Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 28. október 2007
Þori varla að blogga..
..um þessa merkilegu frétt hérna.
Jeræt.
Tengdadóttir og sonur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, hafa stefnt útvarpsstjóra og Kastljósi og krefjast 3.5 milljón króna bætur fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs þeirra.
Hvað skal segja?
Ég var ein af þeim sem hefði ekki viljað vera án þessarar vitneskju um hraða afgreiðslu á máli tengdadóttur konunnar, um ríkisborgararétt.
Eru ekki allir sammála um að hún hafi gengið óvenjulega fljótt og vel fyrir sig?
Svona miðað við marga aðra?
Burtséð frá því, er ekki líklegt að mál lýðræðiskjörinna fulltrúa séu skoðuð ofan í kjölinn, af fjölmiðlum?
Svo er ég enn ekki búin að ná því að þeir sem um málið fjölluðu hafi ekki vitað neitt um tengsl konunnar við ráðherrann fyrrverandi.
En ég veit auðvitað ekki nokkurn skapaðan hlut, sitjandi hér úti í bæ.
En maður getur fylgst með.
Ójá.
![]() |
Ríkisútvarpinu stefnt fyrir ærumeiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Sunnudagur, 28. október 2007
Búhú-færsla!
Nú kem ég með eina Búhúu. Þetta er ekki hægt. Ég er of jákvæð. Ég hef ekki grátið á blogginu mjög, mjög lengi. Þetta er búhújöfnun.
Ég á bágt, ég er veik.
Ég finn til í hálsinum og mig verkjar í beinin.
Mér er kalt og ég hósta eins og mófó.
Hefur einhvern verkjað í hárið?
Mig verkjar eimmitt mjög mikið hárið, sérstaklega vinstra megin.
Vont, vont..
og það versnar.
Búhú..
ójá.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 28. október 2007
Sér enginn neitt athugavert við..
..að blásið sé til hátíðar á borð við Airwaves, þar sem að hver uppákoman er flottari en sú næsta og að listamennirnir skuli fá 2 bjóra fyrir ómakið?
Það þætti saga til næsta bæjar, ef svona væri farið að á Listahátíð, til dæmis.
Er ekki stéttarvitund íslenskra tónlistarmanna orðið eitthvað ábótavant?
Það fá ekki nema fáir útvaldir borgað fyrir vinnuna sína núorðið.
Ég er algjörlega standandi hlessa.
Ójá.
![]() |
Tveir bjórar eru andskotans nóg!? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 27. október 2007
Kjóllinn hennar Jennýjar Unu Eriksdóttur
Amma-Brynja fluffaðist til Boston og keypti jóladressið fyrir Jennýju Unu.
Ég er yfirkomin vegna fegurðar kjóls og kynni hann því til sögunnar.
Þess má geta að þetta er annar af tveimur sem verður fjárfest í fyrir jólin. Amma-Brynja er nebblilega alltaf á ferðinni.
Gjörsvovel.
Ekki nóg með að kjóllinn sé bjútífúl úr svörtu fínflaueli, heldur fylgir jakki með svona svakkalega fallegur, til að klæða sig í á milli jólaballa í næðingnum í desember.
Gott fólk!!
Jólakjóllinn árið 2007, nananananana
Amman voða glöð.
Laugardagur, 27. október 2007
Í áralangri afneitun
Ég eyddi stórum hluta dagsins í eldhúsinu. Við bakstur og matargerð. Ég er ekki að grínast, málið er alvarlegt og tekur til breytinga á sálarlífi mínu, á ansi víðtækan máta.
Ég var í "matreiðslu" í Hagó, og Meló í denn, á þeim tímum þegar strákar voru í "smíði" og við í "handavinnu". Í matreiðslutímana þurftum við að mæta með handapokasvunturnar rauðköflóttu, hauskappana (sem voru skyldustykki í handavinnunni) og gott ef ekki pottalepparnir líka sem ég heklaði af veikum mætti. Í pilsi þurftum við að vera, annars vorum við reknar heim. Á þeim tíma var það á við dauðadóm í félagslegum skilningi að mæta einhversstaðar í pilsi, þ.e. ef það voru ekki jólin.
Ég held að ég hafi orðið fyrir svo miklu áfalli þarna í matreiðslunni að ég hafi lengi vel farið í algjöra afneitun á allt umfram lífsnauðsynlegar aðgerðir í eldhúsi. Ég man tvennt, frá matreiðslutímanum, að mæla peysu með málbandi fyrir og eftir þvott til að hún héldi sér í forminu og svo hitt að þvo hvert ílát, hverja teskeið um leið og búið var að nota viðkomandi verkfæri.
Svo bættist í afneitunina með árunum. Ég missti mig í kvennabaráttu og ég gekk svo langt að leggja fæð á eldhús og svuntur. Ef ég var spurð hvort ég ætlaði að baka fyrir jólin, tryllist ég og veinaði móðursýkislegri röddu: Baka, hví skyldi ég baka, til hvers eru bakarar? Ég man að rödd mín var há og skjálfandi af geðshræringu ef hveitiföndur bar á góma.
Nú hef ég þroskast (hm), amk. baka ég við öll tækifæri, því allt í einu hef ég nægan tíma. Í dag bakaði ég brauð, eplaköku og skúffutertu. Voða gaman og húsbandið veit ekki hvað í ósköpunum hefur gerst með viðkomandi eldhúsfrömuð. Svona er gaman að upplifa nýjar og skemmtilegar hliðar á sjálfum sér. Bara fullt af duldum hæfileikum. Ha?
En eitt er eftir, og það er listin að ganga frá jafnóðum. Í notkun hafa verið flest öll áhöld eldhússins, og haugurinn við vaskinn er ekkert minni en 1.32 á lengd.
Ég bretti um ermar.
Einhver í meyjarmerkinu á lausu til að kenna mér skipulag?
Hélt ekki.
Bæjó!
Laugardagur, 27. október 2007
Að gefnu tilefni..
..vil ég koma eftirfarandi á framfæri:
Ég vil ekki láta banna:
Bækur,
Presta,
Tölvur,
Bíla,
Skáta,
Þjóðsönginn,
Forsetann,
Bílabúðir,
Banka og Sparisjóði,
Saumnálar,
Föt úr Hagkaup,
Innflutta kjúklinga,
Sjálfstæðisflokkinn,
Kastljós,
Bónus,
Ljósleiðara,
Símann,
Græna lampaskerma,
Matarsóda og
gráfíkjur...
En ég hef skoðun á þessu öllu og meiru til.
Ég útiloka ekki að ég eigi eftir að blogga um eitthvað að ofannefndu og kannski ekki alltaf hrifin.
Geri þetta af tómum alrennilegheitum, svo fólk missi sig ekki í bannfárinu í athugasemdakerfinu, of fer að gera mér upp allskonar kenndir, þegar öldur rísa sem hæst.
Og já, ég elska ykkur öll, ormarnir ykkar.
Lalalala
Held áfram að baka.
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 27. október 2007
Hvað gera þeir þá við ræfil eins og mig?
Ef fólk sem hefur greinst með geðröskun fær ekki að kaupa líftryggingu, þá er fokið í flest skjól.
Hvað gerist þá með mig sem er óvirkur alki með sykursýki? (En sykursýkissjúklingar greiða hærri iðgjöld).
Eitthvað hangi ég ekki með í umræðunni, því það hafði sannast sagna ekki hvarflað að mér að það væri til fólk sem fengi ekki að kaupa líftryggingu.
Ég er ekki líftryggð en þegar ég fer að velta þessu fyrir mér, fyllist ég réttlátri reiði fyrir hönd okkar sem höfum höfum þjáðst af s.k. félagslegum sjúkdómum eins og t.d. geðröskunum og alkahólisma.
Í mínu basli við alkahólisma, þjáðist ég af þunglyndi, sem svo hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og ég varð edrú, en greiningin hefur ekki horfið neitt.
Jenný Anna er með sykursýki, og er opinber óvirkur alki (sem allir vita að vísar til að ég muni hafa drukkið mikið og ótæpilega), þannig að ég þarf að liggja óbætt hjá garði ef eitthvað kemur fyrir (GMG, það er alltaf eitthvað að koma fyrir
).
Ég tek niðurlag úr ljóði Vilhjálms frá Skálholti sem lýsir tilfinningunni ágætlega sem ég er að upplifa núna.
"..fyrst þeir krossfestu þig Kristur
hvað gera þeir þá við ræfil eins og mig?"
Góðan daginn gott fólk!
Gleðilegan laugardag.
![]() |
Neitað um líftryggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Föstudagur, 26. október 2007
Forstokkaðir trúarnördar, ég segi það satt
Samkvæmt frétt þá er annan hvor Norðmaður trúaður og 40 af hundraði segjast trúa því að Kristur hafi dáið á krossinum fyrir syndir mannanna. Gott og vel ef þeim líður vel með það, þá er bara að óska våra nordiska vänner til hamingju með það.
Ég hélt að þeir væru mun fleiri. Ég hef ekki hitt Norsara, að heitið geti sem ekki hefur verið að kafna úr trúarhita, samviskubiti yfir syndum sínum og löngunar til afláts.
Ég er á því að ég hafi þess vegna hitt annan hvorn Norðmann. Hinir hafa verið einhversstaðar á djamminu og í spillingunni bara. Þ.e.s. ef það hefur ekki verið búið að loka á djamminu um 23,30, því þeim Guði sem sér um Noreg er uppsigað við langan opnunartíma.
Til að vera ekki að ætla Norðmönnum meiri trúarhita en þeir eiga inni fyrir þá er orðið ansi langt síðan ég hef skondrast um með þeim frændum vorum, að einhverju ráði, amk.
Tack för mig och adjö.
Úje
![]() |
Annar hver Norðmaður trúir á Guð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Að vera edrú en dröggeraður!
Ég fór í rannsókn, ég fékk róandi eða slakandi/eitthvað í æð og mér leið eins og þurs hefði sest á herðarnar á mér og bómull hefði verið troðið í hausinn á mér. Tilfinningin var ekki góð, sem betur fer og ég gat ekki beðið eftir að hún hundskaðist burt, sem hún er í þann veginn að gera, amk er skjárinn orðinn sýnilegur og lyklaborðsverkfærin hlaupa af mikilli snilld yfir téð borð.
En ég þarf að fara aftur þ. 5. nóvember. Den tid den sorg.
Niðurstaða úr rannsókn: Ekki neitt rosalega góð, en gæti verið verri.
Vildi bara segja ykkur að vímur eru ofmetnar.
Mikið rosalega er ég glöð með að þetta sé að baki.
Það er allt útlit á að ég leggist edrú á koddann í kvöld.
Guð gefi mér æðruleysi...
Love you guys og takk fyrir kveðjurnar.
Alkinn, í bullandi bata.
Ójá.
Fimmtudagur, 25. október 2007
Fyrir 300 þúsund á mánuði...
.. sem fást fyrir fundarsetu ca. 1 sinni í viku, tel ég að það sé verið að yfirborga fólki.
Fyrir mér er þetta ótrúlega há upphæð fyrir ofannefnt framlag.
Mér er sama hvar í flokki fólk er statt, þetta er með ólíkindum, ef við t.d. skoðum laun leikskólakennara hjá borginni. Það muna allir eftir tjóninu þar er það ekki?
Hver heldur á reiknistokknum þarna?
Varla sá hinn sami og ákvarðar laun þjónustustéttanna hjá Reykjavíkurborg?
Ég er nánast orðlaus, nánast.
En hvað veit ég fávís konan?
Ójá.
![]() |
Varaborgarfulltrúar fá 300 þúsund á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 2988150
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr