Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

ÍSLENSKA KJÁNAHROLLSVEITAN EHF

1

Á hverju ári kemur einhver snillingurinn fram með "tibute" til þekktra útlenda söngvara og/eða hljómsveita.  Þarna er meðalmennskan lofsömuð með örfáum undantekningum þó, svo ég gæti nú sanngirni. 

Í fljótu bragði minnist ég nýlegrar sýningar um Tinu Turner og Queen.  Hvorutveggja sá ég aðeins í sjónvarpi og takk fyrir mig.  Mér var ekki skemmt án þess að ég fari lengra út í þá sálma.  Kona sem ég þekki slysaðist inn á Tinu Turner sýninguna, með vinnustaðahóp og sagði mér að hún hafi verið komin langleiðina undir borðið, undir skemmtilegheitunum.  Þetta er kona sem er ekki neitt sérstaklega andstyggilega þenkjandi. 

Nú á að taka Presley "tribute".  Kannski er það flott.  Ég myndi alveg vilja hlusta á Bjarna Ara taka Presley, en maðurinn syngur Presley betur en Presley sjálfur, fjárinn hafi það.

Ég ætla að sitja heima. 

Love me tender!

Úje


BRILLJANT HUGMYND

1

Ég er ekki hrifin af París Hilton, né heldur því sem hún stendur fyrir, en hún má alveg vera eins og hún er í friði fyrir mér.  París og systir hennar vilja 500 þúsund dali fyrir að mæta í veislur á gamlaárskvöld.  Sniðug hugmynd.  Ætli þær séu fjárvana?

Ég þekki til fólks, og hef gert í gegnum tíðina. sem rekst illa í veislum. Það eru kallaðar gleðifælur í minni fjölskyldu. Þessar krúttsprengjur skandalisera með víni, rífa kjaft, móðga, æla á stofugólfið og verða verulega illskeyttar.  Er ekki þjóðráð fyrir íslenska veisluhaldara að koma sér upp sameiginlegri verðskrá fyrir vandræðagemlingana og borga þeim fyrir að halda sig heima?  Þekkja ekki allir svona gleðimorðingja?  Alveg er ég viss um að veislurnar verða mun menningarlegri ef hægt er að losan við  þennan illviðráðanlega fylgifisk.

I am a genius, yes I am, yes I am.

Úje


mbl.is Hilton systur vilja 500 þúsund dali fyrir að mæta í teiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í DAG HEF ÉG..

1

..hringt út um allar trissur og útréttað til hægri og vinstri.  Ég hef líka búið um mig, farið í sturtu, burstað tennur, neh róleg bara, ætla ekki að fara út í smáatriði og skemmta þar með skrattanum.

..farið til læknis sem sagði mér að hætta að reykja (hvaða læknir gerir það ekki?), borða heilsusamlega (sem ég núþegar geri) og hreyfa mig.  Það gerir ég reyndar ötullega, þið ættuð að sjá taktana, þar sem ég sit fyrir framan tölvuna.  Alveg stöðugt á hreyfingu.  Fyrir þessar ráðleggingar, borgaði ég eitthvað af fjármunum.  Alesatt.

..reynt að troða mér inn hjá sérfræðingi nokkrum, sko fyrir jólin en komst að því að sérfræðingar og Jesú eiga það sameiginlegt að það er nánast vonlaust að fá hjá þeim deit.

..arkað í búð og keypt döðlur.  Það er alltaf verið að predika yfir manni um gæði lífrænt ræktaðs fæðis og ég keypti þekkt merki úr þeim geira.  Þegar heim var komið, þurfti ég næstum stækkunargler til að geta virt fyrir mér döðlukvikindin, þær voru agnarsmáar, krumpaðar og ljótar. Ég henti þeim.

Ég ætla að leggja mig.  Vaknaði svo snemma vegna læknisheimsóknarinnar.  Ég er ein af þeim sem klæði mig til heilsu.  Í dag varð það svarta Jackie Onassis dragtin, svartar sokkabuxur og svartir skór.  Var að hugsa um að skella mér í jarðaför á heimleiðinni, bara af því ég var klædd í það, en hætti við.  Fór heim og bloggaði fyrir ykkur aularnir ykkar.

Ég er farin að halla mér í hálftíma eða svo.

Woman is the nigger of the world

Újejeje


DÚNDURFRÉTTIR..

 

..ef eitthvað nýtt er til með Lennon sem maður hefur ekki heyrt.  Ég kaupi "The Very Best of Mick Jagger" bara fyrir Lenna.  Flott að Jagger fylgir með í kaupbæti.

Ég bíð spennt.

Ætli það séu til fleiri upptöku óútgefnar með snillingnum?

I wish

Úje

P.s. Nú er ég farin að ganga með hausinn undir hendinni.  Enn eitt fréttabloggið.  Fruuuuuss


mbl.is Dúettsöngur Jaggers og Lennons gefinn út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BARÁTTAN Í FULLUM GANGI..

v

..á öllum vígstöðvum.  Hallinn er fyrir hendi stelpur..

réttum hann af..

allsstaðar þar sem við rekumst á hann..

og lyfta.

komasho

Úje


HIÐ FRJÁLSA FRAMTAK KÆFT Í FÆÐINGU

 

Þessi unglingur, snillingur, villingur, sem þýddi Harry Potter um leið og hún kom út,  og gerði það vel, að sögn rannsóknarlögreglumannanna í Frakklandi, var ekkert minna en handtekinn fyrir vikið.  Hann mun þó ekki verða ákærður fyrir athæfið.  Það er fyrir tilstilli höfundar Harry Potter og því sleppur strákur með skrekkinn.

Það er ekki fyrr en 26. október sem franska þýðingin kemur út. 

Ég meina það, þarna er náungi á ferð sem á eftir að gera góða hluti.

Ég held þeir hefðu átt að ráða strákinn í verkefni hjá útgáfufyrirtækinu.

Sumir þekkja bara ekki sinn vitjunartíma.

Bítsmí.

Úje..


mbl.is Potter-piltur slapp við ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEIMILDARMAÐURINN UM MENNINGARNÓTT

1

Heimildarmaðurinn í hringiðunni sem þessi fjölmiðill hefur ráðið í vinnu, vill koma eftirfarandi á framfæri.

Menningarnótt breytist eftir miðnættið og verður að mikilli ómenningarnótt.  Heimildarmaðurinn hvetur viðkvæma til að fara heim í tíma.

That´s what the man said.  Dem, dem, dem.

Úje

 


HIÐ BESTA MÁL

..að ekkert verður af plötusamningi bresku 6 ára stúlkunnar, Connie Talbot við Sony fyrirtækið.  Villimaðurinn Simon Cowell hafði lofað stúlkunni (eða foreldrum hennar) plötusamningi.

Hvað hefur 6 ára gamalt barn að gera út í þennan iðnað?  Eru það ekki foreldrarnir sem eru sárir?  Ég ímynda mér að svona ungt barn sé ekki skemmt á sálinni þó þetta gangi ekki eftir.

Ég hef reyndar ekki mikið álit á foreldrum sem troða ungum og ómótuðum barnssálum inn í harðan heim skemmtanabransans, þar sem þau hætta að fá að vera börn og njóta æskunnar áhyggjulaus.  Nægur er tíminn til að vera fullorðinn með öllu því sem það hefur í för með sér.

Simon Cowell er svo annað mál út af fyrir sig og ég hef raunar ekki margt um hann að segja.

Hístinks!

Gott að barnið slapp.

Úje


mbl.is Simon Cowell sveik sex ára gamla stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESS SEM MAÐUR SAKNAR...

..frá Íslandi þegar maður býr í útlöndum er æði margt.  Fyrir nú utan hressandi storma og úrkomu, miðnætursólarinnar og lyktarinnar af vorinu, þá voru það nú yfirleitt, slælgæti, matvörur og stemmingsgjafar sem stóðu upp úr.  Ég fór að velta þessu fyrir mér þegar ég las færslu hjá einhverjum bloggvina minni um sælgæti.  Þegar ég bjó í Svíþjóð, varð ég stundum heltekin af löngun eða söknuði eftir eftirfarandi:

1. Lindubuffi, Krummalakkrís, Tópasi og Síríuslengjum, kók í lítilli glerflösku, harðfiski, lambalæri, steiktri ýsu, kremkexi (what?), kótilettum í raspi, soðnum laxi og brauðsúpunni hennar mömmu.

2. Jólin voru ónýt vegna þess að jólakveðjurnar á Þorláksmessu voru fjarri góðu gamni ásamt messunni á aðfangadag.  Málinu reddað annað árið með því að hafa teip með upptökum ársins á undan.  Nærri því skotgekk, ekki alveg.

3.  Skortur á skötulykt á Þorláksmessu varð mér tilefni til sorgar. Ég sem aldrei legg mér þennan viðbjóð til munns hvað þá heldur að ég hefði leyft eldun á óþverranum í mínu eldhúsi.  Fjarlægðin og fjöllin geta svo sannarlega ruglað mann í ríminu.

5. Haustið var glatað í Svíþjóð, sko á meðan ég hafði aðgang að því.  Alltaf rjómalogn og það tók eilífðartíma að falla af trjánum.  Jesús Pétur hvað ég er búin að sakna sænska haustsins eftir að ég afsalaði mér rétti mínum til þess.

Það er sama hvernig ég sný mér.  Hlutir verða betri, stærri og merkilegri í fjarskanum, þe ef maður að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur.  Ég ætla ekki að missa mig í söknuð eftir jólaskinku, kjötbollum og Jansons Frestelse af því að ég er viss um að það var ekki eins unaðslega gott og mig minnir að það hafi verið. Örgla bara svona la-la.

Fjalægðin og fjöllin þið vitið.

Jajamensan,

Úje 


AÐ VERA FASTUR Í EIGIN.. HM

 1

Hjá sumum er lífið einfalt.  Það snýst um eiginhagsmuni, eiginhagsmuni og eiginhagsmuni.  Rakst á þessa frægu áskorun til bæjarstjórnar Akureyrar um afsögn, á blogginu og finnst hún einstaklega skemmtileg.

Hvernig ætli áskorun frá sama fólki væri að inntaki ef eitthvað verulega alvarlegt myndi gerast?

 "Við undirrituð, skorum hér með á meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar að sjá sóma sinn í því að segja af sér tafarlaust.

Þessi áskorum, sem við teljum að eigi fullan rétt á sér, er sett fram vegna mjög undarlegrar ákvörðunar meirihlutans í sambandi við nýliðna verslunarmannahelgi, þar sem fólki á aldrinum 18-23.ára var nánast meinaður aðgangur að hátíðinni Ein með öllu.

Við teljum að þetta bann hafið orðið til þess að veitingahús, verslanir og önnur fyrirtæki á Akureyri hafi orðið af verulegum tekjum og hagsmunum.   Einnig er það svo að bæjarbúar á Akureyri eiga erfitt með að sætta sig við að ákveðnum þjóðfélagshópum sé bannað að heimsækja bæinn. 

Í ljósi þessa teljum við fulla ástæðu til þess að bæjarstjórn Akureyrar segi af sér, þar sem við teljum hana ekki vandanum vaxinn.

Þá leggjum við til að varsla tjaldsvæða verði tekin úr höndum skátanna og boðin út með skilyrðum."

Það er ekki hægt að fara fram á minna en tafarlausa afsögn.

Sumir eru fastir...

Úje

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2988444

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.