Færsluflokkur: Lífstíll
Laugardagur, 23. ágúst 2008
"Get a grip" - tökum pásu
Eldur er skelfilegur þegar hann fer úr böndum.
Þá er það frá.
En er ekki eitthvað geðveikislega tragíkómískt við að það kvikni í sorpbrennslu sem þar að auki heitir Funi?
Ég get sagt ykkur í trúnaði og ég veit að það jaðrar við helgispjöll, en ég er komin með upp í háls af sigurvímunni út af handboltaleiknum.
Það talar enginn um annað, skrifar enginn um neitt af viti og allir nota sömu orðin. Snilld, annarsheims upplifun, strákarnir okkar í lengd bráð og nálægð.
Get a grip, tökum pásu, anda inn og út og tölum um eitthvað annað.
Annars held ég að þetta handboltladæmi hafi gert mig kexruglaða. Ég er ekki búin að vera alveg með sjálfri mér í allan dag.
Ég eyddi góðum tíma í að leita að gleraugunum mínum og fann þau hvergi. Ég sé ekki sjónvarp án þeirra. Loksins kom minn núverandi og hjálpaði mér. Hann fann þau strax, ég var með þau á nefinu.
Annaðhvort handboltanum eða byrjandi elliglöpum að kenna - ég vel handboltann.
Ég held ég fari að sofa.
Á morgun gerast hlutir.
Eða er það ekki?
Nigthy - nighty!
![]() |
Eldur í sorpbrennslunni Funa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Snilld dagsins, Erill í startholum og ég í krúttkrampa
Takið eftir, takið eftir, þessi færsla er ekki um handbolta.
Hún er meðal annars um Eril sem er nýbúinn að láta taka af sér þessa mynd.
Það er hreinlega ófrumlegt að halda áfram að dæla færslum um handbolta inn í cypertómið.
Við unnum, ég er glöð, þið eruð glöð. Get over it.
En þessi færsla er líka um Dorrit ofurkrútt og dúllurass. Hún er flott þessi kona, klár og frábær, hún er pr-kona ársins.
Mér finnst að Óli og Dorrit eigi bara að vera á launum sem péerristar fyrir Ísland.
Við droppum þessum forsætiskjaftæði.
"Ísland er stórast í heimi" er setning ársins og ég bölva mér upp á að hún á eftir að öðlast vængi. Þessi setning gerir það líka að verkum að mig langar að kasta mér í vegg í heví krúttkrampa.
En..
Ég held að þjóðin taki Ólaf bókstaflega og haldi þjóðhátíð í kvöld og svei mér skal ég hundur heita ef Erill, helvítið á honum er ekki búinn að fara í ríkið og birgja sig upp, kaupa lambleifar á grillið og er að pússa skóna sína í þessum töluðu orðum..
Innsæi mitt og spádómsgáfa segir mér að í fyrramálið munu fyrirsagnir sjást í miðlum sem hafa nafn Erils í fyrirsögnum og það ekki á jákvæðu nótunum.
Ég fer ekki í ríkið enda óvirkur alki í dag sem alla aðra daga burtséð frá íþróttaafrekum heimsins og jákvæðum lífsmörkum frá dómsmálaráðuneyti.
En það er skrýtin tilfinning að vera ánægð með Björn Bjarnason, en það er ég að upplifa núna í allra fyrsta sinn. Þetta venst örugglega.
Paul Ramses kemur heim.
Það er snilld dagsins.
![]() |
Þegar Dorrit veifaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Frá sjónarhóli konu
Ég settist við sjónvarpið með mínum ástkæra og var ákveðin í að horfa á handboltann.
Jafnvel þó að ég sé sannfærð um að þeir sem ég haldi með tapi. Mér er sagt að svona hugsunarháttur sé meðvirkni á háu stigi. Só?
Eftir fyrstu mínúturnar gat ég ekki meir, ég var friðlaus, vonir mínar vaknaðar af værum blundi.
Ég fór fram í eldhús og skrúfaði frá báðum krönum og byrjaði að þrífa. Ég vildi ekki heyra hrópin í þulunum.
Við vaskinn hét ég á Paul Ramses, nokkur góðgerðarsamtök og Götusmiðjuna, bara ef við ynnum.
Svo þreif ég eldhúsið, hvern míkrósentimeter, á meðan fyrri hálfleikur rann í gegn.
Í hálfleik hætti ég mér fram úr eldhúsinu og spurði tíðinda. Ég hentist inn aftur um leið og sá seinni hófst og hringdi í frumburð. Hún er á fyrsta degi í sumarfríi.
Ég: Ertu að horfa.
Hún: Nei, ég get það ekki, þeir tapa ef ég horfi (jesús minn hún hefur tekið upp þennan eftir mér) og ég er að neyða mig til að horfa á sápu.
Og við möluðum og töluðum þangað til að húsband kallaði og sagði mér að við værum fimm mörk yfir og leikurinn væri að verða búinn eftir smá.
Ég: Er það öruggt? Ég meina getur það tölfræðilega breyst?
Hb: Nei, kona og þú getur ekki haft áhrif á það þrátt fyrir að þú haldir að sól og máni, loft og lögur sé á þínum vegum. Komdu.
Og ég settist fyrir framan sjónvarpið og horfði á síðustu mínúturnar og öskraði og gargaði og hoppaði og skoppaði.
Það er stundum gaman að fyllast þjóðernisstolti.
En það er beisíklí mér og frumburði að þakka að við unnum.
Við héldum okkur hlés.
En ég skulda hellings pening í áheit. Maður verður að borga svoleiðis.
Hér er landsliðið í handbolta með kennslu í fagni.
Æfa sig fyrir sunnudaginn.
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Mykjudreifarar
Algjörlega stórundarlegur dagur, þessi í dag sko.
Í fyrsta lagi rigndi, í öðru lagi breytti ég um útlit á síðunni minn og svo var ég hálf rúmliggjandi líka og það telst vera í þriðja lagi. Einhver að telja?
Og ég talaði við gamla vinkonu í síma sem spjallaði um heima og geima.
Í miðju spjalli sagði hún:
V: Ég er svo fegin að haustið er að koma og vetrarstarfið að hefjast!
Ég: Ha, vetrarstarfið? Ertu í Framsókn?
Hún: Noj ertu ekki í lagi, hjónaklúbburinn og leirnámskeiðið er að byrja?
Ég: Ha, ertu svona mikill lúði kona, ég dey.
Og við hlógum.
En aftur að Framsóknarflokknum sem ætla mætti að ég væri komin með á heilann, en það er ekki þannig. Ónei.
Þegar ég var stelpa heyrði ég á haustin auglýst fyrir kvöldfréttirnar í útvarpinu: Framsóknarmenn, Framsóknarmenn, vetrarstarfið er að hefjast, vinsamlegast skráið ykkur í félagsvistina sem fyrst.
Og ég spurði ömmu hverjir væru í Framsóknarflokknum (það fólk spilaði stöðugt alltaf fjör hjá þeim) og amma sagði mér í ekki svo fáum orðum að þeir væru beisikklí bændur.
Síðan þá hefur "vetrarstarf" og þannig fyrirkomulag verið tengt bændum í Framsókn órjúfanlegum böndum í hausnum á mér.
Og svo glumdi í útvarpinu fyrir hádegisfréttir; Bændur og búalið, bændur og búalið. Vorum að taka upp mykjudreifara.
Síðan hefur alltaf verið í mér einhver andskotans óhugur gagnvart Framsóknarflokknum.
I wonder why?
Hm...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Innanhúsleyndarmál
Í morgun, óguðlega snemma í eldhúsinu.
Ég: Villtu syngja fyrir mig.
Húsband: Ertu að reyna að koma mér til að hlægja, ég var að opna augun?
Ég: Já en þú ert hættur að syngja fyrir mig, syngdu fyrir mig, mig langar í morgunsöng. Gerðuða Ha!
Hb: Hahahaha, það sem þér dettur í hug.
Ég: Mér er fyllsta alvara, einu sinni söngstu fyrir mig. Þegar við vorum í rómans.
Hb: Já ég gerði það og fyrir alla hina sem voru á staðnum, það var vinnan mín.
Ég: Ég skil ekki af hverju þú getur ekki lyft geði mínu og tekið einhverja tóna, bara svona til að fíflast, eða þá að við gætum dansað á eldhúsgólfinu.
Hb (Ennþá skellihlæjandi, vanur ýmsu maðurinn): Þú veist ég dansa ekki, töff gæs dónt dans,eins og þú veist.
Ég: Ókei, ók, ók, ég gefst upp. Ég syng þá fyrir þig elskan.
Hb: Hvaða lag ætlarðu að taka?
Og áður en ég gat sagt dammdirridammdiraddídammdíddílú, sást undir iljarnar á manninum.
Ég er stórlega vanmetinn söngvari.
Hann var farinn í vinnuna.
Svona er lífið, án söngva og víkivaka.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Hvar er Kobbi? - Ó hann var ekki týndur!
Ég nenni ekki að blogga mikið meira um ruglið í borgarmálunum.
Allir komnir með upp í kok, en samt er eitt mál hérna sem ég hef verið að velta fyrir mér. Þið verðið að hjálpa mér með það gott fólk.
Hvar er Kobbi Magg?
Málið er að ég hef ekki séð mynd af Ólafi Eff, nema keðjumyndina, án þess að Kobbi sé þar fast á hæla honum. Óaðskiljanlegir og samvaxnir á mjöðm síðustu misseri drengirnir. Algjör tenging í gangi, hveví ástarsamband.
Hvað varð svo um Jakob?
Hefði hann ekki átt að sitja við hlið Guðföðurins á blaðamannafundinum í fyrradag?
Ólafur segist koma aftur og aftur..
..en ætlar Jakob bara að koma einu sinni (sjitt, þetta hljómar illa)?
Við reynum aftur..
ætlar miðborgarstjórinn ekki að standa með sínum manni sem hann trúir svo svakalega mikið á?
Óli er svo einn án Jakobs og Jakob er ekkert án Ólafs.
Ómæ - farin að gera eitthvað skemmtilegt eins og að klóra mér í höfðinu.
Ó, hér eru nýjustu fréttir.
Miðborgarstjórinn er niðri í ráðhúsi að spila á harmóníkku.
Málið er leyst, samband heldur, allir glaðir, ég líka.
Farin til læknis. Jájá.
![]() |
Borgarstjórinn: Kemur alltaf aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Þverpólitísk reiðibylgja vegna brigslbandalagsins
Ég ætlaði á pallana á morgun. Ég ætlaði að mótmæla vinnubrögðunum og þeim klækjum og ódrengsskap sem er nú að endurtaka sig í myndun þessa nýja meirihluta. Óánægja mín er ekki endilega bundin við hvar ég stend í pólitík, heldur fyrst og fremst vegna þess að mér sem borgara er misboðið.
Ég er fyrst og fremst meðlimur í borgarsamfélaginu og mig varðar um hvað gengur á í Reykjavík.
Alveg eins og öllum hinum borgarbúum, sama hvar í flokki þeir standa.
Það er nefnilega þverpólitísk reiðibylgja sem gengur yfir borgina núna þegar enn einn meirihlutinn skakklappast aflvana á hlandkoppinn til að létta á sér í fyrramálið kl. 10.
Og ungliðahreyfing Samfó ætla að mótmæla með gleðileik og Framsókn og íhald beina sínu fólki á pallana. Þetta er sem sé að verða eins og fótboltaleikur.
Mig langar ekki að bendla þessi mótmæli við pólitíska skoðun mína, vonbrigði mín með borgarmálin ná langt út fyrir alla flokkspólitík og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar.
Mig langar ekki að troðast eins og krakkaormarnir gerðu í æsku minni þegar þau fóru í þrjúbíó á sunnudögum, á palla ráðhússins og slást um stæði/sæti við frammarana tíu sem þar verða og svo íhaldsáhangendurna.
Það er verið að gera úr myndun brigslbandalagsins einhverja vitleysu og fíflagang sem er nú algjörlega að bera í bakkafullan lækinn ef ég má tjá mig um það.
Ætli það verði einhver fyrir utan ráðhúsið í fyrramálið sem máli á mótmælendunum andlitið, svona eins og á 17. júní?
Svei mér þá, ætli ég endi ekki í þyrlu yfir ráðhúsinu eða á gúmmíbát úti í tjörn?
Ég auglýsi eftir farartækjum um loft og lög.
Ég neita að fara í íþróttagírinn.
Mig skortir gjörsamlega húmorinn varðandi nýjan "meirihluta".
Það er einfaldlega þannig.
![]() |
Rós og ráð gegn rugli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Strákarnir í geiminu
Það er þetta með strákana í geiminu, sko valdageiminu, þeir sjá ekkert athugavert að þiggja boð í laxveiði í eina af dýrustu ám landsins frá vinum sínum til "fjölda ára".
Það er ekkert verið að hygla neitt og ég ekki vanur því að láta hygla mér með eitt eða neitt segir Villi Vill.
Halló Vilhjálmur, ef mér eða einhverjum nóboddí væri boðið það sama af vinum okkar þá myndi maður reka upp stór augu og spyrja; vá varstu að vinna í Lottó, hvernig náðir þú í þetta ógeðslega dýra veiðileyfi? Og þegar ég kæmist að því að heilbrigðisráðherrann og fleiri toppar væru með í flotteríinu plús makar á pakkann og það væri svona leiðsögumaður á kjaft í fokkings ánni þá myndu fara að renna á mig tvær grímur.
En það renna engar grímur á Vilhjálm og hina strákarnir í valdageiminu. Þar er það "buisness as usual" að vera boðið í svona grand ferðir.
Svo finnst þessum mönnum vægast sagt undarlegt að við treystum þeim ekki.
Og Vilhjálmur þvertekur fyrir að REI hafi komið til tals í veiðiferðinni og hvað þá sameining við Geysi Green enda hafi sú hugmynd ekki komið til tals fyrr en rúmum mánuði síðar.
Þetta eigum við almenningur að taka gott og gilt jafnvel þó ýmislegt bendi til að þarna hafi strákar verið að ráða ráðum sínum á fokdýrum árbakkanum.
Við eigum að vita að þeir séu ekki að gera neitt annað í veiðiferðum drengirnir en að rækta vináttuna sem staðið hefur frá blautu barnsbeini. Að þeir ráði ekki ráðum sínum á bak við tjöldin. Jájá og tunglið er búið til úr osti.
Ég er eiginlega komin á þá skoðun að stór hluti íslenskra stjórnmálamanna eigi að fara í meðferð. Og þá er ég að tala um enduruppeldis- og siðferðismeðferð.
Eða þá haska sér í frí - laaaaaaaaaaangt frí.
![]() |
Vilhjálmur Þ.: Ekkert annað en vinarboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Ástarjátning
Á laugardagskvöldi í ágúst:
Jenný Una: Amma þú ert amma mín og Lilleman og Jökuls og Oliver en ekki amma hennar Söru Kamban?
Amman: Alveg rétt skottan mín.
JU: En amma ég er eina stelpan þín eþeggi?
A: Jú, alveg rétt. Þrír strákar og ein stelpa.
JU: Ég er mjög góð stelpa og ég klípir ekki börnin á leikskólanum og ekki á róló. Ég hendir ekki sandi í Franlín Mána Addnason viljandi. Bara óvart stundum!
A: Nei þú ert svo góð stúlka ().
JU: Ég elska þér amma og líka Einar minn. Mest í heimi!
A: Orðlaus aldrei þessu vant. Úff.
Ís og sænska sumarið - toppurinn
Hrafni Óla finnst ekki leiðinlegt í sænska sumrinu!
Og við heimkomuna frá Svíþjóð var boðið í "píxupartí"
Og nú er amman þotin í IKEA.
Úff og lagó.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Þegar hamingjan slær mig í hausinn
Stundum, á venjulegum degi, þegar ekkert er að gerast sem ætti að hífa mig upp eða draga mig niður, verð ég fyrir upplifunum.
Ég verð óstjórnlega hamingjusöm yfir lífinu og því sem ég hef. Finnst ég heppnust á jarðríki.
Þetta gerðist í dag, óforvarandis og ég varð algjörlega alla leiðina steinhissa.
Áður fyrr, í gamla lífinu, var ég stöðugt hrædd. Mismikið en ég óttaðist stöðugt að eitthvað slæmt myndi gerast. Ég eyddi tímunum saman í að raða því upp í höfðinu á mér hvað gæti gerst og hvernig ég ætti að bregðast við. Þetta tók tíma, ég gerði fátt annað enda ekki til stórræðnanna bullandi veikur alki í alvarlegu þunglyndi.
Það er alveg svakalegur ágangur á orkubúskapinn að vera hræddur, svo ég tali nú ekki um skelfingu lostinn. Algjörlega full vinna að standa í því.
Að lifa stöðugt í skelfingu er merki um að viðkomandi upplifi sig algjörlega varnarlausan fyrir öllu, litlu sem stóru.
En..
Svo varð ég edrú og mér til mikillar furðu hætti ég að vera hrædd, hætti að reikna með því versta og það merkilega gerðist - hamingjan fór að slá mig í hausinn nokkuð oft og reglulega.
Nú mætti maður ætla að ég væri beisíklí orðin vön því að gleðin yfir lífinu hertaki mig upp úr þurru - en nei - ég er alltaf jafn hissa.
Og það var sem sagt í dag, þegar ég var að þvo upp og tuða inni í mér um klikkunina í borginni þessa dagana, að ég var nálægt því slegin í gólf af eintómri lífsgleði.
Kannski er þetta fyrst mögulegt þegar vistin í skugganum er búinn að vera svo löng að það virðist ekki vera afturkvæmt þaðan.
Ég veit það ekki en mikið rosalega er hipp og kúl að vera glaður. Vont samt að hafa náð þessum selvfölileghet svona seint.
En á morgun ætla ég að vaða á minni gleðigöngu milli rekkanna á friggings IKEA gott fólk.
Og þessi viðkvæmni sem hér hefur verið skráð og vottfest verður ekki sýnd aftur í bráð.
Ekki láta ykkur dreyma um það.
Ég segi eins og kerlingin; you cought me at a week moment
Væmnisjöfnun verður birt síðar.
Úje
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 16
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2988493
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr