Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 21. apríl 2008
Íslenskt svín?
Ég var að versla í matinn áðan, stofustúlkan og böttlerinn eru á ástarfundi á Þingvöllum.
Nú, það er ekki í frásögur færandi, maturinn rándýr eins og venjulega, en þeir eru farnir að segja manni ítarlega frá uppruna vörunnar hjá Goða.
Á pakkningunni stendur með stórum rauðum stöfum; 100% íslenskt grísakjöt!!!
Og nú spyr ég eins og hálfviti, hvaða andskotans útlendinga eru þeir búnir að vera að selja mér fram að þessu?
Eða er þetta trix? Miðinn á pakkningunni flennigulur með eldrauðum stöfum. Ætli ég hafi átt að grípa þetta, líta ekki á miðann (eins og ég hef sögu um, þangað til núna) og hugsa; ók, þetta kjöt hérna er á tilboði?
Ég ætla að setja mér það sem verkefni á morgun og hringja í Goða og spyrja hvers vegna þurfi að taka fram að kjötið sé af íslensku svíni.
Hvað er búið að vera að gerast í stíunni hjá þeim?
Hm..
Meira ruglið þetta.
Svona í péessi má geta þess að kílóið kostaði 1783. Hva? Tertubiti.
ARG í vegg.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Látnir upprisnir - GMG
Ég get ekki látið hjá líða að blogga um þessa frétt. Sko plastpokafréttina úr Þvagleggnum. Ég sver það að stundum er mánudagurinn í manni svo öflugur, heilinn þjófstartar ekki og það tekur heljarinnar tíma að kveikja á perunni.
Ég er búin að lesa þessa fyrirsögn oft í dag og hef hugsað í hvert sinn;
Einhverjir eru upprisnir á Selfossi!
Þeir lifa!
Kraftaverkin gerast enn!
Er það nema von þegar fyrirsögnin er lesin?
Hvaða brandarakarl er mættur á Moggann? Ekki þó sami sumarstarfsmaður og í fyrra?
Ég er í kasti.
![]() |
Látnir tína upp plastpoka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. apríl 2008
Farin í sólbað og smók
Þeir segja, fræðingarnir, að sumarið í Evrópu verði það hlýjast í 150 ár.
Halló, hvað með þessa Evrópu sem ég er stödd í? Minni Íslands-Evrópu?
Ég vil hafa sól, og hlýtt en ég vil geta andað. Ég vil vera laus við mergðir af geitungum því ég er ógeðslega hrædd við þá. Geitungasumarið mikla (í hitteðfyrra minnir mig, þegar hvergi var líft fyrir þessum kvikindum) er mér enn í fersku minni.
Ég man góða veðrið í júlí í fyrra, þegar allt var að drepast úr þurrki. Ljúft? Ok en ekkert sérstakt.
Hvað með hinn gullna meðalveg?
Ég er að skammast í mögulegum veðrum sko, ekki veðurfræðingunum.
Ég var á Skáni, sumar eitt fyrir nokkrum árum, í algjöru Barbíhúsi, á hvítri strönd og veðrið var æði. En svarta ljóta flugan sem herjar á allt þarna niðurfrá, var að drepa mig og húsband. Þær voru í hópum þessi kvikindi og þær sækja í andlitið á manni. Ég hef sagt henni Ingu-Lill vinkonu minni að þetta sé paradís í flottri neytendapakkningu en innihaldið svona lala.
Ég bið sum sé almættið um sólríkt sumar, sunnanblæ, fáar flugur, enga geitunga og köngulær sem abbast upp á mig, og ég er ekki að djóka. Svo vil ég fá dass af rigningu amk. einu sinni í viku.
Væri möguleiki að vera mér innanhandar með þetta smáræði kæri þú þarna?
Farin í sólbað og að reykja, enda stutt til 12. maí, þegar sumir drepa í.
Æmsóexsætid.
![]() |
Hlýindi í kortunum í sumar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Valdhroki
Ég stend oftast með konum, ef mér er það lífsins mögulegt. Sem er ekki alltaf. Ég vil veg kvenna sem mestan, amk. sem jafnastan, ef ég á að aula þessu rétt út úr mér.
En það er ekki mikil samkennd í mér með Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa og meirihlutafrömuði. Í færslu sinni í morgun hæðir hún Hollvini Hallargarðsins á ósmekklegan hátt. Hún segir þá hafa verið átta á stofnfundinum og á þá væntanlega við að þeir hafi verið svo fáir að þeir skipti ekki nokkru einu einasta máli. Þeir megi pípa, tuða og röfla, hún og aðrir sem sitja að kjötkötlum borgarinnar, ætla ekki að skenkja þeim þanka.
Hér má sjá þessa átta en um stofnun samtakanna var fjallað í fréttunum á Stöð 2.
Ég er ekki í þessum samtökum en ég styð þetta fólk af heilum hug og ég vill ekki hafa neitt rask í þessum garði og ég vil ekki sjá þetta fallega hús fara í hendur einkaaðila. Ég hef bloggað um það áður og er alls ekki hætt.
En hver rödd skiptir máli. Í hvert skipti sem einhver leggur á sig að mótmæla eða segja skoðun sína á málefnum, sem almennur borgari, þá er lágmark að þetta lið sem sem slefar ofan í okkur fyrir kosningar, sýni þá lágmarksvirðingu að hlusta.
Þorbjörg Helga, ég er að klippa þetta út í pappa fyrir þig.
Sumir eiga ekki að hafa völd, sumir eiga einfaldlega að vera heima og lesa.
Ég myndi kalla þetta bölvaðan tæfuskap ef ég væri ekki dedd á því að nota ekki það orð um svona fróma konu.
Nú förum við öll í vegg - hollvinavegg.
Mánudagur, 21. apríl 2008
Bókablæti
Mig vantar stærri íbúð. Sko, ég er með bókafetish og þær hrannast upp hér og bókahillur eru allar kjaftfullar og ég hef ekki pláss fyrir fleiri.
Nú hef ég hafið bókastöflun á gólfi við hilluvegg. Bækur og föt, einkum svört föt, eru minn veikleiki. Ég sagði frá því hérna á blogginu um daginn, að ég tryði því að svara væri að leita í bókum og ég er ekki að grínast.
Níu ára gömul var ég búin að lesa bókasafnið í Verkó, upp til agna. Nema ættfræðibækur og símaskrá safnsins. Þá bar vel í veiði. Ég fann hnausþykka bók sem hét "Dóttir Rómar". Ég fór með hana heim, ásamt Möttu Maju vinkonu minni frá Bergen í Noregi (já, bókinni um hana). Konan sem afgreiddi mig hélt að ég væri ekki nógu gömul fyrir bókina, ætti kannski að taka hana seinna, en ég lét varnaðarorðin sem vind um eyru þjóta.
Ég man ekki efni bókarinnar upp á tíu en í níu ára hausnum á mér uppgötvaði ég heim sem var ekki í glanslitum. Bókin var um vændiskonu og algjörlega undir rós, og eins og vanalega þorði ég engan að spyrja. En þarna áttaði ég mig á að heimurinn væri stór, óhugnanlegur, spennandi og máekki, án þess að hafa hugmynd um hvers vegna.
Hvað um það, ég kaupi mér bækur á laugardögum. Reyndar ekki núna á þeim síðastliðnum, en ég hugsa sem svo, búandi hér uppi í óbyggðum, að geri ég mér ekki sérstaka ferð í Eymundsson, þá á ég aldrei beinlínis leið þangað og þá enda ég með að lesa í blöðunum allar þær bækur sem ég VERÐ að eignast. Ég er að safna arfi fyrir frumburðinn. Fataskápurinn gegnir líka hlutverki í málefnum um erfðir, en til annarra og síðari fæddra dætra. Það er ekki eins og maður skilji eftir sig gull á lager.
Næsta laugardag verður gaman að lifa. Ég ætla að kaupa nýju bókina hans Þórarins Eldjárn. Komplett ritsafn í einni bók.
Lífið er fokkings dásamlegt.
Úje.
![]() |
4,6 bækur á hverja þúsund íbúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Nú er andskotans nóg komið.
Ég held að Dr. Gunni hafi komið af stað sparnaðarvitund í okkur Íslendingum með Okursíðunni sinni. Allt í einu eru allir að tala um verðlag. Svei mér þá ef allur vinkonuhópurinn minn er ekki kominn með verð mjólkurlítrans á hreint (nema undirrituð). Það var af sem áður var.
Ég stend sjálfa mig að því að hugsa um verð. Oftar en rétt á meðan ég er að borga. Svei mér þá.
Allt í einu eru allir komnir með upp í kok af verðkúgun. Þetta er pjúra verðofbeldi, því verð á mat og öðrum nauðsynjum er svo langt út úr öllu korti. Og við verðum að borða. Reyndar er til hópur í Austurríki sem lifir á ljósinu, en ég er ekki alveg búin að ná þangað enn.
Þangað til ætla ég að berjast með kjafti og klóm fyrir að fá að borga sanngjarnt verð fyrir lífsnauðsynjar.
Það er liðin tíð að ég láti henda strimlinum í búðinni eins og ég hef alltaf gert, enda ekkert verið að pæla í því að fara yfir miðann. Hvað þá að tékka á því hvort samræmi er á milli hillu- og kassaverðs.
Ég er ekki ein um að hafa verið sofandi á verðinum, hvað t.d. matvöru áhrærir. Við erum rosalega mörg sem erum slugsar. Nú er partíinu lokið kæru verslunareigendur. Aðhaldið er á leiðinni.
Ekki nema von að það sé hægt að verða trilljónsinnum ríkur á rekstri verslana með lífsnauðsynjar. Við Íslendingar höfum verið algjörlega laus við að taka ábyrgð á eftirliti með hækkunum.
Ég held að nýir tímar séu að renna upp.
Ég hreinlega nenni ekki að láta taka peningabudduna mína í görnina lengur.
Hírækommandæmínbissness.
P.s.Var heldur fljót á mér þegar ég skellti inn færslunni, eins og mér var bent á í kommentakerfinu. Sko ég ætlaði að benda lesendum síðunnar á að nætursund eins og átti sér stað í Þvagleggnum í nótt, er auðvitað sparnaðarleið. Ef öll fjölskyldan skellir sér í sund eftir miðnætti þá sparast þúsundir króna
![]() |
Skelltu sér í nætursund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Sunnudagsmorgun
Á þessum fagra sunnudagsmorgni vöknuðum við Jenný Una fyrir allar aldir og erum búnar að afreka ýmislegt.
Við bökuðum köku fyrir Einar en Jenný Una ákvað að hann yrði að fá köku í morgunmat. Sú stutta skellir á sig svuntu og tekur sér stöðu á pallinum, vopnuð sleif og desilítramáli. Svo kann hún uppskriftina. Amma; þa eru tvö egg og þrjár svona sykur. Og svona hveiti sem er alleg mjúkt amma. Og svo stendur hún með sleifina þegar kakan er komin í ofninn og sleikir upp súkkulaðideigið.
Algjör unaður.
Núna er hún að horfa á Dóru ferðalang og svo ætlum við út að moka.
Ekki leiðinlegt á sunnudagsmorgni.
Sjáumst á eftir.
P.s. Kínajakkan fékk hún Jenný þegar pabbi hennar fór til Kína að spila með KK þegar hún var bara baun. Fyrst núna passar hann og henni finnst hann alveg mjög fínn. Og betra getur það ekki orðið.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 19. apríl 2008
Njet, njet, njet!
Ég vil galopnum á innfluttar kjötvörur. Ég er alls ekki sammála mínum elskaða flokki VG í þessu máli. Það væri nú þokkalegt ef ástandið á manni væri orðið svo leim að maður tæki undir allt sem kemur frá höfuðstöðvunum. Njet, njet, njet ekki ég.
Ég veit ekkert um landbúnað, annað en það sem hann er að gera seðlaveskinu mínu. Mín reynsla þar er ekki íslenskum landbúnaði í hag. Ég vil almennilegt grænmeti og almennilegt kjöt á heiðarlegu verði. Ég er óforbetranleg kjötæta og kjötátið vill ég fá að iðka án innblöndunar eilífra bændahagsmuna sem eru bara alls ekki mínir hagsmunir, eins og berlega kemur í ljós þegar þú kaupir t.d. lambakjöt.
Nú, ég hef áður sagt að ég er hrædd við kindur og kálfa og allt hvað heitir, nema ketti og hunda og þá borða ég ekki. Ég kæri mig ekkert um að vita hvað gerist í málum litla sæta lambsins, frá því að það valhoppar með mömmu sín á fjallinu og þangað til það liggur steikt og ilmandi á mínum matardiski. Það sem gerist á milli haga og maga, eða réttara sagt milli haga og neytendapakkninga, er einkamál lambsins. Eigum við að ræða það eitthvað frekar?
Ég er frábær kokkur, get sannað það með því að bjóða ykkur í mat, en ætla ekki að gera það af því ég nenni því ekki. Ég hef aldrei getað átt samskipti við íslenskt nautakjöt í mínu eldhúsi, án þess að útkoman verði líffræðilegt strokleður. (Ibba, já ég veit þú færð gott kjöt, en ekki ég). Þess vegna vil ég geta keypt nautakjöt sem bragð er að. Ég vil geta valið hvað ég borða og unnar kjötvörur er ekki valkostur. Ég vil borða hollan mat án þess að lenda á vergangi. Íslenskir bændur eru lítið í því að hjálpa mér í þeim efnum.
Hafið þið smakkað Bambann frá Skotlandi? Hann er seldur hér en kostar auðvitað hvítuna úr augum manns vegna einhverra andskotans verndartolla. Við erum að tala um þvílíka eðalsteik að maður er varla samur eftir að hafa reynt.
Hér er þetta spurning um afkomu og heilbrigði gott fólk. Að borða almennilegan mat. Það eru mannréttindi. Í þeirri baráttu koma bændur alls ekki sterkir inn. Og VG minn elskulegi er bara á villigötum með því að vilja viðhalda þessu löngu úr sér gegna einokunarkerfi.
Ég er örugglega algjör föðurlandssvikari, en þá verður að hafa það.
Ég þekki heldur engar bændur, ekki kjaft og hef ekkert á móti þeim pc. En þeir eru hindrun fyrir almennilegum matseðli á þessu heimili fjárinn hafi það.
Farin út að skjóta mér í matinn.
Síjú.
![]() |
Vilja ekki innflutning á fersku kjöti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. apríl 2008
Ég gleymdi að spyrja
Ég var stórundarlegt barn. Ég áttaði mig reyndar ekki á því fyrr en nýverið.
Vó, hvað ég var furðuleg. Mínar stelpur spurðu mig út í eitt um alla skapaða hluti, frá því þeim tókst að mynda setningu, ef ekki fyrr, svei mér þá. Ég hins vegar, var farin að lesa bækur í samlede verker, upp úr sex ára. Skildi auðvitað ekki helminginn, en einhvern veginn þróaðist sú hugmynd með mér þarna á þessum árum, að allra svara væri að leita í bókum. Ég trúi því örlítið ennþá.
Ég held að ég hafi bloggað um harm minn gagnvart stráfellingu náinna ættingja útvarpsþulanna sem fluttu dánartilkynningarnar. Mennirnir sögðu: Elskuleg dóttir mín, faðir okkar, móðir okkar, lést í gær sóandó. Ég var miður mín og frústreruð yfir öllum þessum dauðsföllum sem sífellt áttu sér stað hjá starfsfólki útvarpsins, en vissi samt að það var eitthvað bogið við þetta. Spurði ég? Nei, ég fattaði einhverju ári eða seinna að þeir voru að lesa upp tilkynningar frá öðru fólki.
Ég hélt lengi vel að amma mín segði satt, þegar hún laug því að mér þessi elska, að börnin kæmu út um magann á konum, eftir að Guð hefði komið þeim fyrir þar. Ég spurði í huganum af hverju Guð, sem var almáttugur samkvæmt ömmu minni, hefði verið að fara þennan óþarfa milliveg við að koma börnum í heiminn þegar hann hefði getað skellt þeim beint í vögguna? Ég spurði ekki nánar út í þetta en komst að hinu sanna útí porti í Verkó, hvar óuppdregnir strákandskotar fræddu mig um eðli barnsfæðinga, pre- og post.
Annars var mamma mín mjög oft ófrísk. Það var dáldið í tísku þá og bara krúttlegt. Alltaf jafn gaman að fá ný systkini (sem 99% voru stelpur), til að krúttast með. Enda bjó ég hjá ömmu minni og gat dregið mig í hlé þegar ég var ekki í stuði fyrir grislinga.
En mér er það minnisstætt að amma mín elskuleg, sagði jafnan við mömmu í ásökunartón; Anna Björg, hvað er að heyra, ertu nú ólétt einn ganginn enn, ætlarðu aldrei að hætta?
Ég er enn að velta þessu fyrir mér, sko með sök móður minnar í óléttunni. Ætli það hafi verið mikið um meyfæðingar þegar ég var lítil?
Ég veit það ekki því ég gleymdi að spyrja.
Dem, dem, dem.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Frummaður - sorrí
Mér finnst vont að verða að játa það hér, en ég geri það samt.
Hin Norðurlöndin, eru alla jafnan með mun meiri félagslegan þroska en við villingarnir, snillingarnir á Íslandi.
Ég get verið ruddi, ég veit það, einkum og sér í lagi þegar mér hitnar í hamsi. Mér hitnar í hamsi þegar ofbeldi og misnotkun á fólki, einkum konum og börnum, ber á góma.
Mér eru sendar kveðjur, undir rós stundum og svo með beinum persónulegum árásum í kommentakerfinu. En það er ekki öðruvísi en við er að búast. Málefni um vændi, mansal og allt sem því viðkemur, vekja heit viðbrögð þeirra sem sjá "frelsið" myndbirtast í niðurlægingu fólks.
Frelsi til að kaupa konur, frelsi til að horfa á klám, frelsi til að haga sér eins og frummaður (frummaður fyrirgefðu að ég geri þér skömm til).
Mér finnst fínt að ræða þessi mál, fá fram viðbrögðin, líka þessi sem er beint að persónu minni, því það segir mér hvað fólk er tilbúið að leggjast lágt, í stjórnlausri bræði.
Ég tek svona athugasemdir ekki alvarlega nærri mér, amk. ekki nóg til þess að ég þagni.
En hvað um það. Ég er auðvitað að æra óstöðugan með því að blogga um þetta hitamál, en ég vona að helgin blási fólki í brjóst málefnalegum hugsanagangi, áður en þeir æða fram á bloggvöllinn.
Mikið andskoti eru Norðmenn þroskaðir og vísir, að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverða, svo að segja á sama tíma og við leyfum allan pakkann.
Ójá, það var víst gert í skjóli nætur undir því yfirskyni að koma vændinu upp á yfirborðið.
Er það ekki fljótandi á yfirborðinu nú þegar? Það hlýtur að vera.
Til hamingju Norge.
![]() |
Kaup á kynlífsþjónustu gerð refsiverð í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 2988143
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr