Færsluflokkur: Lífstíll
Fimmtudagur, 4. september 2008
Íslenskir þrælahaldarar
Ef það er rétt að þessi veitingahúsaeigandi á Café Margrét á Breiðdalsvík sé búin að vera að misnota fólkið sem hann er með í vinnu amk. síðan 2005, af hverju hefur enginn stoppað manninn af?
Reyndar hafa afspyrnu fáir íslenskir þrælahaldarar verið stoppaðir af, sbr. alla útlendingana í uppsveiflunni sem fengu laun langt undir töxtum og var holað niður í húsnæði sem ekki hæfir fólki.
Ef þjóðfélagið vill að reglur og lög varðandi réttindi verkafólks séu virt hvernig væri þá að loka á þetta lið sem fitnar eins og fjandans púkinn á fjósbitanum á kostnað fólks sem getur tæpast borið hönd fyrir höfuð sér.?
Og ef rétt reynist með þennan restaurant á Breiðdalsvík, sem ég er ekki í aðstöðu til að fullyrða neitt um þó allt virðist benda til þess, þá á fólk auðvitað að sitja heima þangað til maðurinn Horst Müller hefur æft sig í mannlegum samskiptum og virðingu við fólk, svo ég minnist nú ekki á að virða íslenska vinnulöggjöf.
Halló. einhver heima?
Arg.
![]() |
Líkir vinnu í veitingahúsi við fangelsisvist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 3. september 2008
Þú bloggar ekki um þetta Jenný Anna
Ég fæ hverja rannsóknina á fætur annarri upp í hendurnar í dag.
Reyndar hef ég legið í rúminu fárveik en það bráir af mér á milli og þá kíki ég á Moggann, nema hvað?
Og nú eru það mennirnir sem velja konur sem líkjast mæðrum sínum og v.v.
Látum okkur nú sjá, hugs, hugs.
Ég með alla mína fjölmörgu og breytilegu eiginmenn get ekki skrifað upp á þetta. Þeir líkjast pabba mínum ekki vitundarögn.
Tommy Lee úr Mötley Crüe sagði: Varið ykkur strákar og farið rólega í sakirnar þangað til þið eruð búnir að hitta mömmurnar. Það er náttúrulögmál að dömurnar eiga eftir að stökkbreytast í þær einn daginn.
Ég spurði húsband hvort ég væri lík mömmu hans.
Hann: Lík mömmu, í útliti? Þið eruð eins og svart og hvítt.
Ég: Nei í mér held ég?
Hann: Það veit ég ekki, af hverju? Ég hef aldrei pælt í því.
Ég: (Að fiska eftir gullhömrum); Hvernig er ég öðruvísi en mamma þín?
Hann: Ég get ekkert svarað því, þú ert þú og hún ert hún. Ekki frekar en ég get sagt þér muninn á þér og Díönu prinsessu, þið eruð einfaldlega sitthvor konan. Það sem þér dettur í hug KONA.
(Þarna hefði ég getað bent mínum heittelskaða á nokkuð stóran mun á milli mín og Díönu, ég lifi en hún ekki, en ég fékk mig ekki til þess - fann að það var ekki stemmari fyrir því við hirðina).
Vá erfitt að koma samræðunum á strik hér, sama hvað ég reyni.
Ég: Heldurðu að þú hafir gifst mér af því ég minnti þig á mömmu þína, það er sko rannsókn sem bendir til þess að það sé sollis.?
Hann: Jenný ertu að fíflast í mér? Þið eruð tvær ólíkar manneskjur, ég elska ykkur báðar en ég get ekki borið ykkur saman, það er ekki RAUNSÆTT.
Og þegar hér var komið sögu þá rann upp fyrir mér ljós.
Húsband er alveg eins og pabbi.
Þeir eru með báðar lappir á jörðinni og hafa skotið þar rótum.
Og svo leit hann á mig og sagði:
Þú bloggar ekki um þetta samtal Jenný Anna.
Ég: Nei, nei, ég ætla að fara og blogga um smá pólitík bara.
Hann: Hmrpf!
Ég er mamma mín!
![]() |
Konur velja menn sem líkjast pabba þeirra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Ég er með klikkaðan og margklofinn persónuleika - ég sverða
Ef eitthvað er að marka vísan mann sem sagði einu sinni við mig að það væri nóg að líta í bókaskápa fólks til að komast að því hvaða mann það hefði að geyma, þá er ég í vondum málum.
Ég á nefnilega ógrynni bóka í bókstaflega öllum kategóríum nánast. Ég lýg því ekki.
Ég er að passa elsta barnabarnið ennþá hér vestur í bæ og í dag í mínu persónulega hitakófi og flenskuskít vantaði mig eitthvað að lesa.
Og ég fór í skápa minnar elstu dóttur.
Lagasafnið, lagabækur aðrar, bækur um skipulagsmál, krimmar og skáldsögur af betri gerðinni ásamt slatta af ljóðum og bókum um uppeldismál.
Ókei, frumburður er samkvæmt þessu praktískur fagurkeri með kæruleysislegu ívafi.
En hvað myndi mæta svona "bókasálfræðingi" ef hann kæmist í mína skápa?
Ó mæ godd, hann myndi láta leggja mig inn.
Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, Þórbergur eins og hann leggur sig, Laxness nánast komplett, öll íslensku ljóðskáldin sem telur að nefna. Fagbókmenntir um ýmis mál sem ég ætla ekki að telja upp hér. Alkabókmenntir, sálfræðibókmenntir, skáldsögur eftir almennilegt fólk, síma- og fyrirtækjaskrá fyrir Reykjavík frá 1914 og svo auðvitað Íslendingasögurnar og helvítis Heimskringla sem felldi mig í orðsins örgustu fyrir jólin þegar hún datt í hausinn á mér og er þá fátt eitt upp talið.
Ég er samkvæmt bókaskápnum mínum í vondum málum, ég er smali, ég er nörd, ég er bókabéus, ég er með klikkaðan margklofinn persónuleika.
Það getur kallað á djúp sálræn vandamál að alast upp hjá fólki sem telst aldamótafólk s.l. aldar en það er rosalega skemmtilegt.
En ég endurtek það sem maðurinn sagði hér um árið:
Segðu mér hvað þú lest og ég skal segja þér hver þú ert.
Jájá, farin upp í rúm að lesa.
Þriðjudagur, 2. september 2008
Kommon Geir - "show us how it´s done"
Það var landlægur siður meðal heilbrigðisstarfsmanna lengi vel að segja "við" í tíma og ótíma þegar þeir töluðu við sjúklingana.
Eigum "við" að borða? Eigum "við" að pissa og eigum "við" ekki að hvíla okkur.
Sem betur fer hef ég bara lent í þessu einu sinni á spítala en þá spurði hjúkkan mig hvort "við" ættum ekki að borða svolítið.
Ég svaraði því auðvitað til að hún mætti eiga allan matinn minn og "við" myndum því verða saddar og sælar af sjúkrahúsmatnum.
En...
Það slær mig sem svona "við" dæmi þessi hvatning Geirs Haarde um að "við" (the people) þurfum að búa okkur undir tímabundnar fórnir.
Í fyrsta lagi þá má Geir sjálfur ganga á undan með góðu fordæmi og svo hinir í ríkisstjórninni hver á fætur öðrum þ.e. ef þeir droppa við á landinu.
Í öðru lagi þá treysti ég því alls ekki þegar ráðherra í núverandi ríkisstjórn heldur því fram að eitthvað sé tímabundið. Bara alls ekki. Það stendur ekki steinn yfir steini ef ég fer að bera saman orð og efndir þessa fólks.
Ég held að ég sé orðin að brjáluðum anarkista svona stjórnmálavæs vegna þess að það er ekkert að gerast finnst mér og þeir sem ég styð komast náttúrlega ekki að til að breyta neinu.
En ég fer ekki fet, er byrjuð að færa fórnir og er nokkuð sátt við það bara.
Spara eins og mófó börnin góð.
Geir drífa sig, sýndu okkur hvernig þú gerir svo "við" getum tekið þig til fyrirmyndar.
En ég er ekki í vondu skapi lengur, ég er hins vegar með bullandi hita, hlusta- og beinverki þannig að ég á ótrúlega bágt.
Fyrirgefið meðan ég græt úr mér augun.
Færa fórnir minn afturendi.
![]() |
Þurfum að búa okkur undir tímabundnar fórnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 1. september 2008
Enn í vondu skapi - Só?
Ég er yfirleitt ekki í vondu skapi. Það á það til að snöggfjúka í mig og svo er ég eins og gullfiskarnir, ég gleymi því nánast strax og held áfram að hafa gaman.
Einfalt og þægilegt.
En sumir dagar ættu ekki að vera til. Þessi er einn af þeim.
Einhver sagði í athugasemdakerfinu mínu að ég ætti ekki að eyða tímanum í að vera reið. Örugglega rétt, en ég hef tekið upplýsta og meðvitaða ákvörðun að vera bálill þar til þessi dagur er á enda runninn.
Það var kominn tími á smá túrbúlans.
Stundum þarf maður einfaldlega smá illsku til að dusta örlitið af uppsafnaða rykinu á sálinni.
Ég játa reyndar að ég missti mig í gamalt mynstur. Ég lét utanaðkomandi fólk, að vísu töluvert nálægt mér, afa áhrif á líðan mína, þrátt fyrir að ég viti að ef ég ætla að láta stjórnast af framkomu annarra í minn garð þá get ég alveg eins flutt lögheimilið mitt í næsta rússíbana bara.
Ég er búin að gera það sama og síðast þegar það fauk illilega í mig.
Ég þurrkaði af - var enn ill - ég setti í þvottavél - var enn ill - ég eldaði mat- það sauð meira á mér en friggings matnum - ég tók til á lóðinni - okokok, ég er hætt. Þið hljótið að skilja hvert ég er að fara þaeggibara?
Hehe, svei mér ef ég er ekki öll að koma til. Gott ef ég er ekki farin að brosa og blakta augnhárunum.
Æi lífið er sætt og súrt og heill hellingur þar á milli.
Og svo tók ég út færslu sem ég geri helst ekki.
1-0 fyrir mér, ég gerði mistök.
En ég ætla að vera ill í 57 mínútur í viðbót.
Farin að einbeita mér að því.
Úje.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Mánudagur, 1. september 2008
Í vondu skapi
Ein af múr- og naglfestum hefðum M.R. eru tolleringar á busum.
En svo koma hinir skólarnir á eftir og reyna að toppa hver annan í sniðugheitum oft án þess að nokkur skenki því þanka hvernig áhrif þetta hefur á unga fólkið sem er að byrja í skólanum.
Ég á tvær dætur sem gengu í M.H.
Sú elsta kom heim ölli í slori og ógeði en henni hafði verið dýft ofan í fiskikar fullt af úrgangi. Svo var hellt yfir hana hveiti eða lími minnir mig. Djöfuls viðbjóður.
Sú yngri fékk viðlíka yfirhalningu þó ég muni ekki í augnablikinu nákvæmlega hvernig sú vígsla var en sú stutta var ekki par hrifin.
Hvað er að skólastjórum þessara skóla?
Af hverju stöðva þeir ekki þetta ofbeldi?
Þarf allt að vera svona hipp og kúl og frjálslegt að það megi þjösnast á nýnemum með líkamlegu eg/eða andlegu ofbeldi?
Svona fíflagangur er algjörlega úr takt á tímum sem eiga að teljast upplýstir.
Annars er ég í vondu skapi en það breytir ekki því að ég er algjörlega á móti busavígslum yfirhöfuð. Líka þegar lífið brosir við mér.
Arg.
![]() |
Varað við busavígslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 1. september 2008
"En mamma það fá allir að fara"
Mörgum er alveg svakalega illa við reglurnar um útivistartíma. Ég hef svo sem ekkert verið að pæla í þeim eftir að stelpurnar mínar komust til manns en stundum kastast ég til baka í tíma og þá sérstaklega á haustin þegar skólarnir byrja.
Ég var þarna einu sinni. Ég er fegin að það eru til reglur um útivistartíma - sem viðmið fyrir foreldra sem eru að vandræðast með mörkin en fyrst og fremst tekur maður ábyrgð á sínum börnum sjálfur.
Ég held að ég hafi verið leiðinleg mamma að þessu leyti ég var glerhörð á útivistartímum.
Á veturna sá ég ekki tilganginn í að stelpurnar mínar væru úti eftir kvöldmat þegar þær voru í skóla, nema frumburðurinn í Hagaskóla og hún var frekar stillt og hegðun hennar kallaði ekki á sérstakar aðgerðir í þeim málum.
Stelpurnar mínar voru í fimleikum og eftir daginn voru þær svo þreyttar að þær borðuðu og tóku því svo rólega.
Ég var aldrei hrædd við "en mamma það fá allir að fara/gera" fyrirkomulagið. Mér gat ekki staðið meira á sama. Af fenginni reynslu þá veit ég að ekkert barn skaðast af ákveðnum ramma og reglum. Sumt leyfir maður sér einfaldlega ekki að taka sénsa á.
Eins og unglingapartíum, ferðalögum í skíðaskála og svo framvegis.
Ónei, það var ekki í umræðunni.
Stelpurnar mínar voru ekki yfir sig hamingjusamar yfir að það var náð í þær í allar skólatengdar skemmtanir.
En þannig var það bara. Ég er steinhörð á því enn í dag að þú tekur ekki sénsa með börnin þín.
Reyndar náði ein þeirra (engin nöfn) að detta í það 15 ára á skólaballi sem haldið var í Hinu Húsinu, þ.e. hún komst aldrei þangað var orðin drukkin áður en rútan lagði af stað og bílstjórinn skildi hana eftir í frosti og snjó svoleiðis á sig komna.
Maður getur nefnilega engum betur treyst en sjálfum sér fyrir börnunum.
Þetta var skelfileg upplifun og var ALDREI endurtekin.
En þetta útivistarfyrirkomulag er eilífur höfuðverkur á mörgum heimulum í byrjun skólaárs.
Æi hvað ég er fegin að ég er laus.
Úff, ég hef nefnilega mildast svo með árunum. Byði ekki í það ef ég ætti að ala upp börn og unglinga í dag.
Sjitt.
![]() |
Breyttur útivistartími barna og unglinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 1. september 2008
Á leiðinni á barinn
Ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun og var síðan eins og uppvakningur fram yfir hádegi.
Þrátt fyrir að ég hafi á stefnuskránni í mínu edrúlífi að leggja mig ekki á daginn verður kona stundum að gera undantekningu. Ég hreinlega gat ekki haldið augunum opnum og ég svaf í þrjá tíma.
Ég var örugglega klukkutíma að jafna mig eftir þetta svefnafbrot mitt og sat og glápti út í tómið algjörlega ófær um að fá líkamann í gang.
Og mig hafði dreymt - róleg ætla ekki að segja ykkur að mig hafi dreymt að ég væri í Boston en að það hafi samt verið Reykjavík og ég hafi verið í fylgd Sam Shepard sem var samt ekki hann heldur maðurinn minn. Ónei. I´ll spare you the details. Draumar eru aldrei í frásögur færandi eða nánast aldrei.
En eins og svo marga óvirka alka þá dreymdi mig að ég var einbeitt á leiðinni að fá mér í glas.
Í draumnum var ég jafn forstokkuð og ómerkileg og í neyslunni, ég reiknaði út hvert ég gæti farið til að enginn sæji mig drekkja mér í glasinu og hvað ég ætti að kaupa sem myndi virka fljótast svo ég gæti haldið feluleiknum áfram þegar ég kæmi heim.
Ég var nokkuð góð með mig í draumnum. Fannst ég sniðugt en var samt með móral. Ég man að ég hugsaði að það yrði vont mál ef þetta kæmist upp, þá myndu allir hætta að treysta mér.
Áður en ég var komin inn á barinn og á kaf í flöskuna var ég vakin af mínum þokkafulla helmingi sem var orðin hræddur um að ég væri önduð í svefni.
Og eins og fleiri alka sem dreymir að þeir séu á leiðinni á fyllerí var léttirinn ótrúlegur yfir að þetta væri bara draumur.
Svona drauma dreymdi mig reglulega fyrsta árið eftir meðferð, þeir koma sjaldnar núna en í draumunum er maður með allt klækjabatteríið úti.
Heilinn getur svo sannarlega gert manni grikki.
Mikið rosalega er ég fegin að hann dundar sér við það á meðan ég sef fyrst hann þarf á annaðborð að vera að hlaupa svona útundan sér.
Sjúkkitt hvað það var hamingjusöm kona sem vaknaði bláedrú og algjörlega laus við löngun í brennivín.
En ég er rétt að byrja að jafna mig eftir sjokkið.
Úje.
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Það kemst ekki hnífurinn á milli ukkar
Merkilegt hvað öfgatrúarhópar eru hræddir við kærleika og ást. Eitur í þeirra beinum, svei mér þá.
Ást er svo skelfileg í þeirra augum að hún má bara fara fram fyrir þrílæstum dyrum með slagbrandi og gaddavír fyrir gluggum. Í metafórískri merkingu sko.
Ekkert káf, haldast í hendur eða strjúka kinn á almannafæri. Jesús minn.
Þegar ég og Greta systir rifumst sem mest þegar við vorum 3 og 5 ára, þá klöguðum við sífellt í ömmu sem svaraði okkur alltaf eins; það kemst ekki hnífurinn á milli ukkar. Amma mín kom austan af fjörðum. Hehe.
Þannig er það með kristna og múslima, þessa í öfgakantinum, þeir eru herskáir, þá skortir umburðarlyndi og kynlíf og kærleikur er eitthvað sem verður að fara með eins og mannsmorð.
Þess vegna er ég ekki hissa þó útlenskum konum sem létu vel hvor að annarri í Dubai, hafi verið hent í mánaðarfangelsi.
Alveg í stíl við forstokkaðan huga öfgamannsins og slá á kærleikann hvar sem til hans næst, ég tala nú ekki um ef það eru í þokkabót fólk af sama kyni sem sýna væntumþykju og kyssast í þokkabót. Vó, hættulegt.
Það gæti endað með ósköpum, konur gætu heimtað að fá að keyra bíl ef þessu heldur áfram þarna í Dubai.
En hinir öfgakristnu eru ekki hótinu betri.
Hómófóbían ríður þar húsum sem aldrei fyrr.
Ég hef enga trú á að þetta fólk myndi kannast við guð þó það dytti á heimskan hausinn á sér fyrir framan hann.
En ef guði er þessi forpokun þóknanleg - ók þá ér ég hér með algjörlega trúlaus.
Aular og fíbbl.
![]() |
Ósiðleg framkoma í Dubai |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Mamma Mía minn afturendi
Þó ég viti vart hvort ég er að koma eða fara þessa dagana þá er ég með suma hluti á hreinu.
Ég ætla ekki að sjá Mamma Mia þó mér yrði boðið þangað af sjálfri Sylvíu Svíadrottningu.
Sem er ekki mjög líklegt.
Ég hafði gaman að Abba þegar þeir unnu Eurovision og það tók af skelfilega fljótt.
Steingelt tyggjókúlupopp nú eða blöðrupopp að mínu mati.
En þegar ég fer að pæla í þessu, af hverju ég get ekki bara haft gaman að svona uppákomum þá verður mér algjörlega svara vant. Ég hreinlega urlast upp. Og tilhugsunin um að sitja í Háskólabíó og SYNGJA og dansa með myndinni fær mig til að lúta höfði.
En svona hef ég sennilega alltaf verið varðandi söngvamyndir.
Sound of Music, ég get ekki enn gleymt því hvað mér fannst hún glötuð, það eru ekki margar svoleiðis myndir sem toppa hana. Ég fór með systur mínar og var á gelgjunni, ég skammaðist fyrir að láta sjá mig á þessari mynd, þær skömmuðust sín fyrir að láta sjá sig með mér sem var vægast sagt ekki til fara á hefðbundin hátt.
Og afhverju féll ég ekki í stafi yfir Julie Andrews?
Jú, einfalt mál. Nunna sem er svo lífsglöð að henni er ráðlagt að yfirgefa klaustrið (til að misbjóða ekki guði með gleðilátum ímynda ég mér) og gerast barnfóstra milljón barna og svo fær hún algjöra fullnægingu yfir að hugsa um barnahópinn móðurlausa, neita sér um allt og fórna sér endalaust og botnlaust fyrir famílíuna Tramp. Svo slær hún smiðshöggið á ósómann og giftist pabbanum í lok myndar. Og í allri þessari fórnarlambsblóðbunu sem stendur aftan úr Julie Andrews í að bjarga heiminum þá brestur hún út í söng í tíma og ótíma.
Fyrirgefið á meðan ég æli.
Og ég man eftir Sommer Holliday með Cliffanum og The Yong Ones með sama átrúnaðargoði. Ég horfði á þessar myndir aftur og aftur út af Cliff, ég var ástfangin af honum þegar ég var ellefu og maður þolir ýmislegt fyrir ástina. Ég var ákveðin í að giftast manninum.
Bítlamyndirnar voru í lagi af því þeir voru töffarar.
Singing in the Rain er klassíker sem ég hafði gaman af en ég nenni ekki að horfa á hana aftur og aftur.
Bíðum nú við, fleiri?
Örugglega, en mannsheilinn hefur þann dásamlega eiginleika að geta gleym skelfilegum upplifunum.
Mamma Mía minn afturendi.
P.s. Það má geta þess að ég hef ekki talað við kjaft sem ekki hefur elskað viðkomandi mynd. Ég verð að játa mig utangarðs og það ekki í fyrsta skiptið.
![]() |
Mamma Mía! þvílíkur fjöldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 2988478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr