Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

HALLOKI VIKUNNAR

Stundum þegar horft er á fréttatengda þætti á báðum stöðvum, verður manni ljóst að samkeppnin er mikil, á milli stöðva, og ábyggilega mikið á sig  lagt til að ná heitustu málunum til umfjöllunar, hverju sinni.  Ísland í dag reið á vaðið og hæpaði upp viðtal sem var sýnt eftir fréttirnar við manninn sem réðst á dómarann og Sveppa en ekki á Eið Smára.  Það kom fram að maðurinn yrði ekki í mynd því hann vildi ekki þekkjast úti á götu. Ég skildi það vel.  Með þetta á bakinu er maður kannski ekkert að flagga sjálfum sér.

Svo kom Kastljósið.  Þeir voru líka með viðtal við sama mann.  Ég hugsaði með mér að þetta væri nú smá kjánalegt að vera með viðtal um sama málið, við sama manninn á báðum stöðvum.  Til að gera langa sögu stutta þá snarsnérist ég í skoðun minni.  Kastljós var með manninn í mynd, hálftíma eftir að hann gat ekki sýnt á sér andlitið á Íslandi í dag.  Á þessum hálftíma hafði maðurinn líka gjörbreytt um hugarfar gagnvart ofbeldinu sem hann beitti.  Í Íslandinu var hann svona í hortugri kantinum, en játaði þó að hafa gert rangt.  Þegar hann var kominn í Kastljós hafði maðurinn heldur betur séð að sér og var miður sín yfir verknaðinum og var satt best að segja, nokkuð viðkunnanlegur.

Þarna fór Kastljósið með sigur af hólmi.

Ísland í dag er því halloki vikunnar - bigtime og þeir eru í skuld við okkur áheyrendur.  Komasho


KONA Í VONDUM MÁLUM

 1

Síminn hringdi rétt áðan, þar sem ég sat í rólegheitum og las blogg og var nýbúin að segja bless við Maysu og Oliver, sem voru hér í heimsókn.  Ég sagði halló og..

Ókunnugur maður (ÓK): Heyrðu ég er búinn að reyna að möndla apparatið til og hef legið yfir því í allan morgun og þetta er ekki að virka (gargandi úr reiði).  Þú skalt ekki halda Margrét að ég ætli að sætta mig við þessa afgreiðslu og nú hef ég ekki tíma til að panta nýtt ætem og veturinn að koma.

Ég: Ha??

ÓK: Þú sagði að þetta væri klaufaskapnum í mér að kenna, og það segir mér að þú veist ekkert um vöruna sem þú ert að selja, að þú ert ómerkileg í viðskiptum og ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta (slegið í vegg).

Ég: Heyrðu...

ÓK: Nei góða, það þýðir ekkert að fara í massíva vörn, ég er á leiðinni út í bíl með þetta ömurlega apparat og ég ætla að fá borgað til baka og það þýðir ekki að reyna að búllsjitta mig einu sinni enn. (Bang-Pang síma skellt á, skruðningur óbærilegur í eyra).

Nú sit ég og hef áhyggjur af Margréti sölukonu sem er í vondum málum, í þessum skrifuðu orðum.

Kræst!

Úje


ÉG DRÓ FALLEGA MANNINN MEÐ KJÚSULEGA RASSINN Á ENDAÞARMINUM, INN Á KLÓSETT OG ÞAR HELTI ÉG YFIR HANN ÚR SPÝTUBAKKA BERKLAVEIKU ÖMMU MINNAR OG SVO RÚLLAÐI ÉG ÞARMINUM UPP Í EYRAÐ Á HONUM...

 

..og augu hans ljómuðu af gleði, sagði þessi blíða og tískumeðvitaða vinkona mín sem vinnur sem klósetthreinsari á sumrin af einskærri hugsjón og réttlætiskennd.

Ég hef það fyrir sið að veitast ekki að bloggum annarra, a.m.k. afar sjaldan.  Mér finnst það ekki koma neinum við hvernig fólk bloggar, svo fremi að það meiði engan.

Ég er klígjugjörn og endaþarms- og horfærslur geta eyðilagt fyrir mér daginn, það segi ég satt.  Ég benti Ellý á að setja varúð á bloggið sitt, en málið er að í fyrirsögnunum er allur hroðbjóðurinn.  Nú eru færslurnar ekki lengur bláar, þær eru kúkabrúnar með horgrænu ívafi.

Hvernig líst ykkur á þessa fyrirsögn? 

En svo er spurning hvort maður á ekki einhverja vinkonu sem fer í sleik við tengdamömmu sína og sefur hjá svila sínum og á jafnvel barn með þremenningi í föðurætt.  Ég ætla að gá.

Ellý; þetta er ekki par jólalegt.

Kem að vörmu.

Úje


MÁ NOKKUÐ..

 

..óska Lúðvík Gizurarsyni til hamingju með að nú sér fyrir endann á málavafstri hans varðandi staðfestingu á faðerni?

Ég ætla að minnsta kosti að senda honum hlýjar kveðjur.

Það er ekki hægt að fréttablogga um Lúðvík. 

En ég get fréttabloggað um Sýsla á Selfossi og fleiri menn.

Er þetta eitthvað öðruvísi?

Spyr sá sem ekki veit.

Úje


ER MAÐURINN Á PRÓSENTUM?

Tvær fréttir eru á forsíðu mbl.is, frá Selfosslögreglunni.  Þessi sem hér er fyrir neðan fjallar um tillögu Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns, um að lækka hámarkshraða á Biskupstungnabraut við Borg í Grímsnesi.

Ætla ekki að leggja mat á hvað er rétt eða rangt þarna.  Ég tek bara eftir því að þetta lögregluembætti er stöðugt í fréttum.

Er sýsli á árangurstengdum launum?

Vonvonders!

Ú, ú,ú og komaso!


mbl.is Leggur til að hámarkshraði verði lækkaður við Borg í Grímsnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVO STANDANDI HLESSA OG BLÁEYGÐIR

Öryggismiðstöðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir lýsa furðu sinni á niðurstöðu Siðanefndar SÍA, að þátttaka Lalla Johns í auglýsingum fyrirtækisins brjóti gegn almennu velsæmi og sé til þess fallin að höfða til ástæðulauss ótta almennings.

Merkilegt hvað sumir geta verið blindir á það sem flest allir aðrir voru löngu búnir að sjá.  Þ.e. hversu óviðeigandi þessi auglýsing var.  Bæði hvað varðar það að hræða fólk til viðskipta og að nota Lalla Johns sér til framdráttar.  Illa gert og alveg svakalega ósmekklegt.

En þeir eru svo bláeygðir, svo hissa og botna ekki neitt í neinu, þarna hjá Öryggismiðstöðinni.

Vont að vera fyrirtæki sem er algjörlega úr takti við almenningsviðhorfið.

Bítsmí!

Ú- hvað??

 


mbl.is Furðar sig á úrskurði siðanefndar um auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ISS-PISS

Ofboðslega er mikill þvagáhugi í þessu landi.  Það er ekki bara Löggan á Selfossi sem leggur á sig til að ná í þennan gula vökva, ónei.

Ef mér dytti nú í hug að heimsækja Álverið á Reyðarfirði, einhvertímann á næsta ári, gæti ég lent í því að þurfa að afhenda þvagprufu.  Ég tek þó fram að það voru ekki miklar líkur á að ég færi í heimsókn á þennan vinnustað.  Líkurnar á því núna eru auðvitað orðnar núll.  En þeir sem hyggjast heimsækja álskrímslið á fallega Reyðarfirði, geta sum sé átt von á því að þurfa að pissa í hliðinu. 

Ég er alveg viss um að það eru réttlætingar fyrir þessu, tilbúnar hjá Alcoa, alveg eins og hjá Löggunni á Selfossi og hjá öllum hinum, sem ganga lengra og lengra í að brjóta á mannréttindindum fólks.

Þvílíkt og annað eins.

Úje

 


mbl.is Gest­ir geta þurft að af­henda þvag­sýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYLLERÍ Í DRAUMI

50

Þetta er snúra, gott fólk.

Í nótt dreymdi mig að ég væri dottin í það.  Ég var ekki að gera það endasleppt, heldur teygaði ég vodka beint úr flöskunni bara.  Það er hreint ótrúlega vond upplifun fyrir alka að dreyma að hann sé fallinn.  Marga óvirka alka eins og mig, dreymir svona og ég held að  það sé vegna þess að við hræðumst svo að falla, að úrvinnslan kemur í gegnum drauminn.  Þar sem ég teygaði bölvaðan óþverrann af stút, í minni martröð (því þetta var ekkert annað en argasta martröð), upplifði ég þvílíka angist og skelfingu.  Alveg eins og ég myndi gera í raunveruleikanum, ímynda ég mér. 

Ég ætla ekki að lýsa léttinum sem gagntók mig, þegar ég vaknaði, bláedrú og með góða samvisku.

En á meðan mig dreymdi, hrundi lífið innan í mér og allt var sem fyrr.

Svona draumur er á við góðan AA-fund, svei mér þá.

Ég óska mér þó ekki fleiri martraða af þessari tegund.

Bötæmklínandsóber.

Újebb


ALMENN SKYNSEMI - EKKI SVO ALMENN - EÐA HVAÐ?

Það er maður úti í Bandaríkjunum sem hefur skrifað bók um það að slæmur yfirmaður geri starfið niðurdrepandi.  Jahá, ég hefði átt að skrifa um þetta og verða metsöluhöfundur eins og þessi náungi.  Ég hefði líka getað sagt fólki, sem ekki þegar hefur upplifað það á sjálfu sér, að það er ekki vænlegt til árangurs að vera á lélegum launum og að þurfa að fara langar vegalengdir í vinnu.

En ég hef ofurtrú á almennri skynsemi, sem sumir segja að sé alls ekki svo almenn.  Ég held að fólk þurfi ekki að kaupa bók sem segir því að lifa lífinu lifandi, að nota jákvæðar hugsanir til sjálfsheilunar og að reikna ekki sífellt með því versta.

Sumum finnst gott að hafa svona í bókum og það er oft ágætt að láta setja hlutina upp fyrir sig.  Mér finnst það allt í lagi, en í nútímanum, þegar fólk er að kafna úr stressi, löngun til að höndla hamingjuna, eignast peninga og allt hitt, hafa komnið fram á sjónarsviðið alls kyns gúrúar í ráðgjafaformi, sem velta milljónum á milljónum ofan, til að segja okkur það sem við þegar vitum.

Ég ætti kannski að skrifa sjálfshjálparbók.

Í einhverju..

Demdifædúdemdifædónt!

Úje


mbl.is Slæmur yfirmaður gerir starfið niðurdrepandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DÚA - DÚA -DÚA

 1

..eða Sigþrúður Þorfinnsdóttir, vinkona mín, er fertug í dag.  Ég óska henni til hamingju og ég veit að hún er ákaflega glöð yfir að vera loksins orðin þroskuð kona, a.m.k. að nafninu til.

Dúa dásamlega, Dúa dásó eða Dúa athugasemd (www.dua-athugasemd.blog.is) er nokkuð skemmtileg kona, bráðfyndin, djúp og yfirborðskennd og hundleiðinleg þegar hún vill það við hafa.  Hún er líka viðurstyggilega hreinskilin sem gerir það að verkum að það getur tekið verulega á að vera vinkona hennar. 

Hún er konan sem raðar eftir stafrófsröð í eldhússkápana, kallar það umhverfisslys ef það skvettist vatn á gólfið, fer í ham ef svarta peysan er lögð í rauðupeysudeildina og þess háttar.  Enda er konan meyja af Guðs náð. 

Hún er líka sú sem hægt er að leita til ef eitthvað kemur uppá, þ.e. ef hún er í stuði til þess að svara í símann.  Það næst þó alltaf í hana á endanum.

Hún er konan sem kemur mér oft til að gráta úr hlátri, vegna þess að hún er svo meinfyndin og skemmtileg.

Svo er hún sæmilega gefin kjéddlan og hægt að ræða við hana um allt milli himins og jarðar.

Hún er Sjálfstæðismaður en það er auðvitað engin manneskja fullkomin.

Til hamingju villingurinn þinn!

Æamvottæam (syngur hún sko)

Újejejeje


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 2988561

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband