Leita í fréttum mbl.is

TRÚESSUVARLA!

1

Ég er ekki töluglögg manneskja, hef aldrei verið og rétt skreið í stærðfræðinni á stúdentsprófi.  Sænskir kennarar mínir sem voru afskaplega "pedagogiskt" þenkjandi, fóru í málið, og vildu komast til botns í því, af hverju nemandinn frá Íslandi sem brilleraði í því sem hún nennti að læra gat verið svona dúmm í hlutfallafræðunum. 

Leitið og þér munuð finna.  Einn snillingurinn fann rannsókn sem gerð hafði verið, þar sem stærðfræði ídíótar eins og ég voru viðfangið. Skýringin var að þeir sem eiga erfitt með að reikna,  hafi ekki skriðið í æsku.  Þau börn höfðu bara risið upp og hlaupið um allt í forherðingu sinni.  Ég hentist á línuna til Íslands: "Mamma, skreið ég sem barn"?  Mamma: "Nei Jenny mín þú fórst strax að ganga".  Þú varst svo duglegt barn".  Okokok, móðir góð,  en var hún viss um að þetta hafi verið ég en ekki einhver af mínum sex systrum?  Já, móðirin var algjör deddari á því.  Skýring fundin.  Það vantaði þarna stórt og merkilegt skref í þroskaferlið.  Auðvitað mátti treysta því að barnið Jenny Anna hafi reynt að taka sérleiðina auðveldu, alveg eins og hin fullorðna nafna hennar átti eftir að gera, langt fram eftir aldri. 

Mér var boðið á skriðnámskeið á Shalgrenska í Gautaborg og ég er ekki að grínast.  A.m.k. hló ég ekki af tilhugsuninni um mig á fjórum fótum innan um sænska velúrnörda þegar tilboðið barst mér frá velviljuðum kennurum mínum.

Þegar hér var komið sögu, sættist ég við sjálfa mig, ákvað að fá fullt hús í skriðfrjálsu fögunum og SKRÍÐA í stærðfræðinni, sem ég og gerði.

Af hverju þessi upprifjum og afhjúpun á heimsku minni?  Jú ég var að lesa að 50.000 manns hafi verið í bænum vegna gleðigöngunnar.  Hm.. það eru þrjátíuþúsund kjaftfull Háskólabíó.  Það er rosalegur hópur af fólki.  Kemst þessi fjöldi allur í miðbæinn í einu?

Jahérnahér!

Bítsmíbötæmstjúpid.

Úje


mbl.is Mikil þátttaka í Hinsegin dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég er svona líka!!!! Verð að muna að spyrja mömmu hvort ég hafi skriðið.....

Annars held ég að það hljóti að vera til talnablinda, alveg eins og lesblinda!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Ertekkaðgríííínast?!! Aldrei á ævinni hef ég heyrt annað eins! Ég verð líka að spyrja mömmu hvort ég hafi skriðið - aumingja sonur minn skreið ekki - en pabbi hans og pabbi minn voru báðir stærðfræðiséní - þar fór það! - Takk fyrir skemmtilegt blogg - ég les það oft. Bestu kveðjur.

Guðrún Markúsdóttir, 12.8.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Skreið ég? hef engan að spyrja svo ég spyr þig. og svaraðu strax.

og heitirðu Jenny eða Jenný. Svaraðu því líka strax.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 00:22

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gleymdi að segja þér: ég taldi í bænum í dag. 49.863 manns í bænum. Svo þeir ljúga.

Ég heiti Jona

Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 00:24

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég man ekki hvort ég heiti.  Undanfarin ár heiti ég Jenny Anna Baldursdóttir en hvað var lagt upp með man ég ekki.  Það má alveg kalla mig Jenný, híhí.

Þú skreiðs Jóna mín, því miður, þess vegna getur þú ekkert lagað. (voðaleiðurkall).

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 00:24

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held að þeir telji ca. 1 meter af göngufólki og margfaldi svo bara t.d. 23 í fermeter sinnum lengd göngunnar. Aldrei alveg að marka þessar tölur. Ég heiti Ásdís og er Hrútur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 00:25

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Man það núna, mammi sagði að ég hafi byrjað á því að reyna að fljúga, var doldið vesen að vera með mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 00:26

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna hvar í ósköpunum er tollvörðurinn?  Ætlar þú að hafa hann hjá þér í allt kvöld, eigingirnisgúrkan þín?

Já JONA er bara í Guð gefðu mér þolinmæði....STRAX eða SKRASS ein og ein tveggja og hálfs myndi segja það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 00:28

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kristjana ég er að flýta mér í kvöld. Er alltaf á leiðinni að standa upp frá tölvunni en svo gerist ekki neitt.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 00:28

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú nú man ég, ég heiti Jenný.  OMG það er nafna mín sem heitir Jenny, hvernig gat ég gleymt þessu??????????????????????????????'

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 00:29

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá. ég vissi ekki þetta með metrana og viss fjöldi á fermetra. skýrir ýmislegt. Kannski ekki alveg réttlátt að nota staðalímyndir á svona degi til að telja fjölda. Ég meina það hlýtur að vera misjafnt eftir því hvað fólk er stórt um sig hvað komast margir á hvern fermetra. bara pæling.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 00:30

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég endurskoða.  Jóna þú hefur EKKI skriðið.  Á námskeið með þig.  Ekki réttlátt að nota staðalímyndir, ég er hamslaus úr hlátri.  Hvernig er hægt að vera svona mikið KRÚTT??

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 00:34

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 00:39

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

kannski verður maður krútt þegar maður er með teppu af einhverju tagi

Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 00:39

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

kominn og farinn, ROFL

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 00:45

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Tollstjóraembættið hefur læst dyrunum. Ég kemst ekki inn.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 00:53

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætli það sé bilun í dyrakerfinu? Garún var að reyna að komast inn líka og allt harðlæst.  Sjitt, reyndu aftur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 00:58

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þeir opnuðu aftur. Bara fyrir mig.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 01:00

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 01:04

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hah! Þið með ykkar tollstjóra. Ég hef sko einn bara fyrir mig. Eða ég stend í þeirri trú.....

Hann hins vegar er alltaf að segja mér að hann sé fyrir alla. En hver trúir því?

Ég meina hann er tollari! Ekki Jesú!!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 01:17

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha Hrönn, garg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 01:37

22 identicon

Þrjátíuþúsund kjaftfull Háskólabíó?

Skil það vel að þú hafir verið send á námskeið :)

grétar (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 01:41

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Grétar hehe, jafnvel þarna klúðraði ég því.  Var heillengi að fatta.  Svo greind.  Takk fyrir ábendinguna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 01:44

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Enda endaðirðu á "Bítsmíbötæmstjúpid"

Ekki eins og þú hafir verið að villa á þér heimildir.....

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 01:49

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn, fíbbliðitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 01:52

26 Smámynd: krossgata

Ég hef oft leitað og stundum fundið. 

krossgata, 12.8.2007 kl. 01:53

27 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég skreið ekki heldur og er með ofnæmi fyrir tölfræðilegum upplýsingum. Eigum við að stofna stuðningshóp?

Laufey Ólafsdóttir, 12.8.2007 kl. 06:08

28 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...og nei, allur þessi fjöldi kemst ekki í miðsbæinn í einu en þeir tróðu sér samt!!!

Laufey Ólafsdóttir, 12.8.2007 kl. 06:09

29 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þið eruð nú meiru rúsínurnar allar saman! Jenný mín vertu fegin að hafa ekki þurft að taka skriðpróf í lestri, þá væri bloggið ekki eins skemmtilegt ef þetta hefði snúist við . Ekkert nema talnaflækja!07476-4632+3414[54647]901%125745 (ekki broskerling) 

Edda Agnarsdóttir, 12.8.2007 kl. 08:53

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef sagt það áður Edda mín að ég á biluðustu og skemmtilegustu bloggvinina.  Laufey ekki spurning, hvernær eigum við að starta skriðhópnum? Ég er sko game.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband