Færsluflokkur: Lífstíll
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Brjóstin á mér...
...voru allt í senn, gífurlegt vandamál, mikið til umfjöllunar (nei subbur ekki til umfjötlunar) og til skoðunar í nýlegri Londonferð.
Hér ætti ég að setja punkt, því þá myndi brjóstaáhugafólk frá raðtaugaáföll.
Ég er hippi, sér í lagi þegar kemur að brjóstahöldurum. Þar fyrir utan eru brjóstin á mér ansi lítil, og ekkert til að flagga með (ekki lesa eitthvað klám úr þessu heldur perrarnir ykkar).
Ég hef yfirleitt notað brjóstahaldara af dætrum mínum, eða einhverjir hafa gefið mér slíka gripi í gjafir og ég hef aldrei vitað nr. hvað ég nota af þessari vöru. Til að einfalda málið, þá hef ég sleppt því að kaupa þessi hallærisföt.
Frumburður sagði við mig snemma í ferð: Móðir góð (það segir hún alltaf þegar hún er ákveðin í að umbylta lífi mínu á einhvern hátt), móðir góð, nú verslum við á þig nokkur stykki af brjóstahöldurum í þessari ferð. Ég alveg: Frumburður bendir á svæði ofan svæðis fyrir ofan mitti. Brjóst eiga að vera staðsett hér, en ekki hér (og nú bendir hún á afar víðtæk, óútreiknanlegt svæði neðar á efri hluta ofansvæðis). Og, móðir góð, svo eiga þau að vera í sömu línu, þ.e. algjörlega samhliða.
Þessu gat ég ekki mælt í mót, þú þráttar ekki við lögfræðinga sem þar að auki eru árangurstengdum launum hjá brjóstaguðinum og ég var drifin inn í einhverjar brjóstaverslanir, mæld og mátuð á enda og kanta, þar til frumburður var ánægður.
Maysan var alveg yfirkomin af aðdáun þegar ég kom heim um kvöldið. Alveg: Vá mamma ertu í nýjum brjóstahaldara (fyrir framan annað fólk, ég er ekki að ljúga)? Bara með skoru og allt. Að ég dytti ekki niður dauð.
Ég er nokkrum brjóstahöldurum ríkari (spurning hvort þeir ættu ekki að heita eitthvað annað í mínu tilfelli, það er ekki miklu að halda, en það má ýta því sem er upp) og óvön eins og ég er, að vera í svona brjóstahöldum, þá finnst mér eins og brjóstin standi út úr hálsinum á mér, en það er ég ein um, greinilega, því engin uppþot hafa orðið vegna brjósta minna, þar sem ég hef farið um eftir að ég kom til landsins.
Húsband sagði úlala og þá langaði mig til að berja hann. Af hverju sagði maðurinn ekki eitthvað þegar ég þurfti á því að halda, og var svona gangandi brjóstakvasimótó, með annað út á handlegg og hitt niður með síðunni?
Engum að treysta í þessu lífi, nema hreinskilni Frumburðar.
Pamela fargings Anderson, snæddu hjarta.
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Himnaríki reykingamannsins..
..er ekki í Londresborg, bara svo þið séuð með það á hreinu. Vó, hvað ég hefði verið í slæmum málum, ef Nicorette nefúðinn minn hefði ekki verið með í för.
Ég sem alltaf ýki eins og mófó, er ekki að því núna og ég er að segja ykkur. að frá því að ég reykti eina vefju í viðurstyggilega og loftlausa pyntingarherberginu, fyrir okkur reykingarlufsurnar í Leifsstöð, þá reykti ég ekki innandyra, fyrr en í bílnum hennar Helgu minnar á heimleið frá sömu stöð, fjórum dögum seinna.
Svalirnar hjá Maysu minni voru það sem næst komst ciliviseraðri reykaðstöðu í ferðinni. En þar stóð ég úti í hurð.
Ég ætlaði að fá mér eina um leið og ég kom úr öndergrándinu á Picadilly Cirkus og var forðað frá handtöku og háum fjársektum, af Frumburði sem sleit sígósuna úr skolti móður sinnar og hvæsti: Ekki inni á lestarstöðinni kona, er í lagi með þig? Ég hefði getað svarið fyrir að ég væri utandyra, en tæknilega séð, þá var ég það ekki.
Annars var þetta heitasti janúarmánuður í manna minnum þarna í Londres, og veitinga- og kaffihúsaeigendur, sýna gestum sínum þá virðingu að vera með borð og stóla úti og tjöld á milli höfuðs viðskiptavinar og himinhvolfsins. Þannig að þetta reddaðist nú alveg.
Vitið þið hvað maður getur hóstað viðbjóðslega þegar maður smókar úti undir beru?
Ég er í rauninni búin að komast að því að reykingar eru óhlýðni. Borgaraleg óhlýðni (samt mannréttindabrot big tæm þið þarna sem ætlið eitthvað að fara að tjá ykkur um skaðsemi reykinga). Svei mér þá, mig hefur ekki langað svona stöðugt í sígarettu í annan tíma, og þetta segi ég við ykkur grínlaust hérna, og það var klárlega vegna þess að ég mátti það ekki.
Og ég er eiginlega komin að niðurstöðu. Ég verð að fara að taka mið af þeim ofsóknum sem ég sæti hvert á land sem ég fer, og hætta þessu. Bráðum sko.
Stelpunum mínum fannst ógissla fyndið, þar sem þær sátu í hlýjunni inni á huggulegum veitingastöðum, að sjá móður sína híma undir húsvegg í Londonskri rigningu, skjálfandi inn að beini, puffandi og púandi. Maysan er nefnilega löngu hætt að reykja og Frumburður reykir þegar hún man eftir því, sem er ákaflega sjaldan.
Og eitt að lokum. Reykingar eru hryllilega félagsleg athöfn. Ég var komin í hrókasamræður við náinn ættingja Kviðristu Kobba, eftir útliti hans að dæma, bara vegna þess að við eigum þennan dásamlega löst sameiginlegan, en það er að vera ánetjuð löglegu dópi, sem gargar á þörf eftir einhverjum til að ástunda neysluna meðl.
Cry me a river.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Smá fréttir frá afmælisdegi í miðborg Londres
Amk. er hér smá tjill í gangi og svo er það út að borða með dætrum mínum á óggisla flott steikhús.
Naomi Champell var þar um daginn, eða var það á Café Rouce (eins og mér gæti verið meira sama?).
Er að fara að glamma mig til.
Bara að láta vita að mér.+
Lífið er dásamlegt þrátt fyrir háan aldur eða kannski þess vegna?
Elska ykkur í parta.
Þíjúgæs.
Ps. Má ekki vera að því að lesa yfir. Bare with me.
Úje
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Á ég að gráta - Búhú?
Það er best að byrja á að gera ykkur græn úr öfund. Í gær þegar ég var á röltinu í miðborg London, fór á dásamlega leiksýningu, verslaði eitt og annað og sat úti á kaffihúsum og reykti mínar síur, þá var 12 siga hiti. Já 12 stig takk fyrir!
En nú á ég afmæli, er 56 ára (uss ekki segja) og það er smá rigning og 7 stiga hiti. Ég óska mér til hamingju til daginn og öllum sem að mér koma.
Í gærkvöldi borðuðum við indverskan og horfðum á sjónkann, það eru takmörk fyrir úthaldi hérna.
Planið í dag er þvælingur um borg og út að borða og ég veit ekki hvað og hvað.
Þetta verður allt tíundað fyrir ykkur þegar ég kem heim, ef ég kem heim, segi sonna.
Ástlæðan fyrir þessum stuttfærslun er í fyrsta lagi sú að þessi maskína hans Robba er mér framandi og í öðru lagi þá hef ég betri hluti að gera. Eins og t.d. dúlla í bjútíunu honum Oliver.
Hann er bæði fallegur og góður get ég sagt ykkur.
Með kveðju frá heimsveldinu (fyrrverandI)
Afmælisbarnið
Úje
Laugardagur, 19. janúar 2008
Lítil saga af kaffihúsi
Það sem ég elska mest við stórborgir, er allt fólkið með gleði sínar og sorgir á bakinu, Þar sem við sátum á kaffihhúsi í gær, ég og Helga, kom til okkar kona á miðjum aldri, ákaflega hugguleg og framandi í útliti. Hún sagði okkur í óspurðum að hún byggi í Teheran en maðuinn hennar væri svo elskulegur að leyfa henni að fara í ferðalag með sjálfri sér, á hverju ári og það héldi í henni lífinu. Þetta var sem sagt hinn ágætasti maður að hennar mati,
Við deildum upplýsingum um fjöldskyldur okkar og tókum myndir og föðmuðumst og kvöddumst með virktum.
Mér varð hugsað til þess að konur eiga alltaf jafn mikið sameiginlegt, sama hvaðan þær koma.
Nú hef ég eignast nýja vinkonu, en ég gleymdi að spyrja hana að nafni
En hún er ekki síðri fyrir það.
Lofjúgæs
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Óvænt Prinsessuheimsókn
Vegna veikinda og annarrar óáran, hefur Jenný Una Eriksdóttir ekki komið til dvalar til okkar í töluverðan tíma, miðað við hið venjulega. Við vorum orðin ansi langeygð eftir þeirri stuttu og í gær hljóp á snærið, þó ekki byrjaði það skemmtilega. Jenný meiddi sig á leiksólanum í hendinni og fór á Slysó, en þar var meiddið lagað og hún fékk flott verðlaun hjá "lækniskonunni". Mamma hennar spurði svo hvað hún vildi gera sér til skemmtunar og hún vildi fara að gista hjá ömmu og Einari. Ójá.
Það urðu miklir fagnaðarfundir, mikið leikið og ærslast og spjallað um lífið og tilveruna. Ég verð alltaf jafn hissa hversu hratt henni fer fram í málþroska, þó ekki líði nema nokkrir dagar á milli þess sem við tölum saman.
Dæmi:
Amman: Hvað á amma að kaupa handa Hrafni Óla í London?
Jenný:´(Réttir út tvo fingur til að sýna stærð) eikkað sona bara, hann er so lítill. En amma þú átt að kaupa meiri dúkkuvagnar fyrir mig (fékk einn í jólagjöf).
Amman: Þú átt nýjan dúkkuvagn, þú þarft ekki tvo.
Jenný: Ég á tveir dúkkur. Brúna dúkkan á að vera í nýja dúkkuvagn en hin dúkkan má ekki vera líka, bara einn á mann. Læknirinn saðði ða og hann var mjög reiður.
Amman: Nú ertu að plata ömmu þína.
Jenný: Kæra frú ég segi satt (VATT barn komið í samskiptatækni um aldamótin 1900 kúrs 201?)
Svo var búið að baða og bursta tennur og samningaumleitanir um lestur fyrir svefn hófust.
Amman: Við lesum tvær bækur Jenný mín.
Jenný: Prinsessubókina og Alfons Åberg (Einar Áskel). Sko þessa Alfons (bækur tvær um títtnefndan Alfons)
Amman las prinsessubókina með miklum umræðum um efni bókarinnar og svo var tekin Alfons eignast vin.
Amman: Góða nótt Jenný mín og Guð geymi þig.
Jenný: Rétt áðan (nýjasta trixið) sagði Einar að Alfons er tveir bókir og þær alveg eins, hann sagði það alveg rétt áðan og þá þú lesa báðar. Þær alveg eins.
Pottþétt röksemd fannst henni, ég var hinsvegar með þá tilfinningu að það væri verið að gera narr að mér en hvað, ég las leiðindakrakkann hann Alfons Åberg alltaf hræddur, og að því loknu, hummuðum við "fyrr var oft í koti kátt" og svo sveif Jenný Una inn í draumalandið og amman sat og horfði á þessa undramanneskju sem hættir aldrei að koma á óvart.
Og svona fór nú sagan sú.
Söguhetjan er núna á leikskólanum sínum að sýni verðlaunin sem "reiði læknirinn" veitti henni fyrir frábæra frammistöðu í meiðslamálinu mikla.
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Þetta heitir að "reyna" að komast yfir barnaklám.
Héraðsdómur Reykjavíkur, hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 6 máaða skilorðsbundið fanglesi fyrir að vera með 23.937 ljósmyndir og 750 hreyfimyndir, sem skilgreindar eru sem barnaklám, í einni tölvu. Í tveimur öðrum tölvum fundust tæplega 500 myndir til viðbótar.
Nú, fyrir utan þetta lítilræði hér að ofan, þá var maðurinn fundinn sekur um að hafa reynt að afla sér hreyfimyndar sem sýnir stúlkubarn á kynferðislegan og klámfenginn hátt af heimasíðu á netinu. Maðurinn pantaði myndina með rafrænum hætti á netinu og greiddi fyrir hana með greiðslukorti en myndin komst aldrei í hans vörslu.
Maðurinn játaði og hefur leitað sér sálfræðihjálpar.
Só?
Það er amk á hreinu að það þykir ekki sérstaklega kriminellt að hafa með höndum allt þetta barnaklám, eða hvað. Ekki dagur innan múranna.
Það er þetta með hangilærið. Ekki margt sem toppar það í alvarleika.
![]() |
Dæmdur fyrir barnaklám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Allir á kafi í brjóstum
Ég fór í Bláa lónið í fyrrasumar með minni sænsku vinkonu, sem tók ekki annað í mál, en að endurnýja kynni sín við þennan bláa kísilpoll sem stuttu seinna varð svo grænn. Í mínum huga er þetta fyrst og fremst húðflögusamansafn frá flestum löndum heims og úr hverjum krók og kima hundrað þúsunda líkama og þess vegna var þetta biggtæm fórn sem ég færði henni Ingu-Lill.
En varðandi brjóst og bann á berum brjóstum í lóninu þá datt mér nú í hug, þrátt fyrir að mér gæti ekki staðið meira á sama hvort konur valsi um lónið berar að ofan eður ei, var ég sko alls ekki að pæla í slíkum líffærum í lónarferðinni í sumar. Það sem vakti hins vegar mestu athygli mína var stór hópur Japana af báðum kynjum.
Þetta var hið glaðlegasta fólk. Þau virtust eftir gleðilátunum að dæma, telja sig hafa lent í paradís á jörðu og þau voru afskaplega krúttleg, öll útmökuð í alþjóðlegum húðfrumum, blönduðum kísli.
Ég lá og flaut þarna eins og hveitisekkur og fylgdist með þessu glaða og bjarta fólki og það fóru að renna á mig tvær grímur. Allar konurnar í hópnum, frá gelgjum og upp í nírætt (já þær voru arfagamlar sumar) voru í einhverskonar kafarabúningum mínus blöðkur og andlitsútbúnaðar (hvað þetta heitir allt saman). Búningarnir voru síðerma, þær djörfustu voru með hálfsíðar ermar, þær voru líka með einhverskonar pils áfast búningnum sem náði niður á hné. Gætu kallast sundkjólar. A.m.k. átti fatnaðurinn ekkert skylt við sundboli.
Eldri dömurnar voru í síðerma kafarabúningum og gott ef það var ekki rúllukragi á sumum (smá myndrænar ýkjur), þær voru sem sé fullklæddar þarna í lóninu. Nokkrar voru djarfar, sundbuxurnar náðu að kallast kvartarar. Þar sem þetta var svona fullklæðnaður á kvenþjóðinni, án undantekninga, get ég ekki skrifað þetta á tilviljun, þó ég fegin vildi.
Hinir japönsku menn, voru líka á öllum aldri, gerðum og stærðum en það var það eina sem skyldi þá að. Ekki kjaftur í boxertýpu-sundskýlu- ónei- spídó á línuna. Það hallærislegasta sem fundið hefur verið upp í karlmanns sundfatatísku. Þeir voru líka mjög glaðir og útmakaðir og... hálfnaktir.
Það stendur í viðtengdri frétt að 70% lónsgesta séu útlendingar (ekki skrýtið miðað við aðgangseyrinn), og það er spurning um hvort það sé ekki öruggara að hafa hjartalækni á staðnum fyrir svona kappklæðninga í lóninu ef við íslensku förum að dúlla okkur mikið þar á brjóllunum í sumar? Kannski eru svona brjóllaglennur of mikið fyrir fólk úr alls konar fjarlægum heimshlutum?
Þarf ég að taka fram að mér leið eins og glyðru í mínum svarta, venjulega sundbol þarna í kísilgúrinum? Samkvæmt ofansögðu ætti ég ekki að þurfa þess en geri það samt, því fyrir suma þarf hreinlega að klippa allt út í pappa.
Æmkommingsúnmæblúlagún!
Úhúje
![]() |
Ber brjóst bönnuð í lóninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Hvað er í gangi hérna? - Argfærsla
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar atvik sem varð á skólalóð Laugarnesskóla hinn 3. janúar, að því er talið er, er reynt var að nema á brott 8 ára stúlku af skólalóðinni.
Í fréttinni stendur m.a. þetta: "Samkvæmt upplýsingum lögreglu munu þrír menn á grænum bíl hafa reynt að ná barninu upp í bílinn en atvik eru um margt óljós og hefur lögreglan mjög fáar vísbendingar að vinna eftir. Atvikið mun hafa orðið á skólatíma og mun hafa verið reynt að toga barnið upp í umræddan bíl. Það tókst þó ekki og gaf stúlkan lýsingu á bílnum."
jájá, barnið slapp fyrir horn og nú er sum sé verið að rannsaka málið. En það sem ég kemst ekki yfir hérna er eftirfarandi: "Foreldrum var ekki gert viðvart um atvikið af hálfu skólans og er skýringin á því sú að það er Barnavernd Reykjavíkur sem ákveður framhald málsins sjálfs, samkvæmt upplýsingum Sigríðar Heiðu Bragadóttur, skólastjóra Laugarnesskóla."
Er verið að segja okkur að ef ráðist er að börnunum okkar við skólann á skólatíma og reynt er að nema þau á brott eða vinna þeim mein á annan hátt, þá séu foreldrar ekki látnir vita? Verða foreldrar óviðkomandi aðilar svona allt í einu ef gert er á hlut barnanna þeirra?
Ég hef ekki á móti því að barnaverndarnefndaryfirvöld séu látin vita, að sjálfsögðu ekki, en síðan hvenær urðu þau yfirvöld forráðamenn barnanna okkar.?
Hversu kuldaleg og ómanneskjuleg aðferð er þetta eiginlega? Bæði gagnvart foreldrum og barninu sem fyrir árásinni varð?
Trúið mér ég væri komin með lögfræðing ef ekki tvo, svei mér þá.
Hvað finnst ykkur um svona vinnubrögð?
ARG
![]() |
Reynt að nema barn á brott af skólalóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. janúar 2008
London þá og nú
Þar sem ég er á leiðinni til Londres, er við hæfi að ég taki smá vapp niður minningagötu. London var borg borganna hérna í denn. "The swinging London", Bítles, Mary Quant, tískufrömuður, klúbbarnir, allt var best í London. Fyrir mig og systur mínar, tískufríkin, var það toppurinná tilverunni að komast til London og versla föt. Það var ekkert til hér á þessum guðsvolaða klaka, nema Karnabær og Drengjafatavinnustofan eða hvað það nú hét sem við framúrstefnulegu fórum og létum skraddera á okkur föt.
Hér er Twiggy í einum klassískum frá MQ. Ég hefði myrt fyrir þennan kjól, en þurfti þess ekki, átti einn svipaðan. Og skófatnaðurinn, GMG sjáið þessa
Svo var Biba búðin sú heitasta í bænum. Á fimm hæðum, föt og allur pakkinn. Ein flottasta verslun sem ég hef komið í. Við áttum allar svona bol, get ég sagt ykkur
og svona skó líka, eða líka þessum, minnir mig alveg örugglega
Hatt átti ég líka frá umræddri verslun og hann leit út einhvernveginn svona
Nema hvað minn var svartur og honum stolið af mér af ákaflega liggilegum manni.
Ójá. Nú er Biba minnið eitt. Var það að minnsta kosti síðast þegar ég vissi, en alltaf kemur eitthvað skemmtilegt í staðinn.
Ég hef einhver ráð með að finna mér eitthvað skemmilegt.
Ætili það sé útsala hjá Stellu Paulsdóttur?
Písandnæsklóthing.
Úje!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 2988130
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr