Færsluflokkur: Lífstíll
Föstudagur, 6. apríl 2007
ATTBÚ RÉTT STRAX OG FJÖRIÐ BYRJAR KL. 24,00
Nú tryllist allt á miðnætti. Eða þannig því þá er þessum langa degi lokið og við getum orðið syndum spillt á ný. Þrátt fyrir öflugar yfirlýsingar um að ég láti ekki langa viðhengið á föstudeginum hafa áhrif á mig þá er þessi dagur búinn að vera alveg afskaplega langur. En eftir kortér er hann að baki.
Þá er bara að hoppa í dressið og hendast út á lífið allavega í andlegum skilningi. Drekka kaffi fram á morgun, hanga í tölvu, lesa eins og eina bók og sofa til hádegis á laugardaginn fyrir páska.
Takk bloggvinir mínir sem hafið verið að blogga í dag. Það stytti mér verulega stundirnar.
Adjö och tack så jättemycket
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 6. apríl 2007
AF GAMNI OG ALVÖRU
Sniðuglega til fundið hjá þeim í félaginu Vantrú sem stóðu fyrir bingói í dag á Austurvelli til að mótmæla því að brotið sé á athafnafrelsi með helgidagalöggjöf Þjóðkirkjunnar. Það var heldur ekki leiðinlegt að fylgjast með þeim félögum í sama félagi í fréttunum í kvöld þar sem þeir undu glaðir við sitt bingóspil og hafa jafnvel beðið eftir lögreglunni til að handsama sig en þeir munu hafa lýst með fjarveru sinni. Löggan þekkir greinilega sinn vitjunartíma og heldur sig frá saklausum skemmtunum sem engan meiða.
Það var þó sorglegra að sjá í sama fréttatíma í kvöld, ungu mennina á Filppseyjum sem láta krossfesta sig með margra tommu nöglum til að minnast Jesú Krists. Þar gat líka að sjá hóp af mönnum sem rifu bak sitt með svipum og á sumum þeirra sást inni í kjöt. Algjör viðbjóður. Af hvaða meiði skyldi hún sprottin þessi sjálfspíningarhvöt? Það er erfitt að fá glóru í svona gjörninga.
Hvort myndi fólk nú velja? Bingóspil eða krossfestingu? Ætli þeim feðgum á himnum sé ekki slétt saman um vanþroska leiki okkar mannana? Ég er þó nánast viss um að þeim hugnast ekki helgislepja og barlómur.
Svo er þessi helgidagalöggjöf löngu úr sér gengin og algjör tímaskekkja. Hvað ætli Þjóðkirkjan haldi lengi áfram að stjórna lífi fólk með úr sér gengnum löggjöfum og reglum sem eiga alls ekki heima í nútíma samfélagi og hafa kannski aldrei átt?
![]() |
Vantrú heldur bingó á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 18.4.2007 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 6. apríl 2007
FÖSTUDAGARNIR LÖNGU ORÐNIR 55 TALSINS
Svona gamalli líður mér þegar ég rifja upp Föstudagana löngu sem ég hef lifað. Ekki ætla ég samt að missa mig í meiri bláma en dagurinn býður upp á en ég fór að velta fyrir mér þessu furðulega fyrirbæri sem Föstudagurinn langi er. Ég man eftir hreint ótrúlegu "ekki gera neitt" andrúmslofti, þar sem enginn krakki var úti að leika, ekki mátti þrífa, spila, dansa og alls ekki hlægja. Svona gömul er ég orðin. Biðin eftir páskaeggjunum var óendanlega löng og erfið fyrir smástelpu. Útvarpið sá svo um að koma manni á sálarlega heljarþröm með óendalegum "hátíðaerindum" og músík í stíl.
Einhvern veginn hefur það haldist í hendur hjá mér að leiðast á hátíðum þar sem búðir eru lokaðar. Skömm að segja frá því hversu neyslutengdur maður er í lifnaðarháttum en ég er bara svona þegar ég veit að búðirnar eru lokaðar og ég GET ekki farið og verslað. Ekki að mig vanti neitt. Er nokkuð forsjál í þeim efnum. Eina undantekningin frá þessu er aðfangadagskvöld sem er svo skemmtilegt að það líður sem örskotsstund.
Ég man eftir vini sem datt í það á þessum degi fyrir ansi mörgum árum og hringdi í mig á hálftíma fresti eða svo til að velta sér upp úr því hvað mamma hans sáluga hefði GERT hefði hún verið á lífi og hann á fylleríi á þessum degi!!!! Skítt með alla hina dagana sem hann var fullur. Hann kom mér eins langt niður og kostur var með símtölunum en ég frétti síðar að hann hafi verið hrókur alls fagnaðar í partíinu og hringdi í mig til að fá aflausn tvisvar á klukkutíma. Þann dag var ég trúarleg sorptunna.
Eftir því sem ég eltist fór ég sjálf að ákveða sinnislagið sem ríkti í mér á þessum degi. Ég komst að því að Jesú væri örgla engin þægð í að ég velti mér upp úr eymd og volæði. Nú er Föstudagurinn langi bara frídagur, gaman að blogga í rólegheitunum, fara í göngutúr og horfa á vídeó að eigin vali. Ég sendi hér með öllum húmorlausum eymdaraðdáendum fokkmerkið (sorrý) héðan sem ég sit á þessum fallega degi með Guð og Jesú í mínu liði, þe gleðiliðinu.
Lífstíll | Breytt 18.4.2007 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. apríl 2007
HM...KÍNVERSK HÁTTVÍSI??
Nú verður bannað að vera illa greiddur, fella tár og syngja óheilbrigð lög í kínversku útgáfunni af Idol. Það er erfitt fyrir keppendur að þurfa að GREIÐA sér, stilla sig um að gráta og syngja einhver bévítans úrkynjuð vestræn lög. Vesalings fólkið. "Engin furðulegheit, viðbjóð eða smekkleysu" sagði útvarps- kvikmynda og sjónvarpsstjóri ríkissins. Vá sá er í víðtækri stöðu. Bara yfir öllu batteríinu. Þá er bara mínir kínversku vinir að hætta að grenja, fara í lagningu og syngja sögnin um stúlkuna sem leitaði kærastans við liljutjörnina á hverju vori.
Góða skemmtun.
![]() |
Engin tár eða illa greitt hár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 18.4.2007 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. apríl 2007
AF BLÓMUM, SÆTINDUM OG KVEIKTUM ELDUM
Ég er orðin svo húsleg að ég bar áhyggjur mínar um það efni upp við húsbandið og velti því upp hvort ég endaði ekki bara sem matartæknir einhvers staðar með ekkert líf (sko ég ekki matartæknar almennt séð) ef fram heldur sem horfir. Honum fannst þetta ekki áhyggjuefni og sagði mér að njóta þess á meðan á því stæði. Einn með rosalega trú á úthaldsemi sinnar heittelskuðu ofan í pottavélum og ofnföstum mótum.
Eins og sést á myndinni af mér hér að ofan, í mínum nýja páskakjól (), þá bakaði ég pönnukökur og Dúa Dásamlega, vinkona mín neitar nú að trúa því að ég hafi tekið mér pönnukökupönnu í hönd. Ég hef ekki eingöngu bakað pönnukökur í dag, heldur s.l. tvær helgar líka. Jenny finnst skemmtilegt að baka pönnukökur og þá gerum við það. Einfalt mál og ansi skemmtilegt þegar maður kemst upp á lagið. Húsbandið segir raunar að ég sé eina konan sem hann hefur hitt sem bakar pönnukökur eftir uppskrift (dl. sænsk ef þið hafið áhuga, namminamm þunnar og krispý).
Frumburður minn hún Helga Björk kom hér með Jökulinn sinn og hafði með sér tertu með kaffinu (veit að það er ekki á vísan að róa með mömmuna þegar kemur að bakkelsi). Ég fékk líka þessar fínu páskaliljur að gjöf frá þeim líka. Ég hef aldrei, alla mína hunds- og kattartíð verið eins mikið í svuntu, lagandi kaffi, leggjandi á borð og allskonar eins og s.l. sex mánuði eftir ég hætti að vera völt á fótunum. Ég er sem sagt stoltur eigandi hóps af páskaliljum. Konan með svuntuna er heppin.
Páskaeggjum erfingja- og erfierfingja hefur öllum verið komið til skila. Nú geta páskar hafist og nú verður gert eitthvað dúndrandi siðspillt og úrkynjað á Föstudaginn langa. Eins og t.d. farið eitthvað út úr húsi, sagðir brandarar, þjóðsöngurinn sunginn á Lækjartorgi (ég komst ekki í kór 9 ára gömul þannig að þetta verður púra lögbrot) og ég þekki konu sem ætlar að brenna svuntur og pottaleppa í ofnföstum mótum úti í Gróttu á morgun kl. 14,00. Segisonna en sjáumst þá.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
HALLÓ, HALLÓ ÉG MINNI Á...
Húslækninn sem kemur í heimsókn til okkar stelpnanna eftir klukkustund eða svo. Ég er búin að vera svo upptekin í öðru að ég gleymdi þessu skylduverki sem ritari í HÓKÍ (Húsfélagóvígðrakvennaáíslandi) að láta vita af komu doktorsins slynga og þokkafulla í kvöld. OMG, sorry stelpur. Ekki það að ég haldi að klúbbvinkonur mínar gleymi Hús-lækni, ónei. Ég veit t.d. að Hrönn fór sérstaklega í ríkið í gær, hékk þar í röð utandyra í kulda og vosbúð til að geta nælt sér í áfengi til að smyrja með tilfinningarnar og æra þær snarvitlausar þegar læknirinn loksins mætir á svæðið. Enda hinn mæti doktor alltaf búinn að vera þegar hann kemur úr vitjun hjá Hrönnslu. Sko Hrönn þarf að standa í biðröð í ríkinu, utandyra því hún býr í sveit. Þeir eru svo svakalega á eftir í Ölfushreppi.
Fleiri vinkonur sem ég nafngreini ekki frekar vegna sóðalegs smekk þeirra á Hús-lækninum, bíða í ofvæni eftir að hann komi og vitji þeirra. Örugglega í saurugum tilgangi. OJJJJJ. Ég hins vegar fæ hann í heimsókn af faglegum áhuga. Við ræðum mikið um hjáveituaðgerðir og gangráðaísetningar þessa stuttu stund sem hann stendur hér við.
Fundur í HÓKÍ á annan dag páska í Reykjavíkurprófastdæmi anno 2007 eftir Krists burð.
Lífstíll | Breytt 18.4.2007 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
SKÍRDAGSMORGUN
Hér var vaknað fyrir allar aldir eða kl. 07,30, þar sem lítil prinsessa er til gistingar hjá ömmu og Einarrrri. Það hlýtur að vera unaðsleg tilfinning að vera tveggja ára og vakna úthvíldur og fullur orku.
Jennslan sagði um leið og hún opnaði augun: "Amma, Jenny búin sofa lengi, lengi og sólin er úti. Koma frrrrram". Fram fórum við og Jenny er búin að afreka ýmsilegt. Hún er búin að borða vatnsmelónu og egg, fá einn pínulítinn ís, mála með tússlitum, skreyta egg, horfa á barnaefni og er nú á leið í bað. Hún blæs ekki úr nös enda dagurinn rétt að byrja. Amma fylgir á eftir og yngist upp um 30 ár eða svo.
Svo koma mamma og pabbi að sækja Jenny og fara með henni og gera skemmtilega hluti. En fyrst æltar Jenny að baka pönnukökur með ömmu og gefa gömlu ásamt kaffi. Ég hef verið að reyna að koma barninu í skilning um að amma heiti líka Jenny en hún hlær bara að þessari vitleysu og segir: "amma heitir amma og Jenny heitir Jenny Una Errrriksdóttirrrrr".
P.s. Þeir sem taka eftir rispunni á nebbanum hennar Jenny upplýsast hér með skv. barni að: "Það var hann Olav sem var vondur við Jenny og hann má ekki meiða Jenny". Heyrirðu það Olav??? Og skammastín!!
Síjúgæs
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
PÍANÓIÐ HANS LENNA Á FERÐ OG FLUGI
Píanóið sem John Lennon samdi Imagine á, mun fljótlega fara á ferð og flug um Bandaríkin til að minna á friðarboðskap hans.
Eigendur píanósins margfræga eru sambýlismennirnir Gerge Michael og Kenny Gross. Þeir munu ekki fara með píanóinu í ferðalagið til að draga ekki athyglina frá boðskap Lennons.
Ég er ein af einlægum aðdáendum Lennons. En nokkuð þykir mér guðadýrkunin í kringum hann farin að taka á sig fáráðlega mynd. Eftir því sem árin líða frá dauða hans þess fullkomnari verður hann í minningunni og undir þetta er ýtt af öllum þeim sem að honum hafa komið. Lennon var breyskur maður með flottar hugsjónir og hann var sjarmerandi af því að hann var töffari með attitjúd sem vildi breyta heiminum. Æi hvað ég vildi að minningin um hann væri eitthvað í líkingu við það sem hann var í raun og sann.
![]() |
Píanó John Lennons í ferðalag til að vekja athygli á friðarboðskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 18.4.2007 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
"VINKONUHITTINGUR"
Ég var í Hagkaup í Smáralind áðan og verslaði frísklega fyrir páskana. Það er ekki í frásögur færandi en þegar ég kom út úr Hagkaup, hitti ég gamla vinkonu sem ég hef ekki séð lengi. Hún virtist glöð að sjá mig, og ég hana að sjálfsögðu og þetta leit á tímabili út fyrir að verða kærleiksfullur "hittingur". Eftir að hafa faðmast smá ýtti hún mér frá sér til að sjá mig betur og virti mig vel fyrir sér. Hún vinkonan (hér eftir kölluð kerlingin) sagði við mig, (hér eftir kölluð ég fíflið) eftirfarandi:
Kerl.: Mikið rosalega ertu mjó kona! Ertu veik, ég meina alvarlega veik (orðin frussuðust út úr henni og ég varð rennblaut í framan)
Ég fíflið: Já er búin að vera lasin og komin með sykursýki en ég er bara eins og ég á að mér að vera í holdum. Hef alltaf verið grönn. (Sagði henni ekki frá alkasögunni og bjórfitunni sem gerði mig eins og fíl í laginu. Hún hefði hnigið í ómegin).
Kerl.: Ég meina það Jenny, þú ert ÓGEÐSLEGA HORUÐ. Ertu með anorxiu? (þetta var sagt í stereo og skýr og gjallandi rödd hennar ómaði um Smáralindina). Fólk teygði fram álkuna til að bera viðrinið augum og heyra betur.
Ég fíflið: Ekki tala svona hátt kona, ég er bara eins og ég á að mér að vera og auðvitað er ég ekki í neinu sjálfsvelti. (Éf. orðin eldrauð í framan og farin að horfa álút til jarðar). Heyrðu ...... mín, er ekki allt gott að frétta af þér og þínum?
Kerl.: Jú, jú en hvar fékkstu þennan leðurjakka?
Ég fíflið: Ha leðurjakka jú Sara keypti hann í London handa mér. Finnst þér hann ekki flottur?
Kerl.: Flottur jú ef þú værir 16 ára konur á okkar aldri eiga ekki að klæða sig svona og svo ertu í gallabuxum til að kóróna gelgjustælana. (Nú er farin að safnast áhorfendahópur í kringum okkur og mig langar til að deyja). Hún áfram á innsoginu: Það eru komnir gráir geislar í hárið á þér Guð en krúttlegt! (Ji konan á það til að vera jákvæð. Ég sé áhorfendahópinn stækka er að hugsa um að flytja okkur yfir í Vetrargarðinn svo við fáum nóg pláss fyrir alla).
Ég fíflið (að niðurlotum komin) Nú verð ég að hraða mér, Einar bíður eftir mér.
Kerl.: Jiiiii (það hvín í helvítinu) ertu enn gift þeim lúser? Sumir ætla aldrei að læra.
Ég fíflið: Heyrðu ..... mikið djöfull ertu viðbjóðslega feit, ljót, leiðinleg, ófullnægð og bitur. Farðu þangað sem sólin ekki skín kerlingarálka (sagt ofurblíðlega nottla)
Hún þagnaði ég rauk í burtu og hafði tapað. Missti mig við þessa konu sem ég mundi allt í einu að mér hafði aldrei líkað við. Hún var hundleiðinleg í fallin spýtan og enn leiðinlegri í brennibolta. Algjör asni.
Ég heyrði áhorfendur klappa hressilega þegar ég gekk út úr bévítans verslunarmiðstöðinni.
Mín kæra "vinkona" vonandi ertu að hnusa á blogginu. Ég vinka þér héðan.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
GLÆSIMENNIÐ AÐ GRÍNAST???
Núna er þetta að verða framhaldsaga um Keith Richards, uppátæki hans og ævintýr. Nú segir talsmaður hans að hann hafi verið að gera að gamni sínu þegar hann segist hafa sniffað föður sinn. Ummælin hafa vakið mikla athygli víða um heim.
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst mun líklegra að karlinn hafi verið að segja satt. Það er svooooo mikið Keith að gera eitthvað svona.
Fólki er sagt að reikna söguna með aprílgöbbum. Ég vil hafa svona sögur sannar. Þær eru svo krúttlegar.
![]() |
Keith Richards segist hafa verið að grínast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 2988130
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr