sér heim, eftir að hafa upplifað umhverfispólitík móðurflokksins á eigin skinni.  Nananabúbú, ég segi ekki meir.

Skammist þið ykkar liðhlaupar, skamm, skamm, skamm, og hafið nú bein í nefinu og kjósið VG í kjörklefanum.  Ekki bara í skoðanakönnunum.

Þá er kannski von að þetta þjóðfélag fari að taka almennilegum breytingum.

Jájá!

Allir glaðir annars, er það ekki bara?

Ég hjala eins og geðgott smábarn.

Agú.


mbl.is Vinstri grænir sækja á í nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband