Leita í fréttum mbl.is

Fyrir 300 þúsund á mánuði...

.. sem fást fyrir fundarsetu ca. 1 sinni í viku, tel ég að það sé verið að yfirborga fólki.

Fyrir mér er þetta ótrúlega há upphæð fyrir ofannefnt framlag.

Mér er sama hvar í flokki fólk er statt, þetta er með ólíkindum, ef við t.d. skoðum laun leikskólakennara hjá borginni.  Það muna allir eftir tjóninu þar er það ekki?

Hver heldur á reiknistokknum þarna?

Varla sá hinn sami og ákvarðar laun þjónustustéttanna hjá Reykjavíkurborg?

Ég er nánast orðlaus, nánast.

En hvað veit ég fávís konan?

Ójá.

 


mbl.is Varaborgarfulltrúar fá 300 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig ætli leikskólakennurum,kennurum,hjúkrunarfræðingum.sjúkraliðum, ófaglærðum líði að vinnan þeirra er metin mun minna en 4 fundir hjá borginni.(Reikna með að borgarfulltrúar fái líka frítt í Húsdýragarðinn).ASÍ er að gera kröfur um 150þús kr. lágmarkslaun,það finnst mér hneyksli.Lágmarkslaun þurfa að vera 200þús. Skoðið bara leiguverð og matvælaverð. Allir launataxtar í landinu eru handónýtir. Ef fólk fengi mannsæmandi laun myndu biðlistar eftir félagslegu húsnæði styttast, fólk gæti farið að sjá um sig sjálft fyrir fulla vinnu.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:31

2 identicon

Fuss og svei. Þetta kallar maður spillingu.  Sóley Tómasd. var eitthv. að reyna að afsaka þetta í morgun í Bylgjan í bítið og sagði þetta vinnuna sína Nennti ekki að hlusta meir og dreif mig í morgunsturtuna. Hvað með eins og þú segir, starfsfólk leikskóla ofl.

M (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:35

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég veit það bara að þeir borgarfulltrúar sem sinna vinnunnni sinni af þokkalegu viti, hvað' þá ef þeir eru duglegir, þeir eru með þetta sem ríflegt fullt starf.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.10.2007 kl. 11:44

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er bara orðlaus, 300 kall er ekki lítil upphæð.  

Annars skilst mér að ég sé í hirð þinni yðar hátign, sem ein af já kórnum, mér er nú bara heiður að því, ég er svo skrítin að  vilja vera í kringum fólk sem stendur fyrir  réttsýni, jafnrétti og betra mannlífi. varð það á að lesa skrif konu sem er fyrrum blogg vinur yðar. hehe. Það er alveg með ólíkindum hvað fólk getur látið ljóta hluti út úr sér, úr hverju ætli sjálfsvirðing viðkomandi sé samansett. Gangi þér vel í rannsóknar og lyfjastússi, ( er eitthvað alvarlegt í gangi ?) bestu kveðjur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.10.2007 kl. 11:50

5 identicon

Það er verið að tala um varaborgarfulltrúa.Þetta eru auðvitað smánarlaun miðað við Pál Magnússon eða meðallaunin hjá Straumi(22millur í árslaun)

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:51

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég segi bara pass og skil ekki svona! Það er verið að gefa ansi undarleg skilaboð til þeirra sem að minnst hafa það og berjast fyrir nokkrun þúsund köllum í umslagið sitt til viðbótar!

Mér finnst þetta eiginlega til skammar og ég er alveg ofsalega hissa á þessu!!

Fuss og svei! Fólki hlýtur að vera misboðið...get ekki ímyndað mér annað!

Sunna Dóra Möller, 25.10.2007 kl. 11:54

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Ef við gerum ráðfyrir að hjá Straumi þá skili menn 160 tímum á mánuði þá eru þeir með um 11.500 á tímann sem auðvitað er fáránlega gott.

En vara borgarfulltrúi sem mætir á einn fund í viku ca 15 tíma á mánuði her með 20.000 á tímann og ég held að 15 tímar séu vel reiknað 8 til 10 séu nær lagi.

Einar Þór Strand, 25.10.2007 kl. 12:03

8 Smámynd: krossgata

Er þetta svo slæmt, er ekki stutt síðan 300.000 voru meint meðallaun í landinu?  Og það kaupir fólk og þegir eða hvað?

Mér finnst annars fínt að borgarfulltrúar séu á mannsæmandi launum.  Það sem er skítt er að helmingur (kannski aðeins ýkt) þjóðarinnar er á helmingi lægri launum en það.  Það sem er skítt er að lágmarkslaun eru ekki mannsæmandi.

Hvað varðar varaborgarfulltrúa, þá er það fáránlegt að þiggja 300.000 í laun ef þeir vinna 15 stundir á viku.  Sóley Tómasdóttir sagði að þetta væri hennar eina vinna og er hún í 70% starfi og í 30% starfi hjá borgarstjórnarflokknum.  Hún er því kannski ekki þessi dæmigerði varafulltrúi.

krossgata, 25.10.2007 kl. 12:31

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG er í leikskólanefnd á Selfossi og fæ rúml. 6.000 per fund sama hvað hann er langur( er oftast 2 klt). Verst er að þar sem ég er fjöryrki og husbandið líka þá skerðist hann ef ég fæ of mikið.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 12:51

10 Smámynd: Kolgrima

Er þetta alveg sanngjarnt? Varaborgarfulltrúar sitja fundi einu sinni í viku en þurfa væntanlega að kynna sér alls konar mál og setja sig inn í þau. Það hlýtur að vera heilmikil vinna á bak við hvern fund og það lækkar tímakaupið.

Annars er ég þeirrar skoðunar, að þeir sem bera ábyrgð á rekstri  ríkis og sveitarfélaga eigi að vera á góðum launum. Ég veit ekki alveg hvernig mannvalið yrði annars. Krafan er sú að þetta sé vel menntað og hæft fólk, sem er reiðubúið að leggja persónu sína í dóm almennings og vera stöðugt undir smásjáreftirliti, hefur hugsjónir og þann kraft til að reyna að koma þeim í framkvæmd og hrífa aðra með sér.

Fyrir utan það að setja sig vel inn í mál, sem ekki falla undir áhugasvið þess, er ekki hluti af menntun þess. Það hlýtur oft að vera erfitt og mikil vinna. 

Kolgrima, 25.10.2007 kl. 13:41

11 identicon

Jamm - verð að fá aðeins að leggja orð í belg. Ég reyndi um tíma að vinna mín nefndarstörf í hlutastarfi, en það gekk engan veginn upp. Það er ógerlegt að vinna þessa vinnu almennilega samhliða fullri vinnu. Blaðamaður hefði átt að skoða hversu mikið varaborgarfulltrúarnir starfa á öðrum vettvangi.

Fjöldi funda er auk þess stórlega vanmetinn, þar sem undirbúnings- og samráðsfundir með alls kyns fag- og hagsmunaaðilum eru ekki taldir með, né heldur meiri- og minnihlutafundir og alls kyns fundir í starfshópum og smærri nefndum á vegum fagráðanna. Þess utan þurfum við að undirbúa okkur fyrir alla þessa fundi og setja okkur inn í alls kyns mál.

Þetta er því ekki eins einfalt og margir halda - en ég skil vel að þetta hljómi ósanngjarnt, eins og málin eru sett fram af blaðamanni.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 14:19

12 identicon

Sæl Sóley

Mér fannst þú koma vel út í morgun og ég hitti fólk sem vinnur hjá borginni sem fullyrti að Sóley Tómasdóttir ynni vel fyrir laununum sínum og vel það.  Ég efast ekki um dugnað þinn og elju og er viss um að þú sinnir þínu mjög vel.  Margir sem binda miklar vonir við þín störf og nýttu nú kraft þinn í að berjast fyrir leikskólakennurum sem dæmi. 370 þúsund eru ágæt laun, það eru margir með þau betri og því miður margir með lægri.  Það var hárrétt hjá þér að hækka þarf lægstu taxtana.  Þessi laun ykkar eru sanngjörn, það eru laun lítilmagnans sem þarf að hækka.  Nú hefur þú gott tækifæri sem baráttukona að láta heyra vel í þér varðandi þessi mál.

Arnar (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 15:52

13 Smámynd: Ragnheiður

Verandi búin að prufa að taka að mér embætti þá komst ég að því að fundarsetan sjálf er minnsta málið. Undirbúningurinn og það allt, setja sig vel inn í mál svo maður líti ekki út fyrir að vera fífl, tekur ansi mikinn tíma.

Burtséð frá þessu þá Á að hækka verulega laun umönnunarstéttanna, annað er ekki verjandi !!

Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 16:20

14 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Er ekki bara málið að þetta ætti að teljast til eðlilegra laun en allt undir ætti að vera þrætueplið ?? Það er fáranlegt að til sé fólk sem er með lúsarlaun sem varla dugir fyrir mat og svo erum við að byggja okkur tónlistarhús fyrir 45milljarða sem kostar svo hátt í milljarð í ársrekstur.

Hans Jörgen Hansen, 25.10.2007 kl. 16:57

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Sóley, fyrir útskýringarnar.  Auðvitað veit ég að það liggur vinna að baki nefndarstörfum, var á árum áður varamaður í Barnaaverndarnefnd, og þar var mikil vinna í kringum sjálfa fundina.

Þar sem mér finnst hinsvegar ólánlegt, er upphæðin, einkum og sérílagi þegar miðað er við vangetu boragarinnar að taka á launum t.a.m. leiksólakennara.  Svo óska ég þér alls hins besta, eins og þú reyndar veist.

Marti: Hvaða hóp?

Ragga: Bendi á svar til Sóleyjar.

Arnar: Efast ekki um að Sóley mun leggja sitt á vogarskálarnar á vettvangi borgarmálanna.

Kolgríma: Þú sagðir það.  Ég veit það.

Það er nær bara ekki nokkurri átt að svona misræmi sé í launum, milli hópa.  Það er nú það sem ég var að kalla á með umræðu.

Takk öll fyrir færslur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 17:07

16 identicon

Ég pant vera íhalds varamaður. Jenný vert þú vinstri varamaður og borðum saman 2 í mánuði fyrir 300 þúsund .Ég get unnið svona vinnu þótt ég sé fjölyrki.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:20

17 identicon

Æi- Kannski er ég eitthvað einföld í þankagangi um þessi mál en ég fagna því svona almennt þegar ég les að fleiri en þeir sem starfa hjá Kaupþingi, Glitni og öðrum slíkum fái almennileg laun. Ég starfa sem háskólakennari og við sem störfum við það erum skipuð í alls kyns nefndir og vinnuhópa ofan á kennslu og rannsóknarstörf án þess að fá neitt greitt fyrir það. Það er fínt að fólk er farið að tala um það eins og hverja aðra vinnu sem eigi að telja í tíma og peningum rétt eins og hinn almenni borgari getur þurft að borga bankanum 100 kall fyrir símtal við þjónustufulltrúa þar sem spurt er um stöðu á reikningi.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:23

18 Smámynd: Rósa Harðardóttir

"Þetta er því ekki eins einfalt og margir halda -" segir Sóley, nei ég held að það sé rétt en starf mitt sem kennslukona er heldur ekki eins einfalt og margir halda.  En launin eru hinsvegar afar einföld.

kv

Rósa Harðardóttir, 25.10.2007 kl. 18:37

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krumma: Takk fyrir og þúsund kossar.  Við stofnum þrýstihóp um réttlætismál og svo syngjum við fallega.

Þar sem tvær konur koma saman og eru sammála, þar mun vera jákór

Þar sem þveir karlmenn koma saman og eru sammála þar mun vera vísir að stofnun stjórnmálaflokks

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 20:12

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna: Mér finnst að hjá stóru fyrirtæki eins og Reykjavíkurborg verði að vera eitthvað sæmræmi í launum og þá vinnuframlag.  Allt annað er út úr kortinu.

Rósa: Ég er sammála þér, kennarar eru vanmetnir til launa eins og reyndar flestir sem koma að vinnu með börnum og ungmennum þessa lands.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 20:21

21 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

æi, Hans Jörgen, ertu til í að minnast á ótöluleg íþróttahús sem „öllum“ þykir „alltaf“ sjálfsagt að byggja (og kostar náttúrlega ekkert að reka heldur - man einhver eftir að hafa heyrt mótmælaraddir gegn nýrri stúku + stórstækkun Laugardagshallar bara í fyrra og hitteðfyrra) í stað þess að koma með enn einn heimdellingasönginn um þetta eina hús í Reykjavík síðan Hljómskálinn var byggður, sem er helgað tónlistinni. Það er alltaf verið að tala um hrausta líkamann, það má nú líka stundum huga að heilbrigðu sálinni.

(NB. ég er ekki á móti íþróttum, þykir munurinn á viðhorfunum bara alltaf frekar fyndinn/sorglegur. Hvernig fyndist íþróttafólki ef maður segði: Æ, getið þið ekki bara fengið lánaða einhverja kirkju fyrir leikinn? Ekkert mál að svippa burt nokkrum bekkjum...)

Ég sé ekki svona svakalega í þessar greiðslur til borgarfulltrúa, vara- eða aðal. Þetta er og á að vera hellings vinna og engan veginn bara fundarseta. Þó ég sé ekki kjósandi Framsóknarflokksins finnst mér pínu fyndið að slá þessu svona upp. Framsóknarmaður+peningar=krassandi frétt, ekki satt? En klárt auðvitað að umönnunarstéttirnar eru þvílíkt afskiptar í launum. Jamm.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.10.2007 kl. 20:22

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo fyrir löngu kominn tími á Tónlistarhús sem sæmd er það.  Út úr mokdarkofunum með langspilin ætti að vera mottóið

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 20:32

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað segja varamenn að þetta sé ekki einfalt mál, en hvaða störf eru einföld í sjálfu sér ef maður vill vinna þau af skynsemi, og hér er verið að tala um VARA eitthvað.  Þó þau sitji í nefndum, þá þurfa allir að setja sig inn í mál, en gera það oftast án þess að fá borgað fyrir. Eins og í samskiptum systur minnar við bílaviðgerðarverkstæði, hún þurfti að láta gera við mjög einfaldan hlut, sem var vitað að tók ekki langan tíma, mesta lagi klukkutíma, en reikningurinn hljóðaði upp á sex tíma viðgerð.  Hún var ekki hress með þetta og kvartaði.  Þá sagði bifvélavirkinn, já ókey, það tók mig bara klukkutíma að laga þetta, en ég þurfti að HUGSA í fimm tíma til að finna þetta út. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:45

24 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

var það ekki Bó sem sagði:  10 þús fyrir að gera en 40 þús fyrir að geta...?  (ekki myndi ég reyndar ráða hann, en orðheppinn er hann)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.10.2007 kl. 23:12

25 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

"Blaðamaður hefði átt að skoða hversu mikið varaborgarfulltrúarnir starfa á öðrum vettvangi."

Vil bara segja við þig Sóley að sá sem er með 300.000 í laun á mánuði þarf varla að vinna neitt annað. Týpiskt fyrir suma að þegar þeir eru í vondum málum þá er það blaðamönnum að kenna.

Ég hef leitað á síðum V-grænna og hjá borginni og ekki getað séð neina stefnuyfirlýsingu hvað þá heldur ákvörðun um að hækka laun þeirra kvenna hjá borginni sem eru á lúsarlaunum. Hins vegar talið þið V-græn mikið um "kynjabundinn" launamun.

Það er kannske allt í lagi að þær konur hafi bara brot af þínum launum af því að sá launamunur er ekki "kynbundinn?

Jón Bragi Sigurðsson, 27.10.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2985830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband