Færsluflokkur: Menning og listir
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Frida og Ásta
Það er langt síðan ég hef deilt með ykkur lestrarefninu á kærleiks.
Það kemur til af því að ég hef þurft að lesa í áföngum. Las nærri því yfir mig eftir hrunið.
Þörfin fyrir góða bók er aldrei eins mikil og í kreppunni.
En ég er búin að vera að lesa nokkrar.
Ætla að segja ykkur frá tveimur sem eru góðir kunningjar mínir en voru að koma út í kilju.
Bókin um Fridu er önnur þessara bóka. Vel tímabært að lesa bókina nú eða rifja hana upp. Í haust kemur Frida nefnilega á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu.
Ég get lesið þessa bók aftur og aftur og hef reyndar gert það.
Litfegurð Mexíkó skilar sér í bókinni og lýsingarnar á matnum eru svo fallega gerðar að maður finnur lyktina af öllum kræsingunum.
Frida var merkileg kona. Sjálfupptekin, ör, hjartahlý, grimm og sorgmædd, taumlaus, ástríðufull og full lífsþorsta. Hún hneykslaði samtímann að því marki að hann stóð á öndinni.
Sem sagt kona af holdi og blóði í yndislegu umhverfi við hæfi.
Svo eru það sögur og ljóð Ástu Sigurðardóttur. Frida og Ásta eiga það sameiginlegt að vera upp á kant við samtímann. Þær njóta þess báðar að hneyksla og ögra.
Ég man eftir Ástu en börnin í vesturbænum hópuðust í kringum hana og störðu stórum augum þegar hún var á ferð illa til reika.
Örlög Ástu voru skelfileg.
Í bókinni er allt sem vitað er til að Ásta hafi skrifað.
Mér finnst sögurnar hennar Ástu magnaðar, skelfilegar nánast eins og t.d. Dýrasagan og einhvern veginn held ég að Ásta hafi sjálf getað verið dálítið grimm, en aðstæður hennar voru oft á tíðum hræðilegar.
Ásta er klassík og það sem meira er að hún á að vera til á hverju heimili.
En nóg um það.
Farið að lesa ykkur frá kreppunni.
Ég kem að vörmu.
Menning og listir | Breytt 25.3.2009 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 20. mars 2009
Úje og hamingja í húsinu
Jájá, Liam Gallagher framleiddu föt og farðu með æðruleysisbænina bara, þú ert skaphundur.
Og að hinni eiginlegu ástæðu þessarar bloggfærslu sem hefur með grafalvarlegt mál að gera.
Ég er með fatavandamál.
Ég er fatafrík, reyndar verða þau að vera svört og þau eiga helst að heita eitthvað annað en "framleitt af Hagkaup fyrir Hagkaup".
Dætur mínar hafa séð mér fyrir flottum fatnaði undanfarin ár. Helga og Sara kaupa alltaf handa mér þegar þær fara til útlanda.
María Greta sendir mér frá London, notað og nýtt og ég gæti ekki verið meira happí með fyrirkomulagið.
En samt er farið að vanta í skápinn.
Ég man nefnilega að í fyrrasumar þegar veðrið var óíslenskt og sumarið var sumar, átti ég nánast ekkert af fötum sem hæfði tilefninu.
Tvo hörkjóla og svo var það upptalið.
Ég sagði við húsband í gær (kæruleysislega til að koma honum ekki í ham): Heyrðu, mig vantar föt.
Hann: (Rétti út handlegg og sveiflaði í átt að fataskáp eins og Mússolíni í svalaræðunni):
Hvað með ALLA kjólana þína?
Ég: Arg. Þarftu ekki að taka til á lóðinni eða eitthvað?
Skilningsleysið algjört - kynjabilið á við "Grand Canyon".
Síðan hefur ríkt kjarnorkuvetur í samskiptum hér á kærleiks.
En...
Málið er að mér finnst bæði vont og vanþroskað að vera hégómleg hvað varðar fatnað.
Ég vildi vera meira hipp og kúl kona sem hengir ekki sjálfsmyndina á druslurnar sem hún gengur í.
Að mér þætti nóg að vera hrein og fín.
En þangað til það gerist ætla ég að kaupa mér föt eins og mér væri borgað fyrir það.
Ókei, ég ýki, en eins og eina mussu, eða pils fyrir sumarið ætti maður að geta sloppið með eða hvað?
Nananananana, farin að kyssa minn heittelskaða og semja frið um fataskápinn.
Ó, hann er ekki heima, ég geri það seinna.
En ég get glaðst yfir einu, ég á slatta af litlum svörtum.
Úje og hamingja í húsinu.
P.s. Svo datt ég í nostalgíuna þegar ég fór að leita að myndum við færsluna. BIBA í London (Valdís, haltu þér), flottasta búð ever, Mary Quant, ésús minn, dagarnir í London, þegar lífið var föt og sætir strákar.
Ómæómæ, svo er bara friggings kreppa.
En það er ókeypis að hverfa til betri daga, þegar föt kostuðu ekki hvítuna úr augum manns.
Ætti ég að flokka hana þessa undir mannréttindi?
Nebb, fer undir lífstíl.
![]() |
Kominn í tískuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Af þessari eða hinni kynslóðinni
Ég hef aldrei skilið hrifninguna á "My way" eða á Frank Sinatra sjálfum, ef við tökum þetta aðeins lengra.
Alveg er ég viss um að Frank hefur verið lágvaxinn.
Nánast sami dvellinn og Prince, Tom Cruse og fleiri mætir menn.
Af hverju hjartaknúsarar eru oft svona helvíti lágvaxnir er auðvitað bloggefni út af fyrir sig.
En það verður seinna.
Ég held að mín kynslóð finni ekki glóru í músík Franks og vina hans, Crosby og Martin.
Það vantaði allt líf, allan kraft í hana. Þetta var svona "ég elska þig, villtu giftast mér og eignast með mér börn í þessari röð" tónlist.
Það er hægt að drepa mig úr leiðindum á einni B-hlið með þessum mönnum. (Ókeypis upplýsingar í boði hússins fyrir áhugasama).
Ég spyr; hvar er hitinn og sexappílið?
Sama var með Shadows-kynslóðina á Íslandi sem missti af Bítlunum og Stonesog náðu aldrei málinu.
Þeir héldu bara áfram að vera í nælonskyrtu, með lakkrísbindi og greitt í píku.
Og fóru í Þórskaffi og rugguðu sér í lendunum.
Algjört törnoff sú kynslóð.
Við vorum hins vegar frábær, bítlakynslóðin sem síðan varð hippós.
Ég málaði á mér lappirnar með eylinernum mínum, rósir og læti upp á læri og gekk um í Jesúskóm, um ískaldan vetur.
Hippabarnið var nærri dáið úr akút þvagfærasýkingu.
Ég held reyndar að Shadows-gæjunum og Sinatrangenginu hefði fundist ég eins og hálfviti.
Það fannst foreldrum mínum að minnsta kosti.
En ég tók ekkert mark á því.
Þau voru af Maríu, Maríu, Maríu-kynslóðinni.
Skiljið þið hvert ég er að fara?
Nei?
Mér er alveg sama.
Ég er nefnilega líka af I don´t give a fuck kynslóðinni.
Úje.
Ekki spurning - Hagen tekur þetta.
![]() |
40 ár frá því Sinatra flutti My way í fyrsta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Bara ein Jóhanna
Ég er alltaf að bíða eftir einhverju.
Núna t.d. bíð ég eftir vorinu.
Nú eða páskunum, ég er að bíða eftir páskunum, vegna þess að þegar þeir eru liðnir er stutt í Sumardaginn fyrsta, sem hefur reyndar ekkert með sumarbyrjun að gera en er rauður dagur á almanaki sem er alltaf jákvætt.
Samfylkingin bíður eftir Jóhönnu og stór hluti þjóðarinnar líka.
Ég er meira að segja að bíða eftir Jóhönnu vegna þess að ég held að fáir ef nokkrir séu betur til þess fallnir að vera í fremstu víglínu.
Það er góð æðruleysisæfing að bíða.
En hvað sem Jóhanna nú kýs að gera þá sættist ég á það.
Það er ekki hægt að djöflast á manneskjunni svona undir drep.
Það er bara ein Jóhanna.
Og hananú.
![]() |
Biðin eftir Jóhönnu á enda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Dansað í þinginu
Í mínu sjálfskipaða, borgaralega eftirliti, hékk ég fram á lappir mér þar til þingi lauk í nótt.
Þess vegna get ég miðlað til ykkar sofandi og ábyrgðarlausu sauða, að á þinginu gerast hlutir sem stilla mann af, hafi einhver verið að þjást af minnisleysi varðandi atburði undanfarinna mánaða.
Það sem Sjálfstæðismenn grenja sífellt yfir þessa dagana er skortur á aðgerðum til bjargar heimilunum í landinu og fyrirtækjum í sama landi (ef það er teljari á orðanotkun úr ræðustól Alþingis þá hlýtur hann að vera brunninn yfir, þegar þetta er skrifað).
En í gær héldu þingmenn Sjálfstæðisflokks, þessir sönnu mannvinir, frumvarpi til laga um séreignasparnað í gíslingu fram í nóttina. Þessu frumvarpi sem mun gera fólki kleyft að leysa út hluta þessa sparnaðar sjálfu sér til bjargar. Haldið þessu til haga. Þeir ætla nefnilega að halda þessu áfram í dag!
En að öðru. Ég er laumuskotin í Pétri Blöndal, þrátt fyrir að skoðanir hans séu að mínu mati eins og úldnar sardínur í tómassósu.
En hann er þó samkvæmur sjálfum sér og virðist ekki mikið fyrir leikaraskap.
En hin raunverulega ástæða er sú að hann á það til (átti amk.) að vippa sér í kramhúsið og dansa afríska dansa við dynjandi bumbuslátt. Halló, hvernig er hægt að láta sér líka illa við svona tátiljudansandi þingmann? (Oh, munið þið eftir tátiljunum krakkar?).
Og þar sem ég hangi yfir þinginu og er að deyja úr leiðindum þá hef ég óbrigðult ráð til að halda góða skapinu og úthaldinu í hámarki.
Ég set leiðindafauskinn Birgi Ármannsson og Sigurð Kára Kristjánsson (don´t get me started) í sokkabuxur og tátiljur (jafnvel balletpils) og læt þá dansa skemmtilega og flippaða dansa, funk eða hiphop, æi þið vitið.
Þá verður þetta þolanlegt.
Apúmm, apúmm, apúmm.
Og svona upp á framtíðina, þá eru hópdansar að koma sterkir inn.
Dæmi:
Þetta blogg fer undir menning og listir.
Ha? Þeir verða ánægðir með það strákarnir, ekki beinlínis það sem manni kemur í hug þegar maður horfir á þá.
Nema ef vera skyldi til að dást að handbragði klæðskeranna sem sauma utan á þá.
Jabb, klæðskerarnir rúla.
![]() |
Þingfundur til að verða eitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 7. mars 2009
Sisterhúddið
Alþjóðlegi baráttudagur kvenna er á morgun. Vá hvað tíminn flýgur, maður varla búin að snúa sér við og þá er komið ár!
Það eru spennandi tónleikar í Þjóðmenningarhúsinu á morgun kl. 17,00 og þar verða konur í öllum hlutverkum.
Skemmtilegt.
En..
Það var ekki eins skemmtilegt að horfa á bíómynd gærkvöldsins á RÚV.
Mynd um konur gerð af konum og ég hélt að þarna væri töff mynd um hipp og kúl konur.
Halló, það hefði átt að standa sem viðvörun að þetta væri mynd upp á 19 klúta og mörg eggvopn.
Mig langaði satt best að segja að myrða einhvern, myndin var svo klisjukennd. Hefði jafnvel reynt að beita einhverju á einhvern til að fremja eitthvað með eggvopninu. Úff.
Nafnið á myndinni var það eina sem sló í gegn hjá mér:
"Divine secrets of the Ya Ya sisterhood".
Sandra Bullock og meðleikkonur hennar voru beint upp úr klisjupottinum.
Móðir hatar dóttur en elskar hana samt og vice versa.
Ég gæti gargað.
Af hverju er alltaf verið að halda að manni þessari ranghugmynd um skelfilega erfið samskipiti mæðra og dætra?
Ég keypti þetta kjaftæði fyrir mörgum árum og borgaði tugþúsundir króna hjá sálfræðingi til þess eins að komast að því sem mig hafði alltaf grunað, að mamma mín er frábær.
Stelpurnar mínar þurfa vonandi ekki að leggja í mikil fjárútlát til að komast að því að ég er æðisleg. Sú staðreynd ÆTTI að minnsta kosti að garga í andlitið á þeim.
Ekki horfa á svona myndir stelpur.
Þarna er ekki verið að spegla líf alvöru kvenna.
Nú nema sisterhúddið auðvitað, það er til.
Ég er í mörgum sisterhúddum.
Og elska hvert einasta eitt.
Súmí.
![]() |
Konur í öllum hlutverkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 6. mars 2009
Bækur, bækur og aftur bækur
Frétt um bækur. Gaman, gaman.
Enda föstudagur og ekkert helvítis kreppukjaftæði.
65% aðspurðra í þessari bresku könnun játa að hafa logið til um að hafa lesið bækur sem þeir höfðu svo ekkert lesið, varla séð hvað þá annað.
Ég játa mig seka. Ég hef logið þessu sama eins og enginn væri morgundagurinn.
En ekki um heimsbókmenntir elskurnar mínar, ónei, ég las "Stríð og Frið", "Lygn streymir Don" og "Fýkur yfir hæðir", strax á unglingsárum.
Varð að vera viðræðuhæf í eðlum gengjum - ójá.
En ég laug til um að hafa lesið margar bækur samt. Alveg heilu ritraðirnar.
Það voru námsbækurnar sem ég í hyskni minni nennti ekki að lesa.
Enda sumar námsbækur svo leiðinlega skrifaðar að ætla mætti að það væri verið að gera mann fráhverfan lestri fyrir lífstíð.
En ábyrgðin er mín og einhvern veginn þrælaði ég mér í gegnum próf á þess að kunna nokkur eða lítil skil á námsefninu.
Annars er ég að lesa þrjár bækur núna. Já, ég er fíkill, hvað get ég sagt.
Mæli sérstaklega með "Pappírsfiðrildum" sem var að koma út í kilju ásamt krimmanum "Skot í markið".
Engin svikinn af þessum tveimur.
Pappírsfiðrildi er mögnuð bók. Fjallar um afdrif kínversks pilts sem lendir í fangabúðum eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar.
Sterk, hrærandi og áhrifarík.
Það er ein besta leið sem ég veit um að loka sig af frá erli og áhyggjum að sökkva sér ofan í góða bók.
"Skotið" er spennandi krimmi sem ég segi ykkur betur frá þegar ég er búin með hana.
Later.
![]() |
65% ljúga um lestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Trúlofun?
Loksins er eftirlaunaskömmin afnumin.
Þvílíkan tíma það hefur tekið að koma þessu í gegn.
Kannski er ég mest hissa á að það hafi verið samþykkt á sínum tíma.
En þingheimur var sammála sem er skemmtileg tilbreyting og nánast hippalegt.
Enda væri það þokkalegt að ganga gegn þessu máli í miðjum prófkjörum.
Pólitískt sjálfsmorð og ekkert annað.
Annars eru Sjálfstæðismenn algjör saga út af fyrir sig.
Eða þá að ég er á skjön við alla.
Þeir eru með öllu sem ég hef skömm á.
Hernaði, stóriðju, kvótahelvítinu, samhjálpinni á borði (ekki endilega í orði), svo maður fari ekki út í gagnrýnislausa trú þeirra á framboð og eftirspurn, markaðinn og mátt peningana.
Á þetta ekki líka við um Framsókn?
Ættu þeir ekki að sameinast í pólitískri trúlofun?
Það er svo gott að vita hvar maður hefur fólk.
En...
Gula fíflið bíður.
![]() |
Eftirlaunafrumvarp samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. febrúar 2009
Ein andskotans ráðgáta - ég sverða
Ég er í flippstuði.
Sennilega af því að það er ekki þingfundur á morgun og þá get ég þrifið heimilið og hent út öllu draslinu sem hefur safnast fyrir á meðan ég sat með sjónvarpið í fanginu og horfði á Alþingi.
Ókei, ég er að ýkja en ég er búin að vera voða bissí að fylgjast með af því ég er ábyrgur borgari, kjósandi og dásamlegt atkvæði.
Ég finn alltaf verulega til mín fyrir kosningar.
Er alveg að hugsa um að hringja í ákveðna pólitíkusa og læða að þeim að miði sé möguleiki.
Heyrðu stjórnmálamaður: Mig vantar almennilegt sumarhús með palli og potti, grilli og á það, rúm og meððí og bíl til að komast.
Ertu geim?
Halló, ég er ekki lúði. Myndi aldrei biðja um sollis. Bara alls ekki.
En er heimurinn ekki bilaður?
Kommon, hvers lags firrti heimur er það sem við búum í sem gerir hundategund í Hvíta húsinu að fréttaefni?
Ég meina heimurinn sveltur. Börn eru að deyja úr hungri og sjúkdómum, það er heil veröld fyrir utan Evrópu og Bandaríkin og við skenkjum því ekki þanka.
Af hverju er enginn markaður fyrir mér, af hverju liggja ekki fréttamenn á línunni?
Jenný hverjar eru matarvenjur þínar?
Hvar kaupir þú í matinn?
Uppáhaldsilmvatn?
Syngur þú í baði?
Bíómynd?
Nei, nei, ekki nokkur áhugi.
Engin spyr mig einu sinni um alla mína fjölmörgu eiginmenn. Hversu margir eru þeir, hvað varð um þá, eru þeir lifandi?
Enda segi ég ekki orð, varir mínar eru límdar saman.
Ég er ein andskotans ráðgáta, ég sverða.
Lífið er hundstík - í kreppunni.
Úje
![]() |
Hvíta húsið ákveður hundategundina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Járn í járn, brúðkaup í sveit og falleg börn
Eftir daginn í dag þá er ég komin með upp í kok af fléttu- og baktjaldapólitík.
Allt stendur fast, plottið fær á sig nýjar og nýjar myndir.
En...
Í kvöld hef ég horft á bíómyndina Sveitabrúðkaup.
Ég brosti út í annað af og til en líður að öðru leyti eins og að ég hafi verið plötuð illilega.
Myndin var hlaðin lofi af gagnrýnendum. Halló - erum við að tala um sömu mynd?
Um helgina voru þau hér í gistingu Hrafn Óli og Jenný Una þau yndislegu systkini.
Hrafn Óli a.k.a. Lilleman/Lillebror, hleypur um allt, opnar og lokar hurðum, réttir ömmu og afa eitt og annað sem hann finnur og segir "kakk" svo fallega.
Svo sofnaði hann í rauðum náttgalla sem stendur á "Here comes trouble" sem er nokkuð nærri lagi þegar hann á í hlut. Krúttsprengja inn í merg og bein drengurinn og svo fallegur, ekki síst þegar hann sefur.
Og svo er hér ein mynd af Jenný Unu með pabba sínum en hún er á því stelpan að pabbi hennar geti gert alla hluti skemmtilega, líka þá alla hversdagslegustu.
Hrafn Óli er sammála og amman styður erindið líka.
Annars er þessi dagur alveg orðinn nægilega langur.
Farin í lúll, eða að minnsta kosti að hugsa um að fara þangað.
Nótt-nótt á ykkur.
![]() |
Lausn ekki fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 7
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 141
- Frá upphafi: 2988289
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 138
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr