Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Ráðagóðir alkahólistar
Í gegnum árin hef ég heyrt ævintýralegar sögur af hugmyndauðgi alkahólista, til að fá að drekka í friði fyrir umhverfinu og virðist sem hugmyndaflugi þeirra virðist lítil takmörk sett. Spurning hvort heimurinn væri ekki komin lengra á veg í öllu tilliti ef við þessar elskur hefðum notað frjósemi hugans til góðra verka.
Ég fór að pæla í þessu þegar ég sá þessa frétt um að Danir ættu Evrópumet í ofdrykkju.
Mér detta í hug nokkrar aðferðir bara með að láta hugann reika aðeins til baka.
Einn úr fjölskyldu minni var kominn í ónáð heima hjá sér vegna brennivínsdrykkju. Hann tók á það ráð að sprauta vodka inn í góðan slatta af appelsínum, sem hann úðaði í sig yfir ensku knattspyrnunni.
Sá hinn sami, tók niðursuðudósir sem hann stakk gat á tæmdi, fyllti af áfengi og lóðaði fyrir gatið. Þetta var nestið hans í vinnunni.
Maður mér vel kunnugur þurfti að mæta í dönskutíma á laugardögum, flaskan var í skólatöskunni, plaströr var leitt úr flösku og undir jakka og upp í hálsmál. Hann var glaður í dönskunni og kennarinn lét hann lesa fyrir bekkinn, hann hafi svo afslappaðan framburð.
Þegar ég sjálf var farin að fara ótæpilega oft í ríkið (alltaf það sama vegna bílleysis) klæddi ég mig í dragtina, skellti áfenginu á borðið og bað um nótu, ferlega kúl í framan. Var auðvitað að kaupa fyrir "fyrirtækið" mitt. Ég er svo viss um að þær hafa allar séð í gegnum mig á kassanum en voru svo vinsamlegar að láta sem ekkert væri.
Boðskapur þessarar færslu er ekki að segja krúttlega brandara af ölkum með hugmyndir. Þó ekki sé annað hægt en að brosa af vitleysunni. Heldur hversu langt maður er tilbúinn að teygja sig til að geta fengið sitt fíkniefni og að fá að hafa það í friði.
Hvað söguhetjurnar í dæmisögunum áhrærir, þá hafa þær allar farið í meðferð, sumar oftar en einu sinni,hehemm. Ætli við séum af dönskum ættum?
Farin edrú í lúll.
Þarf enga nótu fyrir því.
Úje
![]() |
Evrópumethafar í ofdrykkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Gleðifrétt dagsins/vikunnar og mánaðarins
Ég er ein af þeim sem get endalaust dáðst af stelpunum fyrir vestan, sem fengu hugmyndina af fegurðarsamkeppninni Óbeislaðri fegurð, sem er sú flottasta mótaðgerð sem búin hefur verið til gegn hinni stöðluðu fegurðarímynd kvenna (og reyndar karla).
Þessi gjörningur náði athygli heimspressunnar á sínum tíma og svo var heimildarmyndin um Óbeisluðu alveg frábær.
Ein af þeim sem hafði veg og vanda af uppátækinu er hún Matta bloggvinkona mín og nú hefur henni verið boðið að halda erindi á 52. þingi kvennanefndar Sameinuðu Þjóðanna sem haldið verður í New York. Haldiði að það sé sigur stelpur!!!
Í viðtengdri frétt stendur:
"Matthildur mun fjalla um um keppnina og heimildarmyndina sem gerð var um keppnina. Matthildur verður ekki hluti af sendinefnd Íslands, heldur verður erindi hennar einn af hliðaviðburðum sem haldnir eru samhliða þinginu. Þess vegna mun félagsmálaráðuneytið ekki greiða kostnað við ferð Matthildar.
Hún fór þess á leit við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að bærinn styrki og varð ráðið við því og veitti henni styrk að andvirði 100 þúsund krónur."
Til hamingju Ísafjarðarbær að leggja málinu lið.
En afhverju er ég ekki hissa á að ráðuneytið skuli skýla sér á bak við það að þetta sé hliðarviðburður sem haldinn sé samhliða þinginu og greiðir því ekki kostnað Matthildar.
Það er svo sem ekkert nýtt að það sé ekki púkkað mikið upp á það sem konur eru að bardúsa í kvennabaráttunni.
En Matta þú og allar hinar, til hamingju, þetta var verðskuldað.
Knús á ykkur krúttin ykkar.
Úje.
![]() |
Óbeisluð fegurð til SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Nefnd og málið er dautt
Mér er svakalega illa við nefndir. Nefndir sem eru stofnaðar í kringum aðgerðaráætlanir til að bæta eitthvað ástand.
Einn af mínum uppáhaldsstjórnmálamönnum, Jóhanna Sigurðardóttir, var að stofna eina, starfshóp sem falið verður að vinna aðgerðaráætlun til að sporna gegn fátækt og treysta öryggisnet velferðarkerfisins.
Halló, hér er fólk að berjast við fátæk frá degi til dags. Á varla mat á borðið fyrir börnin sín, hvað þá að fólk hafi efni á að leyfa börnunum að stunda tómstundastarf of lifa eðlilegu lífi barna í nútíma samfélagi.
Og hvað með þá öldruðu sem vart eiga til hnífs og skeiðar?
Eða öryrkjana sem eru neyddir til að lifa á loftinu stóran hluta mánaðarins?
Nefndir skoða og spá og spegúlera. Koma saman og velta fyrir sér einu og öðru og enginn í nefndinni þekkir til neyðarinnar á eigin skinni. Að minnsta kosti tel ég það nokkuð víst.
Ég er ekki þolinmóð í grunninn en gagnvart þessu er ég gargandi brjáluð.
Fyrirgefið orðbragðið; en aulist til að gera eitthvað núna. Strax um mánaðarmótin bara.
Það er hægt að gera allskonar á nótæm. Hendast til úlanda og skoða orkufyrirtæki og útrásarmöguleika, hver ráðherrann (aðallega einn) eru sífellt bloggandi frá útlöndum. Um eitthvað útrásar, orku ladídadída.
Það hlýtur að vera hægt að setja fart í málið.
Þetta óréttlæti er að gera mig brjálaða hérna.
Málið sett í nefnd og er þar með strax komið í dauðateygjurnar.
Og hvar eru húsin sem voru tilbúin fyrir jól, fyrir útigangsmenn? Hvar eru þau? Gætu hafa farið fram hjá mér, en eru þau í fullri notkun?
Arg
![]() |
Aðgerðaáætlun gegn fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Á að loka fyrir klobbaling?
Ég fylgist með Parísi Hilton af áhuga. Hún er nefnilega svo hugmyndraík. Svo er ég líka að bíða eftir að hún fari í heimsóknina til þróunarlandanna, eins og hún lofaði þegar henni var hleypt úr betrunarhúsinu þarna um daginn.
Ég er alveg viss um að húná eftir að fara og horfa á sveltandi og deyjandi börn, íklædd sóttvarnarbúning, bara um leið og hún má vera að því.
Nú eru líkur á að stelpan ætli að loka klobba fyrir strákunum, hún hefur nefnilega farið sinnum tveir út með vinkonum á vafasama klúbba, gæti verið orðin lessa.
Það er eins gott að maður hefur ekki verið undir eftirliti pressunnar í gegnum árin, þegar maður hefur verið að hórast á djamminu með vinkonunum og ekki yrt á einn einasta karlmann, vegna þess að við stelpurnar höfum skemmt okkur svo vel!! Ég segi ekki annað.
En nú vona ég að efri partur konunnar verði til umfjöllunar þegar hún drífur sig til fátæktarlandana að taka út ástandið (afsakið meðan ég æli), því ég reikna með að þar sé áhuginn meiri á því sem hún hefur fram að færa með talfærum og áhugi á pjöllu stúlkunnar verði þar í sögulegu lágmarki.
Skrifað í fullri einlægni og af einskærum áhuga fyrir þessari nýju móður Theresu.
Súmítúðebón.
Úje
![]() |
París uppgefin á karlmönnum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. janúar 2008
Þegar alkinn ég flaug í fyrsta sinn eftir meðferð
Já börnin góð, það er löngu kominn tími á snúru.
Ég ákvað að draga úr alkabloggunum, tímabundið, eftir viðtalið í Fréttablaðinu í desember, því mig langaði ekki til að stimpla minn sem "ALKANN" því ég er auðvitað mikið meira en bara það.
En nú er það snúrutími.
Það sem mig kveið mest fyrir af öllu eftir að ég varð edrú, var að fara og fljúga. Flughrædd, vön að fara svona nærri því á herðablöðin í Fríhöfninni, til að draga úr hræðslunni (jeræt), drekka um borð í vélinni og allur þessi pakki, þið vitið, gerði það að verkum að það vafðist töluvert fyrir mér, hvernig ég ætti að fara í gegnum þetta ferli, bláedrú á eigin safa og það án þess að tapa mér úr flughræðslu.
Ég kom í Fríhöfnina, verslaði og svo fengum við okkur morgunmat og síðan beint í reykherbergið ólöglega í Leifsstöð og þá fattaði ég, þar sem ég var uþb að hósta upp úr mér lungunum, í ólofti herbergsins, að mér hafði ekki dottið áfengi í hug. Ekki frekar en ég hafi verið að hugsa stíft um lýsi, sem allir vita að ég hata.
Nú þá var kallað út í vél. Ég leitaði tryllingslega að flughræðslunni, án árangurs, gafst upp og gaf mér að hún biði mín um borð.
Nú ég var sest, belti spennt, flugvél þaut af stað og svo í loft og ég held að ég hafi verið sofnuð áður en við vorum komin í áætlaða flughæð. Hræðslufjandinn sem hefur staðið mér fyrir þrifum í öll þessi ár, var ekki til staðar. Mér leið eins og í stofunni heima hjá mér. Ég og Frumburður vorum vaktar þegar flugvél var farin að lækka flugið og ég stóð svo á enskri grundu, pollróleg eins og breskur símaklefi.
Niðurstaða: Ef fólk vill losna við flughræðslu, þ.e. og hefur notað áfengi til að slá á hana, ráðlegg ég viðkomendum að fljúga edrú. Nú er ég hér eins og villtur landkönnuður sem veit af óuppgötvaðri álfu á jarðarkringlunni, og vill koma mér strax af stað aftur, fljúandi, þess vegna í loftbelg.
Ég segi það nú og ég hef sagt það áður. Það toppar ekkert edrúmennskuna. Ekki nokkur skapaður, hræranlegur, lifandi hlutur.
Hver haldið þið að fari edrú að lúlla á eftir?
Ég, ég, ég,
Vó hvað ég er heppin kona og það sem ég er þakklát almættinu og Vogi fyrir að vera edrú og sæl.
Úje
Mánudagur, 28. janúar 2008
Botox hvað?
Simon,félagi, minn og nánast fjölskylduvinur (eftir að Maysa hitti hann þið munið?) er stoltur af hégómagirnd sinni. Guð hvað ég skil manninn. Ég elska mína, bókstaflega elska hana. Gott ef hún er ekki miðnafnið mitt.
Þetta löðrandi kyntröll () er búinn að láta laga eitt og annað, hættur að borða nammi enda eins gott fyrir hann, maðurinn er giftur smábarni, eða því sem næst.
Ég er ekkert að grínast hér, þegar ég tala vel um hégómagirni. Það heitir að vísu sjálfsdýrkun í nútímanum og er útbreitt meðal fólks á öllum aldri.
Ég er þjáist af hégóma á háu stigi við ákveðnar aðstæður. T.d. þegar ég nota tonnatak á pokana undir augunum og skelli þeim undir hárið við gagnaugun. Að vísu verð ég hissa í framan,af þvi það strekkir svo fast, en er heimurinn ekki stöðugt að koma manni á óvart?
Fleiri tips: Sko tonnatakið er jafn nauðsynlegt í snyrtibuddur okkar fimmtíu plús og varaliturinn. T.d. Æi nei, ég sé hérna tekjumöguleika. Þar er rosa markaður í hégómadeildinni. Ég opna stofu.
Komið til mín, þið sem baugum og hrukkum eru haldin og ég mun gera yður árshátíðarfær.
En í alvöru, á maður ekki að fara safna fyrir lýta? Það er ekki tekið mark á manni af ungu fólki um fertugt ef hrukkurnar eru að þvælast fyrir. Fólk SÉR bara ekki manneskjuna á bak við hrukkudýrið.
Ég tek við pöntunum á meilinu mínu og svo verður farið til London og augnahárunum dinglað framaní goðið gjörvulega.
I´m in buisness.
Úje
![]() |
Stoltur af hégómagirndinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Þetta með yfirfullu karlaathvörfin gleypi ég ekki hrátt
Samkvæmt viðtengdri frétt eru öll karlaathvarf í Danmörku yfirfull.
Ok, ég dreg það ekki í efa.
Það sem ég leyfi mér hins vegar að halda fram, að starfsemi þessara athvarfa sé ekki alveg á sömu forsendum og kvennaathvörfin.
Ég trúi nefnilega ekki að það sé kjaftfullt í helling af húsum víða um Danmörku vegna ofbeldis eignkvenna á mönnum sínum.
Í fyrsta lagi þá eru karlmenn yfirleitt sterkari en konur og geta stöðvað ofbeldið.
Karlmenn hafa líka sýnt sig ragari við að leita sér hjálpar vegna andlegs ofbeldis sem þeir skilgreina svo.
Það má vera að þetta sé breytt, en þangað til annað kemur í ljós þá held ég þessu blákalt fram.
Ég held að þessi kjaftfullu athvörf séu með stuðningsstarfsemi fyrir karlmenn í margskonar krísum, eins og skilnaðarvandamála, að þeir hafi þurft að yfirgefa heimilið og jafnvel fleiri félagslegri vandamál. Enda stendur í fréttinni að það sé fullt af karlmönnum í vanda. Forvitnilegt væri að fá útskýrt hvað telst vandi í þessu samhengi hér.
En af hverju ætli það sé ekki enn búið að byggja karlaathvarf á Íslandi?
Konur fóru sjálfar í að koma sér upp aðstöðu vegna þess að neyðin kallaði á aðgerðir.
Ég hef stundum spurt mig hvort þessi sama neyð sé ekki til staðar hjá körlum.
En ég tek fram að þetta er bara pæling.
Úje
![]() |
Karlaathvörf yfirfull í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Ætli það sé hægt að fara í meiðyrðamál við mig?
..fyrir að hugsa?
Sko, Ómar Impregilotalsmaður (frusss), er farinn í meiðyrðamál við einhvern bloggara sem kallaði hann rasista og þá aðallega vegna ofsókna Ómars á hendur Pauls Nikolovs á bloggsíðu sinni.
Ég verð að játa að ég var eimitt að hugsa þetta sama, oft þegar ég las síðuna hans Ómars, en ég get svarið það að ég skrifaði það hvergi, sagði það aldrei upphátt og hvíslaði því ekki einu sinni út í nóttina.
En ég er alveg viss um að ég hugsaði eitthvað á þessa leið: Ómar er í vondu djobbi, hjá mannfjandsamlegu fyrirtæki sem fer illa með útlendinga og svo er honum uppsigað við hann Paul. Ætli hann sé rasisti?
Ætli það sé hægt að súa manni fyrir að hugsa?
Dóntsúmíplísjeræt
Úje
Sjá nánar á visi.is
Laugardagur, 26. janúar 2008
Af krúttkastastuðli 98
Hrafn Óli var lagður inn á barnaspítalann á mánaðarafmælisdaginn með lugnabólgu, en nú er hann kominn heim, en er enn lasinn. Úff erfitt að vera svo lítill á spítalanum.
Það er ekki eins og maður sé eitthvað heljarmenni. Almátt í bala.
Jenný Una passar bróður sinn og segir honum að "baddnaednið" sé byrjað í sjónvarpinu!
Og þarna er Lilleman farinn að hressast og kominn í fulla vinnu með pabba í tónlistinni. Ætli það sé ekki verið að hlusta á jazz, kæmi mér ekki á óvart.
Og hér tekur stóra systir út bað litla bróðurs og svei mér þá, ef það er ekki í lagi,
Ójá, það er allt í lagi á þessum bæ.
Föstudagur, 25. janúar 2008
Rómans í fulkominni stemmingu í Seljahverfinu...
..enda veðrið til þess.
Ég er að elda dýrindissteik með fylgihlutum, eins og ferskum aspas, gulrótum, sveppum og rauðlaukssultu. Ójá. Meira fáið þið ekki að vita um það mál.
Svo er ég búin að kveikja á kertum, gera allt 100% fínt, draga gardínur frá svo það sjáist út í vetrarlandið og svo verður djúpsteiktur camenbert í eftirrétt.
Ljúfir tónar verða í spilaranum, að sjálfsögðu.
Ég þarf að fara að vekja húsband í herlegheitin, enda hefur hann ekki nema klukkutíma til að gúffa í sig og rómansast með mér, áður en hann rýkur út í vetrarnóttina til að vinna fyrir heimilinu.
þetta dásamlega lag er ég að spila á meðan ég undirbý. Emiliana
Nananabúbú,
Það verður seint skrifuð rómansfærsla á þessa síðu án bigtæm törnoffs í endann.
Þannig er ég bara.
P.s. Ekki fyrir viðkvæma, ég er að sjálfsögðu á nýja brjóllanum - undir vaðmálssekknum.
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2988129
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr