Færsluflokkur: Menning og listir
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
HVERNIG ÆTLI ÞÆR HLJÓMI?
Hvernig ætli þær hljómi á hindú t.d. fleygu setningarnar úr Casablanca?
Eins og:
"Here´s to you kid" eða
"I think this is the begining of a beautiful friendship".
Hm..
Bíð spennt
Úje
![]() |
Casablanca endurgerð í Bollywood |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
LIFANDI VEÐURVARAR
Ég hef oft velt því fyrir mér, hvaða menn það eru sem sjást stundum í fréttunum, haldandi á regn- eða sólhlífum fyrir fræga og mikilvæga fólkið. Þá er ég að pæla í því hvort það sé beinlínis auglýst sem sérstakt starf að vera veðurhlíf fyrir menn eins og Bush og Travolta, svo dæmi sé tekið. Fyrir ekki svo löngu komu einhverjir bankanáungar til landsins og það kom auðvitað í fréttunum. Einhverjir dropar komu úr lofti þennan dag og í fréttinni mátti sjá einn regnhlífarhaldara á mann, fylgja mógúlunum út í bíl.
Ég er svakalega mikill aðdáandi Johns Travolta. Ég beinlínis elska myndirnar Pulp Fiction og Get Shorty. Hef horft á þessar ræmur aftur og aftur. Nú er þessi megatöffari búinn að ráða til sín veðurvara sem heldur á sérútbúinni sólhlíf svo goðið fái ekki á sig útfjólubláa geisla frá Gula fíflinu. Travolta er að vinna við gerð kvikmyndarinnar "Gömlu brýnin" en þar er hann í aðalhlutverki ásamt Robin Williams, sem er svo alþýðlegur að honum fylgir enginn maður með sólhlíf.
Hárið á mér er fer í tjón þegar rignir. Líka þegar snjóar.
Ætti ég........?
Ædóntnó!
Jeje
![]() |
Travolta viðkvæmur fyrir sól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 11. ágúst 2007
TRÚESSUVARLA!
Ég er ekki töluglögg manneskja, hef aldrei verið og rétt skreið í stærðfræðinni á stúdentsprófi. Sænskir kennarar mínir sem voru afskaplega "pedagogiskt" þenkjandi, fóru í málið, og vildu komast til botns í því, af hverju nemandinn frá Íslandi sem brilleraði í því sem hún nennti að læra gat verið svona dúmm í hlutfallafræðunum.
Leitið og þér munuð finna. Einn snillingurinn fann rannsókn sem gerð hafði verið, þar sem stærðfræði ídíótar eins og ég voru viðfangið. Skýringin var að þeir sem eiga erfitt með að reikna, hafi ekki skriðið í æsku. Þau börn höfðu bara risið upp og hlaupið um allt í forherðingu sinni. Ég hentist á línuna til Íslands: "Mamma, skreið ég sem barn"? Mamma: "Nei Jenny mín þú fórst strax að ganga". Þú varst svo duglegt barn". Okokok, móðir góð, en var hún viss um að þetta hafi verið ég en ekki einhver af mínum sex systrum? Já, móðirin var algjör deddari á því. Skýring fundin. Það vantaði þarna stórt og merkilegt skref í þroskaferlið. Auðvitað mátti treysta því að barnið Jenny Anna hafi reynt að taka sérleiðina auðveldu, alveg eins og hin fullorðna nafna hennar átti eftir að gera, langt fram eftir aldri.
Mér var boðið á skriðnámskeið á Shalgrenska í Gautaborg og ég er ekki að grínast. A.m.k. hló ég ekki af tilhugsuninni um mig á fjórum fótum innan um sænska velúrnörda þegar tilboðið barst mér frá velviljuðum kennurum mínum.
Þegar hér var komið sögu, sættist ég við sjálfa mig, ákvað að fá fullt hús í skriðfrjálsu fögunum og SKRÍÐA í stærðfræðinni, sem ég og gerði.
Af hverju þessi upprifjum og afhjúpun á heimsku minni? Jú ég var að lesa að 50.000 manns hafi verið í bænum vegna gleðigöngunnar. Hm.. það eru þrjátíuþúsund kjaftfull Háskólabíó. Það er rosalegur hópur af fólki. Kemst þessi fjöldi allur í miðbæinn í einu?
Jahérnahér!
Bítsmíbötæmstjúpid.
Úje
![]() |
Mikil þátttaka í Hinsegin dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
ÉG JÁTA, ÉG JÁTA..
..að hafa misst mig í einhverja bölvaða nostalgiu svona matarlega séð.
Í matinn hafði ég...
lambasmásteik,
kartöflur,
gulrætur og
sósu..
Sorrí veit að ég er plebbi. Það hefð verið meira kúl að hafa verið með flamberaða álft á netlubeði, með fíflasósu og og baldursbráasalati.
En lífið er stundum bara saltfiskur.
Allir gengu samt ánægðir frá borði,
Verði ykkur að góðu..
Újeeeee
Laugardagur, 11. ágúst 2007
BLOGGTILBOÐ
Ég hef fengið tilboð um að blogga á hinu nýja vefsvæði ofurbloggara, isshole.isss. Ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvort ég eigi að þiggja þetta tilboð, en þar mun vera borgað á flettingu. Æi, ætti ég, ætti ég ekki? Ég gæti nottla farið þarna yfir á isshole og bloggað reglulega, svo gæti ég komið með færslu á moggablogg á nokkra daga fresti og minnt á að ég sé hætt að blogga hér. Bara til að fólk sakni mín kannski smá.
Nei ég verð hér áfram. Hér á ég heima.
Er farin að baka bananabrauð til að tjasla upp á mína brotnu sjálfsmynd.
Æmstjúpidænóitt!
Újee
P.s. Táknið hér fyrir ofan setti ég sérstaklega inn fyrir sjálfa mig, grínlaust, en það á að minna mig á að ég er krækiber í alheiminum, jafnvel bara sandkorn.
Skrifað á degi fjölbreytileikans og ég viðurkenni að ég er ófullkomin, hallærisleg, plebbi og moggabloggari.
Með öllu því sem það felur í sér.
Úje
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
ÞAÐ SEM ÉG Á EFTIR AÐ GERA..
..áður en ég yfirgef þessa jarðvist er ekki margt. Segi svona. Mér dettur þetta fyrst í hug:
1. Fara til Kína og Kúbu. Algjörlega efst á forgangslistanum, nenni ekki að fara þangað dauð.
2. Sjá barnabörnin mín komast á legg. Helst verða langamma.
3. Hætta að reykja (Ekki fara hátt með það en einhver sagði mér að ef maður losaði sig ekki við fíknir í jarðvistinni, tæki maður þær með sér yfir landamærin).
4. Klára lífsverkefnið sem liggur harðlæst ofan í skúffu og rykfellur.
5. Prófa fallhlífarstökk (Segi þetta til að ég líti út fyrir að vera ævintýragjörn).
6. Ná mér af köngulóarfóbíunni/innilokunarfóbíunni/víðáttufælninni/lofthræðslunni osfrv.
7. Predika í Dómkirkjunni.
8. Fara í spænsku upp í Háskóla.
10. Skrifa stíf fyrirmæli um mína eigin bálför. Þar á að vera fjör, dans og gaman. Væmni bönnuð. Engum bréfþurrkum útdeilt við innganginn. Vanir menn vönduð vinna. (Ég er EKKI morbid).
10. Hætta að velta mér upp úr stjörnuspám blaðanna sem ég hef hvort sem er enga trú á. En spá dagsins er þessi:
"Steingeit: Ekkert hefur verri áhrif á sálarheill þína en hlutar lífsins sem þú hefur ekki lifað. Farðu því yfir listann og reynda að setja eitthvað úr seinna-flokkinum í núna-flokkinn."
Samkvæmt stjörnuspá laugardagsins verð ég að fara að forgangsraða. Það skýrir ofannefndan lista.
Æmagonner.
Úje
P.s. Ef ég dytti svo niður dauð bara á næstunni munu allir segja: Greyið hún hefur fundið þetta á sér. Svo næm hún Jenny. Hæhó!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 10. ágúst 2007
ÁSTARDAGAR - ÚLLALA
Mér finnst þetta með ástarvikuna á Bolungavík smá krúttlegt uppátæki, en samt svolítið djarft. Eru allir sem eru þar að hugsa um hitt (júnó)? Svona gangandi langaraðgeraða-fyrirkomulag? Svo er fylgst náið með börnum sem fæðast einum meðgöngutíma seinna, bara það myndi nú fara með mig. Allir að stinga saman nefjum og hvísla "sú hefur sko fært sér ástarvikuna í nyt" og það gæti allt eins staðið á enninu á manni, bæði dagsetning og klukkustund athafnarinnar. Ég roðna við tilhugsunina.
Markmiðið er að fjölga Bolvíkingum. Það er flott takmark. Þá er utanbæjarfólk sem líklegt er að fari með framleiðsluna út fyrir hreppsmörkin, varla mjög ákjósanlegt. Ha?
Æi þetta er svo íslenskt eitthvað. Samt svo sætt.
Úje...
![]() |
Ástarvika haldin í fjórða sinn í Bolungarvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. ágúst 2007
ÉG ER MEÐ SENDIRÁÐSÓÞOL
Indverjar samþykktu í gær að opna sendiráð á Íslandi. Líka í Guatemala, Niger og Malí. Ég er með óþol og ofnæmi fyrir sendiráðum núna á nýjum tímum. Hafa þjóðir heims ekkert betra við peningana að gera en að stunda fasteignakaup út um allar trissur?
Á upplýsingaöld er ég viss um að það væri hægt að hafa "mobiliserandi" fulltrúa landa sem einfaldlega ferðuðust þangað sem á þarf að halda hverju sinni. Svo er hægt að nota fjarskiptatækni í flestum tilfellum, er ég viss um.
Þarf fólk að vera líkamlega á svæðinu, nú til dags?
Ég veit að ég hef örgla ekki skilning á mikilvægi sendiráða og það má vera rétt en er ekki nóg að hafa eins og eitt í hverri álfu? Það er ekki eins og það séu ekki samgöngur til hægri og vinstri til allra átta.
Þetta sendiráðafyrirkomulag og allt í kringum það er tímaskekkja og óþarfa fjárútlát.
Annars er þorskurinn búinn að gera það fínt sem málsvari okkar í gegnum tíðina, svo maður nefni ekki Björk og fleiri henni líka.
Ég er nú hrædd um það.
Súmí!
![]() |
Indverjar samþykkja að opna sendiráð í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. ágúst 2007
FJÖLLISTAMAÐURINN DYLAN
Ég var eimitt að blogga aðeins um Dylan í dag. Var að hlusta á nýjustu plötuna hans "Modern times" og fell auðvitað alltaf fyrir því sem hann gerir. Ég var líka að hlusta á Traveling Vilburys í eftirmiðdaginn, þannig að þetta hefur eiginlega verið svona Dylan dagur hjá mér.
Dylan ætlar að sýna verk sín á safni í Þýskalandi.
Er eitthvað sem þessi maður gerir ekki vel?
Ef svo er langar mig ekki afturenda til að vita um það.
Úje
![]() |
Dylan heldur listasýningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
ALDEILIS EKKI Á HVERJUM DEGI..
..að græðgin fær að skína svona grímulaust í gegn eins og hjá kaupmönnum á Akureyri núna. Nú virðist það aðalatriðið að þeir hafi orðið af tekjum vegna tjaldstæðabannsins á fólk 18-23 ára, s.l. helgi. Ég er ekki hrifin af þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar að meina lögráða fólki að tjalda. Mér finnst það bara mannréttindabrot og ekkert annað. Það hljóta að vera til aðrar leiðir að markinu. En að kvarta undan því að þessi hópur sé stærsti neysluhópurinn og þeir því orðið af tekjum finnst mér alveg ótrúleg röksemdafærsla fyrir að breyta þessari illa ígrunduðu ákvörðun norðanmanna.
Ég á ekki orð. Héldu þeir að þessi helgi væri gagngert fyrir þá til að græða peninga?
Var það kannski þannig?
Bítsmí!
![]() |
Tæplega hundrað manns skrifað undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr