Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Þegar ég flutti inn mann

angel

Þar sem sumir lesendur þessarar síðu hafa borðið fram heitar óskir sínar um deitsögur þá læt ég í lítillæti mínu eina slíka fjúka hér á netið þrátt fyrir að ég muni aldrei verða söm eftir þá gjörð.

Ég geri bókstaflega allt fyrir vini mína og flest fyrir óvinina líka, eða myndi gera ætti ég þá og þeir bæðu mig.

Þegar er var tuttuguogeitthvað fráskilin, ung og síástfangin hitti ég minn BRETA.  Í London, nema hvað.  Hann var listamaður, málari, sætur og sexí, fannst mér þessi kvöld sem ég hékk með honum, en ég tek fram að klúbbarnir í London voru dimmir.  Þeir voru kertaljósadimmir.  Þið skiljið hvert ég er að fara.  Þetta varð nokkuð heitur rómans þarna í heimsborginni á milli búðarferða.

Og það var þá sem ég tók ákvörðun um að flytja inn mann.

Ók, ekki misskilja mig, við komum okkur saman um að hann kæmi til Íslands, byggi hjá mér til að byrja með og svona.  Maðurinn var ágætlega fjáður og gat séð um sig sjálfur sko.  Hann hét Choen en vissi ég að það nánast þýddi að maðurinn væri læstur sparibaukur?  Ónei.  Hann tímdi ekki að anda, maðurinn.  Ég get svarið það.

Og hann kom - sá og stórtapaði.  Ég þoldi ekki manninn í íslensku sólarljósi og var þar að auki búin að verða ástfangin tvisvar síðan ég kvaddi hann á flugvellinum hágrátandi vegna yfirvofandi aðskilnaðar.  Ég tek fram að ég elska dramatískar kveðjustundir á flugvellinum, minnir mig á Casablanca.

Og við settumst niður (lesist ég settist niður og grýtti honum í sófann á móti mér) og við ræddum saman. 

Til að gera langa sögu stutta þá gerði ég honum tilboð sem hann gat ekki hafnaðHalo

Hann fór svo að vinna í Ísbirninum, og síðan veit ég ekkert meira um þennan mann.W00t

Endilega ekki láta ykkur detta í hug að ég sé einhver Grimmhildur.

Þetta "varðaði" bara svona og æskan er grimm.

Nei og ég veit ekki hvers vegna hann valdi Ísbjörninn.

Guð fyrirgefi mér.

Ég er löngu búin að því.


Ég er ástfangin - púmm og pang - og?

 red-cupid

Ástarsorg er háalvarlegt mál.  Krísa sem er ekkert ósvipuð því að missa náinn ættingja, þ.e. þegar um löng sambönd er að ræða.

En..

það er ekki mín sérgrein þó ég hafi upplifað nokkrar svoleiðis þá voru þær eiginlega ekki alvöru með nokkrum sárum undantekningum.´

Þegar ég var ung og ör var ég ástfangin nánast á hverjum degi.  Af nýjum og nýjum sko.  Ástfengnin rann hinsvegar af mér jafn snögglega og hún heltók mig.  Búmm Pang.

Ég var að ræða það við gamla vinkonu (Eddu Agnars) um daginn hversu rosalega lítið þurfti til að ástarvíman rynni af manni þarna á upphafsárum fullorðinslífsins.

Svartir krepsokkar sem innihéldu líkhvíta og háruga spóaleggi hröktu hrifningarvímuna á brott eins og hendi væri veifað.  Viðkomandi ástarviðfang vissi þá ekki hvaðan á sig stóð veðrið, hafði verið tilbeðinn áður en hann lyfti buxunum upp svo sást í bífurnar og var snarlega hrakinn á brott.  Skýringalust.

Svona fór þessu fram í nokkur ár.  Asnalegar höfuðhreyfingar, klór í rasskinn, hallærislegur hósti, ótímabær söngur og danstaktar settu hvern drenginn á fætur öðrum á dauðalistann.

Og svo lenti maður í svona niðurskurði sjálfur, sem ég reyndar skil ekkert í enn þann daginn í dag, enda fullkomin þá sem nú.

En alvöru ástarsorgirnar og ævintýrin áttu svo sannarlega eftir að banka á dyrnar með sínum ljúfsáru upplifunum.

Og ég grét flóðum.

En ég tók mig í gegnum allan tilfinningaskalann með hjálp sjálfrar mín og vinkvennanna.

Mínar ófarir hefa sýnt sig verða mun alvarlegri þegar ég tek hana til fagmanna.  Þá fer ég nefnilega að bera virðingu fyrir viðkomandi upplifunum og þori ekki að kroppa í þær.  Ég held að það sé vegna þess að prísinn á faghjálp er á við meðal sófasett.  Algjör bilun.

En þetta á auðvitað ekki við þegar um alvöru krísur í lífinu er að ræða.  Þar hafa sálfræðingar og geðlæknar bjargað lífi mínu.

I´m in love.  Jájá, so what´s new?


mbl.is Aðstoð í ástarsorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég spyr..

jn-rape

Er þetta;

ójákvæmilegur fórnarkostnaður svo allir geti skemmt sér saman á hópfylleríi?

?????????

 


Handlagðir víbratorar?

Stundum get ég ekki annað en hlegið þegar ég les um taktana hjá Könunum í stríðinu gegn hryðjuverkum.  Ekki að stríðið sé fyndið svo langt frá því enda hefur það bitnað á sárasaklausu fólki víða um heim, heldur er það hugmyndaauðgin í að vaða yfir öll mörk gagnvart fólki.

En fréttin er um að bandaríska alríkislögreglan megi leggja hald á fartölvur og önnur rafmagnstæki ferðamanna (á líka við um bandaríska ríkisborgara) og að þeir þurfa aldrei að skila þeim aftur er í algjörum stíl við allt havaríið í hryðjuverkabardaganum mikla.  Allt leyfilegt.  Reglurnar hafa verið í gildi um einhvern tíma en eru fyrst núna að verða lýðum ljósar.

Mér datt tvennt í hug.  Varla eru þetta fréttir svo sem, amk. ekkert til að hissa sig yfir.

Mennirnir handleggja lifandi manneskjur og setja þær í fangelsi í útlöndum, pynta og drepa án þess að þeir sjái nokkurt athugavert við það og þessi mannréttindabrot eru framin í nafni "stríðsins".

Því er bara eðlilegt og sjálfsagt að þeir telji sig geta tekið dauða hluti traustataki án þess að þurfa að svara fyrir það með einum eða öðrum hætti.

Lögreglunni er síðan heimilt að deila gögnum, sem í þessum tækjum kunna að vera með öðrum stofnunum.  Punktur basta og haldið kjafti þið sem eruð með skoðanir og attitjúd á því hvað er gert við dótið ykkar.

Stelpur! Þið sem eruð á leið til USA; eignarhald ykkar á víbratorunum er ekki óumdeilanlegt við komu til fyrirheitna landsins.  Skiljið þá eftir heima.  Einkum þessa með utanborðsmótornum og fjarstýringunni.

En..

þetta er auðvitað frábær sparnaðarleið hjá hinu opinbera.  Tölvu- og farsímareikningar eiga eftir að stórminnka.

Ég er ekki á leiðinni til USA.

No fucking way.


mbl.is Mega haldleggja fartölvur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neytendanornin ég

 900

Ég var með heitstrengingar hér á blogginu mínu í vor um að taka mig á í verðeftirlitinu, skoða strimla, bera saman og sveleiðis.  Ég hef alltaf litið svo upp til fólks sem er með góða verðskynjun.

Ég þekki konu sem er svo töluglögg að hún man nánast hvert eitt og einasta verð í Bónus án þess að hafa fyrir því, hún þarf ekki strimla, hún man bara allan pakkann.

Þessa frábæru konu er ekki hægt að plata hún veit meira um verðlagningu heldur en Bónus sjálfur.  Djöfull finnst mér það flott.

En aftur að mér, þar er ekki margt merkilegt til frásagnar í verðeftirlitsdeildinni. 

Ég hef tekið strimla síðan ég ákvað að taka mig á í neytendahegðun, jájá vantar ekki upp á það, ég hef svo sett þá ofan á örbylgjuofnin.  Mjög ábyrg.  Ég raða þeim alveg og nánast strauja strimlana og það vantar ekki einn einasta.

En í gær þegar ég var að þrífa í eldhúsinu gekk ég fram á ræmurnar úr matvörubúðunum, tók þá upp, virti þá fyrir mér og henti þeim svo.  Þeir voru farnir að safna ryki og ég hef ekki borið saman verð á þeim í eitt einasta skipti.

En ég mun halda áfram að taka strimla og passa upp á þá.  Einn góðan veðurdag mun ég síðan fara að bera saman verðið á þeim og haga mér eins og manneskja í sambandi við innkaup.

Það er fólk eins og ég sem gerir verslunareigendur forríkt.

Ekki að ég sé ekki glöð með það pc en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

En nú veit ég hvað mjólkin kostar!  Það er framför.


Tómur andskotans unaður

 03_sunbathing

Ég get ekki hugsað mér að fara í líkamsrækt.  Það eru margar ástæður fyrir því.

Ég þoli ekki svita-raka-táfýlulyktina sem ég finn inn á svoleiðis stöðum.  Þýðir ekki að segja mér að svoleiðis lykt sé ekki lengur til staðar.  Ég er lyktnæm kona.

Ég veit ekkert leiðinlegra en að hlaupa á bretti í tilgangsleysi og stara fram fyrir mig.  Ég er ekki að "gera" neitt á meðan og ég er ekki ein af því sem trúi að fegurð og hreysti náist með sársaukafullum hlaupum og lyftum.  Ég nenni ekki að hamast upp á mögulegt framtíðarform og vigtarhamingju.

Svo leiðist mér að djöflast við þessar aðstæður í hópi fullum af ókunnugu fólki.  Ég get ekki hlaupið á bretti og látið eins og konan við hliðina á mér komi mér ekki við.  Ég fæ samviskubit yfir því að nenna alls ekki í spjall á brettinu.  Finnst að ég EIGI að gera það.  Ég er biluð.  Só?

Og svo er ég sérviskufull og með undarleg antípöt.  Ég veit ekkert verra en að standa  alsber innan um fullt af fólki, hanga með því í sturtu og láta eins og það sé eðlilegast í heimi að vera í heví tjatti við þær aðstæður.  Ég vill vera í fötum þegar ég umgengst fólk.  Með leiðast hópsturtur.  Þannig er það, get ekki að því gert er ferlega undarleg á sumum sviðum.

Trúið mér í þau skipti sem ég fer í sund þá sé ég alls kyns lúllur og jónur hanga á klobbanum og ræða ástandið í þjóðfélaginu.  Ég bara GET ekki tekið svoleiðis umræður góðar og gildar.

Ég elska að ganga úti og njóta náttúrunnar - þegar ég er í stuði til þess, ekki af því að ég er á fyrirfram ákveðinni stundarskrá.  Þá hættir það að vera gaman.  Svona hlutir eiga að gefa manni gleði.  Annars er eins gott að sleppa þeim.

Það er ekki mikinn fögnuð að heyra í þeim hópi fólks sem ég þekki og er að fara í ræktina.  Það er svona álíka ánægt með það og þeir sem þurfa að fara að hitta skilorðsfulltrúann. 

Þess vegna væri svona líkamsræktartafla alveg að gera sig fyrir mig, einkum og sér í lagi af því hún er góð fyrir sykursjúka.

Ein pilla á dag kemur forminu í lag - og ég hangi bara og reyki í staðinn. 

Tómur andskotans unaður.

Ætli ég sé manneskjuhatari?

Nebb elska alla.

 

 


mbl.is Líkamsrækt í töfluformi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakslag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi

Borgarstjórnarflokkur VG lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefna umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um rekstur á nektardansstaðnum Goldfinger.

Þar segir m.a.

tilkynningu VG segir, að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft mikið að segja í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi allt frá því hann hóf störf, og þar með sýnt rannsóknum og reynslu af þessum málum skilning og tekið á þeim mark. Í fyrri umsögn sinni um Goldfinger hafi lögreglustjórinn lagst gegn leyfisveitingu en nú virðist sem hann hafi verið þvingaður til að breyta afstöðu sinni til málsins."

Ég er sammála þessu.  Lögreglustjórinn hefur verið betri en enginn í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og því er það furðulegt að hann skuli hafa breytt afstöðu sinni.

Ég er paranojuð þegar þessi mál ber á góma og ekki að ástæðulausu.

Hver er í karlaklúbb með hverjum hérna?

Er erfitt að fá þetta lið allt saman til að skilja að nektardansstaðir ýta undir kynbundið ofbeldi og það er brýnt að koma í veg fyrir starfsemi af þessu tagi.  Eins og VG réttilega benda á þá er lokun þessara staða liður í baráttunni gegn hlutgervingu kvenna, gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir jafnrétti kynjanna. 

En Geiri og sumir strákanna geta sennilega hrósað sigri.

Lögrelustjórinn í Reykjavík hefur með þessari umsögn fært jafnréttisbaráttuna nokkur ár aftur í tímann.

Pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

P.s. Og Alexander Kristófer, rólegur, ég veit hvað þér finnst.


mbl.is Lýsa vonbrigðum með nýja umsögn um Goldfinger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hælum og eiturgrænum náttbuxum - úje

náttföt og hælar

Þar sem ég sit hér forkunarfögur í morgunsárið og á meðan liljuhvítar hendur mínar strjúka lyklaborðið blíðlega stingur klæðaburðurinn í stúf við dásamlegt útlit mitt.

Ég er í svörtum bol, grænum náttbuxum með marglitum stjörnum og svörtum háhæluðum skóm.  Þá meina ég 10 cm háum en ekki einhverjum klósetthælum fyrir kerlingar.

Kötturinn Núll lætur lappirnar á mér ekki í friði.  Skórnir eru varnarútbúnaður.  Ok?

Þá er það frá.

Hagnaður bankanna er að dragast saman.  Ég er ekki reikningshaus en ég kann að draga frá og leggja saman. 

Hreiðar Már hjá Kaupþingi hafði 62 millur á mánuði allt s.l. ár.  Í mínum bókum er það töluverð fjárhæð.  Ef þessir toppar væru settir á eðlileg laun er ég viss um að bankarnir færu á ágætis ról og það væri jafnvel hægt að minnka allskyns þjónustugjöld til almennings.

Hvernig líður manni sem tekur alla þessa peninga fyrir að mæta í vinnuna og haga sér þér eins og ætlast er til?

Ætli svona manni finnist ekki brjálæðislega fyndið að aldraðir og öryrkjar séu að garga sig hása vegna þúsundkallana sem þeim finnst vanta upp á framfærsluna svo þeir eigi fyrir mjólk og brauði út mánuðinn?

Ef einhverjir starfskraftar í þessu þjóðfélagi eiga skilið almennileg laun þá er það fólk sem sinnir börnunum okkar og eldri borgurunum. 

Ekki að ég öfundi þennan mann af auðnum, mig langar ekkert í svona peninga.  Mikill vill meira.  Þetta ofdekur við bankatoppa er brjálæðislega fyndið í allri sinni græðgismynd.

Ég skulda hinsvegar krónur 14.321 í skatt umfram það sem ég er þegar búin að greiða.  Ég þarf að borga það í dag.

Eins og pabbi minn sem sagðist vera stoltur af því að geta borgað skatta til samneyslunnar þá ætla ég líka að gleðjast yfir því að ég sé álitin þessum fjórtánþúsundkalli aflögufærari en mér var ljóst.

Ég borga með gleði.

Farin að lakka táneglur.


mbl.is Hagnaður bankanna dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki dropi í tvö ár

Ég og fleiri alkar sem ég hef kynnst hafa á einhverjum tímapunkti áður en hundskast er í meðferð fengið þá brilljant hugmynd að flytja.  Bara taka sig upp og koma sér fyrir á nýjum stað, byrja nýtt líf.  Skilja vandamálin og vesenið eftir á gamla staðnum.

Sem betur fer kannski, hafði ég ekki orku til að framkvæma mikla flutninga nema í huganum, enda fárveikur alki á lokametrunum og þorði ekki út úr húsi, hvað þá heldur að ég hefði getað pakkað niður einni klósettrúllu svo ég tali ekki um heilli búslóð.

En á ákveðnum tímapunkti í neyslu virðist "aðflytjastábrott" ídean alveg frábær lausn.

Kallinn hennar Amy, pabbi hennar og Sarah Harding eru á því að Amy eigi að flytjast frá London og að það muni getað bjargað henni úr neyslunni.  Já sæl, sterk í blekkingunni.

Margir sem hafa flutt hafa sagt mér að þeir hafi verið búnir að finna neyslufélagana á nýja staðnum áður en þeir vissu hvar matvöruna var að finna.

Málið er að maður getur dröslast á heimsenda en maður er sjálfur með í för.  Það væri svo sem í lagi nema hvað að vandamálið er fyrirbærið sem maður sér í speglinum.  Allt eins gott að hanga heima, hringja upp á Vog og drífa sig í meðferð.  Það gerast engin kraftaverk meðan maður situr og vælir ofan í glasið eða hvað það nú er sem verið er að nota.

Það verða 2 ár um helgina síðan ég drakk áfengi síðast.  Ég átti þá eftir að fara í meðferð út af pillunum og það gerðist í október sama ár.  Æi þið sem lesið bloggið mitt vitið þá sögu alla.

En merkilegt hvað tíminn líður.  Ég er ennþá alveg svakalega þakklátur alki.

Mikið rosalega vildi ég að Amy Winehouse ásamt öllum hinum sem eru þarna úti í vondum málum sæju lífgjöfina sem felst í því að verða edrú.

Ég bíð og vona.

Lofjúgæs.

KISA TÝND, LESIÐ ÞETTA!


mbl.is Hvetur Amy til að flytja frá London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óli pres ekkert ves

Góða veðrið og hitinn er farinn að segja til sín með hinum alkunna varmapirring.  Fólk lætur allt fara í taugarnar á sér og getur orðið hættulegt umhverfi sínu, amk. þeim sem næstir standa þegar pirringurinn nær hámarki.

En ég er aldrei pirruð, alltaf ljúf, alltaf góð og ég elska lífið og allt sem andann dregur.  Og ekki má gleyma því að hógværðin er einn af mínum helstu kostum.

En, en, en,  pirringurinn bitnar á aumingja Ólafi pres. sem er að taka við embættinu sem hann nú þegar gegnir, á morgun.

Það á að loka götum.

Hvað er fólk að fara á límingunum yfir því?  Verður ekki allt svona eðalslekti að fá að klæða sig upp reglulega?

Ég sé ekkert að því að Ólafur taki sitt korter á Alþingissvölunum með Dorrit, sem btw er flott og fín.

Það er væntanlegt ferðalag þessa forseta sem ég geri athugasemd við til glæpamannanna í Peking þar sem ferðafélaginn verður sú mæta kona Þorgerður Katrín, menntamála.

Ætli það eigi ekki eftir að verða óþægilegt að monta sig í stúkunni með mannréttindabrotsfrömuðunum í Kína?

En svo er ég með smá uppástungu.  Er ekki hægt að gera við forsetann venjulegan ráðningasamning sem er svo endurnýjaður með undirskrift á fjögurra ára fresti?  Ekkert ves, engar lokanir, engin spariföt.

Kúl.

 


mbl.is Götum lokað vegna embættistöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2988495

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.