Leita í fréttum mbl.is

ÞULUBLOGG

1

Nú hef ég ákveðið að hafa þulublogg fastan lið hér á þessum fjölmiðli,  vegna fjölda áskorana.  Ég get ekki skorast undan þessu, vinir mínir hafa ekki látið mig í friði, óvinir mínir ekki heldur.  Mér er það ekki tilefni til mikillar gleði að þurfa að leita uppi svona texta og velta mér upp úr honum,  ég segi það satt, en ég er löngu komin úr æfingu með þetta, enda gleymin með afbrigðum (þjáist af CRAFT "Can´t remember a fukcking thing" höf: www.anno.blog.is.)

En hér kemur fyrsta þulan:

Tunglið tunglið taktu mig

Tunglið, tunglið taktu mig

og berðu mig upp til skýja

Hugurinn ber mig hálfa leið

í heimana nýja.

Mun þar vera marg að sjá,

mörgu hefirðu sagt mér frá

þegar þú leiðst um loftin blá

og leist til mín um rifinn skjá.

Komdu litla Lipurtá,

langi þig að heyra

hvað mig dreymdi, hvað ég sá

og kannske sitthvað fleira.

Ljáðu mér eyra.

Gat nú verið perrarnir ykkar.  Rukuð upp til handa og fóta og hélduð að ég væri enn að blogga blátt.  Nebb, notið tækifærið og fylgist með þulunum sem ég mun birta reglulega, skammirnar ykkar og reynið að fræðast örlítið í staðinn fyrir að hendast slefandi um bloggið í vafasömum tilgangi.

Súmíbítmíbætmí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Þröstur Unnar, 6.8.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Birna Dís

Djö.. ég var orðin spennt..

Birna Dís , 6.8.2007 kl. 22:04

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahah Nú hló ég, svo undir tók í fjöllunum!!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 22:09

4 identicon

Jenný. Til þess að losna við að kafna þegar ég les bláu færslurnar þínar, þa hef ég kosið að túlka þær á Færeysku. Þú getur sé hvernig í minni nýjustu færslu. 

Knús á þig, þú ert flottust .. líka á færeysku  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 22:18

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú ert nú meiri snillinn, stelpa! Þulublogg ... og ég datt beint í gildruna!

Guðríður Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 22:21

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ekki skortir hugmyndaflugið, þó án þess að fara í segulörvun.

Benedikt Halldórsson, 6.8.2007 kl. 22:21

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla nú að svara hér, lendi svo aftarlega í næstu færslu á undan, ég held þú hafir algjörlega toppað komment í dag, þú ert einu orði sagt snillingur og kannt sko að gera hlutina skemmtilega, þulur eru góðar, í den fór mamma alltaf með bænirnar með mér og ef afi gamli var í heimsókn þá vildi ég líka bæirnar hans, það voru nefnilega svo skemmtilegar þulur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 23:08

8 Smámynd: Ibba Sig.

Næst getur þú birt ljóðið Á Sprengisandi á blogginu þínu en það byrjar á orðunum "Ríðum, ríðum...". Happdrættisauglýsingar eru líka mikil uppspretta klámfengins efnis, allir drættirnir maður!

Ibba Sig., 6.8.2007 kl. 23:11

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nú er ég aldeilis standandi hissa á sjálfri mér. Mér. þessari með kjaftinn og sorugu hugsanirnar. Ekki hvarlaði að mér eitt andartak að þulublogg gæti þýtt ellý-þulu-blogg. Fattaði ekki djókið fyrr en ég las kommentið hennar gurríar. O jæja. Ég lofa að detta aldrei úr karakter aftur.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 23:23

10 identicon

Takk Jennýsín fyrir kvótið. En bara svo það sé á hreinu: Ég er ekki höfundur CRAFT en hef verið dugleg og haldið lífi í hugtakinu ... svona þegar ég hef munað eftir því.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 00:04

11 Smámynd: Ragnheiður

ég er mikið hrifnari af þessum þulubloggum en hinum, ætlaði ekki að þora hingað inn

Ragnheiður , 7.8.2007 kl. 00:05

12 identicon

Herjólfur-Jenný-Anna-Þula þú ert yndisleg. Nú get ég ekki sofnað fyrir eigins hláturrokum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 00:51

13 identicon

meilímeil fyrir svefninn

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 01:47

14 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Haha! Ég var smástund að kveikja á þessu með þuluna Skildi fyrirsögnina bara bókstaflega á gamla saklausa mátann enda mikil bókstafstrúarmanneskja Hélt bara að þú værir að vera menningarleg... sem liggur auðvitað í hlutarins eðli.

Laufey Ólafsdóttir, 7.8.2007 kl. 02:05

15 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

 

Kjartan Pálmarsson, 7.8.2007 kl. 02:44

16 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Aha, ég féll EKKI í gildruna. Þú varst nefnilega búin að segja að þú ætlaðir ekki að taka við af henni Ellý og ég auðvitað hef svo mikla trú á þér Jenný að það hvarlaði ekki að mér að þú myndir ganga á bak orðum þínum. Hins vegar var ég svo vitlaus að ég sá ekki fyrirfram hvers konar þulublogg þú yrðir með í staðinn. Doh!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.8.2007 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband