Leita í fréttum mbl.is

Kommon Geir - "show us how it´s done"

Það var landlægur siður meðal heilbrigðisstarfsmanna lengi vel að segja "við" í tíma og ótíma þegar þeir töluðu við sjúklingana.

Eigum "við" að borða?  Eigum "við" að pissa og eigum "við" ekki að hvíla okkur.

Sem betur fer hef ég bara lent í þessu einu sinni á spítala en þá spurði hjúkkan mig hvort "við" ættum ekki að borða svolítið.

Ég svaraði því auðvitað til að hún mætti eiga allan matinn minn og "við" myndum því verða saddar og sælar af sjúkrahúsmatnum.

En...

Það slær mig sem svona "við" dæmi þessi hvatning Geirs Haarde um að "við" (the people) þurfum að búa okkur undir tímabundnar fórnir.

Í fyrsta lagi þá má Geir sjálfur ganga á undan með góðu fordæmi og svo hinir í ríkisstjórninni hver á fætur öðrum þ.e. ef þeir droppa við á landinu.

Í öðru lagi þá treysti ég því alls ekki þegar ráðherra í núverandi ríkisstjórn heldur því fram að eitthvað sé tímabundið.  Bara alls ekki.  Það stendur ekki steinn yfir steini ef ég fer að bera saman orð og efndir þessa fólks.

Ég held að ég sé orðin að brjáluðum anarkista svona stjórnmálavæs vegna þess að það er ekkert að gerast finnst mér og þeir sem ég styð komast náttúrlega ekki að til að breyta neinu.

En ég fer ekki fet, er byrjuð að færa fórnir og er nokkuð sátt við það bara.

Spara eins og mófó börnin góð.

Geir drífa sig, sýndu okkur hvernig þú gerir svo "við" getum tekið þig til fyrirmyndar.

En ég er ekki í vondu skapi lengur, ég er hins vegar með bullandi hita, hlusta- og beinverki þannig að ég á ótrúlega bágt.

Fyrirgefið meðan ég græt úr mér augun.

Færa fórnir minn afturendi. 


mbl.is Þurfum að búa okkur undir tímabundnar fórnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Vonandi batnar þér sem fyrst !

Annars fannst mér þetta "við" orðfæri hjá Geir ekki alveg að virka miðað við bruðl undangenginna vikna...virkar ekki sannfærandi. En ég spara og spara...alveg eins og ég veit ekki hvað, fer bráðum að stoppa í sokka og sauma föt á börnin úr stofugardínunum !

Sunna Dóra Möller, 2.9.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Ragnheiður

"eigum °°við°° að koma að kúka" olli einusinni hellings hægðatregðu en ég segi ekki hjá hverjum. Þar til viðkomandi skildist að "við"var ekki bókstaflega meint.

Horfði á Geir Haarde flytja þessa ræðu, hann náði sér ekki í prik hjá mér. Ég var í önnum við að sortéra reikninga...borga núna, borga seinna, borga helst ekki.

Þeir fyrst-við svo

Ragnheiður , 2.9.2008 kl. 16:47

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Nákvæmlega..thessir háu herrar ættu ad sjá sóma sinn i ad sýna thó gott fordæmi.. helv hræsni i thessu prumplidi bara 

en gódan bata Jenný, nýstigin uppúr sonna ógedisstandi..grútur bara,vona ad thetta rjúki af thér sem fyrst

María Guðmundsdóttir, 2.9.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

...Og þinn afturendi er fagur, það er NÆSTA VÍST sem héti ég Bjarni Fel!

og ert svo bara komin með forflensu eins og litla tetrið úr Hafnarfirði!?

Átt alla mína samúð!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.9.2008 kl. 17:31

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Heyr Heyr Jenný mín.

En ég var ekki heima og missti af þessu.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2008 kl. 17:38

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Segi eins og Ragnheiður : Þeir fyrst, við svo

Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 18:03

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þetta er orðið ansi gúbbalegt allt saman samráð og samvinna hvað??? og flensa í ofanálag...góðan bata Jenný mín

Eva Benjamínsdóttir, 2.9.2008 kl. 19:07

8 identicon

Ragga góð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:27

9 Smámynd: M

Skyldi einhver hlusta á þessar djúpu ráðleggingar hans ? Eigum að framleiða meira. Tökum bara secret-ið á þetta og þá reddast allt.

M, 2.9.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2985786

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband