Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Á MORGUN ER ÞAÐ JÓMFRÚIN

1

Á morgun ætla ég að fara á Jómfrúna og hlusta á djass.  Ég ætla líka að hitta vinkonu mína (eða binkonu eins og Jenny Una segir).  Mér er sagt að það verði gott veður á morgun, eins gott því ég ætla ekki að sitja með hárið út í allar áttir eltandi sígarettuna mína í kulda og trekk. 

Pabbi hennar Jenny Unu, hann Erik Quick er að spila og auðvitað fer maður og hlustar á sitt fólk.  Jenny kemur líka og hún ætlar svo að koma heim með ömmunni og gista.  Foreldrarnir eru nefnilega að fara út að borða annað kvöld.

Í gær þrykkti Jenny bókinni sem hún hélt á í gólfið (ekkert frek sko, bara með smá skap svona) og pabbi hennar sagði við mömmu hennar lágum rómi: "Sjáðu svipinn á þeirri stuttu, hún er með samviskubit" (yfir að hafa hent bókinni sko).  Þá gall við í hinu ofurskýra og ákveðna barni sem er greinilega með eyrun í fínu standi: "É´r ekki samiskubit, ég er Jenny Una Eriksdóttir!!

En segið mér eitt. er nokkuð búið að banna reykingar utanhúss í miðbænum?

I´m just wondering!

Úje

 


GÖMUL SAGA EÐA HVAÐ?

 

Ég man ekki betur en að Demi Moore hafi leikið fatafellu sem vann fyrir sér og barninu með fatafækkuninni.  Finnst ekki einu sinni svo langt síðan að ég horfði á þá mynd.  Nú er Jessica Biel búin að skrifa undir samning um mynd með sama innihaldi.  Þ.e. strippari með veikan dreng.  Að hún síðan ætli að bera rass og brjóst, mun vera aðalinntak fréttarinnar.

Ég spyr hinsvegar.

Eru þeir algjörlega hugmyndasnauðir í Hollýwood eða hafa þeir frétt það sem við hér á blogginu vitum nú þegar, að nekt og kynlíf selur?

Það skyldi þó aldrei vera.

Bítmíandbætmíandsúmítúdei.

Úje


mbl.is Jessica Biel fækkar fötum í næstu mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

WINHOUSE Í VONDUM MÁLUM

1

Amy Winehouse er ein af mínum uppáhaldssöngkonum, af yngri kynslóðinni.  Þessi götustrákastelpa er með ótrúlega heillandi rödd og skemmtilegt attitjúd.  Nú er hún búin að fresta enn einum tónleikum stelpan, vegna heilsubrests en allir telja sig vita að það er áfengis- og fíkniefnavandamál hennar sem er að sliga hana. 

Winehouse hlaut í febrúar Brit-tónlistarverðlaunin fyrir bestu frammistöðu kvenna á tónlistarsviðinu á Bretlandi á síðasta ári.

Mikið hefur verið fjallað um söngkonuna í fréttum breskra fjölmiðla vegna áfengis- og fíkniefnavandamálanna.  Nú bið ég til almættisins um að konan komi sér í meðferð.  Ég ætti að vita það manna best að það gerir gæfumuninn.

Hér er svo meðferðarlagið hennar Amy eða "Rehab" þar sem hún harðneitar að fara í meðferð.  Hlustið og njótið.

http://www.youtube.com/watch?v=GgfrxZlrYR4

Úje


mbl.is Amy Winehouse hættir við tónleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORLJÓTT LISTASAFN

1

Hefur einhver séð ljótari og meira ópassandi byggingu undir listasafn?  Ég á ekki orð yfir þessum forljóta kassa með flekann hangandi úti eins og hurð af hjörum.  Minnir á pakkhús.

Eru hugmyndir að einhverju skárra? 

Ó svo vont fyrir augað.

Úje


TILLAGA AÐ SKAUPI

 

Það er verið að byrja á áramótaskaupinu.  Ragnar Bragason, kvikmyndagerðarmaður er leikstjóri þess í ár.  Hann ætlar að fókusera á innflytjendamál og þjóðernishyggju.  Það finnst mér mjög rökrétt, þar sem það þarf nú ekki að kafa mjög djúpt í þjóðarsálina til að sjá að við erum hálfgerðir barbarar í viðhorfi okkar til útlendinga, þ.e. þeirra sem hér vilja setjast að. 

Einhvertímann sagði einhver við mig að Íslendingar væru "gamlar sálir", þ.e. rosalega þroskaðar manneskjur, fordómalitlar og skilningsríkar.  Að sama skapi væru þá Ameríkanar ungbarnasálir, því þeir væru svo stutt á veg komnir hvað varðar sálarlegan þroska.  Vafasöm vísindi ég veit það, einkum og sér í lagi þegar litið er til munasýki margra Íslendinga, allra jeppanna, flottu húsanna og allrar hinna geypilegu neyslu.  Ameríkanar hvað?  En þetta var útúrdúr.

Skaupið í fyrra var frábært, fannst mér og einhverjum örfáum öðrum.  Það er erfitt að búa til skaup sem slær í gegn.  Ég legg því til að skaupið frá 1984 verði endurgert, "öppdeitað" og skellt í loftið.  Það var nefnilega alveg brilljant.

I´m a looser!

Úje


mbl.is Unnið að skaupinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MORGUNHRESSING Í BOÐI HÚSSINS

 

Ég hékk uppi langt fram yfir eðlilegan háttatíma og hlustaði á músík.  Meðal þess sem ég hlustaði á voru Traveling Vilburys.  Það er svo gaman að hlusta á þá félaga George Harrison og Bob Dylan (ásamt hinum líka auðvitað) spila saman.  Það er greinilega svo gaman hjá þeim. Ég skelli inn einu hressu fyrir ykkur til að byrja með daginn.

Inside out

http://www.youtube.com/watch?v=aKu31q9SBbA

Úje


SVEFNSNÚRA

 

1a

Þó ekki megi lesa það af færslunum mínum í dag, þá hefur þessi dagur verið hund erfiður.  Allt hefur vaxið mér í augum, ég hef drattast áfram og átt alveg svakalega bágt.  Sumir dagar eru svona og stundum koma þeir í kippum.  Þ.e. einn eða fleiri saman í röð.  Dagurinn í gær og í dag eru kippudagar.  Ferlega erfiðir og ekkert eins og það á að vera, þó ég hafi ekki nokkurn skapaðan, guðsvolaðan hlut að benda á mér til varnar.

Að vakna með tilfinninguna um að allt sé ómögulegt er eitthvað sem ég almennt, er ekki í stemmara fyrir. Stundum hlýt ég þó að hafa þörf fyrir að eiga hörmulega bágt, því annars myndi ég sennilega reka blámann á brott.  Það hlýtur að vera alkinn og þá auðvitað dramadrottningin í mér sem þarf að fá útrás. 

Einu skiptin, í dag,  sem ég var ekki umhverfi mínu hálf hættuleg, var þegar ég settist niður og bloggaði.

Eftir kvöldmat hristi ég af mér slenið.  Hringdi í trúnaðarkonuna og las AA-fræðin.  Ég fer ekki á fundi þessa dagana, svimandi af blóðleysi, langar ekki til að hníga að fótum fundarfélaga minna, þrátt fyrir að það sé ákaflega myndrænt og fallegt, ef ég get gert það almennilega.

Eftir AA-fræði og sollis, var ég farin að skammast mín töluvert yfir vælinu og eymdinni í sjálfri mér og lífsgleðin kom smátt og smátt til baka.  Þegar ég svo var búin að hlusta á nokkra góða með Stones, var ég farin að brosa í gegnum tárin (okok ég var ekki með tárvot augu, má maður).

Ég er svo innilega glöð með að vera edrú og sigli hraðbyri inn í árs edrúmennsku.

Haldiðiaðþaðsé?

Úje

 


ANGIE FYRIR SVEFNINN

Var að hlusta á gamla klassíkera með Stones og er með fimmfalda gæsahúð.  Datt í hug að deila með mér.  Gjörsvovel.

http://www.youtube.com/watch?v=bbZcslc9M78


HEIMSMETABRJÁLAÐIR FINNAR

 

Fyrst var það Gufubaðskeppnin, núna slá Finnarnir heimsmet í karókísöng.  Þeir ætla bara að vera UXI í öllu mennirnir.

Hvað verður það næst?

Heimsmeistarakeppni í plebbisma?

Rakasta stinua!

Úje


mbl.is Finnar setja heimsmet í maraþonkarókí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RADDBANDAÖRYRKINN ÉG

3

Ég er fæddur öryrki.  Þ.e. raddbandaöryrki.  Frá unga aldri hef ég haft ráman undirtón í röddinni, sem hefur ágerst eftir að ég "fullorðnaðist" og reykti mér til vansa.  Núna er ég með meðal karlmannsrödd.  Okokok, smá ýkjur.  Mín rödd er reyndar eins og hunang miðað við röddina í Hilmu systur.  Ég hef aldrei heyrt ungabarn segja agú með viskírödd, fyrr en hún kom í heiminn.  Hvorki fyrr né síðar.

En aftur að fötluninni.  Mig langar í kór.  Ekki vera með aulafyndni og segja mér að ég sé í femínistakórnum.  Mig langar í alvöru kór.  Það þarf ekki einu sinni að vera kvennakór, hann má alveg vera blandaður.  Ég er game.  Ég syng mjög vel í huganum en á svolítið erfitt með að skila því til áheyrenda, en það brestur alltaf á fjöldaflótti þegar ég hef upp raust.  Nema Jenny Una Eriksdóttir,er alltaf "kurr"  hún glottir smá, þegar ég syng fyrir hana og segir sífellt: Amma, meira.  Nú þekki ég fullt af fólki í kórum, víðsvegar, og ég veit að þetta er ofsalega skemmtilegur félagsskapur.  Allir saman, hlægjandi, vitandi að þeir geta sungið og svona.  Einhver listrænn skilningur og samkennd í gangi þar sem mér finnst eftirsóknarverð.

Því er spurningin þessi:

Heyrist eitthvað í einni röddu sem er úr takt, ef hún er í stórum hópi syngjandi fólks?

Old man river!

Úje


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2988444

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.