Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 26. maí 2008
Kaffi- og ristavél við rúmið
Ég var að tala við vinkonu mína áðan. Hún var að kaupa sér nýtt sjónvarp.
Ég spurði hvað væri að flatskjánum sem fyrir var og hún sagði að það væri ekkert sérstakt, en ætlaði að hafa hann í svefnherberginu.
Ég vona að ég verði aldrei svo heillum horfin að hafa sjónvarp til að glápa á úr rúminu. Þá fyndist mér að ég væri kolfallinn í sýndarveruleikann sem þar finnst.
Mynduð þið hafa kaffivélina, ryksuguna og brauðristina við rúmið ykkar? Bara svona ef ske kynni að ykkur langaði að nota viðkomandi tæki? I don´t think so.
Ég vil hafa mitt sjónvarp á einum stað, inni í stofu eða litla herbergi og ég mæti þangað til að horfa á það. Ég vil ekki hafa sjónvarp í eldhúsinu. Það er enginn andskotans flóafriður fyrir áreiti í nútímanum.
En vinkonan spurði mig dálítið pirruð svona, hvenær ég ætlaði eiginlega að fá mér flatskjá.
Ég: Það veit ég ekki, sjónvarpið mitt er fínt.
Hún: Þetta er hundgamalt tæki, þungt og myndgæðin léleg. (Hvernig er það, geta gæði verið vond eða léleg?). Hoppaðu inn í nútímann kona, það á ENGINN túputæki nú orðið.
Síðan hef ég staðið mig að því að horfa ísköldum fyrirlitningaraugum á tækjaskrattann, og mér hefur liðið eins og hálfgerðum lúser.
Ok, í svona fimm mínútur eftir að ég talaði við hana, fannst mér mig vanta flatskjá og það strax í gær.
En vitleysan rann af mér nánast strax og nú horfi á á tækið mitt, sem er bara fínt og hentar okkur vel, með ástaraugum.
Ég vona að það endist jafn lengi og ég.
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Sunnudagur, 25. maí 2008
Náttúrleg upplifun án aukaefna - takk fyrir
Mamma æskuvinkonu minnar vann í apóteki í denn. Hún gaf okkur oft ágætis ráðleggingar um eitt og annað varðandi útlit.
Við fórum að sjálfsögðu ekki eftir því. Hún mældi nefnilega sterklega með vatni og sápu til andlitsfegrunar, á meðan markaðurinn benti okkur vinsamlegast á meik og varaliti.
Þessi kona var í raun stórkostlegur húmoristi. Þegar ég og vinkonan ákváðum að við yrðum að eignast síðar hárkollur, sem þá voru ómissandi í Mekka hátískunnar, London, reyndi hún að telja okkur hughvarf með því að ráðleggja okkur að bera í okkur lúsameðalið grásalva, því það örvaði hárvöxt svo eftir væri tekið.
Ég gæti logið og sagt að við Einsteinarnir hefðum séð í gegnum þetta, en nei, heiðarleikinn skal hafður í fyrirrúmi og auðvitað settum við þennan illalyktandi viðbjóð í hárið á okkur og viti menn; árangurinn var enginn og mamman hló illkvittnum og tryllingslegum nornarhlátri í eldhúsinu.
Þannig að við keyptum hárkollurnar, en það er önnur saga og verður sögð seinna.
Það er hægt að fá ungt fólk og suma fullorðna reyndar til að trúa hverju sem er.
En það er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna fólk fer og kaupir ástarlyf, eða afródesíakk (ojabjakk) sem gert er úr körtueitri. Einhver dó af því.
Eftir hverju er verið að sækjast? Stinningu? Göldrum?
Ég er greinilega ekki inni í kynlegri kynlífstískunni. Hjá mér hefur þetta alltaf verið spurning um náttúrulega upplifun án aukaefna.
Proppsið er alltaf að verða stærri þáttur í kynlífi. Að tala um að vera opinn og utanáliggjandi og allur í settöppinu -GMG!
Hjá minni kynslóð er þetta inn-út-inn-út-búið-bless!
Það held ég nú.
![]() |
Varað við banvænu ástarlyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 25. maí 2008
Standa upp og setjast ekki aftur!
Það er ekki björgulegt ástandið í borgarpólitíkinni. Kjörtímabilið nákvæmlega hálfnað og 72,3% Reykvíkinga styðja ekki meirihlutann.
Það er auðvitað fáránlegt að ekki megi kjósa upp á nýtt þegar mál skipast með þeim hætti sem allir þekkja.
Svo hefur fólk það á tilfinningunni að allt sé í lausu lofti, það talar hver um annan þveran.
Á maður að búa við þetta í heil tvö ár enn?
Og ekki held ég að það muni breyta neinu þó t.d. Hanna Birna, eða nokkur annar taki við sem borgarstjóri, þessi meirihluti er einfaldlega ekki starfhæfur.
Reyndar er ég ekki hissa á að flestir sem spurðir voru í könnun Fréttablaðsins vildu Hönnu Birnu sem borgarstjóra, en mér finnst hún flottur stjórnmálamaður. Verst að hún er ekki í réttum flokki.
En það er ekki spurning um stólaskipti hér og þar.
Það er spurning um að standa upp og setjast ekki aftur.
Og þannig er nú það.
![]() |
Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. maí 2008
Gamall og geðvondur snillingur
Dylan er að koma, Dylan er að koma.
Og hvað með það?
Ég hreinlega elska tónlistina og manninn frá upphafi til enda. En ég hef enga löngun til að sjá hann á sviði að þessu sinni.
Ég hlusta bara heima. Mér leiðast fjöldatónleikar.
En er það ekki merkilegt hvað þessir karlar verða rosalega miklir sérvitringar?
Það er eins og þeir verði hálfgerðir mannhatarar með árunum.
Það má ekki taka myndir í fyrstu lögunum eins og venja er, og svo vill hann yngra fólkið fremst, það eldra aftar í salnum. Reyndar er ekki hægt að verða við þeirri ósk.
Vill karlinn ekki sjá fólk sem minnir hann á hversu gamall hann er? Ég get svo svarið það.
En ég fyrirgef honum vegna tónlistarinnar, en mér dettur ekki í hug að eyða peningum til að sjá þennan fýlupúka.
![]() |
Dylan lendir í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 23. maí 2008
,,en það er gott að vera perri í Kópavogi
Björn Bjarnason hefur gefið grænt ljós á Geira Gold.
Geiri má halda áfram að versla með konur. BB elskar frelsið og haftalaus viðskipti, trúi ég.
Og þá er bara eitt að gera í stöðunni, en það er að rífa fram hreingerningargræjurnar og skúra viðbjóðinn, rykföllnu hugmyndirnar og fáfræðina úr ráðuneyti dómsmála.
Sjá:
"Í hádeginu í dag munu nokkrar konur taka að sér að hreinsa út skítinn úr dómsmálaráðuneytinu. Full þörf er að lofta rækilega út og þrífa út gamaldags viðhorf sem kemur í veg fyrir að ráðuneytið sinni skyldum sínum og berjist gegn mansali." Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Drífa Snædal og Sóley Tómasdóttir skrifa undir."
En mikið ósköp vildi ég mikið til vinna til að hafa orðið hissa þegar ég las fréttina um ógildingu Björns Bjarnasonar á ákveðun bæjarstjórnar Kópavogs varðandi bann við nektardansi í bænum. Þá hefði ég þó enn haft einhverja von um rættlæti frá ráðuneytinu og getað orðið fyrir vonbrigðum.
Það fyrsta sem ég hugsaði hins vegar var hvort Geirinn hefði eitthvað á Björninn, æi svona mafíósó eitthvað.
Svona er ég vænisjúk þegar heiðursmenn eiga í hlut.
..en það er gott að vera perri í Kópavogi
Sóley, Drífa og co. Áfram svona.
![]() |
Boða tiltekt í dómsmálaráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Múslimafóbía?
Þeir skellihlógu á Alþingi í dag, bara krúttlegt. Allir á þinginu eins og litlir krakkar að komast í frí. Ó sorrí, þeir vinna allir í fríinu þingmennirnir.
En það er nærri því það eina broslega sem hefur verið í fréttum dagsins.
Ég þarf ekki að tíunda hér allar hörmungarnar úr fréttum.
En svo horfði ég á Magnús Þór í Íslandi í dag. Ég var ákveðin í að blogga ekki mikið meir um Akranesmálið, af því það er ljótt og vont og mér líður illa yfir því að fólk skuli leggja sig í líma við að réttlæta það að það sé ekki hægt að taka á móti þessum 60 konum og börnum á tveimur árum.
Mér finnst það svo sorglegt, að þetta skuli yfirleitt vera í umræðunni. Við erum ekki fátæk þjóð. Ég trúi tæpast að einhver með fullu viti skrifi sig á lista og opinberi með því afstöðu sína til hörmunga fólks sem hvergi á griðastað í þessum heimi.
Mér er andskotans sama af hvaða þjóðerni þessar konur með börnin eru.
Þær eru velkomnar hvað mig varðar og flestra, eftir því sem ég kemst næst.
Magnús Þór er ekki hrifin af múslimum og hann gat ekki neitað því þó hann endurtæki í sífellu tugguna um ónógan undirbúning og ladídadída.
Ég er hrædd við fólk með svona viðhorf. Og að tala um að hjálpa fólki þar sem það er. Halló, er það ekki gert líka? Þetta fólk á hvergi heima, er erfitt að skilja það?
Ég legg til (þó ég fái auðvitað engu um það ráðið), að konurnar og börnin verði boðin velkomin hingað til Reykjavíkur, eins og Björk Vilhelmsdóttir stakk upp á að yrði gert.
Ég held nefnilega að Reykvíkingar myndu ekki kveinka sér mikið undan því.
Og btw þá stóð Sölvi sig asskoti vel, gaf ekkert eftir og reyndi að fá svör við spurningunum sem allir vilja fá svar við.
Af hverju tala Frjálslyndir ekki beint út með skoðanir sínar, t.d. gagnvart múslimum?
Það er varla eitthvað að skammast sín fyrir er það?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Ekki barnaverndarnefndum að kenna
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að taka þátt í bloggæðinu sem ríður yfir vegna þessarar nöturlegu staðreyndar að um 20 fíklar hafi látist frá börnum sínum frá áramótum.
Ég er nefnilega ansi hrædd um að þetta mál nái hæstu hæðum í umfjöllun í fréttum og fjölmiðlaumræðu í einhverja daga og lognist svo út af, eins og oft vill gerast.
Ég las líka í einhverju blaðinu í dag að vanræksla væri mikil á börnum.
Eru engin almennileg úrræði til?
Ég er á þeirri skoðun að forgangsröðunin í þjóðfélaginu sé röng.
Það er ekki hægt að beina spjótum að barnaverndarnefndum þó það sé freistandi, hvað varðar illa meðferð á börnum almennt. Þó auðvitað megi gagnrýna þær og krefja þær ábyrgðar á þeim málum sem til hennar berast.
Það eru ekki barnaverndarnefndir í þessu landi sem bera ábyrgð á börnunum okkar frá degi til dags og guði sé lof fyrir það.
Ég veit af fyrirhuguðu skólaferðalagi um 40 barna núna fljótlega. 8 foreldrar ætla að fara með, þrátt fyrir að löngu sé búið að láta vita og allur tími í heiminum til að gera ráðstafanir.
Fáir sjá eitthvað athugavert við þetta, þ.e. að geta ekki tekið sér frí í einn dag til að fara með börnum sínum í smá ferðalag.
Ég veit ekki hvað best er að gera í málefnum þessara blessaðra barna sem missa foreldra sína í ótímabæran dauða vegna fíkniefna. En ég veit að það er hægt að breyta forgangsröðuninni svona almennt.
Börn þurfa ekki plasmaskjái, græjur og rándýr leikföng til að verða hamingjusöm. Þau þurfa nálægð og natni, fjandinn hafi það.
Ég held að fólk þurfi að fara að hugsa hlutina upp á nýtt.
Hefur fólk almennt ekki tekið til sín útkomuna úr könnuninni í fyrra varðandi einmannaleika og skort á fullorðinstengslum barnanna okkar?
Hvernig væri að skoða aðeins hvort það megi ekki breyta áherslum?
Og jú auðvitað þarf fólk að vinna. Spurningin er hversu mikið af veraldlegum gæðum við þurfum að raða í kringum okkur í hamingjuleitinni.
Arg.
![]() |
Um 20 fíklar látist frá börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Það má þekkja þá sem drekka
Þegar ég sá auglýsinguna frá Vínbúðinni "Láttu ekki vín breyta þér í svín", fannst mér hún brilljant. Hugmyndin sko. Mér hefur nefnilega fundist sumir sem ég hef kynnst á lífsleiðinni verða að hálfgerðum svínum undir áhrifum.
Einu sinni drakk ég sjaldan og vel, svo drakk ég oft og illa. Og það kom að því að það var ekkert annað í stöðunni en að setja tappann í flöskuna.
End of story (einn dag í einu).
En svo komu eftirþankarnir.
"Það má þekkja þá sem drekka, af þeim félögum sem þeir þekkja og þá stóð svínið upp og labbaði heim á leið" söng Ríó um árið. Svín drekka ekki, þau krúttast bara í stíunum sínum og verða svo fallegir hamborgarhryggir, purusteikur og kótelettur. Það er þeirra móttó í lífinu. Bara nokkuð falleg framtíðarsýn hjá þessum elskum. Ergó: Blásaklaus af fyllerísdrykkju.
Ástand sumra brennivínsberserkja er ekki saklausum svínum bjóðandi.
Svo er hæpinn málflutningur hjá Vínbúðinni að hvetja fólk til að drekka eins og menn. Sölutrix? Jabb, ég held það. Margir menn (þar með taldar konur) drekka svo illa að það er ekki til eftirbreytni.
Það ákveður engin manneskja að drekka illa. Það hugsar enginn: Í kvöld ætla ég að verða fullur eins og slordóni, æla og pissa á mig, lemja og berja, týna vísakortinu, og vakna í Helsinki. Held ekki. Annað hvort getur fólk drukkið eða ekki.
Þess vegna er til lítils hjá Vínbúð okkar allra að hvetja fólk til kurteisilegrar inntöku á áfengi. Þeir sem geta drukkið eins og fólk, gera það væntanlega áfram og vonandi flytjast þeir aldrei yfir í óeirðadeildina í bransanum og þeir sem geta ekki drukkið eins og menn halda því væntanlega áfram þar til yfir lýkur. Vonandi enda þeir í meðferð.
Af þessum sökum snarminnkaði aðdáun mín á svínslegri auglýsingu Vínbúðarinnar.
Skál í boðinu.
Ég í kóki þið hin í einhverju öðru að eigin vali.
Úje.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Takið á málinu strax!
Einu sinni lét ferðamálafrömuður einn hafa eftir sér í fjölmiðlum, þegar fjallað var um dýrar sólarlandaferðir, að það væri vel borgandi fyrir að vera Íslendingur. Punktur. Á þessum tíma kostaði það svona tvisvar sinnum meira að fara til sólarlanda með íslenskri ferðaskrifstofu en t.d. danskri.
Fyrir liðlega 10 árum fór ég í eina slíka með Spies og það var 40% ódýra, flott vél, yndislegt hótel og lágmark af samlöndum mínum á svæðinu. Ekki að ég hafi á móti Íslendingum, en ég nenni ekki að flytja þá með mér í hópum til útlanda.
Nú er komið í ljós að matvara á Íslandi er 64% hærri en að meðaltali í ESB-ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins.
Og hvað ætli verði gert við þessar upplýsingar?
Mun ríkisstjórnin hoppa hæð sína af skelfingu og alveg: Krakkar þetta gengur ekki, við getum ekki haft þetta svona. Tökum á málinu strax?
Eða: Æi það er svo dýrt að vera Íslendingur og vel borgandi fyrir þau dásamlegu forréttindi?
Einu sinni var hægt að gefa svona búllsjitt svör við háu verði á Íslandi en núna ætla ég að það dugi skammt. Eða hvað?
Ég er eiginlega komin á þá skoðun, þvert á skoðun minna heittelskuðu VG að við eigum að ganga í Evrópusambandið.
En þangað til.
Viljið þið gjöra svo vel að lækka matarverðið gott fólk. Við almenningur erum fæst með ráðherralaun, hm.. afsakið fjármálageiralaun.
Það er ekki borgandi fyrir þjóðerni. Ég borga bara fyrir þær nauðsynjar sem ég þarf og ég vil að það sé einhver sanngirni í prísunum.
ARG
![]() |
Verð á mat 64% hærra en í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Af átakasvæðinu
Það verður ekki á vígvöllinn logið. Ég sver það, það er ekki búandi hér í Breiðholtinu. Hverjum dettur eiginlega í hug að byggja upp í sveit? Ók, átakasvæðið er ekki sveit en þegar Breiðholtið var byggt var það svo sannarlega ekki miðsvæðis.
Og ég endaði hér. Enginn veit sína æfina. Sjálfur vestur- og miðbæingurinn þurfti að éta ofan í sig hástemmdar yfirlýsingar um að fara ekki lengra "út úr" bænum en sem næmi Rauðarárstíg, ef hjá því væri komist, fór gott lengra en það, alla leið upp í Seljahverfi og það er allt helvítis Laugaveginum að kenna, vegna næturóeirða fyrir neðan gluggann minn um árabil.
En mér er ekki svo leitt sem ég læt. Það keyrði enginn bíll á minn húsvegg. Það ældi enginn á tröppurnar og það reyndi enginn að beita mig ofbeldi í nótt. Þá vitið þið það.
Vitið þið að Seljahverfið er eitt grænasta svæði borgarinnar? Hér er sumarið að koma, allt að grænka og fyrir utan eldhúsgluggann minn stendur fallegast tré í heimi og laufgast svo hratt að ég get nærri því sé það gróa. Nei, ég er ekki á sýru.
En hvað um það, mig langar aftur á heimaslóðir. Það býr svo lengi að fyrstu gerð. Ég er með heimþrá í vesturbæinn og miðbæinn. Frumburður býr í vestur, sú yngsta í miðbæ.
Ég upplifi mig eins og í sveitadvöl. Eða það held ég, var aldrei send í sveit og ég þakka mínum sæla fyrir það. Hrædd við kindur og allt.
En ég vildi sum sé tilkynna ykkur að það var ekki keyrt á minn húsvegg hér í Breiðholtinu í nótt. Einhver annar hlaut það hnoss.
Yfir og út frá átakasvæðinu.
![]() |
Ók á hús í Breiðholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr