Leita í fréttum mbl.is

Allt er forgengilegt í henni veröld

Ég er ein af þeim sem held ekki vöku minni.  Ég fell alveg fyrir kjaftæðinu um að ástand sé komið til að vera, að ekkert geti unnið á íslenska efnahagsundrinu, svo dæmi sé tekið, þrátt fyrir að þetta sama undur hafi aldrei komið í nálægð við mig.

En peningageðveikisfylleríinu er lokið.  Í bili að minnsta.  Er það ekki bara alveg ágætt?

Svo brosti ég út í annað þegar ég sá þessa frétt sem Mogginn hefur úr Jyllands-Posten, en þar er leitt að því líkum að Danir muni jafnvel fjölmenna hingað til jólagjafainnkaupa vegna gengishrunsins.

Þá gera þeir það.  Eins dauði er annars brauð og ladídadída.

En er það ekki merkilegt hvað hlutirnir geta breyst hratt?

Hvað allt er forgengilegt í henni veröld?

Það virðist hafa verið í gær eða fyrradag þegar Geir og Solla tóku einkaflugvélina á Natófundinn.  Alveg; við erum ríkir bastarðar vér Íslendingar.  Svo var ullað á almenning.

Ennþá styttra er síðan Þorgerður Katrín (sem ég held upp á, róleg hérna) fór tvær ferðir til Kína með mann og mús.  Nóg af seðlum, ekki vandamálið.

Það er heldur ekki langt síðan að maður hlustaði á hverja ræðu Óla pres eftir aðra sem voru svo uppfullnar af sjálfhælni á íslenska þjóð sem var náttúrlega betri, stórari, klárari en aðrar þjóðir.  Og allir alveg: Já, hann hefur nokkuð til síns máls.

Það virðist ekki svo ýkja langt síðan heldur að ég og fleiri höfðum efni á að pirra okkur á lúxusvandamálum eins og því að auðkýfingarnir (í þátíð?) voru að byggja með aðstoð þyrlna á Þingvöllum.  Ekki að það sé ekki fullkomlega réttlætanlegt að gagnrýna það, en vá hvað það átti eftir að minnka sem valid umræðuefni.

Ég man helling af eyðslusögum bæði af ráðamönnum og peningamógúlum.  Ég tók þessar sem smá dæmi.

Ég fer nú ekki út í að rifa upp sleikjuganginn, sérmeðferðina og gagnrýnislausa aðdáunina á bankaköllunum eða drengjunum, sem nú hefur komið í ljós að voru framhliðin ein.  Ekki mikil innistæða fyrir öllum milljónagreiðslunum sem þeir fengu t.d. bara við það að færa sig á milli stóla í sama póstnúmeri.

En pointið með þessari færslu er að það er aldrei á vísan að róa.

Þess vegna brosi ég framan í framtíðina.

Við gætum orðið olíuþjóð á morgun.

Hver veit?

Ha?


mbl.is Til Íslands í innkaupaferðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Knús inn í daginn kæra bloggvinkona og flotti penni.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.10.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég ætla að brosa framan í framtíðina á morgun, í dag ætla ég að vera í svört og leyta mér að múr til að gráta við ! Á morgun kemur betri tíð með blóm í haga og svo koma líka blessuð jólin, þannig að það er ljós við enda gangnanna (spurning bara hvað fjandans göngin verða löng í þetta sinn) !

Sunna Dóra Möller, 7.10.2008 kl. 10:12

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Góðan daginn, elskan.

Guðríður Haraldsdóttir, 7.10.2008 kl. 10:34

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan og blessaðan daginn

Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 12:23

5 Smámynd: Linda litla

Ég er að fara erlendis í byrjun nóvember, ég ætla rétt að vona að krónan verði orðin eitthvað sterkari þá.

Sammála þér varðandi allt þetta einkaflug, þetta er nýskeð.......

Linda litla, 7.10.2008 kl. 12:48

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við erum sammála ? (vá afhverju heitrðu ekki eitthvað)

Takk krakkar fyrir komment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband