Leita í fréttum mbl.is

Þetta með yfirfullu karlaathvörfin gleypi ég ekki hrátt

 

Samkvæmt viðtengdri frétt eru öll karlaathvarf í Danmörku yfirfull.

Ok, ég dreg það ekki í efa.

Það sem ég leyfi mér hins vegar að halda fram, að starfsemi þessara athvarfa sé ekki alveg á sömu forsendum og kvennaathvörfin.

Ég trúi nefnilega ekki að það sé kjaftfullt í helling af húsum víða um Danmörku vegna ofbeldis eignkvenna á mönnum sínum.

Í fyrsta lagi þá eru karlmenn yfirleitt sterkari en konur og geta stöðvað ofbeldið.

Karlmenn hafa líka sýnt sig ragari við að leita sér hjálpar vegna andlegs ofbeldis sem þeir skilgreina svo.

Það má vera að þetta sé breytt, en þangað til annað kemur í ljós þá held ég þessu blákalt fram.

Ég held að þessi kjaftfullu athvörf séu með stuðningsstarfsemi fyrir karlmenn í margskonar krísum, eins og skilnaðarvandamála, að þeir hafi þurft að yfirgefa heimilið og jafnvel fleiri félagslegri vandamál. Enda stendur í fréttinni að það sé fullt af karlmönnum í vanda.  Forvitnilegt væri að fá útskýrt hvað telst vandi í þessu samhengi hér.

En af hverju ætli það sé ekki enn búið að byggja karlaathvarf á Íslandi?

Konur fóru sjálfar í að koma sér upp aðstöðu vegna þess að neyðin kallaði á aðgerðir.

Ég hef stundum spurt mig hvort þessi sama neyð sé ekki til staðar hjá körlum.

En ég tek fram að þetta er bara pæling.

Úje


mbl.is Karlaathvörf yfirfull í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Örugglega eiga þeir við sinn vanda að etja! Ekki kannski sama vanda og konur í kvennaathvarfi en vanda eigi að síður.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 22:01

2 identicon

Góður pistill og pælingar.

Sammála.

Og hvað er þetta með karla sem bíða alltaf eftir því að mamma komi að skeina samanber þá sem alltaf tuða um hvað kjellingar eru ekki að gera fyrir þá bara fyrir sig?

Margrét (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 22:03

3 Smámynd: Þröstur Unnar

"En af hverju ætli það sé ekki enn búið að byggja karlaathvarf á Íslandi?"

Kæmi ekki á óvart að eftirfarandi væri svarið:

"Karlmenn hafa líka sýnt sig ragari við að leita sér hjálpar vegna andlegs ofbeldis sem þeir skilgreina svo."

Þröstur Unnar, 27.1.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég hef dottið inn í Dr. Phil (þáttinn sko) nokkrum sinnum undanfarið og sá skelfilegan þátt um heimilisofbeldi þar sem konan var gerandinn. Húsbóndinn drakk ótæpilega og kella misþyrmdi honum grimmt þegar hann var fullur. Þau eiga tvær dætur sem gengu auðvitað í gegnum helvíti. Þegar kafað var undir yfirborðið kom ýmislegt í ljós.

Þetta er örugglega algengara en nokkurn grunar og andlegt ofbeldi brýtur karlmenn ekkert síður niður en konur. Ég er sammála Þresti. Þetta er eitt af þeim málum sem ekki eru komin nógu mikið í umræðuna, einmitt vegna þess að karlmenn þegja. En núna, árið 2008 hlýtur að vera kominn grundvöllur fyrir þá að stíga skrefið.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2008 kl. 22:22

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

ég gæti einmitt trúað því að danir séu bara ófeimnari að viðurkenna vandamálið. Viss um að það eru fullt af körlum sem þurfa að þola ofbeldi af höndum kvenna.

...en ég er farin að horfa á Dexter! Sem er náttúrulega ekkert ofbeldisfullur þáttur:)

Heiða B. Heiðars, 27.1.2008 kl. 22:32

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Miðað við danskar fréttir er starfsemi þessara karlaathvarfa miklu víðtækari en kvennaathvarfsins hér heima. Þangað leita m.a. fráskildir menn, atvinnulausir, flóttamenn o.s.frv.

Það virðist sem sagt ekki vera skilyrði að þeir verði fyrir ofbeldi heima fyrir.

Svala Jónsdóttir, 27.1.2008 kl. 22:39

7 identicon

Aldrei bregst spekin:,,Góða konan og ljóti karlinn.''

Með bestu kveðju, Baldvin Nielsen, reykjanesbæ

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 22:45

8 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

Maður fyllist næstum sektarkennd fyrir að hafa átt þátt í að geta syni í heim þar sem þeir voru merktir sem óviðbjargandi, illainnrættir og ósjálfstæðir villimenn sem bara berja, níða og kúga og það áður en þeir drógu andann í fyrsta sinn, en svo lítur maður á þetta fólk sem er með þessar yfirlýsingar og sektarkenndin víkur fyrir vorkun í þeirra garð.

Manneskjan sem skrifaði þessa grein hlýtur að vera annaðhvort barnlaus eða eiga dóttur, annars vorkenndi ég syni hennar sem fengi væntanlega að vita það á hverjum degi hvað hann sé meingallaður.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 27.1.2008 kl. 23:06

9 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Að sjálfsögðu er þörf á stuðningsathvörfum fyrir karla!

Það eru ungir karlar sem verða mest fyrir barðinu á ofbeldi í öllum myndum. Konur lenda oftar í ofbeldi heima fyrir en karlar eru mun oftar fórnarlömb ofbeldis almennt. Í Noregi eru móttökustöðvar fyrir karla í krísu komnar hvað lengst. Þar leita karlar gjarna hjálpar vegna andlegs ofbeldis af hálfu kvenna. Algengasta tegund andlegs ofbeldis sem konur beita gegn körlum er að svipta þá forræði og eðlilegu umgengi við börnin. 

Konur sem beita börnum sínum eins og barefli í skilnaðarmálum eru ein helsta ástæða þess að karlar leita til svona athvarfa.

Á Íslandi eru karlar nærri réttlausir í skilnaðarmálum og alltof algengt að íslenskar konur misnoti lagalega stöðu sína til að koma höggi á föður barnanna. Það er skömm af því!

Slíkt ofbeldi er jafn alvarlegt og það líkamlega ofbeldi sem sumir karlar beita konur inná heimilinu.

Vilhelmina af Ugglas, 27.1.2008 kl. 23:09

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hafði óljósan grun um að þetta yrði rangtúlkað á alla enda og kanta.

Ég er einfaldlega að benda á að grundvöllur starfsemi athvarfa fyrir karla sé af aðeins öðruvísi meiði en kvennaathvarfa.  Og margir hér segja eimitt það.

Þessi færsla var ekki skrifuð til höfuðs karlmönnum heldur langar mig einfaldlega á fá umræðu um mismunandi áherslur á sama vandamáli.  Ef fólk vildi hafa það í huga.

Bæði kynin beita börn ofbeldi. Það er staðreynd sem þarf ekki að rífast um hér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 23:18

11 Smámynd: Ragnheiður

Samkvæmt einhverri úttekt sem ég las í fyrra eru helstu skjólstæðingar félagsþjónustunnar í Reykjavík, ungir karlar (þetta kom fram 2007 eða 2006) Ef þessi karlaathvörf þarna eru allsherjarstuðningshús fyrir karlana þá kemur mér þetta ekki á óvart. Tek fram að ég er ekki búin að lesa fréttina sem tengt er við.

Einhverra hluta vegna eru einstæðir karlar oft illa staddir félagslega, það mætti nú rannsaka það betur...

Gott að sjá pistil mín kæra, hélt að þú værir sofandi eftir hasar morgunsins.

Ragnheiður , 27.1.2008 kl. 23:20

12 identicon

Það kemur ekkert fram í fréttinni að þetta sé út af ofbeldi kvenna, þetta getur verið út af ýmislegum vandamálum

Ari (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 23:22

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ari: Ég veit þetta, en það var orðið Karlaathvarf sem varð tilefni færslunnar, þar sem Kvennaathvarf hefur skýra merkingu.

Ragga: Þyrfti að rannsaka og já ég er búin að sofa í allan dag, hvað annað getur maður gert í þessu veðri? Hehem

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 23:26

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég fór á athyglisverðan fyrirlestur fyrir einhverjum árum síðan. Mig minnir að yfirskriftin hafi verið karlar og ofbeldi. Sálfræðingur einn hélt tölu og nokkrir karlmenn sögðu frá sinni reynslu, bæði sem þolendur og gerendur.

Það sem sérstaklega vakti athygli mína var einhver rannsókn sem sálinn vitnaði í, þar kom fram að karlar væru mikið oftar þolendur andlegs ofbeldis heldur en líkamlegs. Þessir menn ættu gjarnan í erfiðleikum með tjáningu og gætu illa eða alls ekki tekið þátt í rifrildum eða rökræðum. Margir þeirra leituðu ekki aðstoðar fyrr en eftir langan tíma, það þótti allavega þá, veikleika merki að þurfa hjálp....það er vonandi að breytast.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.1.2008 kl. 23:41

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þeir eiga bara að taka í hnakkadrambið á sér og finna út úr sínum málum!

Þá mundu þeir komast m.a. að því að karlkynið  eru miklu viðkvæmara en kvenkynið. Byrjar strax í móðurkviði og jafnvel fyrr. Sem kennari sér maður þetta líka í skólanum, drengir eru yfirleitt barnalegri og eiga erfiðara í námi þangað til eftir kynþroskaaldurinn - þá snýst það við.  

Edda Agnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 23:42

16 identicon

Jú, þetta er rétt hjá þér Jenný.  Fólk getur bara prófaða að lesa fréttina í JP eða öðrum dönskum miðlum eins og Svala J bendir á.

Í fyrsta lagi villandi hjá Mogga að segja karlaathvarf því þá tengir maður það auðvitað strax við íslaenska kvennaathvarfið.

Og athyglisvert í sjálfu sér að til skuli vera slíkir krísumiðstöðvar sem sinna fólki í kreppu.  Virðist þá benda til að danir séu lengra komnir í þessum málum en íslendingar. (þó viðurkenni ég að ég þekki þessi mál í Danm. ekkert vel)

Bjarki (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 23:45

17 Smámynd: Mummi Guð

100% sammála Dharma. Hann segir allt sem segja þarf.

Mummi Guð, 27.1.2008 kl. 23:48

18 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

http://www.batteredmen.com/batemerg.htm hvet ykkur til að lesa þetta
Í Kanada árið 2000 voru karlar 54% þolanda í heimilisofbeldismálum þar sem beitt var bareflum höggum spörkum af þáverandi maka þeir voru siðan 44% ef öll mál voru tekin sjá þennan link  http://www.batteredmen.com/batrcan.htm
Hér er svo grein eftir Erin Pizzey sem að stofnaði fyrsta kvennaathvarfið í heiminum i Chiswick í Englandi en hun hefur ansi margt fróðleg að segja það má geta þess að þessari konu er ekki hampað af harðlinu feministum. En í inngangi segir hun að af þeim 100 konum sem komu fyrst í athvarfið hafi 62 verið jafnofbeldisfullar eða verri en makinn lesa nánar hér þessi kona ætti að vita hvað hún er að segja.
http://www.batteredmen.com/pizzey.htm
Fyrir áhugasama get ég bent á fjölmargar aðrar kannanir sem að sýna að konur eru engir englar frekar en kallar og þá er ekki tekið inn í það ofbeldi sem beitt er og börnin notuð í.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.1.2008 kl. 00:00

19 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Og svona í viðbót tekið úr Bandariskum skýrslum það hefur ekki þott ástæða til að ransaka þetta hér þrátt fyrir hrikalegar tölur um sjalfsvig ungra karla.

 "the Justice Department numbers clearly show, as do other statistics, that the primary victims of interpersonal violence in the United States are men: in this study, men accounted for 60% of patients with injuries from violence"

Og er ekki sannleikskorn í þessum orðum Cathy Young varafoseta Women freedom network.
"For years, claims about the horrific scope of violence against women have been used by the ideologues to portray American society as a violent patriarchy in which women are constantly under assault by male terrorism, and the greatest threat to women is the men in their lives," said Cathy Young, vice-president of the Women's Freedom Network. "The Justice Department numbers show what critics of gender-war feminism have been saying for some time: the numbers have been exaggerated to serve an ideological agenda and promote policies that create a virtual presumption of guilt in domestic abuse cases. Domestic violence, and the level of violence in our society in general, needs to be addressed. But there is no need to distort the truth or to foster division between the sexes."

TIl allra hamingju eru fleiri og fleiri að snúa sér frá bullinu og að raunverulegu jafnrétti.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.1.2008 kl. 00:08

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Enga ritgerð færðu frá mér..bara innlitskoss og knús og hamingjuóskir með hversu flott þú varst í morgun.

Heiða Þórðar, 28.1.2008 kl. 00:14

21 identicon

Edda,

Mér þætti fróðlegt að vita hvað þú segðir er ég snéri þessari setningu þinni upp á konur í kvennaathvarfinu:

"Þeir eiga bara að taka í hnakkadrambið á sér og finna út úr sínum málum!"

Ég gæti t.a.m. látið mér detta í hug að segja eitthvað á þá leið að konur sem verða fyrir heimilisofbeldi ættu bara að flytja að heiman. Þætti þér það ekki sniðugt?

Og varðandi þetta:

"Þá mundu þeir komast m.a. að því að karlkynið  eru miklu viðkvæmara en kvenkynið. Byrjar strax í móðurkviði og jafnvel fyrr".

Ef karlar eru viðkvæmari en konur, hversvegna þurfið þið þá "jákvæða mismunun" til að komast á fætur á morgnana, "jafnréttisstofu" til að semja um launin ykkar og rauð dregla inn í stjórnunarstörf?

Borat 

PS. Ég minni á að Jenný fullyrti á sínum tíma, með vísan í reynslu sína af störfum í sænsku kvennaathvarfi, að könur nauðguðu ekki. 

Borat (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 00:25

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er athyglisvert þetta, að það séu einkum ungir karlmenn sem verði fyrir barðinu á ofbeldi. Ég er að spá í varðandi heimilisofbeldi (líkamlegt eða andlegt) hvort það sé staðreynd að það séu einkum ungir karlmenn sem verði fyrir því eða hvort yngri kynslóðin sé viljugri til að leita sér hjálpar og opinbera vandamálið. Mér þykir það eðlileg ályktun að eldri kynslóðin sé minna viljug. Það er svo erfitt að brjóta niður gamla ''standarda''. Þ.e. karlmenn gráta ekki og allt það.

Þetta er vissulega eitthvað sem þarf að opna umræðu um. Skelfileg tilhugsun að þetta sé ein af örsökum sjálfsmorða.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.1.2008 kl. 00:27

23 identicon

Hér er hlekkur á eitt karlaathvarfið : http://www.maendeneshjem.dk/

Kannski eru karlaathvörf í DK fyrir heimilslausa karla í áfengisvanda 

Jón (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 00:30

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Borat. Ég held að Edda hafi orðað þetta klaufalega. Ég legg þann skilning í þetta að karlmenn þyrftu að standa fyrir opnun karlaathvarfs. Sem ég er sammála. Nú þurfa karlmenn að opna umræðuna, stíga skrefið til fulls og koma upp athvarfi fyrir karlmenn sem eiga um sárt að binda af einhverjum félagslegum ástæðum. Það þarf karlmenn í jobbið myndi ég segja. Flottan hóp sem kemur fram og segir sögu sína. Sýnir þjóðfélaginu að vandamálið sé staðreynd, það þurfi að taka á því... Það þarf einhvern til að rjúfa þögnina.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.1.2008 kl. 00:33

25 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þessi ofbeldismál eru skömm á mannkyninu. Þegar um heimilisofbeldi er að ræða þá vita oftast fáir af því. Það viðhefst í skjóli friðhelgis heimilisins, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt, þetta er glæpur.

Konur geta leitað hjálpar í Kvennaathvarfinu og komu því upp sjálfar vegna þess að það var löngu orðið nauðsynlegt. Karlarnir gætu komið sér upp Karlaathvarfi alveg eins, ef þörfin er orðin svona brýn...Ekki get ég séð að karlaathvarf ætti að rýra tilvist kvennaathvarfs. Gangi vel,  baráttukveðjur eva  

Eva Benjamínsdóttir, 28.1.2008 kl. 00:45

26 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

borat, sammála Jónu, ég skildi fyrstu setningu Eddu sem háð, eitthvað sem er viðtekin skoðun en auðvitað langt frá því að vera eitthvað réttlát. Og að strákarnir hafi þvílíkt þörf og eigi rétt á aðstoð, þegar þeir þurfa - alveg eins og stelpurnar...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.1.2008 kl. 01:06

27 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála Jónu

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2008 kl. 02:00

28 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Elísabet...  Hér má hlusta á viðtalið á Bylgjunni:  http://www.bylgjan.is/?PageID=1901

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 02:43

29 identicon

Af hverju þarf að skipta vandamáli eins og heimilisofbeldi eftir kynjum?? Af hverju þarf fólk að rífast um fullkomnlega fáránlega hluti eins og hvort kynið hefur það verr?? Hvenær kemur að því við lítum á vandamálið sem manneskjur og förum að reina leysa það þannig?

Bara spyr.... 

Tryggvi (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 02:53

30 Smámynd: Riddarinn

Já það er ótrúlegt en sannarlega staðreynd að það eru sko til konur sem berja eiginmenn sundur og saman eins og harðfisk og þrátt fyrir það að venjulegast sé að karlmaðurinn sterkari þá er það ekki aðal málið því kallmaður má aldrei hreyfa hendi á móti konu því þá er hann að beita ofbeldi og allt karlmanninum að kenna því samkvæmt margra áliti beita konur ekki ofbeldi, eingöngu karlmenn.

Þetta þekki ég vel eftir sambúð með Barnsmóðir minni sem var íþróttakona og gríðarlega sterk líkamlega og stundum ofbeldisfull og stjórnlaus í skapi og þegar þannig kona verður reið þá virðist sem Egill sterki hafi tekið þér bólfestu í viðkomandi.Líkt því sem gerist þegar fólk fær Hundaæði. Það margfaldast styrkur viðkomandi og ekkert sem stöðvar manneskjuna og hún jafnvel lífshættuleg.

Það er ótrúlegt hvað reið kona getur fengið mikinn kraft og það virðist allt vera gert hversu hættulegt sem það er og öll fantabrögð eru notað til að skaða kallmanninn, það gilda engar siðareglur og allt notað.

Það var reynt að henda manni niður stiga, berja eða sparka í punginn á manni,innanstokksmunir brotnir og bramlaðir og það sem verst er af öllu, Maður barinn og laminn þó maður haldi á ungabarni í höndunum, oftar en einu sinni og reyndar það svo oft að ég hef ekki tölu á því.

Svona árás horfði eitt sinn ráðgjafi frá Mæðravernd á í okkar heimahúsi og datt næstum af henni andlitið

Mæðravernd hafði séð ástæðu til að athuga andlega líðan hennar og sú kona sem frá þeim kom missti andlitið þegar móðirin fékk brjálæðiskast í miðju viðtali þar sem rætt var um vandamál hennar sem voru ærin á þessum sviðum,ráðgjafinn sá skapofsann og bræðina þegar hún fékk æðiskast og rauk upp og lét hnefahöggin dynja á mér og barninu þar sem ég hélt á honum í fanginu svo til ný fæddan c.a. 2-3 mánaða.

Þá varð henni hvelft við og sagði "nú held ég að ég skilji hvað þú átt við þegar þú talar um æðisköst"

Þetta atvik var ekki tilkynnt til barnaverndar af hennar hálfu sem hefði átt að vera gert samkvæmt lögum og Barnavernd virðist hvort sem er ekki athuga né gera nokkuð í nema litla prósentu af kvörtunum sem viðkoma svona ofbeldi þar sem mæður eiga í hlut þó börn séu í miðju ofbeldisins.

Ef feður gera einkvað þessum dúr þá er allt sett í gang því feður eru greinilega allmennt taldir börnum hættulegri en mæður en það getur sko sannarlega verið öfugt eins og í þessu tilfelli.

Og ekki er ein báran stök í 12 vindstigum, önnur líkamsárás átti sér stað af hennar hálfu án nokkurra sýnilegrar ástæðu og að óvörum fyrir framan 100-200 manns á Flugvellinum í Reykjavík á Þorláksmessu fyrir 2 árum. 

Þar var barnið einnig í höndum á mér og sá töluvert á mér í andliti eftir að hafa fengið fjölmörg hnefahögg og klór rétt neðan við annað augað sem hefði hæglega getað stórskaðast en það eina sem komst að hjá mér var að skýla  barninu og koma því í öruggt skjól.

Í það skipti gekk kærasti hennar á milli og náði að draga hana frá en hann fékk líka fyrir ferðina og höggin dundu líka á honum við það að fara á milli en ég komst undan henni út og varð að koma barninu frá mér í hendur einhvers sem kom þarna aðvífandi til að hjálpa svo það yrði ekki undir í þessu öllu saman.

Þetta var ekkert grín heldur stórhættulegt ofbeldi gagnvart barni og mér þar til hún var dregin í burtu.Ef barnið hefði fengið þessi högg í höfuðið þá hefði það auðveldlega getað stórskaðað það, svo öflug voru þau þó kvenmaður hafi verið þarna að verki.Þarna var barnið 2ja og hálfs árs.

Ég átti einskis úrkosta barnsins vegna en að kæra þetta til lögreglu og fá áverkaskýrslu, þetta gat ekki gengið lengur að barnið væri sett í lífshættu hvað eftir annað , en það virtist móðurina engu skipta.Sýndi ekki einu sinni yðrun

Það fyrsta sem var sagt á Lögreglustöðinni við mig af   karlkyns lögreglumanni þegar ég kom og kærði þessa árás að það kæmu nú endalaust karlmenn og lugu uppá sínar fyrrverandi til að ná sér niður á þeim og það væri nú barasta ekkert að marka þessa menn og gefið í skyn að þetta væri eflaust allt lygi og þvæla frá upphafi til enda og ég væri öruggleg sá eini seki í þessu máli og hin versta skeppna.

Ég skírði því út  fyrir honum að það væru þarna myndavélar á vellinum sem væri beint á nákvæmlega á þann stað sem þetta gerðist og það ætti að sýna svart á Hvítu hvað hefði gerst og hversu tilefnislaus og hættuleg árásin hefði verið og sérstaklega þar sem blásaklaust barnið hefði verið í fanginu á mér og að svona ættu börn aldrei að sjá né verða fyrir nokkurn tíman á ævinni.(hún hafði áður en þetta byrjaði staðið til hliðar við mig þar sem ég talaði við kærasta hennar og ég hélt einnig á drengnum í fanginu þegar hún spurði barnið  hvort hann vildi ekki koma til mömmu,ég heirði að hann svaraði NEI og þá réðst hún á mig frá hlið með hnefahöggi í andlitið)

Þrátt fyrir áverkaskýrslu frá lækni og upptöku af atburðinum sem átti að vera til sönnunar þá tókst Starfsmönnum Securitas að taka upptöku úr rangri myndavél þar sem ekkert sást nema færiband(þvílíkir aular  og svo átti í þokkabót að rukka lögregluna um tugi þúsunda fyrir þessa þjónustu )

Og til að toppa þetta var mamman ekki boðuð í yfirheyrslur fyrr en nokkrum mánuðum seinna og þar sem upptökum er eitt úr  öryggismyndavélum eftir vissan tíma þóttu ekki vera nægilega góð sönnun fyrir hendi þrátt fyrir áverkaskýrslu og engin vitni höfðu verið skráð niður því ég hafði farið á Lögreglustöðina í stað þess að fá þá á staðinn og ekki reyndi Lögreglan einu sinni að finna upp á vitnum þrátt fyrir að flugvöllurinn hafi verið fullur af áhorfendum og starfsmenn sem horfðu uppá atburðinn hafi ætlað að banna henni að fljúga þar sem hún var ekki talin ganga heil til skógar og hún gæti verið hættuleg í flugi eins og hún hafði látið.

Málið var látið niður falla vegna ónægra Sönnunargagna!!!!!!!!

Hvað Þarf að gerast þegar KVK einstaklingar beita ofbeldi og börn eru vitni að svona og verða fórnarlömb í deilum fullorðinna?

Greinilega ekki tekið eins á málunum þegar konur hegða sér svona og þegar til kastanna kemur þá má ekki einu sinni fá skýrslur sínu máli til stuðnings sem til eru á geðdeild eða stofnunum um viðkomandi konu sem var 28 ára þarna.(hún var búin að þurfa á geðlyfjum áður frá lækni á geðdeild Landspítalans vegna þessara skapsveiflu vandamála)

Allt er trúnaðarmál læknisins við sjúkling og ekkert má leggja fram þó að manneskjan sé í raun lífshættuleg fólki í kringum sig og leggist svo lágt að berja á öðrum þar sem barn er áhorfandi og fórnarlamb aðstæðna.

Og Jenny greinarhöfundur, þar sem þú segist ekki trúa að konur geri svona lagað, þá er víst nokkuð mikið um svona mál um allar trissur en karlmenn segja ekki frá þessu því að það er litið á þetta sem skömm fyrir kallmanninn og að kallmaðurinn sé alltaf vondi kallinn og sá ofbeldisfulli.

Ég tek ekki þátt í þannig yfirhylmingu lengur,fékk nóg af því að barnið mitt horfði á og fengi svona meðferð beint og óbeint.

Eftir þessa reynslu hef ég kynnt mér svona mál betur og rætt við fólk  sem þekkir til þessara mála, fólk sem vinnur í kringum svona mál og það er MIKKLU MIKKLU meira um svona bilun út um allt en fólki dettur í hug

Nú býr þessi Stúlka á Neskaupstað með barnið mitt og hefur aldrei þurft að bera nokkra ábyrgð nokkur staðar fyrir sínum gjörðum gagnvart barninu eða öðrum,og því miður virðist ástæðan vera greinileg, þarna var kona að beita ofbeldi en ekki karlmaður.

Í svona málum á jafnt yfir karlmenn sem kvenmenn að ganga og þá sérstaklega þegar börn eru áhorfendur og þolendur.Það á einfaldlega ekki að gefa neina sénsa,ekki nokkur tíman.

Þó ég færi til Barnaverndar og gerð væri skýrsla um þetta þar þá heyrðist aldrei neitt af neinu úr kerfinu.Þvílík skömm af því að það hálfa væri nóg.

Feður eða aðrir eiga ekki rétt á að vita neitt um framgöngu barnaverndar í svona málum, hvorki um það hvort talað hafi verið við móðurina eða nokkuð verið aðhafst.

Samt er þarna um manns eigið barna að ræða.

Hvað er að í kerfinu?Ég bara spyr. 

Svo sagði lögreglu konan sem tók skýrslu af móðurinni að henni sýndist að hún sæi eftir þessu og hún myndi örugglega ekki gera þetta aftur.Þvílíkt ábyrgðarleysi að láta svona út úr sér og að láta þetta niður falla án ferkari ransóknar sérstaklega þegar barn varð fyrir þessu.

Kannski opnar þessi frásögn fyrir þér raunveruleikann sem er því miður til er í heiminum Jenny.

Konur geta líka átt það til að beita ofbeldi.aær geta verið ansi Heiftugar og það sá maður líka oft á næturlífinu hér áður fyrr

Man einhver eftir því fyrir nokkrum árum þegar móður stakk barnið sitt til bana í Vesturbænum en hitt barnið komst undan við illan leik.Svona mál koma alltof oft upp um allan heim því það er seint eða aldrei brugðist við í kerfinu þó að full ástæða sé til og kannski hægt að stöðva hlutina áður en stórslys verða.

Svo spyr líklegast einhver hvort ég óttist ekki um barnið minn eftir svona,Jú ég er skíthræddur um að hann geti orðið fyrir einhverju þegar eitthvað brestur í skapi móðurinnar, En feður.... hafa oftast engan rétt til að skipta sér af einu eða neinu því það er mæðraveldi á Íslandi í 99% tilvika.

Stundum þarf bara að segja hlutina hreint út, kannski trúa einhverjir ekki svona frásögnum en hér er um hreinann sannleika að ræða og langt frá því að vera upptalið sem gengið hefur á með þessa konu en þetta er auðvitað einhver geðveila sem er til staðar.Heilbrigt fólk gerir ekki svona hluti, og því síður barninu sínu.

Og hvað gerist svo í kjölfar þess að ég kæri,Jú...Staðið fyrir því að fá að hitta barnið nema endrum og sinnum og þar sem móðir flutti út á land í 700 kílómetra fjarglægð með barnið er auðvitað kjörið að barnið sé notað sem vopn "þú skalt ekki láta þig dreyma um að fá að sjá hann fyrr en þú gefur eftir forræðið"var sagt þegar hún fór í forræðismál og svona leið langur tími án nokkurar umgengni við barnið mitt.Þetta geta konur gert,þetta er líka ofbeldi.Og yfirvöld gera akkurat EKKERT því ekki má raska ró heimilis mæðra.

Nei Jenny.Konur geta líka beitt ofbeldi, og það mjög grimmu stundum.

Riddarinn , 28.1.2008 kl. 05:14

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það voru einmitt svona umræður sem ég var að fiska eftir, mér finnst þær nauðsynlegar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2008 kl. 07:39

32 identicon

Ég heyrði eitt sinn konu frá Stígamótum segja frá því að karlmenn verði fyrir svo miklu ofbeldi hér að full ástæða væri fyrir því að stofna verndarsamtök fyrir karla. T.d. sagði hún andlega ofbeldið sem þeir verði fyrir í sambandi við forræðismál valda fjölda sjálfsmorða vegna grimmdar eigingjarna, ofbeldisfullra kvenna.

Stefán (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 09:23

33 Smámynd: Dísa Dóra

Mjög áhugaverð umræða og þörf hér.  Það er vissulega rétt að karlar eru beittir ofbeldi af konum sínum og að því miður hefur allt of lítið verið talað um slíkt hingað til.  Reynt hefur verið að opna þá umræðu og hefur það kosta mikið fjaðrafok yfirleitt.  Þannig var það einnig í upphafði þegar konur fóru að tala um ofbeldi sem þær höfðu verið beittar - þannig er það oft þegar umræða er opnuð um viðkvæm málefni.

Riddarinn ég vil óska þér til hamingju með að koma fram með frásögn þína - það þarf mikið hugrekki til þess.  Frásögnin sýnir hvernig ofbeldi getur komið fram og hún sýnir einnig hvernig kerfið getur brugðist í slíkum málum. 

Því miður er bara staðreyndin að kerfið bregst ekkert síður í málum þar sem kona er þolandinn en þar sem karlinn er þolandinn.  Kerfið er nefnilega því miður langt í frá að vera fullkomið og þarf að stórbæta.

Það þarf að opna umræðunu um ofbeldi mun meira en hún er í dag og þá á ég við að það á að opna hana um heimilisofbeldi almennt.  Ekki bara ofbeldi gagnvart konum eða bara gagnvart körlum.  Ég segi eins og Jenný að það ætti ekki að þurfa að kynbynda umræðuna heldur ræða ofbeldi án þess.  Orsakir, afleðingar, úrlausnir, forvarnir, einkenni og fleira. 

Dísa Dóra, 28.1.2008 kl. 09:47

34 Smámynd: Zaraþústra

Riddarinn segir sögu sem kemur alveg heim og saman við staðreyndirnar.  Ég sagði frá því á blogginu mínu að þar sem annar aðilin í sambandi beitir eingöngu ofbeldi er það konan í 70% tilvika.  Ástæðan er sjálfsagt eins og aðrir hér hafa lýst, karlar lemja að jafnaði ekki konur (jafnvel þótt karlar lemji hvorn annan eins og harðfisk). Flestir karlmenn eru einfaldlega þannig upp aldir að þeir einfaldlega geta ekki einu sinni slegið konu utan undir, ég veit ég myndi aldrei nokkurn tímann leggja hendur á konu.  Hins vegar hef ég lent í slagsmálum við karlmenn og þótti þá sjálfsagt að verja mig, ég er viss um að ég gæti ekki annað en borið fyrir mig hendurnar ef kona réðist á mig, kannski gripið um hendurnar á henni þar til hún róast.

Zaraþústra, 28.1.2008 kl. 10:20

35 identicon

Ég vil koma með smáinnlegg. Ég starfaði sem lögreglumaður í sjö ár. Á þeim tíma fór ég ótal sinnum í útkall vegna heimilisófriðar þar sem karlar voru gerendur en bara þrisvar sinnum þar sem konur voru gerendur. Einn stór munur var á þessu tvennu, miðað við svona lítið úrtak. Þegar konurnar trylltust var allt brotið og bramlað. Karlarnir hlífðu undantekningarlaust sjónvarpinu og hljómflutningstækjunum. En eitt áttu bæði karlar og konu sameiginlegt og það var tregðan til að kæra. Þetta var þegar nýbúið var að stofna kvennaathvarfið og konurnar þverneituðu margar að fara þangað þar sem það væri svo mikil skömm fyrir eiginmanninn. Ég býst við að margt hafi breyst síðan, en svona var þetta þá. Ójá.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 10:59

36 identicon

Það sem mér finnst lýsa best viðhorfi fólks til þessara mála er þegar það verður sjálft vitni af ofbeldi. Ég hef orðið vitni af því að karl lemji konu, það varð allt brjálað. Konunni var sýndur mikill stuðningur og karlinn fékk þannig séð að kenna á því. Ég hef líka orðið vitni af því að kona lemji karlinn sinn, meira að segja mjög illa, það þurfti að sauma greyið kallinn í framan. En viðbrögðin voru allt önnur það skiptið, fólk hló jafnvel að því sem var í gangi, karlinn fékk enga vorkunn eða stuðning, konan gekk svo frá þessu eins og ekkert hafi gerst. Það datt engum í hug að fordæma það sem konan gerði Það sáu allir alvarleikan í því að karl lemdi konu en ekki þegar kona lemdi karl.

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 11:33

37 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég ætla ekki að tjá mig um þessa færslu um karlaathvarf, að sinni.

En! Jenný. Ég var að ljúka við að hlusta á þig og Valdísi Gunnars á Bylgjunni ,,Björt og brosandi''    Frábært viðtal!  Það var tvennt sem vakti ómælda athygli hjá mér: Þú minntist ekkert á mig.... djók! Hitt var að komast að því hver pabbi þinn er. Ég varð fyrir þeirri ánægju að fá að vinna með honum í ein átta ár eða svo eða þar til að hann ákvað að fara njóta lífsins. Pabbi þinn og afi minn unnu hinsvegar öllu lengur saman, ca 88 ár  

Gaman að þessu! Skilaðu kveðju til Pabba þíns frá mér (nr 52)

Kjartan Pálmarsson, 28.1.2008 kl. 11:45

38 Smámynd: Dísa Dóra

Svona fyrir forvitnis sakir þá langar mig að spurja Jón Aðalstein og Zaraþústra hvar þeir finna þær rannsóknir sem sýna að í miklum meirihluta séu það karlmenn sem eru beittir ofbeldi af konum sínum en ekki öfugt??  Ég er ekki að spurja vegna fordóma heldur vegna þess að ég hef sjálf leitað eftir og skoðað fjöldan allan af rannsóknum á ofbeldi og í þeim rannsóknum sem ég hef séð hefur verið talað um að það séu í mun meiri hluta karlmenn sem beiti konur sínar ofbeldi.  Því leikur mér forvitni á hvar er hægt að nálgast rannsóknir um annað.

Helga - mjög áhugavert innlegg. 

Bjöggi - ég hef sjálf lent í þeim aðstæðum að vera beitt ofbeldi af mínum fyrrverandi innan um vitni.  Ég get sagt að þau viðbrögð sem ég fékk voru nú lítil sem engin og ef þau voru einhver þá voru þau nú frekar þannig að finna afsakanir fyrir hann (hann væri nú fullur, þreyttur eða ehv annað).  Því er allavega mín persónulega reynsla ekki sú sama og þín. 

Dísa Dóra, 28.1.2008 kl. 12:22

39 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

 Kjartan: Góður, man eftir ´þér næst og kem að sjálfsögðu kveðjunni til skila.

Dísa Dóra: Ef þú færð þessar "rannsóknir" upp í hendurnar frá þeim félögum sendu mér endilega afrit, ég ætla að koma þeim til Sameinuðu Þjóðanna, heimurinn þarf að frétta af þessu.

Takk annars öll fyrir frábæra umræða, mínus kverúlantarnir auðvitað

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2008 kl. 12:44

40 Smámynd: Meinhornið

Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Það mætti e.t.v. benda á að karlmenn eru mun líklegri en konur til að beita börn ofbeldi, en konur eru mun líklegri en karlar til að stórslasa eða drepa börnin.

Meinhornið, 28.1.2008 kl. 12:52

41 Smámynd: Einar Indriðason

"Ég á mér draum!"  Að fólk geti lifað saman í sátt og ánægju, hvert með öðru.  Kyn á ekki að skipta neinu máli í þessu samhengi.  Ekki einu einasta máli.  Kynþættir ekki heldur.

En... engu að síður finnst mér stundum eins og það sé hallað á fólk, í báðar áttir.

Já, stundum heyrir maður sögur þar sem sambúðin gekk ekki, og sumar af þessum sögum segja beint út, hversu mikið kvikyndi viðkomandi persóna getur verið, að meina hinum aðilanum aðgengi að börnunum.  Kannski er einhver fótur fyrir þessum stundum.  Stundum virðist þetta þó eingöngu og bara vera hefnigirni hjá öðrum aðilanum.

En.... "Ég á mér draum!"  Kannski rætist hann einhvern tímann.

Einar Indriðason, 28.1.2008 kl. 13:15

42 identicon

"Ég held að þessi kjaftfullu athvörf séu með stuðningsstarfsemi fyrir karlmenn í margskonar krísum, eins og skilnaðarvandamála, að þeir hafi þurft að yfirgefa heimilið og jafnvel fleiri félagslegri vandamál."

Heldur fólk virkilega að þetta sé ekki líka að gerast í kvennaathvörfum ?

Hugz (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:39

43 identicon

Innlent | mbl.is | 28.1.2008 | 13:54

Á sjúkrahús eftir heimiliserju 

,,Lögregla var kölluð í íbúð við Baldursgötu í Reykjavík um klukkan eitt í dag en þar höfðu deilur hjóna farið úr böndunum. Var eiginmaðurinn fluttur af lögreglu á sjúkrahús með minniháttar áverka.''

Smá frétt frá mbl.is hér fyrir ofan sem birtist í dag.

Kv. Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

 

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 15:23

44 identicon

Ofbeldi er ömurlegt í hvers kyns mynd sem Það birtist..ef það hefur farið framhjá einhverjum búum við flest í mjög ofbeldisfullum samfélögum og ofbeldi á sér  mjög margar birtingarmyndir sem eru oft á tíðum erfitt setja fingur á. Ég er hér að tala um pólitískt, efnahagslegt, trúarlegt líklamlegt og andlegt ofbeldi á öllum sviðum. Það sem þarf að gerast er að kenna allt um ofbeldi og hvernig það getur birst og hverni við getum notað andofbeldi og hvað það er......algert grundvallaratriði!!!!!

katrinsnaeholm (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 15:34

45 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka riddaranum góða grein Mig langar til að spyrja spurningar sem þarf ekki að svara þetta er frekar svona hugleiðing. Meðan á forræðisdeilunni stóð greiddir þú væntanlega fullt meðlag jafnvel meira en fullt meðlag. Skildi vera að hinn aðilinn hafi kannski sótt gegn þér á gjafsókn meðan að þrátt fyrir að fá ekki að sjá barn þitt þá var þér gert að borga eða lenda í gjaldþroti jafnvel með framfærslu nyrrar fjölskyldu á þínum herðum. Jú og ef að þú hefur verið það heppinn að fá að sjá barnið aftur borgar þú þá ekki ferðirnar milli þær teljast ekki til sameiginlegs kostnaðar. Þetta er ekki sagt vegna þess að ég vorkenni mönnum að greiða með börnum sínum barnið á að hafa forgang og það er réttur þess sem skiptir máli og báðir aðilar eiga að virða þann rétt. Ég minnist á þetta hér því eftir minni vitneskju þá er eitt algengasta birtingarform andlegs ofbeldis í garð karlmanna þegar þeir eru sviptir umgengnisrétti við börn sín og verða næstum því að standa á haus á útidyratröppum til að fá að umgangast þau. Eftir langa reynslu af þessum málum get ég ekki áfellst menn sem að einfaldlega labba í burt og skipta sér ekki af þessu meir.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.1.2008 kl. 22:58

46 identicon

Varlega Jenný annars fer ég að stimpla þig sem ofurfemínista :9

DoctorE (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 16:12

47 Smámynd: Zaraþústra

Dísa Dóra og Jenný, ég gaf tengil inn á bloggið mitt þar sem ég bendi á rannsóknina.  Það er afar auðvelt að finna þessar rannsóknir ef maður er að leita af þeim.

Zaraþústra, 31.1.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2985799

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31