Leita í fréttum mbl.is

"VINKONUHITTINGUR"

05

Ég var í Hagkaup í Smáralind áðan og verslaði frísklega fyrir páskana.  Það er ekki í frásögur færandi en þegar ég kom út úr Hagkaup, hitti ég gamla vinkonu sem ég hef ekki séð lengi.  Hún virtist glöð að sjá mig, og ég hana að sjálfsögðu og þetta leit á tímabili út fyrir að verða kærleiksfullur "hittingur".  Eftir að hafa faðmast smá ýtti hún mér frá sér til að sjá mig betur og virti mig vel fyrir sér. Hún vinkonan (hér eftir kölluð kerlingin) sagði við mig, (hér eftir kölluð ég fíflið) eftirfarandi:

Kerl.: Mikið rosalega ertu mjó kona! Ertu veik, ég meina alvarlega veik (orðin frussuðust út úr henni og ég varð rennblaut í framan)

Ég fíflið: Já er búin að vera lasin og komin með sykursýki en ég er bara eins og ég á að mér að vera í holdum.  Hef alltaf verið grönn. (Sagði henni ekki frá alkasögunni og bjórfitunni sem gerði mig eins og fíl í laginu.  Hún hefði hnigið í ómegin).

Kerl.: Ég meina það Jenny, þú ert ÓGEÐSLEGA HORUÐ.  Ertu með anorxiu? (þetta var sagt í stereo og skýr og gjallandi rödd hennar ómaði um Smáralindina).  Fólk teygði fram álkuna til að bera viðrinið augum og heyra betur.

Ég fíflið: Ekki tala svona hátt kona, ég er bara eins og ég á að mér að vera og auðvitað er ég ekki í neinu sjálfsvelti. (Éf. orðin eldrauð í framan og farin að horfa álút til jarðar).  Heyrðu ...... mín,  er ekki allt gott að frétta af þér og þínum?

Kerl.: Jú, jú en hvar fékkstu þennan leðurjakka?

Ég fíflið: Ha leðurjakka jú Sara keypti hann í London handa mér.  Finnst þér hann ekki flottur?

Kerl.: Flottur jú ef þú værir 16 ára konur á okkar aldri eiga ekki að klæða sig svona og svo ertu í gallabuxum til að kóróna gelgjustælana.  (Nú er farin að safnast áhorfendahópur í kringum okkur og mig langar til að deyja).  Hún áfram á innsoginu: Það eru komnir gráir geislar í hárið á þér Guð en krúttlegt! (Ji konan á það til að vera jákvæð.  Ég sé áhorfendahópinn stækka er að hugsa um að flytja okkur yfir í Vetrargarðinn svo við fáum nóg pláss fyrir alla).

Ég fíflið (að niðurlotum komin) Nú verð ég að hraða mér, Einar bíður eftir mér.

Kerl.: Jiiiii (það hvín í helvítinu) ertu enn gift þeim lúser?  Sumir ætla aldrei að læra. 

Ég fíflið: Heyrðu ..... mikið djöfull ertu viðbjóðslega feit, ljót, leiðinleg, ófullnægð og bitur.  Farðu þangað sem sólin ekki skín kerlingarálka (sagt ofurblíðlega nottla)

Hún þagnaði ég rauk í burtu og hafði tapað.  Missti mig við þessa konu sem ég mundi allt í einu að mér hafði aldrei líkað við.  Hún var hundleiðinleg í fallin spýtan og enn leiðinlegri í brennibolta.  Algjör asni.

Ég heyrði áhorfendur klappa hressilega þegar ég gekk út úr bévítans verslunarmiðstöðinni.

Mín kæra "vinkona" vonandi ertu að hnusa á blogginu.  Ég vinka þér héðan. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahahahahaha þetta er ótrúlega fyndið.

smjúts

Hrönn Sigurðardóttir, 4.4.2007 kl. 16:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm gerðist þetta í alvörunni Hrönnsla eða ekki?  Það er nú spurningin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 17:37

3 Smámynd: Rannveig H

Segðu mér gerðist þetta í alvöru??' 'Eg er sosem vön alskonar athugasemdum þar sem ég hjóla á mótórhjóli ,,,jamm kona á mínum aldri,er vön að seigja að það sé seinni gelgjan

Rannveig H, 4.4.2007 kl. 18:34

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sem betur fer fært í stílinn.  Örlítið sannleikskorn þó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 18:43

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, ég hef aldrei heyrt meiri dónaskap! Þetta er örugglega ein af þessum konum sem notar orðið HREINSKILNI óspart til að afsaka ruddaganginn í sér. Svei mér ef blóðþrýstingurinn hækkaði ekki í mér fyrir þína hönd. Maður heldur sko með bloggvinunum sínum. Var þetta kannski 4. apríl-gabb hjá þér?

Guðríður Haraldsdóttir, 4.4.2007 kl. 18:43

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eins og að ofan segir og ég skrifaði um leið og þú varst að skrifa þína athugasemd, þá tek ég mér að sjálfsögðu skáldaleyfi en samt er þó sannleikur í frásögninni.  Úr fleiri en einni átt.  Ég átti svona vinkonu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 18:45

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

humpr  var ber að ofan.. nei segi sonna

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 21:19

8 Smámynd: bara Maja...

HaHaHa,  þetta er ótrúlega flott skrifað hjá þér, versta er að við eigum örugglega allar svona "vinkonur" er það ekki ? og langar alltaf til að koma svona flott út úr hittingnum... ég ætla að hafa þetta í huga næst þegar ég rekst á "vinkonuna mína"

bara Maja..., 4.4.2007 kl. 21:41

9 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Stórsniðugt. Kvitt fyrir mig.

Ragnar Bjarnason, 4.4.2007 kl. 21:52

10 Smámynd: Ólafur fannberg

hahahaa

Ólafur fannberg, 4.4.2007 kl. 22:10

11 Smámynd: halkatla

vá ég var gapandi allan tímann

halkatla, 4.4.2007 kl. 23:04

12 Smámynd: Ester Júlía

Haha..frábært hvernig þú tæklaðir þetta .  Skemmtileg lesning ,sérstaklega síðari hlutinn .

Ester Júlía, 4.4.2007 kl. 23:16

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mér finnst þú hafa sýnt þessaari Bel#$%#"$ alltof mikið af þolinmæði, þú átt hrós skilið fyrir það. ekki hefði ég enst allt þetta raus í kerlingarálftinni.

Sigfús Sigurþórsson., 5.4.2007 kl. 00:57

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú hlýtur hreinlega að hafa litið rosalega vel út, ég heyri þarna voðalegan abbóhljóm.  Svona þegar fólk ræður ekki við sig, er óánægt með sjálft sig, og á erfitt með að sætta sig við að aðrir séu ekki þannig.  Svo ............................... hehehehe en þetta er skemmtilega sett í stílinn Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2007 kl. 08:50

15 Smámynd: Ibba Sig.

Djö, djö... af hverju þurftir þú að segja frá skáldaleyfinu? Ég var alveg farin að lifa mig inn í þetta, trúði hverju orði og sá þig fyrir mér tággranna í veeeeery low cut gallabuxum með g-strenginn uppúr og með hip og kúl húsbandið á arminum. 

Svo er þetta bara meira og minna lygi?

Skammastu þín kona að fara svona með mann.  

Ibba Sig., 5.4.2007 kl. 12:40

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var reyndar í jakkanum og buxunum sem voru ekki neitt rosalega "lowcut" reyndar og með hipp og kúl manninn í kallfæri en það er nottla of hversdaglegt að skrifa bara um sollis hversdagsleika.  Þannig að ég ýkti smá þessa vinkonu mína.  Hitti hana reyndar og hún var svona líka rosalega "jákvæð".

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2985877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.