Færsluflokkur: Menning og listir
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
SANNGJARNT OG HEIÐARLEGT?
Búskur forseti, hvetur Pakistan til að efna til sanngjarnra kosninga, eftir að forsetinn hætti við að lýsa yfir neyðarástandi í landinu.
Einhvernvegin finnst mér Bush ekki alveg rétti maðurinn í þessa hvatningu.
Flórída, kosningavélar, bróðir Búska? Munið?
Mun einhver taka mark?
Ædónþeinksó.
![]() |
Bush hvetur til sanngjarnra kosninga í Pakistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
AF SKYGGNA SYNI HRANNAR!
Hrönn bloggvinkona mín (www.hronnsig.blog.is) á skyggnan son. Alveg satt. Samkvæmt því sem hún segir þá sér hann þjónustufólk í öllum hornum!!!
Sláið þennan dreng út í andlegri næmni.
Ég held að mínar stelpur hafi líka verið skyggnar á ákveðnu tímabili.
Ég sé... ég sé...
Bítmí!
Úje
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
GLÆSILEGASTA MANNFLAK Í HEIMI..
..tók pabbann í nefið. Það var sum sé ekki rangt með farið þegar þetta kom í fréttum fyrr á árinu.
Smá af öskunni af pabbanum fór á stofuborðið og Flakið kunni ekki við að sópa uppruna sínum út af borðinu í virðingarleysi, þannig að þetta var leyst eins og um kókaíninntöku væri að ræða.
Keith Richards er stórundarlegur, það viðurkennist. En hann má... hann er í Stóns.
Annars er ég að hlusta á Traveling Vilburys, það eru HUNDAR í músík. Rosalega góðir.
Úje
![]() |
Tók pabba í nefið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. ágúst 2007
ÚBS - I DID IT AGAIN!
Skrifaði færlsu um mál, sem var eiginlega útrætt. Æi um svanina í London sem fólk er að veiða sér til matar. Búið að ræða ólöglegan veiðiskap hér í hörgul áður og sniðugt að snúa sér að skemmtilegri hlutum. Í bili a.m.k.
Í dag ætla ég á bókasafnið og ná mér í Smásagnasafnið "Frá sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns" og endurnýja kynni mín við samnefnda sögu ásamt Dýrasögunni en þessi bók er auðvitað bók Ástu Sigurðardóttur. Ég er hrifin af þessum sögum, þ.e. skrifstílnum og ætla að velta mér aðeins upp úr þessu í fræðilegum tilgangi. Er ekki mikill Ástu fan þar fyrir utan. En þessar eru magnaðar og vel þess virði að lesa.
Ég ælta í þvottahúsið. Já krakkar mínir, hér eru haugar af óhreinum fötum vegna þess að ég hef hreinilega ekki þorað niður í dýranýlendurnar í sumar. Nú verð ég að takast á við óttann. Ójá.
Ég slæ botninn í þetta í bili en spyr af hreinum áhuga fyrir matarsmekk annara?
Borðið þið svani?
Ædóntþeinksó.
Úje
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
NÁMSKEIÐ Í AFVÖTNUN Á BLOGGMEÐVIRKNI!
Ég hef verið beðin um að birta eftirfarandi auglýsingu:
NÁMSKEIÐ Í AFVÖTNUN Á BLOGGMEÐVIRKNI
Verður haldið dagana 1 - 4. ágúst, n.k. í gamla Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti (hin fagra bygging við enda Austurstrætis).
Námskeiðsgjald: kr. 15.000
Fyrirlesarar: Ýmsir eðalbloggarar landsins.
Dagur 1
Ástæða blogg- meðvirkni. Hvernig sjúkdómurinn þróast, ættgengi hans og félagsleg hegðun honum tengd. Ert þú veikur af bloggmeðvirkni? Sjúkdómsgreining, meðferðarúrræði, vinnuhópar, umræður, föndur og engladans.
Dagur 2
Hvernig komast má hjá því að vera sammála í kommentakerfum bloggheima. Við lærum að reisa ágreining við alla mögulega hluti. Allt frá því að gefa dauðan og djöfulinn í saklaus fjölskyldublogg, að stóru málunum. Hvernig við getum verið á móti, femínisma, kommúnisma, friðarmálum og öllu hinu líka. Æfingar í alvöru kommentakerfum þar sem allar færslur eru dissaðar með vel völdum orðum.
Dagur 3
Hvernig styðjum við hvort annað í bataferlinu? Við höfum alltaf orð á því ef einhverju okkar verður á að vera sammála einhverjum. Það er bannað og stórhættulegt okkur sem erum að rísa upp úr þessum erfiða sjúkdómi. Umræður, vinnuhópar, listmeðferð, orðabóka- og hugtakaæfingar. Slagsmál.
Skráning á námskeiðið fer fram í kommentakerfum þeirra sem þegar eru á batavegi.
God grant me serenety.. and all that shit (glatað að fara með svona æðruleysisbæn, svo væmið ekkað).
Úje
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
MÍN EIGIN JARÐAFÖR - AUGLÝST SÍÐAR
Ég lít á sjálfa mig sem tilfinningavöndul. Eitt stórt búnt af allskonar geðbrigðum sem ég reyni stöðugt að hafa hemil á þannig að ég verði ekki sett inn einhversstaðar. Ég segi það nú kannski ekki en ég tekst á við tilfinningarnar oft á dag og reyni að halda í hemilinn á mér. Það tekst oftast. Ég er að öllu jöfnu glaðsinna, en ég get orðið illskeytt af minna tilefni en engu, þegar þannig stendur á en ég er svo heppin að getað gusað úr þeim hlandkoppi út af svölunum bara, þannig að blásaklaust fólk verði ekki fyrir mér. Ef á einhvern sullast, þá er það oftar en ekki mitt kæra húsband. Seinni ár hef ég reynt að þróa með mér hæfileikann að biðjast fyrirgefningar og fjárinn sjálfur, ef það venst ekki bara nokkuð vel, eins og það getur verið erfitt að brjóta odd af oflætinu áður en maður kemst í smá æfingu, ekki að ég sé fullnuma í fyrirgefningardeildinni, svo langt frá því.
Hvað um það. Í dag var ég ansi nálægt því að festast í sjálfsvorkunn. Af því að tilfinningar mínar voru særðar. Almáttugur minn hvað sjálfsvorkunn er ofmetið ástand. Þegar ég var á gelgjunni, og fannst ég miðskilin og vanmetin, sviðsetti ég oft mína eigin jarðaför í huganum, réð Bítlana til að spila, leigði Péturskirkjuna í Róm, valinkunnir eðalmenn og konur sátu í hverju rúmi hinnar risavöxnu kirkju og hvert lag sem spilað var, valdi ég af djöfullegri útsjónarsemi þeirrar konu sem ætlar að láta mannkyninu blæða fyrir að hafa rekið sig, fórnarlambið í dauðann, blásaklausa. Það eina sem skyggði á þessa unaðslegu hugmynd var að það var ákveðinn mínus falinn í því að vera dauður og geta ekki snúið aftur og látið alla misgjörðarmennina kasta sér að fótum mínum og grátbiðja mig um fyrirgefningu. Ég tók næst besta kostinn og lét alla falla harmþrungna á kistuna þar sem hún var borin út af lífverði bresku krúnunnar. Kistan var falin undir hvítum liljum (blómum dauðans).
Ég er sum sé hætt að sviðsetja jarðarfarir og þörfin til að láta fólki blæða er líka horfin. Eftir stend ég í smá áhættu við að missa mig í helgreipar aumingjaleiksins. Ég hef séð að mér. Í þetta skipti.
Ég á svo margt að þakka fyrir, fullt af skemmtilegum vinum og yndislega fjölskyldu. Ég get ekki kvartað yfir því. Þeir sem dingla þar fyrir utan og meiða mig smá verða bara í því og ég vinka þeim héðan. Þeir eru amk ekki boðnir í mína jarðarför, en það verður sko ekki amaleg uppákoma þegar þar að kemur, það er á tæru, þó ekki geti ég lofað lífvarðasveit bresku krúnunnar. Það er of stórt gigg að standa í fyrir eina konu. Restin er tertubiti.
Úje
Ekki nóg með að ég fari edrú að sofa, ég fer sátt að sofa án teljanlegs kala til nokkurs manns. Muhahahahaha
Úje -aftur!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 05:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 6. ágúst 2007
ÞULUBLOGG
Nú hef ég ákveðið að hafa þulublogg fastan lið hér á þessum fjölmiðli, vegna fjölda áskorana. Ég get ekki skorast undan þessu, vinir mínir hafa ekki látið mig í friði, óvinir mínir ekki heldur. Mér er það ekki tilefni til mikillar gleði að þurfa að leita uppi svona texta og velta mér upp úr honum, ég segi það satt, en ég er löngu komin úr æfingu með þetta, enda gleymin með afbrigðum (þjáist af CRAFT "Can´t remember a fukcking thing" höf: www.anno.blog.is.)
En hér kemur fyrsta þulan:
Tunglið tunglið taktu mig
Tunglið, tunglið taktu mig
og berðu mig upp til skýja
Hugurinn ber mig hálfa leið
í heimana nýja.
Mun þar vera marg að sjá,
mörgu hefirðu sagt mér frá
þegar þú leiðst um loftin blá
og leist til mín um rifinn skjá.
Komdu litla Lipurtá,
langi þig að heyra
hvað mig dreymdi, hvað ég sá
og kannske sitthvað fleira.
Ljáðu mér eyra.
Gat nú verið perrarnir ykkar. Rukuð upp til handa og fóta og hélduð að ég væri enn að blogga blátt. Nebb, notið tækifærið og fylgist með þulunum sem ég mun birta reglulega, skammirnar ykkar og reynið að fræðast örlítið í staðinn fyrir að hendast slefandi um bloggið í vafasömum tilgangi.
Súmíbítmíbætmí.
Mánudagur, 6. ágúst 2007
Í HJARTANS EINLÆGNI!
Ég ætlaði til Maysunnar minnar í London í þessum mánuði. Ég hef vitað s.l. hálfan mánuðinn að af því getur ekki orðið. Það eru einhverjar breytingar í blóðinu á mér (fyrir utan að vera lág í blóði sem er auðvitað tertubiti) og þangað til ég fæ úr því skorið hvað er á ferðinni, fer ég hvorki lönd né strönd. Ég fór í smá afneitun á þessu fyrst þegar ég heyrði það og þess vegna raunveruleikageri ég þessa staðreynd með því að skella því á bloggið. Þetta þarf ekki að vera neitt alvarlegt. Alls ekki og ég er alveg viss um að sjúkdómaguðinn fer ekki að bögga mig með einhverjum alvöru vandamálum, eftir að vera búin að hjálpa mér á fætur eftir minn virka alkóhólisma. Ég á við að svona veikindaalmætti getur varla verið svo andstyggilegt að það brummi á mig einhverju blóðfyrirkomulagi. Enda er ég með sögu um algjört blóðheilbrigði. Eins og gangandi auglýsing frá Blóðbankanum, svei mér þá. Ég held að sjúkdómaguðinn myndi setja ojabjakk í lifrina á mér frekar. Það er meiri stemmari fyrir því, enda djöflaðist ég á lifrarkvikindinu þegar ég var fyllibytta.
Hur som helst, þá bíð ég eftir að komast til sérfræðings og fá úr þessu skorið. Þangað til læt ég mér nægja símtöl og myndir frá Londres, og á morgun verða allar stelpurnar mínar saman í heimsborginni. Það finnst mér svo skemmtilegt.
Eruð þið hissa á að ég bloggi mikið?
Ég blogga til að gleyma! (Ég bilast úr hlátri).
Þarna er ég komin með allibí á bloggið.
Bitru bloggararnir geta ekki hamast yfir þessu.
Eymd selur, kynlíf selur og ég er núna eymdin uppmáluð.
Jeræt
Úje
Úje.
Mánudagur, 6. ágúst 2007
ENGINN DÓ OG ÞAÐ VAR ERILL Á SVÆÐINU
..í Vestmannaeyjum. Það er gott að vita.
En hvað er að hjá Mogganum? Engin uppfærsla síðan einhvertímann í gær?
Ég vil fá að vita strax hvort Árni Johnsen hafi verið í Brekkusöngnum.
Hann fékk ekki að kynna en söng hann þrátt fyrir það?
Kommon Mogginn, segja fréttir.
Ég á ekki krónu.
Súmí.
![]() |
Erilsamt hjá lögreglu þegar líða fór á nóttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
ÉG MISSTI AF SHADY!
Svei mér þá, ég þarf að fara að ráða mér aðstoðarkonu, sem heldur bókhald yfir það sem er að gerast í leikhúslífinu og tónlistarlífinu og lætur mig vita. Ég var búin að lesa að Shady ætlaði að syngja með Stuðmönnum og ég ætlaði að athuga það nánar. Auðvitað gleymdi ég því. Mér finnst samt ekki rosa spennandi tilhugsun að fara og hlusta á músík í Húsdýragarðinum, en hvað lætur maður sig ekki hafa, fyrir sönghetjur úr fortíðinni.
Það varð svo mikil bylting þegar Shady kom fram á sjónarsviðið. Hún var öðruvísi en allar söngkonurnar sem fyrir voru. Hún var svo sterk, svo mikil náttúrutalenta, að það var unun á að hlusta.
Hvað um það, ég fer í vinylinn bara og hlusta á hana með sínum mönnum. Þar er hún flottust.
Nostalgíukast.
Ómæómæ!
![]() |
Shady söng með Stuðmönnum í Laugardal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2988450
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr