Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Tíska í jólum, tíska í kjólum

 1

Það eru nákvæmlega 53 dagar til jóla.  Teljarinn minn segir það.  Það er ofboðslega huggulegt að vera með jólateljara á síðunni, þá getur maður tekið statusinn á hátíðinni allan ársins hring. 

Hvað um það.  Samkvæmt manninum í jólahúsinu fyrir norðan, er afa og ömmu jólaskraut það sem blívur í ár.  Allt annað hlýtur þá að vera hallærislegt, samkvæmt tískulögmálinu.  Gærdagurinn gamlar fréttir.

Ég hló illkvittnislega, þegar ég las þetta um jólaskrautstískuna árið 2006.  Ég veit ekki hvort þið munið það, en í fyrra voru allir sem vildu tolla í skreytingatískunni með svart jólaskraut.  Ég hef sjaldan séð það ljótara.  Ég fór í banka daginn fyrir Þorláksmessu og hélt að það hefði kviknað í jólagreininni sem hékk fyrir ofan hausinn á gjaldkeranum.   Ég leit í kringum mig í bankanum og sjá, allt lókalið var löðrandi í brunarústajólatrjám. Við eftirgrennslan fékk ég að vita að skreytingameistari bankans hafi valið tískuþema ársins, svart.  Svo jóló eitthvað.  Það sem fær mig til að krimta af Þórðargleði er tilhugsunin um alla jólatískunördanna sem sitja uppi með viðbrennda jólaskrautið sitt síðan í fyrra, lalalala.

 Jólakjólarnir verða svartir í ár.  Brunarústir þar, en það er í lagi.  Ef einhver ætlar að segja ykkur annað um kjólana sko, ekki hlusta, hér er það ég sem legg línurnar.

Gleðilega hátíð.

Úje


mbl.is Leitað að jólaskrauti afa og ömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er hógvær, mjög, mjög hógvær

1 

Ég mun halda þessum eiginleika, sem ég greinilega þjáist af, á lofti fyrir alla sem vilja vita (mömmu og pabba, eiginmann, systur, dætur skábörn og vinkonur). 

Ég á mér draum, fyrir utan að vilja bjarga heiminum, koma á fullu jafnrétti, sjá alla mér tengda ásamt mannkyninu í heild, eiga farsæla og góða ævi, að VG komist í stjórn á hverju krummaskuði á Íslandi,og í auðvitað í ríkisstjórn, en hann er í stuttu máli svona:

Mig langar til að eiga heima í timburhúsi á tveimur hæðum, með litlum garði og mörgum trjám.  Húsið á að vera gamalt í gróinni götu í Vesturbænum.  End of dream.  Þessi draumur er ekki að trufla mig neitt, mér líður ágætlega heima hjá mér og á svo sannarlega ekkert bágt.  Svo fór ég að hugsa þegar ég sá þessa "frétt" á visir.is (sem ég auðvitað stal) að kannski ætti ég að stefna hærra?  Óska mér e.t.v. stærra húss, ef óskin myndi taka upp á því að smella.

Sjáið:

"Dreymi þig um að geta horft á kvöldfréttirnar í heitapottinum við róandi snark í arineldi þá er tækifæri til þess núna. Eigirðu 180 milljónir á lausu eða sért í góðu sambandi við bankann þinn geturðu nú fjárfest í 500 fermetra höll Kópavoginum.

Verktakinn Þorgeir Björgvinsson og Klara Guðrún Hafsteinsdóttir hundaræktandi settu nýlega á sölu stórglæsilegt einbýlishús sitt við Asparhvarf í Kópavogi.

Húsið er 501 fermetri og skiptist í 410 fermetra íbúð, 31 fermetra bílskúr og sextíu fermetra hesthús fyrir átta hesta.

Sérhannaðar innréttingar eru í allri íbúðinni og eru eldhúinnréttingar og sólbekkir búnir svörtum granítplötum. Afar veglegt kolsvart borðstofuborð úr graníti prýðir borðkrókinn, og fylgir það húsinu, enda ekkert grín að flytja mörg hundruð kílóa granítplötur langar vegalengdir.

Afar fullkomið gólfhitakerfi er í öllu húsinu. Þá er raflkerfi hússins mjög vandað og mikið af innbyggðri lýsingu frá Lumex. Náttúruflísar eru á öllum gólfum hússins nema í hesthúsi. Ekki væsir um ferfætlingana heldur, en gólf hesthússins er lagt steindúk og básarnir steyptir með grindum úr ryðfríu stáli.

Og þar sem líklega er ekki gaman að þrífa fimm hundruð fermetra hús, en það er í það minnsta gert öllu bærilegra með innbyggðum ryksugubörkum í veggjum allra herbergja.

Viðar Marínósson, fasteignasali hjá Remax, segir að húsið sé eitt það glæsilegasta á höfuðborgarsvæðinu og að verðmiðinn sé í raun ekki svo fjarri byggingakostnaði. Þannig hafi bara hljóð og sjónvarpskerfið kostað um tíu milljónir króna. Það er frá Bang og Olufsen, afar fullkomið, og er hægt að stýra því með fjarstýringu frá flestum herbergjum hússins. "

Það má segja að þörf manneskjunnar fyrir rými sé æði misjöfn, er það ekki?

Það sló mig þetta með 501 fermeterinn.  Hvar skyldi þessi eini hafa lent?

Ójá.


Enn ein rannsóknin um "selvfölgeligheder"

Ég hefði getað látið þessum mömmun í Sviss, þessar upplýsingar í té, gagn vægu gjaldi.  Þ.e. að hraði sé talinn til marks um karlmennsku.  Halló!

Sé þá fyrir mér grafalvarlega að rannsaka þetta:

"Þegar þátttakendur fengu að heyra „karlmannleg“ orð eins og „vöðvar“ eða „skegg“í útvarpinu í akstursherminum juku þeir hraðann. Þegar þeir aftur á móti heyrðu „kvenleg“ orð eins og „varalitur“ eða „bleikt“ óku þeir um tveim km hægar. Niðurstöðurnar voru svipaðar er þeir heyrðu hlutlaus orð eins og borð og stóll."

Ég legg til að það verði skylduhlustun á lagið "I´m a Barby girl" í öllum bifreiðum landsins, þegar  ungir karlmenn eru úti að aka. 

Það ætti að minnka hraðaakstur og gera stákana meyra og slaka.

Þá verður nú gaman að vera kona í umferðinni.

"Hraði, hraði, Gunnsteinn gr..." hvað?Blush

Ójá.


mbl.is Hraði er karlmennskutákn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Narsisismi Egils?

Túlkun Spaugstofunnar á Agli og ismunum hans verður tæpast sögð falleg en hún er frábær og hittir naglann á höfuðið.

Ég hef sjálf bloggað um Kiljuna og ismatalið í stjórnanda þáttarins, sem hefur fengið mig til að efast um að þátturinn sé fyrir venjulegt fólk, frekar fyrir lokaða klíku bókmenntafræðinga og aðra listaelítufrömuði.

"Krúttismi" Spaugstofunnar í þessu máli er pjúra "húmorismi".

Viðbrögð Egils við gríninu er auðvitað klár "húmanismi", því hann ætlar ekki að "súa" Spaugstofuna og fara í fýlu.

Egill er því þungt haldinn af "liberalisma" eða þá af "narsisisma" sem sumir kalla "doriangreyisma" og elska hreinlega að láta fjalla um sig.

 Vó, ætlar enginn að bjóða mér í þáttinn.

Ég æti talað um "alkahólisma"..

..eða "feminisma"..

Ætli nú það.

Farin að lesa.

Úje

 

 


mbl.is Mjög falleg túlkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vægi mannslífa

Ég er búin að vera miður mín síðan ég sá myndirnar af börnum 103 í Chad, þessum sem átti að flytja ólöglega úr landi (ræna) og færa til Frakklands.

Ég er með kökk í hálsinum og hann vill ekki fara.  Myndirnar af grátandi börnunum rífa í mig og slíta, og það er ekki gott.  Ég get gert minna en ekki neitt í málinu.

Nú ber svo við að enginn hefur bloggað við þessa frétt.  Það hefur ekki orðið neitt "fár" út af þessum skelfilegu atburðum í Afríku.

Mér er minnistætt þegar litlu stúlkunni Madeline var rænt í Portúgal, sú saga öll, sem enn heldur athygli fólks um allan heim.  Ég er ekki hissa á því, alls ekki, enda getum við flest fundið til samkenndar með foreldrum Maddie, og þess vegna er svo auðvelt að láta sig örlög þeirra varða.

Nú eru hundrað og þremur börnum, á svipuðum aldri og litla Madeline, tekin með ólöglegum hætti og það átti að flytja þau eins og búfénað til fjarlægs lands, þar sem enginn veit hvað hefði beðið þeirra.  Litlar manneskjur, sem nú þegar búa við stríðsástand og hreinar hörmungar sem ekki sér fyrir endann á.

Af hverju göngum við ekki af göflunum?  Af hverju eru engar "kertafleytingar" þegar þetta gerist?  Engar safnanir, engar upphrópanir, engar blöðrusleppingar.  Ef tilefnið er ekki núna, þá veit ég ekki hvenær það gefst.

Hvað með safnanir?  Getum við ekki gert eitthvað, við Íslendingar? 

Eða eru eitthundrað og þrjú börn of mikið fyrir okkur að horfast í augu við?

Eru þau of langt í burtu til að þau nái að halda athygli okkar hérna í velmeguninni?

Ég gæti trúað því, en okkur er nær að gera það samt.

Eru mannslífin í Afríku minna virði en okkar?

En eins og ég sagði í upphafi, þá næ ég ekki börnunum úr huga mér.


mbl.is Sextán Evrópumenn ákærðir fyrir mannrán í Chad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli ég sé í slæmum málum?

Ég þarf að fara að hafa smband upp á sykursýkisdeild.

Ég þori því varla ég er fullorðin kona og ábyrg í hegðun.

Svona oftast.Blush

Hvað ætli þær segi.

Jájá,

Góðan daginn gott fólk.


Af Jenný Unu, Bördí Jennýjarsyni, sem nú kallast dúskur dúllurass og götustelpum!

Vó, þetta er löng fyrirsögn.  Allt að því "Ellísk".  En ég þarf að koma eftirfarandi á framfæri  (þið getið litið á þetta sem skilaboðatöflu).

Jenný Una kom hér í dag eins og ég var búin að segja ykkur, og hún var mjög, mjög skemmtileg.

Við endurnýjuðum kynnin við "GÝLU" (var ekki búin að læra að segja GRÝLA fyrir síðustu jól).  Hún horfði lengi á myndina og sagði svo:

"Hún er reið og hættuleg. Nei, nei, hún er góð, hún er bara þreytt í bakinu." (Vott, er barn farið að vinna á sænska sjúkrasamlaginu?)

"Amma farðu úr herbergi mín og hættu trubbla mig meir, é er að versla matinn." (Fyrirgefðu fröken).

"Franklin Máni Addnason er kærastiminn, allir krakkarnir eru kærastir, öll í kór." (Ég er enn að reyna að ná þessum, held að allir eigi kærasta, hver einasti einn).

Hafi fjölskyldan hér á kærleiksheimilinu einhvertímann haldið að hún hefði stjórn á Bördí Jennýjarsyni, þá hefur sú hugsanavilla verið leiðrétt.  Bördí er núna í algjörri lausagöngu, fer í búr til að borða, hangir á spegli eins og skreyting og leggur sig uppi á bókahillunum.  Nú hefur hann búið sér til athvarf milli tveggja bóka (nei, segi ykkur ekki hvaða tímamótabókmenntir þetta eru, því höfundarnir eru enn og lífi og trúa því að þeir hafi eitthvað að færa heiminum með bókum sínum).  Bördí kallast nú dúskur dúllurass, af því hann hleypur upp í vöndul þegar hann sefur.  Er eins og fagurblár garnhylkíll með dassi af svargrænu. Dúskurinn heitr í höfuðið á Dúu nokkurri, ekkibloggara.

Jájá.

Þið sem hélduð að nú kæmi kafli um götustelpur, verðið nú fyrir vonbrigðum.  Hann verður birtur síðar.  Mun síðar.

Ójáhá.


Halló - Hvar er hugsunin og dómgreindin?

Hún Jenný Una og Oliver litlu barnabörnin mín eru tveggja ára.  Oliver síðan í maí og Jenný verður þriggja í desember.  Ég reyndi að sjá fyrir mér einhverjar aðstæður þar sem maður myndi setja þau í framsæti bifreiðar og komst að niðurstöðu, að það yrði  aldrei!

Ég held, sem betur fer að fæstir, láti sér detta svona lagað í hug, við vitum, eða eigum a.m.k. að vita að með þessu er verið að setja líf og limi barna í stórhættu.

Ég verð reið þegar ég les um svona kæruleysi, líf og heilsa barnanna er svo dýrmætt.

Ég vona að það heyri nú sögunni til að foreldrar hætti að haga sér eins og óvitar, þegar þeir halda út í umferðina með það dýrmætasta sem við eigum.

ARG.

 


mbl.is Með tveggja ára barn í framsætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjóllinn - framhald

Hér er framhald af kjólnum margfræga, sjá hér, en núna er litla kjólaprinsessan á leið í heimsókn, hingað á kærleiksheimilið.

Í gær fékk hún að máta nýja, fína kjólinn og hún horfði lengi og vandlega á sig í speglinum og sagði síðan:

"É er mjög, mjög fín".

Engin sjálfhælni, bara staðreynd, en í tæplega þriggja ára krakkaskottum er ekki til neitt sem heitir tilgerð.

Mamma hennar sagði henni svo að nú yrði kjóllinn geymdur til jólanna og þar til hún ætti afmæli (30. des.) og þá sagði sú stutta.

"Já, já, ég veitað, ég á ammæli á þrijudaginn".

Alltaf með ráð undir rifi hverju.

Deili með ykkur glænýrri mynd af helstu sögupersónu þessa bloggs, henni Jenný Unu Eriksdóttur.  Hún biður að sjálfsögðu að heilsa.

Ójá.


Sumir ættu að setja tappann í flöskuna..

..fyrr en seinna.  Að hefja ferð og slútta henni á sama stað án þess að hreyfa sig út úr flugstöðinni er töluverður bömmer.

Æi, svo "leiðilett" að lesa um, en mun verra að upplifa, get ég ímyndað mér.

Rosalega er ég fegin að hafa ekki drukkið og ferðast í leiðinni.

Var svo lítið í ferðalögum meðan ég var í "víninu" (understatement aldarinnar).

Baráttu- og batakveðjur til Farþegarns.

Ójá.


mbl.is Svaf af sér utanlandsferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2988150

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband