Færsluflokkur: Menning og listir
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Herðapúðahroðbjóðurinn
Ég er að þvo þvott (vélin sko), pússa glugga og svo hlusta ég á umræður um heilbrigðismál.
Ásta Möller er nærri því farin að gráta í ræðustól í þessum skrifuðum orðum.
En svo fór ég að lesa þessa frétt í bríaríi.
Og ég fór að hugsa um Júró, en ég elska að hata það fyrirbæri eins og ég hef sagt og skrifað ótölulega oft.
Í leiðinni mundi ég eftir skelfingarfréttum í Fréttablaðinu í morgun að djöfulsins herðapúðarnir eru að koma aftur.
Svo fór ég að skoða gömul Júró-myndbönd, ésús minn hvað ég hata herðapúða.
Ég átti dragtir, kápur og kjóla í miklu magni sem gerðu mig að lifandi vatteruðu herðatré.
Það sárgrætilegasta við það mál alltsaman er að mér fannst ég flott.
Kommon ég er 163 cm ef ég teygi all svakalega úr mér og ég var tæp fimmtíu kíló á tískutímabilinu.
Ég fór í blússu með herðapúðum.
Svo í jakka með herðapúðum.
Punkturinn yfir i-ið var svo frakki með herðapúðum.
Halló, hafið þið séð lifandi herðapúða gangandi um götur?
Ekki? Kætist, það er ekki til að syrgja enda ógleymanlegur viðbjóður.
Nú bíður þessi hroðbjóður í bakherbergjum tískuhönnuða og bíður spenntur eftir að setjast á axlirnar á manni á hausti komanda.
ARG.
Ísland anno 1985, maður gæti dáið.
![]() |
Elektra miklu vinsælli en Jóhanna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Svona lala og lúlú
Í gærkvöldi var minn einlægi ásetningur að horfa ekki á Júró, ætlaði að passa mig á að eyða ekki kvöldinu í aulahrolli og svo vildi ég geta sagt með nokkuð góðri samvisku að ég hefði ekki heyrt flest lögin og væri því ekki umræðutæk.
En svo endaði ég inni í lok þáttarins. Nóg til að sjá einhvern sautjándajúníhroðbjóð með sportsokkastelpum og mér varð nær allri lokið. Ókei, mér gæti ekki staðið meira á sama, er að reyna að byggja upp spennu hérna.
Svo komst gleðimarsinn í úrslit.
Nú, nú, á að koma í veg fyrir að maður geti horft á Moskvuleikana (arg) og tékkað á tískunni. Ég get ekki horft á þennan Ingó and ðe lúlús gera okkur illt í Moskvu.
Þá kom þessi fallega stúlka, kom sá og sigraði.
Róleg, ég er ekkert að missa mig af hrifningu, en stúlkan söng vel, lagið var svona lala og þetta er ekki aulahrollvekja.
Þá datt mér í hug að þeir hefðu planað þetta svona hjá RÚV.
Láta þjóðhátíðarlagið komast í úrslit til þess eins að hræða úr manni líftóruna.
Allt sem á eftir kom hefði slegið í gegn. Jafnvel Geir Ólafsson hefði verið ættleiddur af mér persónulega eftir smalalag Ingós.
Þetta er nú einfaldlega svoleiðis.
En ekki taka mig alvarlega. Ég elska að hata júróvisjón.
Mér gæti ekki staðið meira á sama hver vinnur.
En ég óska þessari efnilegu söngkonu, henni Jóhönnu Guðrúnu til hamingju með Moskvuferðina.
Labbílei.
![]() |
Lagið Is it true til Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Bubbi er inni - Bubbi er úti
Ef það er einhversstaðar málstaður til að slá sér upp á..
þá mætir Bubbi.
Búinn að sjá að það er bæði hipp og kúl að tilheyra búsáhaldabyltingunni.
Kemur svo og yfirgnæfir þá fallegu hljómkviðu.
Skjótið mig - hvað get ég sagt?
![]() |
Bubbi mótmælir við Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Úthald - stærð og stífni
Hvernig er hægt að komast eins langt frá vitrænni umræðu og mögulegt er?
Hvernig má gera laugardag í veikindum að jippói fyrir sjálfan sig heima í stofu?
Ég las auðvitað netmiðlana mér til skemmtunar og tímamorðs.
Á milli þess sem ég kúgaðist vegna ógleði af líffræðilegum toga svona til tilbreytingar.
Ég sagði við húsband þar sem hann sat og borðaði morgunmat:
Ég er alveg að æla!
Hann: Hvað varstu að lesa sem kom þér úr jafnvægi?
Ég: Arg, hvað er að þér, ég er með flensu, hita og ógleði, þetta er að ganga maður!
Hann; útúrkúl á því: Þér er nær að misnota svona "afsakið á meðan ég æli".
Ég skil við hann í bítið á mánudaginn, ekki spurning, hjartalausi mannfjandi!
En aftur að blaðaflakkinu.
Fjölnir fékk blóm fyrir hestabjörgun.
Hjá mér er hann maður vikunnar vegna þess að hann hefur náð hæðum í að koma sér á framfæri. Enginn hrifnari af atvikinu en hann sjálfur. Til hamingju Fjölnir.
En er ekki svolítið leim hjá kallinum að vera að tjá sig um hvað eldgömul kærasta segir um eigin kynorku?
Kommon, á maður að hlaupa til þegar fyrrverandi fara með úthald, stærð og stífni í viðtöl?
Mjög margir af mínum fyrrverandi hafa einmitt gert það.
Heilu viðtalsbálkarnir í heimspressunni um utanbókarkunnáttu þeirra í Kama Sútra fræðunum.
Ég steinheld alltaf kjafti - af því ég vill ekki vera að brjóta niður testósterónflipp manna.
Æi ég er að fokka í ykkur.
En Fjölnir var snöggur með hestana, það tók sig upp löngu dauð heilabylgja vegna kuldans í vatninu.
Og hann stökk á tækifærið.
Jájá, hann gerir sig sjálfur að skotmarki maðurinn.
Og ég nýti mér það til dundurs.
![]() |
Fjölnir segir Mel B líklega bara með alzheimer |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. febrúar 2009
Konungsríkisvonabíisminn
Mér hefur alltaf fundist tilgerðar- og rembulegt fyrir íslenska þjóð að vera með forseta.
(Reyndar bakkaði ég með þetta á meðan Vigdís var í embætti. En Vigdís mætti vera æviráðin sem talsmaður okkar, konan slær alls staðar í gegn, enda frábær).
Samt heldur það ekkert fyrir mér vöku, þetta með forsetann, fyrir mér er þetta svona hégómi sem mætti alveg missa sig.
Það sem fer hins vegar illa í taugarnar á mér er áhengingarstarf forseta. Það sem svoleiðis blikkdrasls afhendingarseremóníur geta lagst á viðkvæmt taugakerfi mitt er með hreinum ólíkindum.
Ef ég væri einhver annar en ég er, t.d. vinur minn, þá myndi ég ráðleggja þeim sama að leita sér hjálpar hið snarasta.
Það er einhvers konar konungsríkisvonabíismi sem þjáir stundum þessa þjóð og forsetinn uppfyllir þessa kröfu okkar (ykkar).
Ég man þegar ég norpaði út við Melaskóla 7 ára gömul, til að sjá Noregskonung eða þann sænska, man það ekki en kóngur var það.
Hefði betur sleppt því, stóð með íslenska fánann, í hnésokkum og kápu alveg að drepast úr kulda og kóngurinn reyndist vera venjulegur maður í jakkafötum.
Engin kóróna, engar orður, engir gylltir borðar.
Gott ef hann var ekki hattlaus.
Þá held ég að ég hafi orðið andkonungssinni og seremóníuhatari.
En að henni Dorrit.
Ég skil ekki hvað fólk er að pirra sig á þessari krúttlegu konu.
Hún er glaðsinna og áfram um að tala máli okkar.
En allt í einu má það ekki vegna þess að fólk er fúlt út í karlinn hennar.
Skilja á milli hérna.
Maður - kona tveir óskyldar einingar sem eru og verða það að eilífu amen.
Muna það!
Áfram Dorrit.
![]() |
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. febrúar 2009
Lögmál Murphys
Ef ekki væri fyrir nýja ríkisstjórn og ótrúlega frábæran og krúttlegan ráðherra menntamála, væri ég búin að leggjast fyrir með það að augnamiði að standa ekki upp aftur fyrr en í vor nú eða aldrei, svei mér þá.
Katrín Jakobsdóttir verður frábær menntamálaráðherra, ég fylgdist vel með henni í síðustu kosningabaráttu og þekking hennar á menntamálum er yfirgripsmikil og góð.
En aftur að mér.
Í dag berst ég við lögmál Murphys.
Ég hlýt að hafa farið vitlausu megin fram úr í morgun nú eða þá að staða himintungla er svo langt í frá mér í hag.
Í stuttu máli sagt þá má þessi dagur renna sitt skeið á enda ekki seinna en strax.
Ég fer ekki út í smáatriði en þið kannist ábyggilega við svona daga.
Dagana þar sem ekkert gengur upp.
Dagana þar sem allt klúðrast sem klúðrast getur og rúmlega það.
Já, þetta er svoleiðis dagur.
Það er mér til bjargar að ég hef ágætis geðslag en nú um hádegið var ég að hugsa um að bera þetta upp við einhvern mér æðri, spyrja einhvern hvað ég hefði gert til að verðskulda þennan ömurlega dag. Senda jafnvel hjálparbeiðni á viðkomandi.
Ég hætti við það, það er ekki til neins.
Af hverju?
Einfalt mál, það er enginn mér æðri.
Reyndar ekki lægri heldur.
Þannig að nú beiti ég æðruleysisbæninni, Nallanum og þjóðsöngnum fyrir mig alla leið.
En miðað við að vera í standi til að gera á mér andlega kviðristu..
er ég nokkuð góð bara.
Farin að horfa á fallegt sjónvarpsefni.
Sá svo tilfinningaríka auglýsingu um mýkingarefni sem ég ætla að orna mér við.
![]() |
Ógleymanlegur afmælisdagur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Flott en fúl
Það var svo flippað og krúttlegt að sjá þrjátíuára gamla Volvóinn hans Steingríms þegar hann renndi upp að Bessastöðum. Reyndar lítur þessi sjógræni litur ekki vel út og er þar að auki eins og skipamálning - en þvílíkur "entré" hjá manninum.
Þetta var einstaklega dúllulegt vegna þess að hver glæsibifreiðin á fætur annarri með "caufförum" og fyrirkomulagi hafði runnið með alþingismenn Sjálfstæðisflokksins að inngangi Bessastaða áður en Steingrímur kom höktandi á gamla.
Burtséð frá því þá fer Sjálfstæðismönnum ekki vel að yfirgefa valdapóstana.
Sennilega vegna þess að þeir hafa ekki fengið að æfa sig nóg.
Ég hvet þjóðina til að gefa þeim góðan tíma til æfinga, það er grátlegt að fylgjast með kergjunni í þeim sem þeim gengur afspyrnu illa að fela þessa dagana.
"Gamalt vín á nýjum belgjum", segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður. Illa pirruð sko.
Var fráfarandi stjórn félagshyggju - og jafnréttisstjórn?
Ekki? Nei, einmitt.
Svo lét Sigurður Kári hafa eitthvað álíka hallærislegt eftir sér í DV.
Björn Bjarna illa pirraður á Jóhönnu, hún hélt einhverju fram um alþingismanninn sem hann var ekki sáttur við.
Lokakergja dagsins (enn sem komið er) kom frá ÞKG sem varð að orði þegar búið var að slá hana til alþingismanns af forsetanum, að hún væri farin út í frelsið.
Halló, rosa fegin bara?
Látið ekki svona Sjallar góðir, þetta eru bara stólar, það er líf eftir háborð.
En bara svo það sé á hreinu þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í nokkrum metum hér á kærleiks.
Hún hefur nefnilega verið ágætis menntamálaráðherra.
Ég óska ÞK góðs gengis í framtíðinni og vona að henni gangi allt í haginn.
(Djöfull er ég góð manneskja, oh af hverjur sæmir mig enginn einhverju?).
Jabb, góð og væn, það er ég.
![]() |
Farin út í frelsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Nokkurs konar ljóska
Í mér blundar kona með viðkvæmt tilfinningalíf.
Nokkurs konar ljóska sem þolir ekki pólitík, vill kaupa sér föt, dingla augnhárunum og lesa glanstímarit.
Eftir að hafa verið lokuð inni síðan í hruni braust hún fram í morgun og gargaði blíðlega á mig þar sem ég sat og horfði framan í daginn.
Ég vil borða gæsalifur og mótsartkúlur í öll mál!
Ég vil ganga um á háum hælum með bera leggi og Gucci tösku á búlevard í útlöndum.
Ég vil fara á frumsýningar á leiðinlegum söngleikjum þar sem ilvatnsblandan frá hinum innantómu gestunum blandast þannig að lyktin verður peningar og eilíf veisluhöld.
Ég vil lifa lífi mínu í einni andskotans óslitinni dömubindaauglýsingu.
Þegar hér var komið sögu, múlbatt ég konuna og læsti hana inn í skáp.
Skilur hún ekki að við lifum á erfiðum tímum?
Er hún ekki meðvituð um ástandið í þjóðfélaginu?
Fífl og lofthöfuð.
Laugardagur, 24. janúar 2009
Ég hata friggings Júróvisjón
Stundum gef ég sjálfri mér gjafir.
Hreinlega af því að ég kann svo vel við mig og vill mér allt hið besta.
Ég hef nú þegar gefið mér eina í sluffupakka.
Ég er helvíti ánægð með hana.
Ég gaf mér frið frá Júróvisjón, sem ég hef glápt á í sjálfskipuðum kvalarlosta og látið bæði lög og flytjendur fara endalaust í taugarnar á mér.
Ég hef rifið hár mitt og neglur upp með rótum, handskrúfað af mér hlustirnar og ég hef grátið með þungum ekka þess sem elskar að misbjóða sjálfum sér.
Hef ég sagt ykkur að ég hata Júróvisjón?
Já, örugglega, en ég geri það aftur til öryggis.
Ég hata friggings Júróvisjón!
Nú sé ég að fólk er að diskútera lögin, hvað komst áfram og hvað situr eftir.
Tilhugsunin um þöggunartakkann á sjónvarpinu hitar mig alla upp að innan af einskæru þakklæti fyrir framfarir í víralausum heimi.
Þetta gerir það að verkum að ég mun ekki hæf í samræður á vori komanda.
Það er í góðu, en munið þið hvað gerðist fyrir tæpum tveimur árum?
Þ. 12. maí nánar tiltekið?
Jú við kusum til Alþingis sællar minningar OG Júróvisjónkeppnin var sama dag.
Þá eins og oftar þakkaði ég bæði Óðni og Frey fyrir þann nýjasta af mínum fjölmörgu eiginmönnum.
Honum er nefnilega í nöp við fyrirbærið líka og þess vegna var það kosningasjónvarpið alla leið, hjá okkur blúshundunum.
Segið mér ekki að kosningarnar sem mögulega verða sennilega 9. maí beri upp á hlustunarfæramisþyrmingu einu sinni enn!
Plís róið mig.
Farin að hlusta á blús.
Ég flokka þessa færslu undir menningu og listir.
Sem er ekkert annað en brenglun af verstu sort.
But what can I say - I´m a rebel.
![]() |
Kántrí og stelpurokk áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Hið mannlega Vörutorg á Stöð 2
Nei sko, hugsaði ég þegar ég sá þetta.
Ari Edwald biður fórnarlamb nauðgana afsökunar.
Auðvitað kom ekkert annað til greina en að biðjast afsökunar á þessum vægast sagt ósmekklega samanburði Ara á líðan þolenda nauðgana annars vegar og starfsmönnum Stöðvar 2 fólksins sem mér skilst að sé samt óvenju viðkvæmt og ég dreg það ekki í efa. Sumt af þolendum "ofbeldisins" við Borgina mun t.d. ekki hafa þolað við á Þrettándabrennum vegna ótta við blys eftir gamlársdagstrámað.
En Ari er maður að meiri, flott hjá honum að biðjast afsökunar.
Það er sjaldgæft á Íslandi dagsins.
Annars dauðvorkenni ég fólkinu á Stöð 2 sem vinnur við Ísland í dag, bara svo ég nefni dæmi.
Það hlýtur að vera ömurlegt að hafa metnað og þurfa svo að starfa á mannlegu Vörutorgi.
Ísland í dag var að ég held ætlaður sem þáttur um efni líðandi stundar, bæði pólitík, menningu og því um líkt, ekki ósvipað Kastljósinu.
Núna er Íslandið orðið auglýsingaþáttur fyrir eigendurna og þeirra vini.
Þvílíkur bömmer sem það hlýtur að vera að þurfa að standa í svona yfirmannatotti.
Í gær sá ég auglýsta umfjöllun Íslands í dag í gærkvöldi þar sem fjalla átti um tilboðsverði á Iceland Express flugmiðum. Halló!
Einn daginn sá ég lofgjörð um Samskipamanninn og við fengum að vita hvað hann var mikill peningasafnandi dúllurass strax í æsku. Við fengum að heyra fjölskyldu og vini mæra hann upp að því marki að þetta varð að svokallaðri lifandi minningargrein.
Plís hlífið oss.
Í kvöld var viðtal við viðfangið í þætti kvöldsins á einhverri sportrásinni. Auglýsingin var spennandi. Lúxuslifnaður íþróttamanna í útlöndum. Viðtal við Loga í Íslandi í dag, þá væntanlega um þáttinn í kvöld sem fjallar um hann sjálfan.
Þið munið svo brjóstastækkunardæmið, Worldklassið. Auglýsingar hvað?
Ég hef ekki tíma til að taka fleiri dæmi, en þetta er grátlegt að horfa upp á, sérstaklega núna þegar almenningar kallar eftir upplýsingum og hlutirnir gerast með ógnarhraða. Ef einhvern tímann hefur verið þörf fyrir góða magasínþætti þá er það núna.
Kastljós toppar sig kvöld eftir kvöld og það ber að þakka.
Sáuð þið Kastljósið í kvöld?
Einn eitt spillingarmálið að koma í ljós, nú hjá Gæslunni.
En það er efni í aðra færslu.
Sjitt
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 155
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 152
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr