Færsluflokkur: Lífstíll
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Í morgun gerðist það
Ég vaknaði í morgun, teygði úr mér, svipti gluggatjöldunum frá, söng óðinn til gleðinnar (fyrsta vers) og sveif fram í eldhús berfætt og unaðsleg.
Og það hafði gerst. Mér var kippt niður úr teiknimyndasettöppinu sem ég hafði komið mér í og sjá - mér var ógeðslega kalt á tánum.
Það var þá sem ég brosti allan hringinn (blíðlega ekki illyrmislega) og ég vissi að sumarið er um það bil að víkja fyrir haustinu. Auðvitað eru vikur í það en þetta var fyrsta áminningin og hún var sláandi fyrir fæturna á mér.
Jenný hundskastu í innskó þegar þú vaknar á morgnanna. Naktir fætur eru nónó.
Og að Eric Clapton. Sem er heitur í alla staði og ekki orð um það meir. Þessum manni tókst án þess að hafa fyrir því að safna 99% allra sem ég þekki á einn stað í gærkvöldi og það var ekki hægt að ná í kjaft. Ef ég hefði nú dáið!!!
Miðað við þann sundurleita hóp fólks sem ég þekki og elska er það kraftaverk að hafa holað liðinu á einn og sama staðinn á sama tíma. Friggings kraftaverk.
Ég, fumburðurinn (sem var að passa Oliver), Jökull og Leifsgötufólkið voru þau einu sem ég veit til að hafi verið heima hjá sér. Jú og mamma og pabbi en þau eru pre-Clapton.
En Clapton getur gert fólki hluti þannig að ég næ þessu.
En Grímur Atlason er í vondum málum ef hann ætlar að reyna að toppa sjálfan sig.
Nú dugir ekkert minna en Stones og þá skal ekki standa á mér að mæta.
Jafnvel þó ég verði að kaupa miðana á strjálgreiðslum.
Og já, meðan ég man. Góðan daginn aularnir ykkar.
Úje.
P.s. Eins og sjá má af mynd er ég stax komin í hlýjan fótabúnað.
![]() |
Um 12.000 hlýða á Clapton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. ágúst 2008
Móðguð prímadonna með 1188 fylgismenn
Ólöf Guðný er fokin og það er eins og það er.
Borgarstjórinn í Reykjavík er með 1188 atkvæði á bak við sig váááá.
Hanna Birna hefur ekki lyft íhaldinu til vegs og virðingar í borginni eins og búist var við þó það sé ótrúlegt að láta sig dreyma um slíkt í þessu samstarfi.
Ólafur talar ekki við fréttastofu RÚV og hagar sér eins og móðguð prímadonna.
Og svo er það þetta !!
Er maðurinn með mikilmennskubrjálæði?
![]() |
Tæp 2% borgarbúa kysu F-lista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Kæri Björn
Jæja kæri Björn Bjarnason.
Ég kann þér engar þakkir fyrir að hafa komið því svo fyrir að nú muni nektardansstaðir spretta upp eins og gorkúlur út um allar koppagrundir með þeim fylgifiskum sem oftast fylgja starfsemi af þessu tagi, amk. úti í heimi í þeim löndum sem enn leyfa slíka starfsemi, en þeim fer sem betur fer fækkandi.
Þetta er aldeilis glimrandi tímasetning núna einkum í ljósi nýlegrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem hafa áhyggjur af stöðu jafnréttismála hér á landi og harðri gagnrýni nefndar á þeirra vegum, hvað varðar kynferðisofbeldisdóma.
Vændi er leyfilegt og nú er síðustu hindruninni rutt úr vegi.
Reyndar erum við konur margar hverjar á því að íslenskt dómskerfi sé ekki fyrir okkur og börnin okkar.
Við stefnum hraðbyri aftur í tímann um einhverja áratugi.
En mikið skelfing hlýtur að gefa vel af sér að vera í bisness þar sem líkami kvenna er söluvaran. Þeir ganga sig upp að hnjám kaupmennirnir.
![]() |
Umsóknir nektarstaða til nýrrar umsagnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Spenna og tilhlökkun - úje
Stundum þegar eitthvað stendur til er ég eins og barn á jólunum. Að kafna úr spennu og tilhlökkun.
Það er í gangi núna, ójá.
Lítill snáði kemur til landsins í kvöld með ömmu-Brynju og pabba sínum og hann ætlar að vera hér í viku og svo fer afinn með hann aftur til London.
Mayan kemst ekki að þessu sinni, en það verður ekki á allt kosið.
Jenný Una sagði við mig í símann áðan frá Svíþjóð að hún ætlaði að flýta sér í fluvvélina til að leika við OlivÉr og hann má alveg klappa kisan mín. Þannig að það verður mikið fjör og læti þegar þau hittast Oliver og hún.
Amman er í spreng.
Farin að taka blóðþrýsting. Nei, nei, farin að smóka.
Jökull getur farið að kenna frænda sínum á gítar. Jájá.
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Alkafærsla og sölutölur - Hömm
Þegar ég hætti að drekka fyrir nákvæmlega tveimur árum og einhverjum dögum síðan þá var ég þess fullviss að sala í bjór og rauðvíni myndi hrapa niður úr öllu valdi. Hehemm.
En einhverjir hafa tekið við af mér og gott betur og nú selst brennivín sem aldrei fyrr.
Á milli ára er aukningin á sölu fyrir verslunarmannahelgi 28%. Það er ekki lítið eða hvað? Rosalegur þorsti í gangi.
Annars stend ég mig stundum að því eftir að ég varð edrú að hlakka til að fara að sofa af því ég sef svo vel og mig dreymir eðlilega.
Að sofa var eitthvað sem ég las um í bókum hérna á alkatímabilinu. Þrátt fyrir svefnlyf af fleiri en einni gerð ásamt áfengi sem rann ofan í mig í nokkuð jöfnum takti til að ég gæti sofið, þá gerðist harla lítið. Svefninn er eitt af því fyrsta sem fer í vaskinn þegar maður er kominn í vond mál í neyslu.
Og draumarnir voru í besta falli martraðir.
Ég man eftir nóttum þar sem ég lá og starði upp í loftið og ég hugsaði með mér að það væri óskastaða að drepast þar sem ég væri komin. Ekki í sjálfsvorkunn held ég, hún fór fram á daginn á fullu blasti, heldur af praktískum ástæðum. Það er nefnilega óþolandi að geta ekki lifað í eigin skinni bæði á nóttu sem degi. Ég var orðin andskoti þreytt á ástandinu.
Og þegar ég varð edrú tók það ca. tvo mánuði fyrir svefninn að komast í eðlilegt horf.
Nú leggst ég á koddann, geri upp daginn og rétt næ æðruleysisbæninni áður en ég er komin í draumalandið og farin að sinna þar mikilvægum verkefnum.
Þannig að þegar allt er týnt til þá er ég nokkuð heppin kona sem er í engum viðskiptum við brennivínsbúðina og hef ekki sést þar s.l. 2 ár.
Það má segja að ég hafi styrkt ríkið um ríflegar fjárhæðir meðan á storminum stóð og sé búin að gera mitt í þeim málum og gott betur.
Farin að lúlla, brakandi edrú og glöð.
Þetta var snúra. Jájá.
![]() |
Mikið keypt af áfengi fyrir verslunarmannahelgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Reynir Trausta flottur og hvað með Ramses?
Þegar ég skipti um skoðun, sem gerist reglulega þá hika ég ekki við að snúa mér í hring.
Í fyrra var ég að röfla yfir því að fólk færi og lægi í skattaskránum að drepast úr forvitni um náungann.
En..
Ég hugsaði það mál ekki til enda. Auðvitað eiga þessir pappírar að liggja frammi. Það er ekkert einkamál hvers og eins hvað þeir borga í skatta.
Svo rakst ég á þennan pistil hjá honum Reyni Trausta og hann er frábær og segir allt sem segja þarf.
Ríkið það er ég. Lesið.
Og talandi um að skipta um skoðanir reglulega.
Hm..
Ég er algjörlega að kúvenda í ESB-málinu. Þvert á stefnu þess flokks sem ég kaus. Það er bara kommon sens held ég að vilja út úr þessari krísu sem krónan setur okkur í. Ég held að ég sé að verða heitur Evrópusinni, Ésús minn.
Og hvað meira, látum okkur nú sjá, hugs, hugs, hugs, flett, flett, flett,
æi það eru fleiri mál, ég man þau bara ekki í augnablikinu en ég man eitt.
HVAÐ LÍÐUR MÁLINU HANS PAUL RAMSES OG ER KONAN OG BARNIÐ EKKI ENN Á LANDINU?
Koma svo og vinna vinnuna BB og hætta að pirra sig á ÓRG. Það er ekki frumlegt.
Aðrir geta verið í því. Jájá.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Ofbeldi gegn börnum
Ég ætla ekki að dæma fólkið sem gleymdi barninu sínu á flugvellinum í Tel Aviv þó ég geti fullyrt að það hefði aldrei getað hent mig að gleyma stelpunum mínum. Það er svo fjarri lagi. En aðstæður þekki ég ekki og ætla því að láta það eiga sig að dissa þessa foreldra þó þeir eigi það skilið.
Ég gat aldrei skilið foreldra Maddý í Portúgal sem skildu börnin sín eftir ein á hótelherbergi og mér er nokk sama þó þau hafi séð heim að húsinu, skiptir engu máli. Svona gerir maður ekki. Það stendur eftir í þessu sorglega máli.
Og svo er það umræðan um hvað er ofbeldi á börnum.
Fyrir mér er það dagsljóst hvar þau mörk liggja.
Þú beitir börn ekki líkamlegum hirtingum. Þú misbýður ekki barni með því að nota líkamlegan styrkleika þinn til að brjóta vilja þess á bak aftur. Öll valdníðsla er ofbeldi. Afgreitt og búið mál.
Ég sá einu sinni hollenska konu á sólarströnd slá barnið sitt utan undir í hvert skipti sem það hreyfði sig í aðrar áttir en hún kaus. Ég flaug á kerlinguna. Ekki að það hafi breytt neinu.
Ég lenti einu sinni í tjaldi við hliðina á Könum af vellinum sem voru í útilegu með börnin sín. Maðurinn gekk stöðugt í skrokk á drengjunum sínum og ég flaug á hann líka. Það breytti heldur ekki neinu, en hvað gerir maður?
Á Íslandi sér maður ekki mikið af fólki sem beitir börn líkamlegu ofbeldi og þeir sem það gera eru örugglega að því á bak við byrgða glugga, svona oftast amk. Það er að minnsta kosti bannað með lögum á þessu landi að meiða börn og það er sterk andúð á slíku athæfi hér sem betur fer.
En ég sé oft hluti sem eru ekki ásættanlegir og eru ekki síður ofbeldi en barsmíðar. Í gær var ég í röð við kassa og konan á undan mér var með 3-4 ára barn í körfunni hjá sér. Barnið vildi úr körfunni og þá sagði þessi móðir við afkomandann: Ef þú hlýðir mér ekki þá fer ég með þig út í bíl og læsi þig inni og skil þig eftir í myrkrinu!
Það er sagt að á Íslandi sé mikið af vanræktum börnum. Börnum sem fá ekki þörfum sínum fyrir nálægð og umhyggju fullnægt. Ég veit ekki svo mikið um það enda ekki mikið í svoleiðis kreðsum núorðið og er bara innan þau börn sem að mér snúa.
En barnalögin eru skýr. Þau taka á öllu þessu.
Málið er að þau eru ónýtt plagg oft á tíðum á Íslandi nútímans.
Og svo eru það dómstólarnir sem dæma í ofbeldismálum.
Hvað segist um 4 ára dóm fyrir að misnota sjö börn?
Skammist ykkar þið sem stöðugt bregðist börnum í þessu landi en eigið að gæta öryggis þeirra.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Morgunþula
Ég vaknaði klukkan sex alveg óforvarandis og skildi ekki hvað var að gerast.
Var þetta aldurinn, eða af því mig dreymdi vatnsmelónur og jarðskjálfta sem aldrei ætlaði að ganga yfir? Nei, nei, það held ég bara ekki en ég vaknaði samt og mig langaði að lifa smá og eyða ekki tímanum til einskis.
Og ég hugsaði með mér hvað ertu að vakna svona kona fyrir allar aldir, ertu manísk eða hrædd við að missa af einhverju og já mér fannst það. Allt getur gerst snemma að morgni eins og t.d. það að meirihlutinn í borginni gæti sprungið annað eins hefur nú gerst og þá væri leim að sofa það af sér en svo er hitt að hann gæti sprungið um miðja friggings nótt þegar ég svæfi hvort sem er og hann gæti líka sprungið á meðan ég pissa þannig að í kringum það verður ekki komist. Svo gæti ríkisstjórnin sprungið úr aðgerðarleysi og ég vil ekki missa af því heldur.
Og þá fór ég bara að blogga.
Ég er alltaf svo meyr snemma að morgni ef ég vakna ekki útsofin. Verð væmin og dramatísk. Ég eyddi góðri stundu í að hafa áhyggjur af fólkinu í Kína sem var hent út heima hjá sér og ástandinu í Afríku sem ég get ekki gert neitt í.
Ég átti helvíti bágt þarna á tímabili ég sver það og það segir mér ákveðna hluti.
Að mér færi betur að sofa lengur í hausinn á mér í stað þess að mæla veggina og gera sjálfa mig sorgmædda algjörlega að nauðsynjalausu.
Vá ég er biluð. En það er til lækning við því.
Ég fer og sef aðeins meira og svo vakna ég og ríf kjaft fram eftir öllum degi. Ég væmnisjafna, einfalt mál.
Úje og góðan daginn.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
"Allt fínt bara"
Það eru skemmtilegir tímar framundan hjá mér. Skemmtilegasta fólkið í lífi mínu verður allt saman komið á landinu í vikulok.
Jökull, elsta barnabarnið kom frá Króatíu og öðrum nálægum löndum, á sunnudaginn.
Oliver kemur frá London á fimmtudaginn í fylgd pabba síns og ömmu-Brynju og hann verður í viku.
Og á föstudaginn koma Jenný Una og Hrafn Óli (Lilleman) frá Svíþjóð með foreldrum sínum eftir hálfsmánaðar dvöl í heimalandi pabbans í jöfnunni.
Ég er öfundsverð kona.
Í dag ringdi lítil stúlka í ömmu sína frá Svíþjóð og hafði margt að segja.
Hún hafði veitt frosk (sko einn frosk amma) í morgun, týnt blóm og bakað súkkulaðiköku með farmor. "Amma ég kann alveg að baka svoleiðs aþþí þú kenndir mér það".
"Ég get ekki komið heim alleg skrass amma ég þarf að vera líka hjá farmor og farfar". (Amman hlýtur að skilja að barn þarf að skipta sér á milli aðdáenda).
Og hún hélt áfram.
"Amma það var stór fluga sem reyndi að drepa mömmu mína".
Amman: Og hvað sagði mamma þín þá?
Jenný: Allt fínt bara.
Og amma, það er vondur maður í skóginum sem stelir börnum. Farmor sagði mér þa þegar við var að týna ber fyrir klukkutíma! (Klukkutími þýðir að það er mjög langt síðan).
Amman: Og varstu ekki hrædd?
Jenný: Nei bara smá ég skammar hann bara. En amma ég kem bráðum heim með fluvvélinni. Þú verður mjög glöð. Þá ætla ég að vera hjá ykkur og fá nammi. Ókei?
Amman kastaði sér í vegg haldin ólýsanlegu krúttkasti yfir öllu því smáfólki sem hefur komið inn í líf hennar yfirleitt.
Börn eru besta fólkið.
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Svo löngu komið nóg
Ég er eiginlega komin með mikið meira en nóg af ruglinu í borginni.
Ekki bara af Ólafi Eff heldur íhaldinu líka, sem virðist vera í feluleik og læðast með veggjum.
Brottvikning Ólafar Guðnýjar virðist vera bullandi ólögleg. Við vitum öll nú þegar að brottreksturinn er siðlaus.
Á þessi skammarlega gjörð Óla Eff eftir að kosta skattborgarana í Reykjavík einhverjar millur í skaðabætur?
Lesið frábæran pistil Daggar Páls um málefnið.
Hvernig væri að þetta lið í meirihlutanum mætti í vinnuna og tæki á málinu?
Eða ætlar íhaldið að samþykkja þennan gjörning borgarstjórans?
Það er fyrir svo lifandis löngu komið nóg af þessari óstjórn og rugli í borginni.
Búin að fá mig fullsadda og ég er sko ekki ein um það.
Þarf fólk að fara að skrifa á lista eða hvað?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 2988494
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr